Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 18
Í HNOTSKURN
»Þetta er þriðja árið sem gangan er far-in. 11 af tindunum 24 sem klifnir verða
eru yfir 1.400 metra háir.
»Gangan er skipulögð í samstarfi viðBjörgunarsveitina Súlur og Skátafélag-
ið Klakk sem mun taka á móti göngumönn-
unum á leiðarenda.
»Allar nánari upplýsingar fyrir áhuga-sama eru fáanlegar á www.glerardal-
ur.is
AÐ MORGNI nk. laugardags kl. 8.00 verður
lagt í mikla fjallgöngu frá Skíðahótelinu í Hlíð-
arfjalli. Þá verða 24 hæstu fjöllin í Glerárdal
klifin, en þetta er í þriðja skiptið sem slík
ganga er farin. Ragnar Sverrisson, kaupmaður
á Akureyri, er einn þeirra sem standa fyrir
uppátækinu:
„Þegar við fórum þetta fyrst fóru 17 manns
allan hringinn en 40 manns tóku þátt í göng-
unni. Nú hafa um 70 manns skráð sig og við
reiknum með að um 50 manns fari allan hring-
inn, þannig að þetta er farið að vinda upp á sig.
Fólk þarf ekki að fara alla leið, það er hægt
að láta sig detta út eftir fimm eða tíu fjöll eða
álíka. Að auki skiptum við þessu í þrjú stig eða
þrjá hópa, þá sem fara hraðast, millistig og
hægast. Fólk getur valið hvað hentar því best.“
Hugmyndin er komin frá Þorvaldi Þórssyni,
„hátindahöfðingja“ eins og Ragnar kallar hann,
sem gekk hringinn fyrstur og sagði Ragnari
síðar frá því. „Ég tók það í mig að gera þetta
að árlegum viðburði og fékk Sigvalda Óskar
Jónsson og Friðfinn Gísla Skúlason til að koma
þessu af stað.
Það er nauðsynlegt fyrir fólk að vera í góðri
þjálfun og nokkuð vant göngu, auk þess sem
hafa þarf mikið og orkuríkt nesti og rétt hug-
arfar; höfuðið verður að vera í lagi, fólk þarf að
hafa trú á að það geti þetta.“
Aðspurður segist Ragnar ekki búast við
strengjum eftir gönguna. „En ég reikna með að
verða lúinn í lærunum,“ bætir hann við og
hlær.
Hátindurinn Kerling er hæsta fjallið sem klifið verður, 1.538 metrar.
24 tindar sigraðir á 24 tímum
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Göngugarpur „Ég reikna með að verða lúinn í
lærunum,“ segir Ragnar.
Ofurganga Heildarlengdin er um 50 km og heildarhækkunin um 4.000 m.
18 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Biskupstungur | „Þetta fer ágæt-
lega með garðyrkjunni og öðru því
sem við erum að gera. Aðaltörnin í
þessu er yfir sumarið,“ segir Knút-
ur Ármann, garðyrkjubóndi í Frið-
heimum í Bláskógabyggð. Hann og
kona hans, Helena Hermundar-
dóttir, hafa komið sér upp góðri
hestakennslu-, þjálfunar- og sýn-
ingaraðstöðu í fallegu umhverfi á
garðyrkjubýlinu og byrja á næst-
unni að bjóða ferðafólki upp á
hestasýningar.
Knútur og Helena eru bæði úr
Reykjavík en fluttu fyrir tólf árum
í Friðheima sem eru í Reykholti í
Biskupstungum. Þar keyptu þau
gamla garðyrkjustöð, sem ekki var
lengur starfrækt og hafa verið að
byggja hana upp síðan. Þau rækta
tómata með ljósum allt árið og eru
komin með töluverða framleiðslu.
„Það var alltaf draumur okkar að
vera með tvær stoðir undir rekstr-
inum og hafa hrossarækt með
garðyrkjunni,“ segir Knútur. Sjálf-
ur lærði hann hrossarækt á Hólum
en Helena er garðyrkjumaður.
Hringvöllur í skógi
Þau hafa verið með hrossarækt í
smáum stíl til þessa. Nú hafa þau
komið sér upp aðstöðu sem Knútur
talar um sem hestakennslu-, þjálf-
unar- og sýningaraðstöðu. Meðal
þess er hringvöllur í fallegum trjá-
lundi og var hann tekinn í notkun
við hátíðlega athöfn á dögunum.
Knútur segir að þau hafi þríþætt
not af aðstöðunni. Í fyrsta lagi
nefnir hann eigin hrossarækt og
þjálfun. Nemendum tveggja efstu
bekkja grunnskólans í Reykholti
stendur til boða valáfangi í hesta-
mennsku sem Knútur sér um.
Hann segist hafa ákaflega gaman
af verkefninu og nýja aðstaðan
skapi möguleika til að þróa námið
frekar. Þess má geta að Frið-
heimar eru í göngufæri við grunn-
skólann. Í þriðja lagi nefnir Knút-
ur nýja þjónustu sem þau ætla að
bjóða ferðafólki, hestasýningar á
hringvellinum.
„Við erum við þjóðveg 35 og það
fer mikill fjöldi ferðafólks hér um
daglega, meðal annars erlent
ferðafólk sem fer Gullna hringinn
svonefnda. Allt þetta fólk fer hér
framhjá afleggjaranum hjá okkur
og mér finnst mikilvægt að gera
eitthvað til að fá fólkið til að
staldra aðeins við. Íslenski hest-
urinn er svo mikilvægur hluti af
menningu okkar og sögu að tilvalið
er að nýta hann til þess,“ segir
Knútur.
