Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásdís Sigurð-ardóttir, Lerki-
hlíð 11, fæddist í
Reykjavík 28. mars
1952. Hún lést á
kvennadeild Land-
spítalans 19. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Elísabet María Víg-
lundsdóttir, f. í
Reykjavík 28. júní
1933, og Sigurður
Halldór Guðmunds-
son, f. í Kópavogi
21. júlí 1930, d. 4.
apríl 1999. Systkini Ásdísar eru
Víglundur, f. 28. maí 1953, Mar-
grét Rósa, f. 1. júlí 1954, Þórhild-
ur, f. 23. febrúar 1957, Guð-
mundur, f. 23. ágúst 1958, d. 4.
nóvember 2004, Guðrún Sig-
urlaug, f. 19. janúar 1962, Sig-
urður, f. 9. júlí 1963, og Halldór, f.
9. mars 1965.
Ásdís giftist 12. október 1974
Marinósdóttir háskólanemi, f. á
Akureyri 2. maí 1980. Sonur henn-
ar og Arnars Ólafssonar, f. 16.2.
1978, er Ólafur Árni Arnarsson, f.
í Reykjavík 30. maí 2003. 4) Hjör-
dís Marinósdóttir iðnskólanemi, f.
á Akureyri 4. desember 1981. Son-
ur hennar og Benjamíns Ólafs-
sonar, f. 27. nóv. 1975, er Marinó
Breki Benjamínsson, f. í Reykjavík
21. ágúst 1997.
Börn Gísla Geirs eru Eik, f. 25.
júní 1975, og Pálmi, f. 10. desem-
ber 1980. Synir Eikar eru Aron
Dagur, f. 1999, Óliver, f. 2001, og
Ómar Þór, f. 2007, Heiðarssynir.
Ásdís ólst upp í Bústaðahverfinu
í Reykjavík. Hún lauk gagnfræða-
prófi frá Réttarholtsskóla. Hún
var au-pair í Bandaríkjunum 1969-
1970. Ásdís vann sem snyrtitæknir
í um þrjú ár í Austurbæjarapóteki
við Rauðarárstíg. Hún bjó í Skjald-
arvík við Eyjafjörð árin 1975-
1982. Á árunum 1982 til 1997 vann
hún ýmis þjónustustörf, m.a. á
Hrafnistu í Reykjavík. Frá 1997
var Ásdís dagmóðir.
Útför Ásdísar var gerð í kyrr-
þey 25. júní.
Marinó Kristinssyni,
f. 1. október 1953.
Þau skildu.
Eiginmaður Ásdís-
ar er Gísli Geir Jóns-
son verkfræðingur, f.
á Siglufirði 7. janúar
1949. Foreldrar hans
eru Jóna Halldóra
Bjarnadóttir, f. á
Hóli í Bolungarvík
27. desember 1921,
og Jón Hjaltalín
Gunnlaugsson, f. á
Langeyri í Súðavík-
urhreppi 8. júní 1917,
d. 1988. Börn Ásdísar eru: 1) Sig-
urður Hrafn Gíslason, starfar við
flugumsjón hjá Lathcharter-
flugfélaginu í Riga í Lettlandi, f. í
Reykjavík 13. ágúst 1971. Faðir
hans er Gísli Baldur Garðarsson, f.
1. nóvember 1950. 2) Kristinn
Björn Marinósson, starfsmaður í
Þvottahúsi ríkisspítalanna, f. í
Reykjavík 25. maí 1975. 3) Agnes
Harmur er kveðinn að fjölskyldu
Ásdísar vegna ótímabærs andláts
hennar. Fráfall hennar snertir sárt
eftirlifandi eiginmann hennar Gísla
Geir Jónsson og stóra fjölskyldu
Ásdísar, fjögur börn hennar, tvö
barnabörn, móður, stóran systkina-
hóp og frændgarð sem öllum þótti
óskaplega vænt um hana. Það er
alltaf harmsefni þegar fólk er hrifið
burt í blóma lífsins og erfitt að
sætta sig við slík örlög.
Ásdís kom inn í fjölskyldu okkar
fyrir 15 árum. Eins og samband
þeirra blasti við okkur systrum
Gísla Geirs og tengdamóður var
þetta hamingjusöm sambúð. Þau
studdu hvort annað, sambandið var
kært og þeim báðum mikilvægt.
Þess mátti víða sjá stað. Meðal
annars í því hvað þau ræktuðu allt
vel í kringum sig. Þau áttu fallegt
heimili og fallegan garð sem þau
höfðu bæði ánægju af að hlúa að.
