Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Magnús HelgiKristjánsson
fæddist í Reykjavík
3. maí 1955. Hann
lést í Reykjavík 27.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ragnhildur Jóna
Magnúsdóttir, f. í
Reykjavík 1. ágúst
1924 og Kristján
Valdimar Krist-
jánsson kjötiðn-
aðarmeistari, f. í
Reykjavík 15.
ágúst 1920, d. 9.
nóvember 1998. Foreldrar Ragn-
hildar voru hjónin Sigurlína
Ebenezersdóttir, f. á Lindargötu
í Reykjavík 6. maí 1893, d. 19.
febrúar 1981 og Magnús Helgi
Jónsson prentari, f. á Lambhól í
Reykjavík 8. júlí 1895, d. 19. des-
ember 1957. Foreldrar Kristjáns
voru hjónin Sylvía Þorláksdóttir
Klein, f. á Ísafirði 27. september
De Mesa (ævinlega nefnd Ada), f.
á Spáni 27. maí 1963. Bjuggu
þau á Spáni, í Noregi og á Ís-
landi. Þau slitu samvistum. Áður
hafði Magnús Helgi verið í sam-
búð með Ragnheiði Spenser og
eignuðust þau andvana fæddan
son 16. apríl 1977.
Magnús Helgi ólst upp í
stórum systkinahópi á Lambhól
og einnig bjó fjölskyldan um
tíma á Seyðisfirði. Hann gekk í
Melaskóla, Seyðisfjarðarskóla og
Hagaskóla. Hann hóf snemma að
vinna fyrir sér. Sextán ára fór
hann á sjóinn og var á milli-
landaskipum, togurum og fiski-
bátum. Síðan lá leiðin til Noregs
þar sem hann vann við húsasmíð-
ar. Einnig vann hann á veitinga-
húsum í Kaupmannahöfn. Því
næst lá leiðin til Spánar þar sem
hann vann í mörg ár við járn-
smíðar og fleira. Eftir að Magn-
ús kom aftur heim vann hann
m.a. hjá Jósafat Hinrikssyni á
renniverkstæði hans, við húsa-
smíðar, fór á sjóinn og fleira.
Síðustu árin bjó Magnús Helgi á
Lambhól með móður sinni.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1887, d. 7. ágúst
1954 og Kristján
Valdimar Jónsson
sjómaður, f. á Akra-
nesi 11. október
1887, fórst með mb.
Valtý 28. febrúar
1920. Fósturfaðir
Kristjáns var J. C.
Klein, kjöt-
kaupmaður í
Reykjavík, f. í Dan-
mörku 24. maí 1887,
d. 3. júlí 1982.
Systkini Magnúsar
eru: Sigurlína Sjöfn,
f. 1947, gift Trausta Björnssyni,
Sylvía Hrönn, f. 1952, Kristján, f.
1954, Jóhannes Bragi, f. 1960,
kvæntur Svövu Hansdóttur, Auð-
ur Gróa, f. 1963, gift Guðmundi
Bragasyni, og Unnar Jón, f.
1966, kvæntur Guðnýju Ein-
arsdóttur.
Magnús Helgi kvæntist hinn 9.
janúar 1987 Immaculödu Morales
Það var mér sem og okkur systk-
inunum reiðarslag er við fréttum að
okkar kæri Maggi bróðir hefði orðið
bráðkvaddur aðfararnótt miðviku-
dagsins 27. júní sl. Ég talaði við hann
í síma kvöldið áður og átti síst af öllu
von á að fá þessar fréttir morguninn
eftir.
Sem börn og unglingar vorum við
nánir og brölluðum margt saman,
enda aðeins þrettán mánuðir á milli
okkar. Maggi var hugmyndaríkur og
djarfur og á unglingsárum varð
hann oftar en ekki fyrri til að prufa
ýmsa nýja hluti og kanna nýjar slóð-
ir þrátt fyrir að ég væri sá eldri.
Minnisstætt er mér þegar við
smíðuðum saman tunnufleka, þá lík-
lega 12 og 13 ára gamlir, til siglinga
úti á Skerjafirði, við æskuheimili
okkar Lambhól. Hann prufaði flek-
ann, en útstreymi var mikið þá
stundina og stefndi flekinn til hafs,
án þess að hann fengi nokkuð við
ráðið. Hann bar sig þó vel eins og
ævinlega, eftir að honum var bjarg-
að á báti í það skiptið. Á allt of stuttri
ævi upplifði hann meira en flestir.
Við 16 ára aldur réði hann sig sem
messagutta á Gullfoss og sigldi til
Kaupmannahafnar. Þangað flutti
hann svo stuttu síðar og bjó þar um
skeið. Um tvítugsaldurinn flutti
hann til Bergen í Noregi og starfaði
þar með Rabba frænda við húsavið-
gerðir. Þaðan lá leiðin til Malaga á
Spáni þar sem hann bjó í nokkur ár.
