Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is GERT er ráð fyrir 4-6.000 kepp- endum á landsmótinu sem verður sett í kvöld á Kópavogsvelli. Að sögn Björns Hermannssonar, fram- kvæmdastjóra Landsmótsins, verða að auki um 500 sjálfboðaliðar og talið að tugir þúsunda muni fylgjast með. Björn segir þátttakendur vera á öll- um aldri: „Samkvæmt anda ung- mennafélagsins geta allir verið með, þó að þú sért áttræður ertu enn ung- menni í anda.“ Mótið er nú haldið í 25. skipti og eru keppendur frá 25 héraðssam- böndum hvaðanæva af landinu. Jafn- framt eru nokkrar keppnisgreinar í boði fyrir almenning. Að sögn Björns gengur undirbúningurinn vel „því að- staðan í Kópavoginum er hreint frá- bær og aldrei áður hefur mót verið haldið við slíkar aðstæður. Bæj- arstjórn Kópavogs hefur staðið mjög myndarlega að þessu.“ Tilraun til heimsmets Fjölbreytt dagskrá verður í boði næstu daga. Annað kvöld keppa ís- lensku nördarnir við þá sænsku í fót- bolta á Kópavogsvelli og á laugardag- inn verður reynt að setja heimsmet í vatnsbyssustríði en 1.195 einstaklinga þarf til að slá núverandi met. Keppt verður í margvíslegum íþróttagrein- um en á laugardaginn verður nokkuð óvenjuleg keppni í Smáralindinni. Þá verður keppt í pönnukökubakstri og segir Björn sjálfa bæjarstjórafrúna í Kópavogi verða einn keppendanna. Sú keppni verður því miður ekki í boði fyrir almenning heldur er hún hluti af stigakeppni milli héraðssamtakanna. Ekki er þó ástæða til að örvænta, hinn almenni borgari getur spreytt sig m.a. í götuhlaupi og knattspyrnu. Setningarhátíðin, sem fram fer í kvöld klukkan átta á Kópavogsvelli, verður heldur umfangsmeiri en venjulega, segir Björn. Í ár á UMFÍ 100 ára afmæli og því tvöfalt tilefni til fagnaðar. Ný stúka verður vígð ásamt minningarskildi um Sigurð Geirdal, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, en hann var fram- kvæmdastjóri UMFÍ í mörg ár áður en hann settist í bæjarstjórastólinn. Að sögn Björns hefur keppnin ver- ið misstór milli ára en þátttökumet hefur verið slegið og skráningar streyma áfram inn. Keppnin er yf- irleitt haldin úti á landi en þar sem hún fer nú fram í þéttbýli þurfti að stækka hátíðina og bæta við fleiri dagskrárliðum. „Þegar þú heldur fermingarveislu heldur þú hana ekki á Hótel Íslandi því ef bara 40 manns mæta hittist fólk ekki. Þá notar mað- ur lítinn sal. En ef það þarf að nota Hótel Ísland þá á að fylla það af fólki svo það njóti sín.“ Búist við tugþúsundum á landsmótið í Kópavogi Landsmót UMFÍ hefst í Kópavogi í dag. Þar verður m.a. keppt í frjálsum íþróttum, vatnsbyssustríði og pönnukökubakstri. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lokahönd Undirbúningur Landsmóts UMFÍ stóð sem hæst í gær þegar ljósmyndara bar að garði. Þessar stúlkur voru að skerpa línurnar á Kópavogsvelli en íslensku nördarnir munu keppa við þá sænsku í fótbolta annað kvöld. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ný stúka Á setningarhátíðinni í kvöld verður ný og glæsileg stúka vígð ásamt minningarskildi um Sigurð Geirdal, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs. KATRÍN Júl- íusdóttir alþing- ismaður var val- in formaður þingmanna- nefndar EFTA og þingmanna- nefndar EES á fundum nefnd- anna í Vaduz í Liechtenstein 26.-29. júní sl. Ísland fer í ár með forystu í nefnd- unum tveimur og stjórnaði Katrín fundum þeirra. Þingmannanefnd EFTA samanstendur af þing- mönnum frá aðildarríkjunum fjór- um sem auk Íslands telja Noreg, Sviss og Liechtenstein. Á fundi nefndarinnar var einkum rætt um málefni EES, fríverslunarsamn- inga EFTA og vinnu að nýjum sáttmála ESB sem koma mun í stað fyrirhugaðrar stjórnarskrár sambandsins. Í þingmannanefnd EES sitja annars vegar þingmenn frá EFTA-ríkjunum og hins vegar frá Evrópuþinginu. Helstu mál sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar voru þróun og framkvæmd EES-samningsins og stefnumótun ESB um málefni sjávar og siglinga. Þá stjórnaði Katrín einnig fundi þingmannanefndar og ráðherra- ráðs EFTA-ríkjanna. Formaður þingmanna- nefndar Katrín Júlíusdóttir SÓLVEIG Þor- valdsdóttir jarð- skjálftaverkfræð- ingur hélt til Pakistans í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða kross Íslands vegna flóða í suð- urhluta landsins. Gífurlegt úrfelli hefur verið á þessum slóðum síðan í síðustu viku og er óttast að um 250 manns hafi farist í héraðinu Baluchistan og í hafnarborginni Karachi. Talið er að allt að 250.000 manns í Baluchistan hafi misst heimili sín í flóðunum. Sólveig er í níu manna neyðar- teymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem hélt utan í dag til að að- stoða pakistanska Rauða hálfmán- ann við neyðaraðstoðina. Sjálfboða- liðar Rauða hálfmánans hafa verið að störfum á hamfarasvæðunum frá því í síðustu viku. Sólveig hefur starfað um árabil að neyðarvörnum hérlendis, og svo er- lendis fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þetta er í annað sinn sem hún starfar fyrir Rauða krossinn, en Sólveig vann við neyðaraðstoð á Filippseyj- um um síðustu jól vegna mikilla flóða. Til neyðar- starfa í Pakistan Sólveig Þorvaldsdóttir LÖGREGLAN frelsaði í gærkvöldi mann úr höndum tíu manna í fé- lagshúsnæði þekkts mótorhjóla- klúbbs á Hverfisgötu. Gengið hafði verið í skrokk á manninum þar inn- andyra, en lögreglan fékk tilkynn- ingu utan úr bæ um að verið væri að berja einhvern í húsnæðinu. Lög- reglan brást við og fór á umræddan stað, ruddist inn og var þá fórnar- lambið á valdi mannanna og hafði verið misþyrmt. Tímenningarnir voru handteknir og settir í fanga- geymslur sem þar með fylltust hjá lögreglu. Eftir er að kanna hvað lá að baki þessum barsmíðum. Ruðst inn á ofbeldismenn ♦♦♦ ♦♦♦ Þúsundir manna á leið í Kópavoginn VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.