Hinar ótrúlegustu plöntur bættust
við árlega. Mörg okkar búa vel að
þeim afleggjurum sem þau komu
með færandi hendi úr garðinum
sínum.
Það sem Ásdísi stóð næst var
henni afar kært. Hún stóð vörð um
fjölskyldu sína og var kappsmál að
halda vel utan um hana. Hún vildi
lifa lengur og vera áfram til staðar
fyrir börn og barnabörn. Eftir að
Ásdís eignaðist sitt fyrsta barna-
barn gerðist hún dagmóðir til að
geta sinnt því sem best. Það er ekki
öllum lagið að sinna slíku ábyrgð-
arstarfi. En börnin og starfið voru
henni augljóslega kær. Þau hjón
ferðuðust mikið og oft þegar þau
komu heim úr utanlandsferð feng-
um við að heyra sögur af því hvaða
leikföng þau höfðu keypt til að auka
ánægju barnanna sem Ásdís gætti.
Eftir að Ásdís greindist með ill-
kynja krabbamein sýndi hún ótrú-
legan styrk, var algjör töffari eins
og sagt er. Hún var glaðlynd,
kvartaði aldrei eða bar sig illa yfir
örlögum sínum. Síðustu tvo mán-
uðina eftir að veikindin tóku sig al-
varlega upp aftur fékk hún heima-
hjúkrun til að geta verið sem mest
með sínum nánustu síðustu vikurn-
ar. Það skapaði aðstæður fyrir þá
sem að henni stóðu til að eiga með
henni góðar og innilegar stundir en
allir vissu að hverju stefndi.
Ásdísi var kappsmál að börnin
hennar og aðrir gætu notið góðs lífs
og átt góða framtíð fyrir sér. Við
finnum til með Gísla Geir og henn-
ar nánustu aðstandendum. Þeirra
missir er mikill. Þau okkar sem
hafa reynt eitthvað hliðstætt eru
meðvituð um gildi fjölskyldu og
samhygðar og þann stuðning sem
fjölskylda og vinir geta veitt. Fyrir
Gísla Geir og afkomendum Ásdísar
liggur ekkert annað en að halda
áfram og til þess munu þau fá góð-
an stuðning. Við sendum Gísla Geir
og börnum hans, Eik og Pálma,
sem standa honum sterk við hlið,
einnig börnum, barnabörnum,
systkinum og móður Ásdísar inni-
legar samúðarkveðjur.
Kristín, Gerður, Huld
og Jóna tengdamamma.
Það er sárt að hugsa til þess að
Ásdís frænka, þessi fallega, hressa
og káta kona, skuli hafa verið tekin
frá okkur fyrir aldur fram. Við er-
um reiðar og sárar út í þennan óg-
urlega sjúkdóm sem virðist yfir-
buga svo marga á svo ömurlegan
hátt. Það er erfitt að vera svona
langt í burtu frá fjölskyldunni þeg-
ar hún er að ganga í gegnum erf-
iðleika en við erum þakklátar fyrir
nútímatækni sem gerði okkur kleift
að hittast á netinu og fylgjast vel
með. Það var ekki að sjá á Ásdísi að
hún væri veik þegar við hittum
hana í „web-cam“ í stórafmæli
mömmu fyrr á árinu, þar sem hún
dansaði og var svo hress.
Hugur okkar er stöðugt hjá fjöl-
skyldunni sem hefur misst mikið,
við trúum því að Ásdís sé komin á
betri stað þar sem henni líður vel
en erfiðast er fyrir okkur hin sem
eftir sitjum að sætta okkur við það
tómarúm sem hún skilur eftir sig á
meðal okkar. Sem betur fer eigum
við góðar minningar um skemmti-
lega konu sem hafði gaman af tón-
list og söng með okkur lög úr söng-
leikjunum „Hárið“, „Thriller“,
„Rocky Horror Picture Show“ og
fleiri lög.
Lífið var dans á rósum hjá Ásdísi,
í byrjun steig hún á þyrna en
seinna meir lærði hún að sneiða
fram hjá þeim og naut þess að vera
dekruð upp úr skónum af eigin-
manni sínum honum Gísla Geir,
saman bjuggu þau vel um sig í fal-
legu húsi og nutu tímans saman
bæði heima og erlendis fram á síð-
asta dag.
Með því að gerast dagmamma
náði hún að eiga góðan tíma með
Breka og Ólafi dætrasonum sínum
sem var mjög dýrmætt fyrir hana.
