Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.2007, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚTGERÐ Á HRIPLEKUM BÁTI Það liggur fyrir að fjölmargarleiðir eru framhjá kvótakerf-inu, svo sem brottkast, löndun framhjá vigt og gámaútflutningur á ferskum fiski. Heimildarmenn full- yrða í fréttaskýringu Agnesar Braga- dóttur, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að þessar leiðir framhjá kerfinu séu nýttar og að jafnvel geti verið um tugi þúsunda tonna af þorski að ræða. Auðvitað eru það afar slæm tíðindi ef hér á landi tíðkast stórfellt kvóta- svindl. Kvótasvindl er ekki spurning um sjálfsbjargarviðleitni, eins og sumir kunna að halda fram, heldur lögbrot með alvarlegar og víðtækar afleiðingar. Kvótasvindl gerir það til dæmis að verkum að nánast ómögulegt er að stýra fiskveiðum hér við land með skynsamlegum hætti. Það ríkir ein- faldlega of mikil óvissa um þær tölur sem liggja til grundvallar fiskveiði- ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Til marks um það má nefna að ekki er gert ráð fyrir neinu slíku frá- viki í núgildandi aflareglu. Umræðan er ekki ný af nálinni. Það hefur lengi legið fyrir að eitthvað er um kvótasvindl á Íslandsmiðum og fréttaskýringin í gær gaf frekari vís- bendingar um það. Engu að síður virðist það ekki vera tekið alvarlega, hvorki af stjórnvöldum né af útgerð- inni sjálfri. Nú þurfa þurfa allir hagsmunaaðil- ar að horfast í augu við vandann, láta fara fram ítarlega rannsókn á því hvaða leiðir eru framhjá kvótakerfinu og hvernig megi grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða. Það blasir til dæmis við að efla þarf Fiskistofu verulega og endurskoða vinnubrögðin þannig að stofnunin verði starfi sínu vaxin. Ef til vill þarf einnig að herða viðurlög. Eflaust halda sumir því fram að aukið eftirlit sé óþarft og kvótasvindl sé ekki eins stórtækt og lýsingar við- mælenda gefa til kynna sem allir eiga það þó sammerkt að hafa unnið við sjávarútveginn. En hjá því verður ekki komist að vaka yfir þeirri auð- lind sem fólgin er í fiskimiðunum og hefur verið undirstaða afkomu þjóð- arinnar öldum saman. Vissulega verða alltaf til leiðir framhjá stjórnkerfum, hvort sem það er skattkerfi eða fiskveiðistjórnunar- kerfi. En það þarf að greina götin á kerfunum og leitast við að girða fyrir þau, þannig að hættan á svindli sé lágmörkuð. Ef ekki tekst að eyða óvissunni getur skapast sú staða að allir liggi undir grun og það er ólíð- andi ástand. Staðan er alvarleg í íslenskum sjávarútvegi eftir svarta skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar. Hugar- farsbreytingu þarf í umgengni við fiskimiðin. Það tapa allir á því að líta undan, ekki síst útvegurinn sjálfur. En verst verða úti þær byggðir lands- ins sem hafa ekki að öðru að hverfa. Ef Íslendingar ná ekki tökum á fisk- veiðistjórnuninni eru allir í sama bátnum – og hann er hriplekur. Það er ekki beysið ef framtíð íslensks sjávarútvegs byggist á slíkri útgerð. MISMUNUN Hvernig er hægt að borga fötl-uðum ungmennum lægri laun en öðrum? Það er auðvitað ekki hægt en það er gert. Það er ákveðið átak í gangi til þess að tryggja fötl- uðum ungmennum atvinnu í sumar en vegna þess hversu mikil eftirsókn hefur verið eftir vinnu á vegum þessa átaks er ekki hægt að greiða þessu unga fólki full laun. Fjárveit- ingin til verkefnisins dugar ekki. Sjálft átakið er til fyrirmyndar en þessi þáttur þess ekki og ljóst af samtölum við þá, sem að þessu standa, í Morgunblaðinu í dag, að þeir eru sammála því sjónarmiði. Hin lægri laun eru þannig til kom- in, að ákveðið var að veita þeim, sem um sóttu, aðgang að verkefninu en þar sem fjárveiting var ekki aukin eru ekki til peningar til þess að borga full laun. Hafa