Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 40
Þó settust 76 milljónir manna fyrir framan sjónvarpið annan dag jóla og horfðu á lokaþáttinn …43 » reykjavíkreykjavík Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is LÍTIÐ hefur spurst til Steinars Orra Fjeldsted í íslensku tónlistarlífi síðan hann rappaði af miklum móð með hljómsveitinni Quarashi. Um helgina verður þó breyting þar á því hann ætlar að koma fram í fyrsta sinn með nýrri hljómsveit sinni, sem ber heitið Kidrama. „Ég er búinn að vera að semja al- veg stöðugt síðan Quarashi hætti og hljómsveitin kemur til með að leika einungis efni eftir mig,“ upplýsti Steinar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hverjir skipuðu hina nýju hljóm- sveit með honum eða hvers konar hljóðfæri þeir léku á en sagði að lið- skipan væri að komast á hreint. „Já bandið verður komið saman fyrir laugardaginn,“ segir Steinar og kímir. Það er kannski eins gott því þá fara nefnilega fram fyrstu tónleikar sveitarinnar. Tónleikarnir bera yf- irskriftina Sound of Geysir, sem gef- ur sterklega til kynna staðsetningu tónleikanna. Kidrama koma ekki einir fram en auk þeirra stíga á stokk meðal ann- ars Esja þeirra Krumma og Daníels Ágústs og The End. Sjálfur lýsir Steinar tónlist Ki- drama á þennan hátt: „Það er hægt að flokka þetta und- ir indie-hiphop. Ég verð sjálfur í far- arbroddi, með míkrófóna, hljómborð og fleira auk þess að syngja og sprella,“ segir Steinar og áréttar að hann ætli ekki að rappa í þetta sinn. Leyndó í Japan Þó liðskipan Kidrama liggi ekki opinberlega fyrir er ýmislegt á dag- skránni hjá þessari dularfullu hljóm- sveit. „Í september kemur út þröngskífa með sveitinni sem inni- heldur fimm lög. Þau eru næstum tilbúin,“ segir Steinar. „Svo ætlum við að halda útgáfu- tónleika auk annarra tónleika.“ Á stefnuskrá sveitarinnar er tón- leikaferð til Japans. Hvernig kom það til? „Það er leyndó,“ segir hinn dul- arfulli Steinar en bætir þó við: „Ég þekki fólk úti sem hefur heyrt tónlistina mína og leist vel á og ætla þess vegna að bjóða mér yfir.“ Dularfull hljómsveit Morgunblaðið/Sverrir Dramadrengur? Steini, eins og hann er kallaður, er hvergi nærri hættur í tónlistinni og ætlar sér langt með sitt nýjasta verkefni Kidrama. Fyrrum Quarashi-rapparinn Steinar Orri Fjeldsted snýr aftur með Kidrama myspace.com/kidrama7  Innipúkinn svokallaði hefur heldur betur skotið rótum sín- um niður í mal- bikið hér í höf- uðborginni um verslunar- mannahelgina. Og á meðan óharðnaðir unglingar berja niður tjaldhæla í rigningarsudda og roki ganga borgarbörnin fylktu liði inn í myrkvaða rokkkompu þar sem þau kinka kolli í takt. Undanfarin ár hefur Innipúkinn flakkað á milli Iðnó og NASA en í ár flyst hann yf- ir í Veltusund þar sem nýr tónleika- staður, Naustin, opnar bráðlega. Enn er ekki ljóst hvaða sveitir troða upp en dagskráin ætti að skýrast innan tíðar. Innipúkinn finnur sér nýjan íverustað  Lagið „Milljarðamæringurinn“ sem er flutt af Ladda og Millj- ónamæringunum er komið í spilun og er nú fáanlegt á Tónlist.is. Millj- ónamæringarnir, sem halda upp á 15 ára afmæli sitt nú í sumar, eru að ljúka vinnu við nýja plötu um þessar mundir. Þar kemur fjöldi söngvara við sögu eins og við er að búast úr þeirra herbúðum og má þar helsta nefna Bogomil Font, Ragnar Bjarnason, Bjarna Arason, Stefán Hilmarsson og þúsundþjala- smiðinn Ladda, sem er nýjasta við- bótin við söngvaraflóru Millj- ónamæringanna. Milljónamæringarnir og Laddi með nýtt lag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.