Eitt af því minnisstæðasta sem
kemur okkur til hugar núna er að
Ásdís, sem var mikill aðdáandi Roll-
ing Stones, var svo heppin að fá að
knúsa Mick Jagger á bryggjunni á
Ísafirði, á meðan tók Gísli Geir
myndir og vídeó þar sem hann söng
„You can’t always get what you
want …“ Í þetta sinn fengum við
ekki það sem við vildum sem var
kraftaverk, en Ásdís frænka mun
lifa áfram í hjarta okkar.
Elsku Gísli Geir, Siggi Hrafn,
Kiddi, Agnes, Hjördís, Breki, Ólaf-
ur, amma og öll systkinin, við biðj-
um Guð að styrkja ykkur og blessa.
Kveðja frá okkur öllum í Bandaríkj-
unum.
Gréta María, Kristrún
og fjölskyldur.
Kynni okkar af Ásdísi voru alltof
stutt. Gísli kynnti Ásdísi fyrir fjöl-
skyldunni fyrst fyrir fimmtán árum.
Nú er hún horfin okkur aðeins
fimmtíu og fimm ára gömul eftir
erfið veikindi.
Það var hjónasvipur með Ásdísi
og Gísla þó að hann væri ekki útlits-
legur, Ásdís var óvenjuglæsileg
kona með sitt síða fallega ljósa hár
en Gísli, ekki síður glæsilegur, en
með dökkar lambakrullur eins og
öll hans systkini. Þau voru ótrúlega
lík á svo margan hátt og samstillt í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur.
Dugnaður þeirra og framkvæmda-
semi kom skýrt fram í því hversu
fallegt heimili þau bjuggu sér. Bæði
ákafamanneskjur í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur og fylgin sér,
glaðsinna, skemmtileg og hlátur-
mild. Það var alveg sama á hverju
gekk í erfiðri sjúkdómabaráttu Ás-
dísar. Alltaf var stutt í gamansem-
ina og glettnina og svo sannarlega
var Ásdís ekki að velta sér upp úr
erfiðleikunum. „Hvernig getur
maður verið annað en bjartsýnn
þegar maður á svona hressa konu?“
sagði Gísli einhverju sinni þegar
veikindi hennar bar á góma.
Síðustu árin var heimilið vinnu-
staður Ásdísar. Ásdís gerðist dag-
mamma þegar fyrsta barnabarnið,
Breki, fæddist og nutu margir for-
eldrar þess að hafa börnin sín þar í
gæslu. Ásdís hafði einstakt lag á
börnum og var hún dýrkuð bæði af
börnum og foreldrum og í þeim
eignaðist hún marga vini. Það var
notalegt að sjá hversu náið sam-
band var á milli hennar og Breka.
Ásdís og Gísli voru dugleg að
ferðast hér heima og erlendis. Þau
komu sér upp yndislegu hreiðri á
Spáni sem við hjónin vorum svo
heppin að fá að njóta með þeim í
vor. Þar fékk smekkvísi og mynd-
arskapur Ásdísar líka að njóta sín.
Það var notalegt að sitja úti í hit-
anum með þeim og spjalla. Ásdís
var alltaf svo lifandi og hress og var
því gaman að ræða málin við hana.
Hún hafði ódrepandi áhuga á svo
mörgu. Meðan á dvöl okkar Spáni
tók sjúkdómurinn sig aftur upp og
þurftu þau hjónin að fara fyrr heim
en áætlað var. Síðustu mánuðirnir
hafa verið fjölskyldunni erfiðir og
hefur hún sýnt ótrúlegan dugnað
við að gera lífið bærilegt hjá Ásdísi.
Á Gísli stóran hlut þar að máli.
Við vottum Gísla og fjölskyldu
Ásdísar innilega samúð við fráfall
Ásdísar.
Bergþóra og Eggert.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa
kynnst þér, elsku Ásdís.
Að hafa kynnst hlýrri nærveru
þinni, hreinskilni og
þínu stórkostlega brosi.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku Gísli og börn, barnabörn,
stjúpbörn sem og aðstandendur all-
ir, ykkar missir er mikill og votta
ég ykkur öllum mína dýpstu samúð.
Díana Sigurðardóttir.
Ásdís Sigurðardóttir
og sýndi af sér bæði umhyggju og
tillitssemi. Þá bjó Sverrir yfir næmri
tilfinningu fyrir hinu skoplega í líf-
inu. Færri vissu hinsvegar um getu
hans í skáldskap og ljóðlist, sem
hann flaggaði lítt. Á því sviði réð
hann yfir miklum hæfileikum, sem
fáir þekktu gjörla.
