Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Alan Johnston, fréttaritaribreska ríkisútvarpsins,BBC, á Gasa-svæðinu líktií gær dvöl sinni í haldi mannræningja við að vera „grafinn lifandi“. Johnston var sleppt úr haldi aðfaranótt miðvikudags eftir að hafa verið haldið föngnum í 114 daga. Ljóst er að þrýstingur af hálfu ráða- manna Hamas-hreyfingarinnar, sem nú stjórnar Gasa, varð einkum til þess að Johnston fékk frelsið. Johnston, sem er 45 ára, var þreytulegur og nokkuð tekinn er hann ræddi við fjölmiðla en sýndi jafnframt í hvívetna þá yfirvegun, sem jafnan hefur einkennt frétta- flutning hans. Johnston kvaðst hafa sætt einangrun um tíma og jafnframt hefðu ræningjarnir brugðið hettu yf- ir höfuð honum og hótað að myrða hann. Þetta hefði verið skelfileg reynsla. „Þetta voru mjög hættulegir og óútreiknanlegir menn. Þeir ræddu um að drepa mig og pynta. Ég var ekki viss hvort ég ætti að taka þær hótanir alvarlega. Í eitt skiptið handjárnuðu þeir mig um miðja nótt og fóru með mig út,“ sagði Johnston, sem þó kvað ræningjana hafa leyft honum að fylgjast með fréttum BBC. Breska ríkisútvarpið blés til mikillar herferðar Johnston til stuðnings er honum var rænt og hafa fjölmargir, m.a. fyrrum gíslar í Mið-Aust- urlöndum, sent honum kveðjur, sem heimsþjónusta BBC hefur varpað út, auk þess um 200.000 manns undirrit- uðu áskorun til ræningjanna um að sleppa honum úr haldi. BBC beitti öllum skriðþunga sínum og aðgangi að ráðamönnum í Palestínu, Bret- landi og víðar og víða um heim hafa farið fram fundir honum til stuðn- ings. Blaðamenn í Palestínu hafa t.a.m. ítrekað efnt til funda til að þrýsta á ræningjana. Samtök, sem nefnast Her íslams, rændu Johnston er hann var á leið heim úr vinnu á Gasa-svæðinu 12. mars. Fljótlega varð ljóst að helsta von um björgun hans fólst í að unnt reyndist að fá Hamas-samtökin til að beita áhrifum sínum. Eftir að klofn- ingur í röðum Palestínumanna náði því stigi að þjóðstjórn Mahmoud Abbas forseta leystist upp hafa Hamas-samtökin tekið öll völd á Gasa. Alan Johnston sagði að þessi rás atburða hefði sýnilega haft áhrif á mennina, sem höfðu hann á valdi sínu. Hann kvaðst hafa óttast að sveitum á vegum Hamas yrði falið að gera árás í því skyni að frelsa hann. „Ég vissi ekki hvernig þeir myndu bregðast við. Ég velti fyrir mér hvort þeir myndu nota mig sem eins konar skjöld,“ sagði Johnston. Í máli hans kom fram að ræningjarnir hefðu ekki beitt hann beinu ofbeldi fyrr en undir lokin þegar hann sætti barsmíðum, sem þó reyndust ekki alvarlegar. Ræningjarnir birtu þrjú myndskeið af Johnston þegar hann var í haldi. Á einu þeirra sást hann bera sprengju- belti svipað þeim, sem notuð eru til sjálfsmorðsárása víða í þessum heimshluta. Johnston snæddi í gær morg- unverð með Ismail Haniya, leiðtoga Hamas og forsætisráðherra þjóð- stjórnarinnar, sem Abbas forseti hef- ur nú leyst frá störfum. Sagði Han- iya, að þessi rás atburða sýndi að hreyfingin væri staðráðin í að tryggja öryggi og stöðugleika „í þessum hluta heimalands okkar“ og átti þar sýnilega við Gasa-svæðið. Talsmaður Abbas forseta vændi á hinn bóginn Hamas um „blekking- arleik“, lausn Johnstons hefði verið „sviðsett“ til að bæta ímynd samtak- anna á alþjóðavettvangi. Alan Johnston hafði starfað fyrir BBC á Gasa-svæðinu í þrjú ár og stóð til að dvöl hans þar myndi senn ljúka er honum var rænt. Hann hefur einn erlendra fréttaritara búið á Gasa og nýtur virðingar sem hóf- stilltur og vandvirkur fréttamaður. Á Gasa-svæðinu og víðar í Palestínu hefur glögglega komið fram á síðustu mánuðum að alþýða manna þar kann vel að meta störf hans. Martröðin á enda Foreldrar Johnstons, sem sent höfðu frá sér ákall til Hers íslams um að syni þeirra yrði sleppt úr haldi, fögnuðu að vonum tíðindum þessum mjög. Graham, faðir Alans Jo- hnstons, sagði síðustu fjóra mánuði hafa verið „martröð“. Johnston ræddi við foreldra sína skömmu eftir að honum hafði verið sleppt og sagði á blaðamannafundi í gær að sér þætti afar leitt að hafa þurft að leggja þessa raun á fjölskyldu sína. Mikill fögnuður ríkti í höfuðstöðvum BBC og bar talsmaður stofnunarinnar lof á Ismail Haniya, Abbas forseta og alla þá, sem stuðlað hefðu að farsælli lausn málsins. Í máli hans kom fram, að stofnunin hefði ekki greitt lausn- argjald fyrir Johnston. Kvað tals- maðurinn ljóst, að mannránið bæri að setja í samhengi palestínskra stjórnmála án þess að skýra frekar þau ummæli sín. „Líkast því að vera grafinn lifandi“ Alan Johnston, fréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC, á Gasa-svæðinu, segir það hafa verið skelfi- lega lífsreynslu að vera fjóra mánuði á valdi mannræningja, sem hótuðu að pynta hann og drepa Í HNOTSKURN »Alan Johnston fæddist 17.maí 1962 í Lindi í Tansan- íu. Hann stundaði háskólanám í Skotlandi. »Johnston gekk til liðs viðBBC árið 1991 eftir að hafa lokið framhaldsnámi á sviði blaðamennsku í Cardiff. Hann var fréttaritari í Úsbek- istan 1993-1995 og í Kabúl í Afganistan 1997-1998. Hann hélt til Gasa í apríl 2004. Johnston er ókvæntur og barnlaus. Reuters Hlutverkaskipti Alan Johnston ræðir við fréttamenn í gær í Jerúsalem. Sami mislyndi vörðurinn gætti Johnstons í myrkrastofu í 114 daga. SANN LEIKUR! Nissan Pathfinder Adventure er fullbúinn bíll* 4.950.000 kr. • Vindskeið • Litað gler • Regnskynjari • Þokuljós • 33” breyting • Sérsmíðaðar álfelgur • 7 manna • Sjálfskipting • 174 hestafla díselvél • 3000 kg dráttargeta • Cruise control • Dráttarbeisli • 6 diska CD spilari • Húddhlíf Nissan Pathfinder ADVENTURE SE*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.