Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is BÆJARSTJÓRN Árborgar hefur samþykkt að setja deiliskipulagstil- lögu að nýjum miðbæ Selfoss í aug- lýsingu og falast eftir samþykki Skipulagsstofnunar um að breyta að- alskipulagi svonefnds Bæjargarðs á þá lund að garðurinn verði skil- greindur sem útivistar- og íbúða- svæði. Tillögurnar voru samþykktar á aukafundi bæjarstjórnar í gær- kvöld með fimm atkvæðum meiri- hluta Samfylkingar, Framsóknar- flokks og Vinstri grænna gegn fjórum atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Talsverðar umræður spunnust um tillögurnar og mættu þær harðri gagnrýni minnihluta sjálfstæðis- manna. Byggingarmagið óheyrilegt Minnihlutinn var mjög ósáttur við það mikla byggingarmagn sem fyr- irhugað er á miðbæjarsvæðinu. „Þetta er algjörlega óheyrilegt bygg- ingarmagn og það er alveg ljóst að ekki verið að þjóna íbúum Selfoss með þessu mikla magni, þeir hafa ekki beðið um þetta,“ sagði Snorri Finnlaugsson í Sjálfstæðisflokki. Sjálfstæðismenn töldu jafnframt óviðunandi að Pakkhúsið yrði rifið vegna framkvæmdanna; húsið ætti sér merkilegri sögu en svo að það verðskuldaði slíka meðferð. „Það er heldur ekki þannig að hér sé það mik- ið af háskólastarfsemi að við getum leyft okkur að rífa ofan af henni,“ sagði flokksbróðir Snorra, Eyþór Arnalds, en Rannsóknarmiðstöð Há- skóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði er staðsett í Pakkhúsinu. Tími til kominn að setja málið í lýðræðislegt athugasemdaferli Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar, sakaði minnihlut- ann um pólitískar hártoganir í málinu og sagði að það væri tími til þess kominn að samþykkja tillöguna og setja þannig í gang hið lýðræðislega athugasemdaferli íbúa bæjarfélags- ins. Eftir að deiliskipulagið verði sett í auglýsingu muni íbúum bæjarins gefast kostur á að koma að öllum þeim athugasemdum sem þeir hafa vegna skipulagsins og að því loknu muni sérstakur rýnihópur fara yfir þær tillögur. Í honum muni eiga sæti fulltrúar skipulags,- bygginga- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins, bæjarlögmaður, arkitektar vinnings- tillögunar, fulltrúar úr bæjarstjórn og skipulagsfræðingur. Þessum mál- flutningi höfnuðu fulltrúar Sjálfstæð- isflokks og töldu það mikla meinloku að það væri í anda lýðræðisins að setja málið í „lögbundið lágmarks- ferli“ eins og þeir kölluðu deiliskipu- lagsferlið. Bæjargarðurinn standi óhreyfður Miðbæjarsvæðinu, sem til stendur að setja í auglýsingu innan skamms, hefur verið skipt í tvo reiti. Annars vegar er um að ræða svæðið í kring- um fyrirhugað miðbæjartorg, Ár- torg, en það nær frá Eyravegi til Sig- túns. Hins vegar svokallaðan Sigtúnsreit, sem er á milli Sigtúns og Tryggvagötu. Samtals er svæðið um 44.000 fermetrar að flatarmáli og á því er gert ráð fyrir nýbyggingum með samtals 42.000 fermetra gólfflat- armáli. Reiknað er með því að íbúðir, smærri verslanir, skrifstofur og þjónustuhúsnæði verði á svæðinu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 230 til 250 íbúðum og um 700 íbúum. Sjálfstæðismönnum var einnig mikið niðri fyrir þegar fyrir lá sam- þykki meirihluta bæjarstjórnar um að óska eftir samþykki Skipulags- stofnunar um breytingu á aðalskipu- lagi Bæjargarðsins. Töldu þeir heilla- vænlegast að þetta græna svæði í hjarta bæjarins stæði óhreyft. Eyþór Arnalds sagði að sérhvert samfélag hefði sitt græna