Ég minnist ánægjulegra ferða-
laga okkar hjóna, með þeim Sverri
og Margréti, konu Sverris, um fjar-
læg lönd. Ánægjulegri ferðafélaga
var ekki hægt að hugsa sér. Lán
Sverris, að eignast svo frábæran
lífsförunaut sem Margréti, var eitt
stærsta hnossið sem Sverri hlotnað-
ist í lífinu. Heimili þeirra ber vott um
háleit markmið í menningarlegu til-
liti og börn þeirra þrjú ólust upp í
umhverfi sem var mjög hvetjandi í
þeim efnum.
Margréti Norland, börnum þeirra
og barnabörnum er vottuð djúp
samúð.
Sigurður Helgason.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi
mættum við nokkrir nýútskrifaðir
verkfræðingar á okkar fyrsta fund í
félagi rafmagnsverkfræðinga.
Margt var um manninn og kannaðist
ég strax við nokkra þjóðþekkta ein-
staklinga sem voru tíðir gestir á síð-
um dagblaða og í sjónvarpi á þessum
tíma. Ekki man ég fundarefnið en
fundinum stjórnaði virðulegur mað-
ur á miðjum aldri meira af glettni en
röggsemi. Ekki minntist ég þess að
hafa séð honum bregða fyrir í fjöl-
miðlum landsmanna. Þegar hlé var
gert á fundinum héldum við fé-
lagarnir okkur til hliðar við höfð-
ingjana en ekki leið á löngu þar til
fyrrnefndur fundarstjóri vatt sér að
hópnum og heilsaði okkur ungu
mönnunum með brosi og hlýju
handabandi og kvaðst heita Sverrir
Norland. Bauð hann okkur alla vel-
komna í félagið og hvatti okkur til
virkrar þátttöku. Þetta voru mín
fyrstu kynni af Sverri sem síðar áttu
eftir að verða meiri og nánari.
Svo liðu árin. Af og til hitti ég
Sverri á fundum í fyrrnefndu félagi
eða átti við hann smávægileg sam-
skipti í gegnum starfið. Eitt sinn
barst fyrirvaralaust á borðið til mín
fagurlega prentuð bók um raf-
magnsfræði, útgefin af Siemens.
Fremst í bókina er límt kort með
nafni fyrirtækisins Smith & Nor-
land og á því stendur skrifað læsi-
legri hendi: „Með kveðju, Sv. Nor-
land“. Þegar ég hringdi í Sverri til
að þakka fyrir bókina gerði hann
sem minnst úr þessu en sagði að sér
væri það sönn ánægja ef ég vildi
þiggja.
Það var svo um miðjan vetur árið
1989 að Sverrir réði mig til starfa
hjá fyrirtæki sínu og hafa leiðir okk-
ar legið saman eftir það. Á þeim
tíma var þekking mín á verslun og
viðskiptum nokkuð takmörkuð en
hjá Sverri lærði ég fljótt að á þessu
sviði mannlífsins, sem öðrum, er
heiðarleiki og drengskapur leiðin til
farsældar. Þetta rímaði vel við það
veganesti sem ég fékk úr foreldra-
húsum. Munnlegt loforð og handtak
ekki minna virði en formleg undir-
skrift. Hagur starfsfólks, viðskipta-
vina og samstarfsfyrirtækja í fyrir-
rúmi. Umhyggja fyrir fjölskyldum
starfsfólks. Meðvitund um ábyrgð
fyrirtækja í samfélagi manna. Mætti
margur, sem nú fetar sín fyrstu spor
í heimi viðskiptanna, taka sér þetta
til fyrirmyndar. Kannski þeir reynd-
ari líka. Sverrir var einstakur þrek-
maður til vinnu, minnugur með af-
brigðum og fljótur að átta sig á
kjarna hvers máls, eiginleikar sem
entust honum til síðustu stundar.
Stjórnunarstíll hans einkenndist af
sérstakri blöndu ákveðni og mildi en
þó umfram allt af mannvirðingu. Nú,
þegar leiðir skiljast, verður nærveru
hans sárt saknað. Kynni okkar voru
mér ánægjuleg og lærdómsrík. Fyr-
ir þau er nú þakkað.
