Morgunblaðið - 12.07.2007, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Hringdu í 530 2400 og kynntu þér málið!
www.oryggi.is
Prófaðu Heimaöryggi
í tvo mánuði í sumar
– ókeypis!
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA
Engin krafa er gerð um framhaldsviðskipti, gríptu því tækifærið núna.
Tilboðið gildir til 15. júlí og er í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins
þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu.
Í HNOTSKURN
»Rækjuvinnslan hefur verið rekin með300 milljóna tapi síðustu tvö og hálft ár.
»Forsvarsmenn segja litla veiði, hávaxta-stefnu og niðurskurð í þorskkvóta með-
al ástæðna. Þorskkvóti Ramma minnkar um
1.997 tonn á næsta fiskveiðiári.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„2.000 tonna kvótaskerðing gerir okkur gersamlega
ókleift að þreyja þorrann lengur. Hún kemur svo
illa við heildarafkomu fyrirtækisins að við getum
ekki verið að reka heilar deildir með tapi lengur,“
segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri
rækjuvinnslu Ramma hf. á Siglufirði. Starfsfólki
vinnslunnar var tilkynnt um uppsagnir 31 starfs-
manns á fundi í gær.
Í yfirlýsingu frá Ramma eru ástæður þessa sagð-
ar hátt gengi íslensku krónunnar, hrun rækjuveiða
við Ísland og erfið staða á helstu mörkuðum, á með-
an rækjuveiði og -vinnsla í Kanada aukist og Evr-
ópusambandið veiti kanadískum rækjufram-
leiðendum verulegar tollaívilnanir.
Þá segir þar að lausatök við stjórn efnahagsmála
samhliða stóriðju- og hávaxtastefnu séu út-
flutningsatvinnuvegum fjandsamleg. Kveðst Ólafur
ekki skilja seðlabankastjóra, þegar hann segi
vaxtastefnuna ekki hafa áhrif á gengi krónunnar.
Ólafur segir Ramma eiga stóra hlutdeild í rækju-
kvótanum. „Við vildum auðvitað reyna að nýta þann
kvóta ef veiðin skyldi taka við sér. En þetta var orð-
ið svo langvinnt ástand að þegar kvótaskerðingin í
þorskinum bætti gráu ofan á svart var þetta ekki
hægt lengur, jafnvel þó að störf fjölda fólks séu í
húfi. Það er auðvitað bara ömurlegt.“
Reiðarslag fyrir fólkið
Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélags-
ins Vöku á Siglufirði, segir starfsmenn hafa verið í
hálfgerðu losti eftir fundinn. ,,Hins vegar hefur
vinnan verið mjög stopul lengi, það var ekki unnið í
vinnslunni nema örfáar vikur frá desember fram í
maí. Þetta er því eitthvað sem margir hafa búist
við,“ segir Signý, sem kveður ómögulegt að spá um
hvort fólk flytjist á brott vegna þessa. „En þetta er
eins og að eiga ástvin sem maður veit að á ekki langt
eftir ólifað. Það er samt alltaf áfall þegar það gerist
á endanum.“
Vildu þreyja þorrann en gátu
ekki vegna þorskskerðingar
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Höfnin 31 verður sagt upp hjá Ramma hf.
Rækjuvinnsla Ramma á Siglufirði lögð niður „Fólkið er einfaldlega í losti“
VINIR Láru brugðu sér niður í bæ seinnipartinn í gær
og léku fyrir utan Hitt húsið á Skólavörustíg. Dúettinn
vinnur í sumar sem skapandi sumarstarfshópur á vegum
Hins hússins og semur lög við kvæði og vísur ritmeist-
arans Þórbergs Þórðarsonar, frá Hala í Suðursveit.
Drengirnir láta þó ekki þar við sitja heldur semja sjálfir
skenslega popptexta við léttleikandi popplög.
Dúettinn skipa þeir Halldór A. Ásgeirsson gítarleik-
ari, laganemi og Hanson-aðdáandi, og Einar Aðal-
steinsson píanisti, eftirherma og leikaraefni.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Efnilegir popparar gleðja bæjarfara
TIL STENDUR að rífa eitt sögu-
frægasta hús Fáskrúðsfjarðar,
Manon, í dag eða á næstu dögum.