útivistarsvæði og nefndi í því tilliti Central Park í New York, sem aldrei hefði komið til greina að selja verktökum, jafnvel þótt borgin hefði gengið í gegnum miklu meiri fjárhagsörðugleika en Árborg. Ragnheiður sagði að hug- myndir meirihlutans miðuðu ekki að því að byggð risi í gervöllum Bæj- argarðinum, heldur yrði helmingur hans látinn óhreyfður og skilgreind- ur sem grænt svæði. Þar verði reynt að blanda saman lágreistri íbúða- byggð og líflegum almenningsgarði, eins og víða tíðkist. Deiliskipulagstillaga að nýjum miðbæ í auglýsingu Hart var tekist á um nýjan miðbæ Selfoss á aukabæjarstjórnarfundi í Árborg Ljósmynd/Guðmundur Karl Brúnaþungir Sjálfstæðismenn í Árborg voru allt annað en sáttir við deiliskipulagstillögu sem til stendur að setja í auglýsingu. Gagnrýndu þeir byggingarmagnið og fyrirhugaðar framkvæmdir í Bæjargarði. Í HNOTSKURN »Meirihluti bæjarstjórnarÁrborgar hefur nú sam- þykkt að setja tillögu að breyttu deiliskipulagi í mið- bænum í auglýsingu. » Í deiliskipulagstillögunumer gert ráð fyrir þéttari og hærri byggð heldur en áður hefur þekkst á Selfossi. »Á miðju miðbæjarsvæðinuer fyrirhugað að reisa sér- stakt miðbæjartorg sem renna á saman við almenningsgarð og mynda eitt rými. »4-5 hæða byggð afmarkartorgið. Á fyrstu hæð verð- ur að finna verslun og þjón- ustu en íbúðarhúsnæði verður á öðrum hæðum. »Við torgið er jafnframtáætlað að byggja 10 hæða turn sem ætlað er að verða helsta aðalkennileiti Selfoss. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra og Magnús Jónsson veðurstofustjóri undirrituðu í gær fyrsta áfanga samstarfssamnings milli utanríkisráðuneytisins og Veð- urstofu Íslands um samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftarann- sókna. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verkefnisins muni taka um hálft ár og munu tveir indverskir jarð- skjálftafræðingar koma til Íslands að kynna sér þá tækni sem er notuð við jarðskjálftamælingar og -eftirlit. Jafnframt munu tveir íslenskir vís- indamenn fara til Indlands. Á Íslandi hefur undanfarin ár ver- ið þróuð tækni fyrir jarðsjálftaspár sem hefur víða vakið athygli. Aðferð- in byggist í grundvallaratriðum á svokölluðum smáskjálftamælingum og fjölbreytilegum rannsóknum á sviði jarðvísinda með það að mark- miði að segja fyrir um jarðskjálfta. Indverjar hafa mikinn áhuga á þess- ari tækni, því þar er jarðskjálfta- virkni umtalsverð, t.d. í Himalaja- fjöllunum. Veðurstofan mun annast samstarfið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Háskóli Íslands og Há- skólinn á Akureyri tengjast verkefn- inu, auk utanríkisráðuneytisins sem undirbúið hefur viljayfirlýsinguna og mun standa straum af kostnaði. Skjálftar í tveimur heimsálfum Utanríkisráðu- neytið hefur ráðið Kristínu A. Árna- dóttur til að stýra framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna en kosning- ar fara fram á allsherjarþingi SÞ haustið 2008. Kristín hefur stýrt skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík undanfarin ár en hefur fengið leyfi frá störfum á meðan hún sinnir verkefninu fyrir utanríkis- ráðuneytið. Ísland hefur lýst yfir framboði til sætis í öryggisráðið fyr- ir árin 2009-2010 en öryggisráðið ber aðalábyrgð á varðveislu heimsfriðar og öryggis á grundvelli sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Stýrir fram- boðinu til öryggisráðsins Kristín A. Árnadóttir ♦♦♦ ÞÓRÐUR