fjárveitingar ekki verið hækkaðar af minna tilefni hjá Reykjavíkurborg? Við verðum að reyna að standa undir nafni í jafnréttismálum á öll- um sviðum. Þetta tiltekna mál snýst um jafnrétti og jafnræði. Við getum ekki búið í samfélagi, þar sem slík mismunun á sér stað. Þetta snýst um réttlæti. Nú er það að vísu svo, að fatlaðir búa við skertan hlut á margan veg, en það gengur ekki að auka á það óréttlæti. Fatlaðir Íslendingar eiga sama rétt og allir aðrir Íslendingar. Þess vegna er það sanngjarnt og réttlátt að Reykjavíkurborg auki fjárveitingu til hins umrædda verk- efnis, þannig að allir sitji við sama borð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri hefur sýnt að hann er mað- ur, sem er líklegur til að koma mál- um af þessu tagi í lag. Borgarstjóri skilur svona mál, sem ekki verður endilega sagt um alla stjórnmála- menn. Af þessu tilefni er hins vegar ástæða til að undirstrika, að það er kominn tími á nýtt stórátak í málum fatlaðra til þess að tryggja þeim fullt jafnrétti á við aðra þjóðfélags- þegna. Það er til dæmis spurning, hvort sú stefna að koma upp sambýlum fyrir fatlað fólk hefur runnið sitt skeið á enda og hvort framtíðin hljóti ekki að vera sú að gera fötluðu fólki kleift að búa í eigin húsnæði en njóta á þeim vettvangi þeirrar nauð- synlegu þjónustu, sem það þarf á að halda dag hvern. Það þarf að auka umræður í sam- félaginu um málefni fatlaðra á nýjan leik. Þær hafa fallið í skuggann af öðrum málum eftir að frumherja og eldhuga á borð við Ástu B. Þor- steinsdóttur naut ekki lengur við. Núverandi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, er hins vegar treystandi til að taka fast á þessum málum, sem öðrum, sem undir hana heyra. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Framkvæmdaráðsfundur Afríku-sambandsins og leiðtogafundurþess fór fram í Afríkuríkinu Ganaí síðustu viku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sótti fundina og sú spurning vaknar hvaða erindi Íslend- ingar eigi á leiðtogafundi Afríkuríkja? „Það er von að þú spyrjir. Það er ekkert sjálfgefið að utanríkisráðherra ofan af Ís- landi mæti á slíkan fund,“ svarar Ingibjörg Sólrún. Hún hafi litið á ferðina sem gott tækifæri fyrir sig, sem nýjan utanrík- isráðherra, til þess að ná tali af mörgum afrískum leiðtogum á skömmum tíma. „Ég notaði þetta tækifæri til þess að tala við þá og heyra frá þeim hvernig staðan væri í þeirra ríkjum, segir Ingibjörg Sólrún, en alls náði hún fundi með 21 utanrík- isráðherra Afríkuríkja í Gana. Samrunaþróun í Afríku Á fundinum hafi verið rætt um sam- runaþróun Afríkusambandsins í ætt við það sem gerst hafi í Evrópu. Greinilegt sé að í Afríku sé litið á Evrópusambandið sem fyr- irmynd. Samruni sé markmiðið en rætt sé um hversu hratt eigi að fara „þannig að Af- ríka geti gert sig meira gildandi á al- þjóðavettvangi, hafi sterkari rödd og geti þá mætt Evrópusambandinu og Bandaríkj- unum á meiri jafningjagrundvelli“. Á fund- inn voru mættir 53 utanríkisráðherrar og 34 þjóðhöfðingjar Afríkuríkja. Á fundunum með ráðherrunum hafi hún rætt við þá um hvernig Íslendingar gætu helst komið að liði í Afríku, til að mynda í gegnum þróunaraðstoð, friðargæslu eða aðra slíka hluti. