Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 15
YFIR 1200 heittrúaðir stúdentar,
sem hafa mánuðum saman haft á
sínu valdi Rauðu moskuna í Islama-
bad, höfuðborg Pakistan, gáfust í
gær upp fyrir hermönnum eftir
blóðug átök. Um 200 stúdentar
voru sagðir vera enn í byggingunni,
þeir krefjast þess að ströngustu lög
íslams skuli gilda í landinu.
Reuters
Við moskuna Hermaður á verði yf-
ir heittrúarstúdentunum í gær.
Yfir 1200
gáfust upp
París. AFP. | Hópur mannfræðinga við Max Planck-
stofnunina þýsku lagði nýlega próf fyrir fimm kven-
kyns órangútan-apa og stóðust dýrin það með prýði.
Gómsæt hneta var látin fljóta í uppmjórri krús með
vatni, hún var fyllt að einum fjórða. Vatnsborðið var
svo lágt að aparnir gátu ekki klófest hnetuna, krúsin
var úr óbrjótanlegu efni, engin prik eða önnur áhöld
voru á staðnum sem hægt var að nota til að veiða
hnetuna úr vatninu. En nóg vatn á staðnum. Það tók
apynjurnar að meðaltali níu mínútur að finna lausn-
ina, þ.e. súpa nokkrum sinnum slatta af vatni og
skyrpa því í krúsina þar til vatnsborðið var orðið nógu hátt. Eftir að
hafa fengið verkefnið 10 sinnum þurftu þær aðeins um 30 sekúndur til
að átta sig.
Bara hugsa sig aðeins um
RÚSSNESKIR ráðamenn gáfu í
gær í skyn að þeir kynnu að bregð-
ast við fyrirhuguðum bandarískum
gagnflaugum í Póllandi og Tékk-
landi með því að setja upp eld-
flaugar á Kalíníngrad-svæðinu.
Rússar hóta
BANDARÍSKIR hermenn, studdir af
herflugvélum, eru sagðir hafa fellt
35 uppreisnarmenn í þriggja daga
herferð við borgina Baquba. Svæðið
er eitt hið hættulegasta í Írak.
Felldu 35
GORDON Brown, nýr forsætisráð-
herra Bretlands, vill að tekin verði
skref í átt að ritaðri stjórnarskrá
fyrir þjóðina. Bretar eiga enga
slíka skrá, stjórn- og lagakerfið
byggist á gömlum hefðum.
Rituð skrá?
„ÞAÐ er búið að smita þig og búið
er að eyða öllum skjölunum þínum.
Fyrirgefðu. Hafðu það gott og
bless.“ Þannig eru skilaboðin frá
tölvuþrjótum sem fylgja einni veir-
unni – úr hátölurum tölvunnar!
Illkvittni
BANDARÍKJAMENN héldu þjóðhátíðardag sinn, 4. júlí,
hátíðlegan víða um heim í gær og var Írak þar engin
undantekning. Tákngervingur Bandaríkjanna, Sámur
frændi, birtist í herbúðunum Baqouba í gær til að blása
bandarísku hermönnunum þar þjóðarstolti í brjóst, en
búðirnar eru um 60 km norðaustur af Bagdad.
Reuters
Sámur frændi kemur í heimsókn
London. AP, AFP. | Bresk stjórnvöld
ætla í kjölfar hryðjuverkatilraun-
anna um sl. helgi að herða eftirlit
með fagmenntuðum útlendingum,
sem fá vinnu í landinu, að sögn Gord-
ons Browns forsætisráðherra. Um
75.000 af alls 240.000 skráðum lækn-
um í Bretlandi fengu menntun sína í
öðrum löndum, þar af 1.985 í Írak og
184 í Jórdaníu.
Einn af tilræðismönnunum sem
nú eru í haldi er læknir frá Írak og
annar er læknir frá Jórdaníu, fólkið
er allt frá Miðausturlöndum eða Ind-
landi. Nokkrir voru á skrá leyniþjón-
ustunnar, MI5, vegna tengsla við ísl-
amska ofstækismenn,
Talið er víst að tilræðin hafi verið
skipulögð með löngum fyrirvara,
jafnvel fyrir ári. Breskur mótmæl-
endaprestur, Andrew White, sem
starfar í Bagdad í Írak, sagðist hafa
hitt háttsettan mann úr röðum
hermdarverkasamtakanna al-Qaeda
á fundi í Jórdaníu í apríl.
„Hann sagði einu sinni í samtal-
inu: Þeir sem lækna ykkur munu
drepa ykkur,“ sagði White. Hann
sagðist fyrst núna skilja hvað mað-
urinn hafi átt við.
Bretar herða reglur
Sævarhöfða 2 / Sími 525 8000 / www.ih.is / Opið: Mán frá kl. 10 - 18 og þri til fös frá kl. 9 - 18.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
8
4
0
6
KOMDU OG REYNSLUAKTU!