Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 17
MENNING
Vörður er traust fyrirtæki í eigu Byrs-sparisjóðs,
Landsbankans og SP-Fjármögnunar.
í eigu B s-sparisjóðs, Land b nkans
og SP-Fjármögnunar.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÉG VAR að syngja í rokk-
hljómsveit á þessum tíma en hún
heyrði eitthvað vænlegt í mér og
dró mig í fyrsta söngtímann,“ seg-
ir tenórsöngvarinn Hlöðver Sig-
urðsson um fyrstu kynni sín af
Antóníu Hevesi píanóleikara.
„Hún kom frá Ungverjalandi til
Siglufjarðar, en ég er þaðan, og
ætlaði aðeins að stoppa stutt en er
nú búin að vera hér í mörg ár.“
Á morgun halda Hlöðver, Þór-
unn Marinósdóttir sópr-
ansöngkona og unnusta Hlöðvers,
og Antonía hádegistónleika í Ket-
ilhúsinu á Akureyri. „Ég tel mig
vera í mjög góðum félagsskap á
þessum tónleikum, með unnust-
unni og kennaranum,“ segir Hlöð-
ver sposkur.
Antónía er ekki aðeins ástæðan
fyrir því að Hlöðver menntaði sig
í söng heldur er hann ein af
ástæðunum fyrir því að hún ílent-
ist á landinu. „Þegar Antónía fékk
mig í söngtíma ákvað hún að
sleppa starfi sem henni bauðst í
Finnlandi og sagði við manninn
sinn að þau yrðu að vera hér leng-
ur því hún ætlaði að klára að
kenna mér og senda mig svo eitt-
hvað út í meira nám, þá gæti hún
farið. En svo hefur hún haldið hér
áfram og líkað vel, enda komin í
fínt starf hjá Íslensku óperunni
og er eftirsóttur tónlistarmaður.
Við eigum hvort öðru mikið að
þakka þó að ég telji mig eiga
henni meira að þakka en hún
mér,“ segir Hlöðver og hlær.
Íslensk sönglög og dúett
Hlöðver lauk söngnámi hjá
Antóníu á Siglufirði, fór þaðan í
framhaldsnám til London í eitt ár
og síðan til Salsburg í Austurríki,
í dag tekur hann einkatíma hjá
Kristjáni Jóhannssyni á Ítalíu
ásamt Þórunni.
Hlöðver segist alltaf hafa reynt
að fá Antóníu til að spila undir
hjá sér á tónleikum á Íslandi.
„Við þekkjum vel inn á hvort ann-
að og því þykir mér best að spila
með henni auk þess sem hún er
frábær í því sem hún gerir,“ segir
Hlöðver en hann og Þórunn
stefna að því að fara til Þýska-
lands eftir áramót og reyna að
komast að hjá þarlendum óp-
eruhúsum.
Á hádegistónleikunum á morg-
un munu Hlöðver, Þórunn og
Antónía flytja óperuaríur, dúetta
og íslensk sönglög. Þeir hefjast
kl. 12 og aðgangseyrir er 1.000
kr.
Í góðum félagsskap á hádegistónleikum í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun
Náði honum úr rokkinu
Morgunblaðið/Sverrir
Vinir Antonía Hevesí og Hlöðver Sigurðsson kynntust á Siglufirði fyrir
mörgum árum þegar Antonía dró Hlöðver í söngnám.
Á SUMARTÓNLEIKUM
dagsins í Skálholti leikur
hin unga Vibeke Astner á
orgel. Hún mun flytja bar-
okktónlist frá Hollandi,
Þýskalandi og Ítalíu, auk
danskrar tónlistar frá 20.
öld sem sækir innblástur
sinn, form og tónmál í tón-
list fyrri alda.
Vibeke nam við Kon-
unglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn
og lauk síðar einleikaraprófi frá Sweelinck-
tónlistarháskólanum í Amsterdam. Hún hefur
hlotið verðlaun í ýmsum einleikara- og kamm-
ermúsíkkeppnum í Danmörku.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Skálholtskirkju.
Orgelleikur
Vibeke Astner
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tónleikar Skálholtskirkja er tónleikavæn.
Uppáhaldsstaður og uppáhaldsstund?Stemningin sem myndast í listagilinuþegar nokkrar opnanir fara fram yf-
ir heilt laugardagssíðdegi. Það er fátt
skemmtilegra en að flakka á milli sýninga,
ræða við fólk um nýjungarnar sem ber fyrir
augu og hlusta í fjarska á sígilt karp um hina
sígildu spurningu: „Er þetta list?“
Þessi sérstöku síðdegi eru óviðjafnanleg,
þegar best lætur. Þau ber yfirleitt upp á vor-
in eða haustin af einhverjum ástæðum, og
iðulega í tengslum við einhverja opnunina í
Listasafni Akureyrar. Algengast er að leik-
urinn hefjist á opnun á Kaffi Karólínu, en eft-
ir það er engin einhlít regla. Kannski er farið
í Gallerí BOX eða Populus Tremula á aðra
opnun klukkutíma síðar, nú eða í sjálft Lista-
safnið. Gallerí Jónasar Viðars, Deiglan og
Ketilhúsið gætu að sama skapi verið með ein-
hverja sýninguna.
Þetta er semsagt aldrei skipulagt í þaula,dagskráin endurtekur sig ekki. Maður
röltir úr einum stað á annan, krossar gilið
fram og tilbaka, allt eftir því hvað skapinu er
næst og hverja eða hvað maður hittir á.
Þannig verður hvert síðdegi sérstök stund,
munstrið á rölti manns sérstakt í hvert eitt
skipti.
Eitt skýrasta dæmi um „post-industrial“samfélag er væntanlega Listagilið á Ak-
ureyri. Hér var áður deigla iðnaðarins, en nú
bara Deiglan. Hér var áður Ketilhús, og er
þar reyndar enn, en hefur spánnýjan tilgang.
Hér stóð áður Bögglageymslan sem brátt
verður veitingahús. Byggingarnar og húsin
sem áður gegndu hlutverki fyrir framleiðslu
eða vinnslu hafa verið fullnýtt í þágu list-
arinnar, kannski við hæfi að minnast verk-
smiðju Andys Warhols í því samhengi.
Stundum hugsa ég með mér að þessi síð-degi, þetta gallería(b)rölt, séu jafnabs-
úrd og sena í finnskri mynd. Hér á norð-
urhjara veraldar, þar sem enginn veit af
manni, fara fram opnanir sem heimsbyggðin
mun aldrei vita af. Aftur og aftur og aftur.
Viðburðirnir, margir hverjir, krýnast þögn
eins og persónur í mynd eftir Kaurismäki.
Útlendingar sem koma og skoða Gilið erudolfallnir, þeir segjast ekki hafa séð
neitt þessu líkt annars staðar í heiminum,“
sagði mér maður á einu slíku laugardags-
síðdegi í byrjun maí. Kannski stór orð, en
nokkuð til í þeim. Það er ekki alls staðar
hægt að rölta milli jafnmargra gallería á
jafnlitlum fleti og Gilinu. Þeir eru ansi fáir ef
nokkrir.
Eitt lítið laugardagssíðdegi
» Stundum hugsa ég meðmér að þessi síðdegi, þetta
gallería(b)rölt, séu jafnabsúrd
og sena í finnskri mynd.
Morgunblaðið/Kristján
Upplifun „Maður röltir úr einum stað á annan, krossar gilið fram og til baka,“ segir pistilshöfundur.
hsb@mbl.is
AF LISTUM
Hjálmar Stefán Brynjólfsson