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að gera okkur meira gildandi í Afríku,“ segir Ingibjörg Sólrún. Íslendingar séu þó víða að verki og styðji ýmiss konar aðgerðir í Afríku, m.a. í gegnum Þróun- arsamvinnustofnun, ráðuneytið, með fjár- framlögum eða í gegnum stofnanir á borð við Rauða krossinn, UNIFEM og UNI- CEF. Ísland hafi ekki tekið þátt í frið- argæslu í Afríku en það megi hugsa sér að gera það með ýmsum hætti. Til að mynda hafi Antoinette Batumubwira, utanrík- isráðherra Búrúndí, tjáð sér á fundinum að Búrúndí vildi sinna friðargæslu í Sómalíu. Friðargæsluliðar væru til staðar en þá vant- aði allt til alls. Hafi ráðherrann sagt að hjálp Íslendinga gæti til dæmis falist í því að leggja til skófatnað fyrir friðargæslulið- ana. Sýn Vesturlandabúa einhliða Ingibjörg Sólrún segir að Vesturlandabú- um hætti til þess að hafa nokkuð einhliða sýn á Afríku. Fólk horfi til átaka, fátæktar, hungursneyðar og hamfara sem þar eigi sér stað. „Og vissulega eru þetta víða knýjandi vandamál í þessari stóru álfu. En við gleym- um svo oft að horfa á hina hliðina á pen- ingnum sem eru möguleikar Afríku þegar til framtíðar er litið. Það eru mörg ríki í Afríku sem er mikill kraftur í og umtals- verður hagvöxtur,“ segir Ingibjörg Sólrún. Þessi ríki muni þegar fram líða stundir taka flugið. Fólk spyrji hvað ráðherra sé að gera í Afríku en heimurinn sé alltaf að verða minni og viðskipti að aukast milli allra heimshluta. „Við eigum ekkert bara heima hér í norðri, heimurinn á allur að vera und- ir. Það sem gerist þar hefur veruleg áhrif á okkar stöðu hér.“ Ísland á eins og er ekki mikil viðskipti við Afríku, en það getur breyst, að sögn Ingi- bjargar Sólrúnar. „Það geta verið mikil tækifæri þar,“ segir hún og bætir við að Afríkubúar vilji viðskipti og fjárfestingu í grunngerð samfélaganna, en ekki aðeins matargjafir, ölmusu og þróunarhjálp. Ingibjörg Sólrún segir mikilvægt að Af- ríka takist sjálf á við þær skærur og deilur sem eigi sér stað innan álfunnar, en Íslend- ingar geti veitt stuðning. Það þurfi þó að gera á forsendum Afríkubúa. „Stundum minnir Afríka mig svolítið á konur og kvennabaráttu, þar sem Evrópa er eins og forréttindakarl í samanburðinum,“ segir Ingibjörg Sólrún. Afríka sé að fóta sig og þar hafi fólk hugmyndir um að gera hlutina öðruvísi. Gefa þurfi Afríkubúum tækifæri til þess að gera hlutina á eigin forsendum, án þess að Evrópa eða Bandaríkin séu stöðugt að segja þeim hvernig eigi að gera hlutina og hvað sé rétt og hvað ekki. Kynnti framboð til öryggisráðs SÞ Ingibjörg Sólrún segir að á fundum sín- um með afrísku utanríkisráðherrunum hafi hún jafnframt kynnt framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland er í framboði fyrir tímabilið 2009-2010. „Við erum auðvitað í kosninga- baráttu, við erum að keppa við Tyrki og Austurríkismenn,“ segir Ingibjörg Sólrún. Baráttan sé tvísýn og ekki á vísan að róa. „Við verðum auðvitað að ræða við sem flesta, sérstaklega hjá þessum þjóðum en um 60% af þeim deilum sem koma til kasta öryggisráðsins eru í Afríku.“ Ingibjörg Sólrún segir þá Afríkuleiðtoga sem hún ræddi við almennt hafa tekið vel í hugmyndir um framboð Íslendinga til ör- yggisráðsins. „En auðvitað tekur maður því öllu með fyrirvara. Það er ekki eins og það sé fengið í eitt skipti fyrir öll. En það skipt- ir líka miklu máli að það sé inntak í því sem við erum að segja og því sem við ætlum að standa fyrir,“ segir Ingibjörg Sólrún. En ha um hver ist sæti í skoðuna ar heima Við þurf og verke öryggisr ir Ingibj Hvað nokkru l utanríki land ætt meira gi værum e hefðu eit Evrópu. verið ný vorum sj verið í þ inlegt m En þa þessa yt skýra sý okkur að meginm Sólrún. Þ markmið Ísland a lögmæti menn vi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sótti fund Afríkuráðsins í G „Eigum að ge meira gildand Íslendingar geta komið að liði í Afríku á margan hátt, til dæmis í gegnum þróun- araðstoð eða friðargæslu, segir utanríkisráðherra. Hún sagði Elvu Björk Sverrisdóttur frá nýlegri Afríkuferð sinni. Skelfileg staða Ingibjörg Sólrún segir að staða íraskr ástandið virðist aðeins vera að versna. Finna þurfi flótt »Égað betur málef Við þu betur efni í okkar Same

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.