Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 13 FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Magn- úsi Guðmundssyni framkvæmda- stjóra: „Morgunblaðið spyr í fyrirsögn blaðsins, miðvikudaginn 4. júlí 2007, hvort stórfellt kvótasvindl sé stundað með gámaþorsk. Uppboðs- haldar í Grimsby og Hull eru í greininni sakaðir um þátttöku í stórkostlegu svindli. Undirritaður er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Atlantic Fresh ltd., sem annast um 90% af sölu alls íslensks ferskfisks, sem seldur er í gegnum uppboðsmarkaðina í Hull og Grimsby. Svar við spurn- ingu Morgunblaðsins er að ekkert kvótasvindl er stundað með gáma- þorsk, en spurt er hvað liggur að baki fréttaskýringu, sem skrifuð er án hugsunar. Ferill sölu fersk fisks í Hull og Grimsby, sem seldur er óvigtaður frá Íslandi er eftirfarandi: a) Skipstjóri fiskiskips skráir veiddan fisk í afladagbók skips- ins og afhendir afladagbókina til Fiskistofu. b) Sá hluti afla eða allur afli, sem settur er í gám til útflutnings, er tilkynnt um til Fiskistofu, af skipstjóra fiskiskips, áður en gámur er brúttóvigtaður í lönd- unarhöfn. Skipstjóri tilkynnir um magn og fisktegund til Fiskistofu, sem tilkynnir um það magn og tegund sem senda á með gámi, inn á heimasíðu Fiskistofu, 24 klukkutímum áð- ur en gámur er sendur úr landi. Þannig geta innlendir kaupend- ur fisks keypt fisk í gámi, áður en fiskur er sendur á markað erlendis, ef verð eru samkeppn- ishæf við áætluð markaðsverð í Bretlandi. c) Gámi er lokað og skráð innsigli skipafélags sett á gáminn. Skip- stjóri fiskiskips tilkynnir Fiski- stofu um innihald gámsins, á sérstöku eyðublaði Fiskistofu. Starfsmenn Fiskistofu í Hull eða Grimsby, hafa einir heimild til þess að rjúfa innsigli fyrir losun gáms og fylgja eftir að fiskteg- und í gámi sé í körum talið hin sama og Fiskistofa hafði til- kynnt eftirlitsmönnum í Bret- landi. d) Á markaði er hver fiskur, sem úr gámi kemur, flokkaður og veginn og er því um raunvigt og rauntegund að ræða en ekki úr- taksvigt. Fishgate markaðurinn í Hull, sem annast sölu á stórum hluta þess afla íslenskra skipa sem fluttur er til Bretlands, er í dag tæknivædd- asti og fullkomnasti fiskmarkaður í Evrópu. Fiskur er flokkaður og vigtaður með íslenskum hátækni- búnaði, ásamt því að vera seldur á rafrænu gegnsæju formi til kaup- enda víða um Bretland og í Evr- ópu. Kaupendur á markaði kaupa ákveðna fisktegund sem þeir selja neytanda. Fullkominn rekjanleika sölu og uppboðskerfis gerir það kleift að rekja má tegund fisks til einstakra íslenskra fiskiskipa. Í faglegum fréttaskýringum blaða- manna dagblaða og tímarita, sem vilja teljast hlutlausir og ábyrgir, er fjallað um málefni þannig að rök og staðreyndir máls eru rakin. Þróun reglna sem um málaflokk gilda, er rakin og umfjöllun mál- efnanleg og sanngjörn. Í umræddri fréttaskýringu er varpað fram full- yrðingum og spurningarmerkjum skeytt aftan við fullyrðingu, því til viðbótar eru orð eins og orðin „ef“ og „sennilega“, notuð og dregnar ályktanir af því ef hlutirnir væru eins og blaðamaður telur sennilegt. Það er útilokað annað en að lesa slíka grein blaðamanns sem spjall, orðið fréttaskýring á ekki við.