Morgunblaðið - 05.07.2007, Síða 48
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Fóstureyðingar einkamál
Persónuvernd hefur hafnað beiðni
landlæknis um leyfi til að veita að-
gang að upplýsingum úr fæðinga-
skrá og gögnum um fóstureyðingar í
rannsóknarskyni. » Forsíða
Nýtt deiliskipulag
Samþykkt hefur verið í bæjar-
stjórn Árborgar að auglýsa nýja
deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ
Selfoss. » 4
Alan Johnston sleppt
Fréttaritara BBC, Alan
Johnston, var í gær sleppt úr haldi
öfgafullra Palestínumanna, en hann
hafði verið fangi þeirra í tæpa fjóra
mánuði. » 14
Hrefnur fullar af fiski
Hrefnuveiðimenn segja að þegar
gert sé að hrefnum velli út úr þeim
bæði þorskur og ýsa. » 2
SKOÐANIR»
Staksteinar: Morgunblaðið og …
Forystugreinar: Útgerð á hriplekum
báti | Mismunun
Ljósvaki: Sjónvarpsgláp og …
UMRÆÐAN»
Hvað gengur mönnum til?
Sumarið og tækifærin
Að vera eða vera ekki samvinnufélag
Merkur viðburður í sögu Þórs
Spilaborgin kaupir pýramídann
Hefðbundnir nýmarkaðir varasamir
Þarf Wall Street að draga í land?
Verkin sýna merkin
VIÐSKIPTI»
4
#5"&
- "*
#
6
""%$" "22
%3%
32
23 3
23 232%2
%32
%3 %3 3 23 3 23 23 %3 %3 %32
,7 0 &
32
3
3
23 3 32
23 %3 %32
89::;<=
&>?<:=@6&AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@&7"7<D@;
@9<&7"7<D@;
&E@&7"7<D@;
&1=&&@$"F<;@7=
G;A;@&7>"G?@
&8<
?1<;
6?@6=&1*&=>;:;
Heitast 19°C | Kaldast 7°C
Austan og norðaust-
anátt, víða 3-8 m/s.
Skýjað að mestu. Upp
úr hádegi er spáð rign-
ingu fyrir austan. » 10
Hátíð sveittu úln-
liðsbandanna hefst
formlega í dag.
Gestir elta uppi
uppáhaldsböndin og
flýja rigninguna. »41
TÓNLIST»
Hróarskelda
hefst
SJÓNVARP»
Átján ár eru síðan Sein-
feld fór fyrst í loftið. »42
Brad Pitt fetar í
spor eðaltöffarans
Steves McQueens og
hættir í bílaeltinga-
leik í endurgerð
Bullitt. »43
KVIKMYNDIR»
Byssukúlan
Brad
TÓNLIST»
Páll Óskar beint í annað
sæti lagalistans. »40
KVIKMYNDIR»
Mýrin fær góða dóma,
Flatey er næst. »45
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Hætt við hjónavígslur 07.07.07
2. Þurrum góðviðriskafla að ljúka
3. Hilary á heljarþröm
4. Skagamenn lögðu Keflvíkinga…
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
„ÞAÐ náðist ekki sátt í samráðshópi velferðar-
sviðs og fulltrúa þeirra sem mótfallnir eru heim-
ilinu, svo velferðarráð ákvað að höggva á hnútinn
með þessum hætti,“ sagði Jórunn Frímannsdóttir
um þá niðurstöðu velferðarsviðs að standa fast við
ákvörðun sína að opna heimili fyrir heimilislausa
karlmenn á Njálsgötu 74 eigi síðar en 1. október.
Velferðarráð ákvað engu að síður að koma til móts
við íbúa í götunni með því að fækka heimilismönn-
um um 20%, en þeir verða nú átta en ekki tíu eins
og ráð var gert fyrir.
Heimilismenn sérvaldir
Jórunn segir velferðarsvið þekkja vel þá ein-
staklinga sem nýti sér þjónustu félagsmálayfir-
valda og sé því sviðið vel í stakk búið til að velja
heimilismenn sem séu viljugir til að breyta lífi sínu
til batnaðar. Hún segir að reynsla velferðarsviðs
sýni að enginn þurfi að óttast nábýli við heimilið.
