Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.07.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 45 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. BLIND DATING kl. 8 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ EVAN ALMIGHTY kl. 8 - 10 LEYFÐ DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS ÁSTIN ER BLIND HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? eee S.V. MBL. "LÍFLEG SUMAR- SKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. WWW.SAMBIO.IS MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Leigjum út glæsileg áklæði yfir veislustóla ásamt dúkum. Einnig mjög mikið úrval af skreytingarvörum fyrir veislusalinn og glæsilegar gestabækur Sófalist - Garðatorgi - Garðabæ www.sofalist.is - S 553 0444 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Breiðagerði 14 - Vogum Heilsárshús á eignarlóð Opið hús í dag frá kl. 17-18 182 fm tvílyft heilsárshús í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, aðeins í 15 mín. akstursfjarlægð frá Hafnar- firði. Húsið er timburhús á stein- steyptri plötu og selst fullfrágengið að utan og fokhelt að innan. Gert er ráð fyrir heitum potti í öðrum turninum og arni í stofu á neðri hæð. Lóðin er eignarlóð 1.500 fm að stærð með fallegu sjávarútsýni. Einstakt hús sem er engu öðru líkt. Sjón er sögu ríkari. Verð: tilboð. Eignin verður til sýnis í dag, fimmtudag, frá kl. 17-18. Sölumaður verður á staðnum, sími 821 0626. Verið velkomin. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is MÝRIN hefur fengið fjóra lofsam- lega dóma í kjölfar sýninga á hátíð- inni í Karlovy Vary. Hæst ber hve Variety, ein helsta biblía Holly- wood, gefur mynd Baltasars Kor- máks góða umsögn og segir Eddie Cockrell, gagnrýnandi blaðsins, að vel takist að „blanda deilum um erfðagagnagrunna beint úr forsíðu- fréttunum við íslenskan örlaga- hyggju-stóisma.“ Þá þykir honum öll tæknivinna til fyrirmyndar. Ullarpeysa, öldrykkja og regnfrakki Gagnrýnendur Screen Daily, European.films.net og Britské listy í Tékklandi eru einnig hrifnir. Ull- arpeysa Erlends og keðjureyk- ingar minna tékkneska gagnrýn- andann helst á öldrykkju Morse lögreglufulltrúa og skítugan regn- frakka einkaspæjarans Colombo. Dan Fainaru hjá Screen Daily seg- ir þetta bestu mynd Baltasars til þessa og Boyd van Hoeij hjá Eur- opean-films.net sér í Mýrinni portrett af íslensku þjóðinni sem hann hafi aldrei séð áður. Baltasar er mjög kátur með dómana og vonast til þess að þetta þýði að myndin komist lengra. „Það er mikil harka að selja þessar myndir á erlenda markaði og allt svona hjálpar.“ Þegar er búið að selja myndina til allra Norðurlanda og til Þýskalands og þá er tilboð komið frá Frakklandi. Búið er að bjóða myndinni á tugi hátíða en nú er beðið eftir svari frá einni af stóru hátíðunum. Gamanmynd í Flatey En það eru fleiri járn í eldinum. „Nú er ég að undirbúa gam- anmynd sem ég ætla að taka upp í Flatey í sumar,“ segir Baltasar sem stefnir á að hefja tökur í ágúst. Myndin heitir Brúðguminn og sá er leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni sem er um það bil að fara að giftast stúlku tuttugu árum yngri en hann. Myndin er gam- anmynd með alvarlegu ívafi og meðal annarra leikara má nefna Margréti Vilhjálmsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Jóhann Sigurð- arson, Þröst Leó Gunnarsson, Ólaf Darra Ólafsson, Laufeyju Elías- dóttur og Ólaf Egil Egilsson, en Ólafur Egill semur einnig hand- ritið ásamt Baltasar. Glaður Baltasar Kormákur gleðst yfir góðu gengi Mýrinnar eftir að hún hélt út í heim og hann hlakkar til að kvikmynda Brúðgumann með Hilmi Snæ í Flatey seinna í sumar. Mýrin fær rífandi dóma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.