Á Spáni kynntist hann Ödu Morales
sem hann kvæntist þar, en þau fluttu
síðar heim til Íslands og bjuggu
saman hér heima í nokkur ár uns
þau skildu.
Maggi fékkst við ýmis störf: sjó-
mennsku, verkamannastörf, járn-
smíði, smíðar, þjónustustörf o.fl.
Starfsgetan var hins vegar ekki til
staðar hin síðari ár, og átti hann þá
mjög á brattann að sækja.
Maggi valdi annað lífsmunstur en
við hin systkinin. Allaf hefur þó verið
kært á milli okkar, og talaði Maggi
iðulega um hve vænt honum þætti
um fjölskyldu sína og hvernig hann
bæri hag hennar ætíð fyrir brjósti.
Kom það m.a. fram í því hvað hann
var hjálpsamur við móður okkar hin
síðari ár.
Maggi var ekki fullkominn fremur
en aðrir. Hann var viðræðugóður og
vel að sér um mjög marga hluti.
Hann fór aðrar leiðir heldur en
margir hefðu gjarnan óskað, en
hann var góður drengur og bar
ávallt hag sinna nánustu og sinna
vina mjög fyrir brjósti. Við Maggi
áttum margar frábærar, skemmti-
legar stundir saman, og sakna ég
þess sáran að þær verða ekki fleiri í
þessu jarðlífi. Móðir okkar sem
misst hefur kæran son, og systkini
mín sem misst hafa kæran bróður
eiga mjög um sárt að binda.
Megi þér líða vel þar sem þú ert
núna kæri bróðir.
Kristján Kristjánsson.
Þetta var fallegur morgunn, sólin
Magnús Helgi
Kristjánsson
✝ GuðmundurHans Einarsson
læknir fæddist í
Neðri-Hundadal í
Miðdölum í Dala-
sýslu 20. maí 1926.
Hann lést á sjúkra-
húsi í Gautaborg í
Svíþjóð 21. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Einar Jónsson bóndi
í Neðri-Hundadal
og Lára Lýðsdóttir.
Einar var sonur
hjónanna Jóns Ein-
arssonar bónda í N-Hundadal, f. 6.
janúar 1857, d. 10. apríl 1940, og
Vigdísar Jónsdóttur húsfreyju, f.
7. okt. 1859, d. 7. sept. 1899. For-
eldrar Láru voru hjónin Lýður Ill-
ugason, 5. sept. 1872, d. 4. ágúst
1946, og Kristín Hallvarðsdóttir, f.
2. júní 1876, d. 29. apríl 1959,
bændur í Litla- og Stóra-Langadal
á Skógarströnd. Guðmundur Hans
ólst upp með foreldrum sínum og
fjórum systkinum en eftir 1930
færa foreldrarnir sig til og fara í
annað húsnæði á hlaðinu en hann
verður eftir hjá föðursystkinum
sínum Signýju og Jóni, sem önn-
uðust hann á allan hátt sem sitt
eigið barn bæði varðandi uppeldi
og skólagöngu og studdu hann til
Jamqocyan markaðsstjóri, f. 26.
október 1965. Synir þeirra eru
Philip, f. 26. ágúst 1992, og Thor
Anton, f. 11. október 1993. 2) Þor-
geir Lennart framkvæmdastjóri í
Kingston á Englandi og í San
Francisco, búsettur í London, f.
13. ágúst 1961, maki Lena Ein-
arsson viðskiptafræðingur, f. 28.
september 1963. Börn þeirra eru
Carolina, f. 18. nóvember 1991,
Christopher, f. 18. mars 1993, og
Josephine, f. 22. nóvember 1996.
Sonur Guðmundar Hans og Þóru
Þórðardóttur er Logi Jósef, f. 6.
október 1955.
Guðmundur Hans lauk stúd-
entsprófi frá MR vorið 1948 (tók 5.
og 6. bekk saman) og kandídats-
prófi í læknisfræði í Háskóla Ís-
lands 31. maí 1956. Sumarið 1956
var hann starfandi héraðslæknir í
Súðavík. 1957 fór hann til Gauta-
borgar í Svíþjóð og hóf þar nám í
kvensjúkdómum og fæðing-
arhjálp, einnig lagði hann stund á
skurðlækningar. Guðmundur
Hans starfaði síðar á ýmsum
sjúkrastofnunum þar ytra og var
þá ýmist sem aðallæknir eða að-
stoðarlæknir. Á árunum 1958-
1959 vann hann m.a. sem skips-
læknir hjá sænsku skipafélagi sem
stundaði ferðir til Suður-Ameríku.
Hann var einnig læknisfræðilegur
ráðgjafi innflytjendadeildar kan-
adísku sendiráðanna í Bonn, París
og Lundúnum 1970-1990.