“ Fréttaskýring án skýringa Fréttir á SMS STJÓRN Landssamtaka sauðfjáraf- urða (LS) hefur ákveðið lágmarks- verð sauðfjárafurða fyrir sláturtíð í haust. Viðmiðunarverðskráin hækk- ar um 7,5% frá viðmiðunarverði LS frá árinu 2006. „Stjórn LS leggur áherslu á að hér er um algjört lágmarksverð að ræða,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Viðmiðunarverðið er gefið út sam- kvæmt heimild í búvörulögum. Þá gengur stjórn LS út frá því að út- flutningsverð hækki einnig um 7,5% og verði að lágmarki kr. 237 á kg. Verð á sauðfé til slátrunar ræðst á markaði. Sláturleyfishafar hafa enn ekki gefið út hvaða verð þeir ætla að bjóða bændum en verðið hækkaði umtalsvert á síðasta ári. Þeir hafa stundum greitt yfir viðmiðunarverði bænda og stundum undir verðinu. Markaðsráð sauðfjárafurða hefur lagt til að útflutningsskylda verði 16% en landbúnaðarráðherra hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um hver hún skuli vera. Viðmiðunarverð hækki um 7,5% Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í júlí á frábæru tilboði. Bjóðum einstök kjör á gistingu á Club Cala D´or Park íbúða- hótelinu á Cala D´or, 6., 13., 20 og 27. júlí. Fjölskylduvænt íbúðahótel sem býður upp á góða staðsetningu og notalega stemmningu. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Mallorca í júlí Sértilboð - Club Cala D´or Park frá aðeins kr. 39.990 Aðeins örfáar íbúðir! Verð kr. 49.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 14.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 14.000. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17:30-19:00 JÖKLASEL 1 - 1. HÆÐ Björt og falleg 3ja herbergja 93,5 fm íbúð á 1.hæð í littlu fjölbýli.Tvö góð herbergi, sjónvarpshol, stór stofa með útg. á sólríkar svalir, eldhús með sprautulakkaðri innrétt- ingu og gler hurðar í efri skápum, þvottaherb. innaf eldhúsi, baðherbergi m/baðkari, flísar í hólf og gólf. Gólfefni er parket og flísar. Stutt er í skóla, leikskóla og versalin. Verð 22,6 millj. Verið velkominn Hafdís tekur á móti gestum Traust þjónusta í 30 ár Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Ölduslóð - Hf. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í sölu mjög fallega 161 fermetra efri hæð í tvíbýli. Þar af er bílskúr 30.1 fermetrar og aukaherbergi í kjallara með snyrtingu um 20 fermetrar. Um er að ræða skemmtilega hæð á mjög góðum stað við Ölduslóð í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, gang, tvö herbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, geymslu, herbergi með snyrtingu í kjallara og bílskúr. Gólfefni eru parket og flísar. Frábært útsýni. Frábær staðsetning miðsvæðis í Hafnarfirði. Verð 34,9. millj. www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 82 75 0 7/ 07 STYRKIR VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD TVEIR STYRKIR TIL RANNSÓKNA Í UMHVERFIS- OG NÁTTÚRUAUÐLINDAFRÆÐUM Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands auglýsir tvo styrki til rannsókna í umhverfis-og náttúruauðlindafræðum. Báðir styrkirnir eru veglegir og ættu að nægja þeim sem styrkina hljóta til framfærslu í þrjú ár. Fyrri styrkurinn: Ph.D. ritgerð um mat á umhverfisgæðum environmental valuation Vinsamlegast sendið stutta útgáfu náms- og starfsfelisskrár ásamt rannsóknar- hugmyndum til Ragnars Árnasonar prófessors, netfang: ragnara@hi.is Síðari styrkurinn: Ph.D. ritgerð í orkuhagfræði Vinsamlegast sendið stutta útgáfu náms- og starfsferilsskár ásamt rannsóknar- hugmyndum til Friðriks Más Baldurssonar prófessors, netfang: fmbald@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.