Jórunn kveður þörfina fyrir heimili sem þessi
brýna, að meðaltali séu 40-60 karlmenn heimilis-
lausir í Reykjavík. Fyrir liggi að fleiri heimili á
borð við þetta, t.d. fyrir geðfatlaða, verði opnuð á
komandi árum, enda sé það í samræmi við nútíma-
leg meðferðarúrræði að einangra ekki þá sem
minna mega sín. Hún segir það von velferðarsviðs
að borgarbúar taki heimilum á borð við það á
Njálsgötu vel í framtíðinni. „Það er alveg hrika-
legt hvernig er komið fram við okkur, síðasta
fundi nefndarinnar lauk með því að koma átti á
fundi nefndarmeðlima með borgarstjóra,“ sagði
Pétur Svavarsson, annar fulltrúi íbúa í samráðs-
hópnum. „Svo var ég bara vakinn með því í [gær-
]morgun að fjölmiðlarnir voru farnir að hringja af
því að þeim hafði verið tilkynnt um ákvörðunina.
Okkur íbúafulltrúunum var aldrei tilkynnt um
hana. Þetta er bara eins og í gömlu ráðstjórn-
arríkjunum.“
Pétur rifjar upp að samráðshópurinn hafi verið
stofnaður að frumkvæði borgarstjóra og hafi átt
að kynna honum niðurstöður viðræðna, en nú hafi
velferðarráð leyst upp hópinn án þess að borg-
arstjóri hafi komið að málinu. Stefnt er að því að
íbúaráð hverfisins þingi öðrum hvorum megin við
helgi. Lögfræðingur íbúa hafi þegar komist að
þeirri niðurstöðu að framkvæmdin sé ólögleg.
Heimili skal víst opnað
Velferðarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að opna heimili fyrir heimilislausa
karlmenn við Njálsgötu í haust, þrátt fyrir mikla andstöðu íbúa í hverfinu
Morgunblaðið/RAX
Úlfúð Mikill styr hefur staðið um opnun heimilis
fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74 síðustu vikur.
ÞESSA dagana er dans stiginn á
kirkjuloftinu í Siglufirði, en þar er
nú haldið námskeið á vegum Þjóð-
lagahátíðarinnar í Siglufirði í sam-
vinnu við Kennaraháskóla Íslands
sem ber nafnið Þjóðlagaakademí-
an. Markmið námskeiðsins eru m.a.
að nemendur fái glögga mynd af
heimi íslenskra þjóðlaga, þjóð-
kvæða, þjóðdansa og þekki þjóð-
lagasöfnun séra Bjarna Þorsteins-
sonar ásamt meginþáttum
íslenskrar þjóðlagatónlistar.
Nemendur kynnast erlendri þjóð-
lagatónlist og greina í hverju sér-
staða íslenskra þjóðlaga er fólgin.
Á myndinni er Kolfinna Sigur-
vinsdóttir að kenna sporin í viki-
vaka er verið var að fjalla um viki-
vaka, sagnadansa og gömlu
dansana. Gunnsteinn Ólafsson, list-
rænn stjórnandi Þjóðlagahátíð-
arinnar, tók virkan þátt í námskeið-
inu og er til hægri á myndinni.
Dansspor stigin á kirkjuloftinu
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Margir á Þjóðlagahátíð í Siglufirði
BJARNI Guð-
jónsson, leik-
maður ÍA, varð
að fá lögreglu-
fylgd til heim-
kynna sinna eftir
leik ÍA og Kefla-
víkur sem áttust
við á Akranesi í
gær. Upp úr sauð
þegar Bjarni
skoraði annað
mark ÍA. Hann hugðist senda bolt-
ann yfir mark Keflvíkinga eftir að
Suðurnesjamennirnir höfðu sparkað
boltanum út fyrir hliðarlínu svo
hægt væri að hlúa að meiddum leik-
manni. Ekki vildi betur til en að bolt-
inn sveif yfir Ómar Jóhannsson,
markvörð Keflvíkinga, og í netið og
þegar upp var staðið reyndist þetta
sigurmark leiksins. Eftir leikinn
gerðu nokkrir leikmenn Keflvíkinga
aðsúg að Bjarna og kom til ein-
hverra stimpinga í vallarhúsinu og
var gripið til þess ráðs að fá lögreglu
á staðinn. Bjarni vildi ekki tjá sig um
atvikið við Morgunblaðið en Þórður,
bróðir hans, sagði að það hefði alls
ekki verið ætlun Bjarna að skjóta á
markið og hvað þá að skora við þess-
ar kringumstæður. | Íþróttir
Bjarni
þurfti lög-
reglufylgd
Upp úr sauð á leik
ÍA og Keflavíkur
Bjarni
Guðjónsson