Enginn maður er eyland. Eftir að
ég hóf störf hjá fyrirtæki Sverris
uppgötvaði ég fljótt að hann sótti
einstakan stuðning til eiginkonu
sinnar og barna. Alla tíð hefur fjöl-
skylda hans verið beinn eða óbeinn
þátttakandi í rekstri fyrirtækisins
og átt sinn stóra þátt í því hve farsæll
sá rekstur hefur verið. Saman hafa
þau innleitt sannann fjölskylduanda í
fyrirtækið. Er mér til efs að slíkt
megi finna í sama mæli hjá mörgum
fyrirtækjum í dag af svipaðri stærð-
argráðu.
Elsku Margrét, Kristín, Jón, Halla
og fjölskyldur. Þið hafið misst mikið
en minningin um traustan og góðan
eiginmann og fjölskylduföður mun
lifa. Við Guðný og dæturnar sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Einnig sendum við innilegar
samúðarkveðjur til Agnars Norland
sem nú sér á bak traustum bróður og
félaga. Megi góður Guð styrkja ykk-
ur öll í sorg ykkar og missi.
Ólafur M. Kjartansson.
Í dag er borinn til grafar Sverrir
Norland og langar mig að þakka
Sverri áralangan kunningsskap og
síðar vináttu sem aldrei bar skugga
á. Við vorum samherjar þrátt fyrir að
við værum í viðskiptasamkeppni,
hvor með sitt þýska eðalmerkið í raf-
tækjum, en það hafði ekki nema góð
áhrif á vináttu okkar.
Það var um 1960 sem undirritaður
fór að hafa afskipti af Félagi raf-
tækjaheildsala og þar var á meðal fé-
laga Sverrir Norland.
Það er varla hægt að ætla fólki að
átta sig á þeim höftum og bönnum
sem ríktu á þeim tíma og stjórnend-
ur fyrirtækja þurftu að takast á við
til að geta þjónað viðskiptavinum sín-
um sómasamlega. Í þeirri baráttu
nutu mannkostir Sverris sér vel. Í
hvert skipti sem félaginu tókst að fá
áheyrn ráðamanna mætti Sverrir
ávallt vel undirbúinn til leiks og með
rökfestu þokuðust mál til þess frjáls-
ræðis sem viðskipti búa nú við og það
er ekki síst vegna atorku Sverris.
Með þakklæti í huga sendi ég fjöl-
skyldu Sverris Norlands hugheilar
samúðarkveðjur.
Karl Eiríksson.
Á skólaárum mínum var ég heima-
gangur í Ljósheimum 7 hjá Sverri
Norland og Margréti konu hans. Við
Nonni, sonur þeirra, erum jafnaldrar
og bekkjarbræður úr Vogaskóla og
urðum snemma vinir. Það var allt
öðruvísi að koma til Nonna en ann-
arra vina minna á þessum árum. Á
heimili hans naut ég sannarlega gest-
risni, sem á engan sinn líka. En það
var líka fleira. Það var talað við mig,
eins og ég væri fullorðinn. Það var
ætlazt til, að ég hefði skoðanir, og
það var áhugi á að fá að heyra þær.
Það var tekið mark á manni. Sverrir
ætlaðist líka til að maður gæti staðið
fyrir máli sínu. Það gerði hann alla
tíð. Um ólík mál eins og gildi knatt-
spyrnuiðkunar eða nauðsyn kenn-
araverkfalla átti hann til að spyrja
mig í þaula. Og þá hlustaði hann líka
af athygli. Í lok samtals gat hann eins
og hallað undir flatt og sagt með
sinni hlýju glettni: „Ég er ekki viss
um, að ég sé sammála þér, en ég
heyri, að þú hefur nokkuð til þíns
máls.“ Á seinni árum kallaði Sverrir
Norland mig fóstra, og ég hef alla tíð
vitað, að ég gæti leitað til hans, ef á
þyrfti að halda. Við Guðrún, kona
mín, höfum notið þess að hitta Sverri
og Margréti við margvísleg tilefni og
alltaf farið af fundi þeirra ríkari að
fegurð og góðvild. Nú er Sverrir all-
ur og hugurinn er hjá Margréti,
börnum hennar, Nonna, Kristínu og
Höllu, og barnabörnunum efnilegu.
Kynni af manni eins og Sverri gera
okkur auðvelt að deila með Snorra
Hjartarsyni skáldi voninni um „að
hið fagra og góða, sem er eitt og hið
sama, megi lýsa oss leiðina fram“.
Fegurð og góðvild
þetta tvennt og eitt
hvað er umkomulausara
í rangsnúnum heimi
Og þó mest af öllu
og mun lifa allt
Birgir Guðjónsson.
Sverrir Norland
Fleiri minningargreinar um
Sverri Norland bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.