Útför Guðmundar Hans verður
gerð frá Blåviks kyrka í Boxholm
í dag og hefst athöfnin klukkan
11.
náms, sem og Vigdísi
systur hans. Systkini
Guðmundar Hans
eru fjögur: 1) Hjört-
ur fyrrverandi bóndi
í Hundadal, f. 31.
desember 1918, maki
Lilja Sveinsdóttir
fyrrverandi kennari,
f. 1. júní 1925. Þau
eiga fjögur börn. 2)
Vigdís, f. 10. sept-
ember 1921, maki
Hjörtur Friðberg
Jónsson fulltrúi hjá
Vegagerð ríkisins, f.
10. september 1920, d. 23. janúar
2006. Þau eiga fjóra syni. 3) Krist-
ín, f. 29. júlí 1928, maki Sigurður
Guðmundsson stýrimaður, f. 12.
mars 1931. Þau eiga fjögur börn.
4) Áslaug Birna, f. 29. ágúst 1930,
maki Björgvin Magnússon vél-
stjóri, f. 5. september 1925. Þau
eiga fjögur börn.
Eiginkona Guðmundar Hans
(25. mars 1960) er Maria El-
isabeth, f. 11. júlí 1935. Foreldrar
hennar eru Elof Gregor Skär-
strand og Elsa Maria Skärstrand í
Boxholm í Svíþjóð. Þau eiga tvo
syni, þeir eru: Gunnar Hans, að-
júnkt, menntaskólakennari og
framkvæmdastjóri í Gautaborg, f.
12. júlí 1960, maki Karin J.
Ár og tími áfram líða, enginn
stöðvar þeirra skrið.
Vorið 1926 er snemma gróður að
vakna. Hlýir vordagar renna hjá,
vorskúrir og sólargeislar vökva og
verma jörðina, blómin vakna á
grænum grundum og ilmur jarðar
fyllir loftið með ferskum hreinum
svala. Fuglasöngur ómar frá árdegi
til kvölds og verður í vorblíðunni
samfelldur dýrðarhljómur. Sól er á
lofti langt á kvöld fram og rís árla
dags aftur eins og eftir örstutta
hvíld. En hún þarf að verma blóm og
annan jarðargróður og svo ótal
margt í ríki manna og dýra og má
ekki vera í langri hvíld. Jörðin verð-
ur þá fljótlega græn og fagurlega
skreytt hinum fegursta gróðri með
blómaangan langra og bjartra vor-
og sumardaga. Við þessar aðstæður
Guðmundur Hans
Einarsson
✝
Útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar,
ÓLAFS GUNNLAUGSSONAR
læknis,
Sólheimum 23,
verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. júlí
kl. 13.00.
Þeir sem vilja minnast hans eru vinsamlegast
beðnir að láta líknarfélög njóta þess.
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Ásgeir K. Ólafsson,
Ása M. Ólafsdóttir,
Ágústa Ólafsdóttir,
Anna Katrín Ólafsdóttir.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HELGA STEFÁNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður til heimilis í Víðilundi 24,
Akureyri,
sem lést á heimili sínu, fimmtudaginn 28. júní,
verður jarðsungin frá Glerárkirkju, föstudaginn
6. júlí kl. 14:00.
María Jónsdóttir, Birgir Aðalsteinsson,
Dómhildur Jónsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
Ingunn B. Jónsdóttir, Árni Gunnarsson,
Sigríður B. Albertsdóttir, Stefán Karlsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BÁRA SIGURÐARDÓTTIR,
Gullengi 27,
Reykjavík,
áður til heimilis á Melateigi 33,
Akureyri,
er látin. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Óðinn, sérstök börn, reiknings-
nr. 1145-15-200342, kt. 580180-0519.
Starfsfólki deildar 13e á Landspítalanum færum við þakkir fyrir góða
umönnun og sérstaklega óeigingjarnt og fórnfúst starf í hennar erfiðu
veikindum.
Sverrir Benediktsson,
Arnar Sverrisson,
Guðrún Sverrisdóttir, Michael Levin,
Anna Kristín Sverrisdóttir, Símon Hrafn Vilbergsson,
Helga Dögg Sverrisdóttir,
Sigurður Sverrisson, Kristín Hildur Ólafsdóttir,
Ottó Sverrisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hugheilar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
mannsins míns, föður okkar, stjúpföður, tengda-
föður og afa,
JÓNS P. ANDRÉSSONAR,
Klapparstíg 1A,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sveinsína Ásdís Jónsdóttir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR ÞORVALDSSON
bílstjóri,
Núpalind 2,
Kópavogi,
lést á Landspítala Landakoti, þriðjudaginn 3. júli.
Þorvaldur Þorvaldsson,
Þorgerður Þorvaldsdóttir, Jón Helgason,
Arnbergur Þorvaldsson, Hanna Margrét Geirsdóttir,
Gróa María Þorvaldsdóttir, Ingólfur Garðarsson,
barnabörn og langafabörn.