Útvíkkað frekar
Þau hafa verið að þróa þessa af-
þreyingu fyrir ferðafólk í sam-
vinnu við Ásborgu Arnþórsdóttur,
ferðamálafulltrúa uppsveita Ár-
nessýslu. Hugmyndin er að sýna
hesta við tónlist og flétta inn í sýn-
inguna fróðleik í töluðu máli, helst
á léttu nótunum. Í lokin gefst gest-
unum síðan kostur á að nálgast
hestana við hesthúsin, klappa
þeim, fara á bak og taka myndir og
fá sér kaffi og kleinur. Ætlunin er
að þetta verði tiltölulega stutt sýn-
ing, hálftími til fjörutíu mínútur og
hún er hugsuð fyrir almenna ferða-
menn, frekar en fólk sem beinlínis
er komið til landsins til að skoða
hesta. Þau eru að kynna þessa
möguleika fyrir ferðaskrifstofum
og segir Knútur að þeim hafi verið
tekið vel. Alltaf vanti góða afþrey-
ingu. Jafnframt eru þau að huga að
því að setja upp sýningar á
ákveðnum tímum, til að ná til ein-
staklinga sem eru á ferðinni.
Boðið upp á hestasýningar fyrir ferðafólk í Hestamiðstöðinni Friðheimum
Vantar alltaf góða afþreyingu
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Nýjung í ferðaþjónustu Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi klippti á borða við opnun hestamiðstöðvar-
innar. Eigendurnir standa hjá en heimasæturnar í Friðheimum, Karitas og Dóróthea, sitja hestana.
Hrunamannahreppur | Bjarkarhlíðarhóp-
urinn sýnir nú 29 málverk í golfskálanum
á Efra-Seli, rétt hjá Flúðum. Flestar
myndirnar er málaðar með olíu en fáeinar
í vatnslitum.
Að hópnum stendur fólk sem kennir sig
við húsið Bjarkarhlíð á Flúðum. Það hefur
komið saman í allmörg ár og notið leið-
sagnar og handleiðslu Katrínar Briem í
málaralistinni.
Í hópnum eru f.v. Helga Magnúsdóttir,
Anna Magnúsdóttir, Skúli Gunnlaugsson,
Jónína Björnsdóttir, Elín Guðfinnsdóttir,
Dóra Mjöll Stefánsdóttir og Rut Mandal
Valtýsdóttir. Sýningin, sem er sölusýning,
verður opin fram eftir sumri.
Bjarkarhlíðarhóp-
urinn sýnir myndir
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
UNNIÐ er að skráningu og merkingu leg-
staða í Ingjaldshólskirkjugarði á Snæfells-
nesi. Garðurinn er gamall og stór og því
mikið verk að skrá legstaðina.
Smári Lúðvíksson á Rifi hefur tekið að
sér að teikna upp garðinn fyrir sóknar-
nefnd. Þar eru mörg afar gömul og
ómerkt leiði. Þegar lokið verður við að
teikna upp garðinn og merkja þau leiði
sem upplýsingar liggja fyrir um verður
kortið sett inn á kirkjugarðavefinn gard-
ur.is til þess að fólk geti leitað að leiðum
ættingja sinna. Sóknarnefnd biður þá sem
telja sig hafa upplýsingar um ómerkt leiði
að hafa samband við Smára.
Skrá og merkja
leiði á Ingjaldshóli
LANDIÐ
HÁTÍÐIN Ein með öllu verður hald-
in í ár eins og undanfarin sumur en
nokkur styr hefur staðið um hvort
boðið verður upp á sérstök unglinga-
tjaldsvæði. Á fundi nefndar sem
fjallaði um framkvæmd hátíðarinnar
sl. þriðjudag var ákveðið að ekki
verði boðið upp á slíkt tjaldsvæði líkt
og við Hamar fyrir ári.
Að sögn Karls Guðmundssonar
bæjarritara verður lögð áhersla á að
hátíðin sé fjölskylduhátíð: „Vegna
þess verða tjaldstæðin fyrst og
fremst fyrir fjölskyldufólk sem mun
hafa forgang að komast inn á þau.
Skátafélagið Klakkur hefur umsjón
með tjaldsvæðunum og sér um að út-
færa þessa tilhögun og bærinn
treystir þeim til þess. Það eru að
sjálfsögðu allir velkomnir þó svo að
tjaldsvæðin séu fyrst og fremst fyrir
fjölskyldufólk.“
Unglinga-
stæðin úti
HLJÓMSVEITIN Narodna Musika
leikur í Deiglunni í kvöld kl. 21 á
heitum fimmtudegi. Á efnisskránni
verður búlgörsk þjóðlagatónlist. Í
fréttatilkynningu kemur fram að
um sé að ræða auðheyrilega tónlist
sem eigi sér m.a. rætur í tónlist síg-
auna og þjóðlagahefð Mið-Evrópu.
Haukur Gröndal er forsprakki
Narodna Musika og hefur síðustu
ár kynnt sér tónlist frá Balkanskag-
anum og þá sérstaklega frá Búlg-
aríu. Hann leikur á klarinett en auk
hans koma fram Borislav Zgur-
ovski á harmóníku, Enis Ahmed á
tamboura, Þorgrímur Jónsson á
bassa og Erik Qvick á trommur.
Kvöldið er
búlgarskt
♦♦♦