Áskell Magnússon, eig- andi fyrirtækisins Djúpakletts ehf. í Grundarfirði gagnrýnir harðlega grein Agnesar Bragadóttur um meint kvótasvindl sem birtist í Morg- unblaðinu í gær. „Ég á bara ekki orð yfir þetta. Þið eruð að kalla fyrirtæki mitt og alla viðskiptavini mína ótínda glæpamenn. Þetta er atvinnurógur af verstu sort og það sem verra er, þið dæmið allt þorpið því það er ekki nokkur einasti maður hér sem gæti komist hjá því að vera bendlaður við þetta,“ sagði Þórður við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Ég segi bara – skammist ykkar!“ Fyrirtæki Þórðar, Djúpiklettur, sér um löndun á fiski í Grundarfirði. Í grein Agnesar kemur fram að lík- lega sé kvótasvindl hvað stórtækast í útflutningi á ferskum fiski með gám- um til Bretlands. Þórður segir að væri þetta rétt þá hlytu böndin að berast að Grundfirðingum og Vest- mannaeyingum en mestur gámaút- flutningur á fiski sé frá þessum tveimur bæjarfélögum. „Þótt svindl- ið væri ekki nema brotabrot af því sem gefið er í skyn í greininni myndi hver maður vita af þessu. Þið eruð að segja að við séum öll ótíndir glæpa- menn.“ Mikið eftirlit með sjávarútveginum Spurður hvort allir myndu vita um svindlið segir Þórður það óhjá- kvæmilegt. „Þið eruð að segja að allir vigtarmenn, allir sem koma að lönd- un, allir skipstjórnarmenn og allir út- gerðarmenn séu skúrkar af verstu sort. Ég sé um löndunina og ætti að vera sá sekasti en ég hef enga hags- muni af því. Mér hefðu þá átt að vera boðnar mútur og þá er þetta nú orðið býsna víðtækt samsæri.“ Þórður bendir jafnframt á að það sé rangt sem fram kemur í grein Agnesar að eftirlit með útflutningn- um sé lítið. „Ég fullyrði að það er enginn atvinnuvegur sem býr við jafn mikið eftirlit og sjávarútvegur- inn. Hér eru tveir til fjórir starfs- menn Fiskistofu yfir okkur öllum stundum í tvo til þrjá daga í viku.“ Þegar gámunum sé síðan landað í Bretlandi taki eftirlitsmenn á vegum Fiskistofu á móti þeim. „Hvað er ver- ið að borga Fiskistofu fyrir ef þeir taka ekki eftir þessu? Þetta er líka atvinnurógur um Fiskistofu,“ segir Þórður. Hann segist ekki þekkja til þess að nokkur maður hafi látið vigta bíl með tómum körum, hvað þá fyllt með vatni, áður en afla væri landað í þau. Slíkt tíðkist einfaldlega ekki. „Ég fullyrði að ég og mínir starfs- menn hafa aldrei nokkurn tímann tekið þátt í kvótasvindli, við höfum aldrei verið beðnir um það og ég hef aldrei orðið vitni að því.“ „Þið eruð að segja að við séum öll skúrkar“ Eigandi löndunarfyrirtækis gagnrýnir Morgunblaðið LANDSBANKI Íslands, Smáralind, hlaut viðurkenningu jafnréttis- nefndar Kópavogsbæjar í ár. Af- hendingin fór fram í Bókasafni Kópavogs í gær. Við sama tækifæri var opnuð örsýning um líf og störf Huldu Jakobsdóttur, fyrstu konu í embætti bæjarstjóra á Íslandi, en hún var bæjarstjóri í Kópavogi 1957-1962. Vel þykir hafa tekist að fram- fylgja jafnréttisáætlun Landsbank- ans í útibúinu í Smáralind. Guðrún Ólafsdóttir hefur byggt það upp og útibúið vaxið að umfangi, segir m.a. í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Golli Guðrún Ólafsdóttir (t.h.) útibússtjóri Landsbankans í Smáralind, tók við viðurkenningu jafnréttisráðs Kópavogs úr hendi Unu Maríu Óskarsdóttur, formanns jafnréttisnefndar, í Bókasafni Kópavogs í gær. Jafnréttisáætlun LÍ tekist vel í útibúinu í Smáralind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.