Húsið var byggt á þriðja áratug
síðustu aldar úr timbri frönsku
skútunnar Manon sem strandaði
við Skálavík árið 1924, og var ekki
sjófær eftir það.
Albert Eiríksson, forstöðumaður
safnsins Fransmenn á Íslandi, seg-
ir menningarslys í uppsiglingu, en
búið er að stilla upp vinnuvélum
við húsið. Hann segir húsið hafa
verið í góðu ásigkomulagi og undr-
ast andvaraleysi sveitarstjórnar
Fjarðabyggðar, sem heimilaði nið-
urrifið án nokkurrar umræðu.
Loðnuvinnslan hf. keypti eign-
arlóðir Hafnargötu 19 og 21
(Manon) í júní sl. og hefur í hyggju
að rífa mannvirki á lóðunum vegna
uppbyggingar fyrirtækisins í bæn-
um.
Albert er að vonum afar vonsvik-
inn með ákvörðunina og segist ætla
að draga franska fánann í hálfa
stöng þegar húsið verður rifið.
Manon á Fá-
skrúðsfirði
rifið í dag?
SPURNINGAR hafa vaknað um
hvort flugfarþegum sé mismunað af
öryggisyfirvöldum á Keflavíkurflug-
velli, en þar er nú boðið upp á sér-
staka hraðbraut fyrir Saga Class-
farþega Icelandair, sem þurfa ekki
að fara í sömu röð við eftirlitið og
aðrir farþegar. Opinberir aðilar
sinna öryggiseftirlitinu og því var
leitað svara hjá lögreglu og yfir-
mönnum Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar hf. um hver bæri kostnaðinn af
slíkri aukaþjónustu.
Jóhann R. Benediktsson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, segir
hina auknu öryggisþjónustu grund-
vallast á þjónustusamningi. Hann
neitar því að fólki sé mismunað með
því að einhverjir fái hraðari af-
greiðslu en aðrir, enda berist emb-
ættinu greiðsla fyrir þessa auknu
þjónustu samkvæmt samningnum
og ekki sé dregið úr þjónustu við
aðra vegna þessa. „Þetta er jákvætt
mál, en aðalatriðið er að við stöndum
ekki í kostnaði út af þessu,“ segir Jó-
hann.
Kostnaði dreift á aðila
Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.,
segir þessa auknu þjónustu vera til-
raunaverkefni sem standi út ágúst-
mánuð. Eftir tilraunina verði metið
hver kostnaðurinn af hinni auknu
þjónustu er, en ef henni verði haldið
áfram beri þeir sem vilji kaupa þjón-
ustuna kostnaðinn af henni til fram-
tíðar. Á hann þar við flugfélögin.
Hvað þann kostnað varðar, sem af
tilrauninni sjálfri hlýst, segir
Höskuldur hann dreifast á þá aðila
sem koma að henni. Það eru Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, Flugmála-
stjórn á Keflavíkurflugvelli og lög-
reglan á Suðurnesjum.
Hver kost-
ar aukna
þjónustu?
Jóhann R.
Benediktsson
Farþegar Saga Class
fá forgang í tollinum
Höskuldur
Ásgeirsson
„VIÐ sjáum það í úttekt ASÍ á
verslunum sem Nóatún setur sig í
flokk með, að Nóatún sker sig veru-
lega úr þegar skoðað er tímabilið
mars til maí, þar sem Nóatúnsversl-
anirnar sýndu hækkun upp á 0,1% á
meðan aðrar verslunarkeðjur voru
langt yfir því marki,“ segir Bjarni
Friðrik Jóhannesson, rekstrarstjóri
Nóatúns, um nýlegar verðmælingar
verðlagseftirlits ASÍ.
Að mati Bjarna þyrfti að skoða
fleiri þætti samhliða verðlagi og
nefnir hann í því samhengi annars
vegar gengisþróunina á umliðnum
mánuðum og hins vegar verðhækk-
anir frá birgjum sl. hálfa árið.
„Við teljum okkur hafa skilað
þessum verðlækkunum til neytenda
að langmestu leyti. Verðhækkanir
frá birgjum eru hins vegar stað-
reynd og gengisþróun á íslensku
krónunni voru þess eðlis í upphafi
ársins að það var ekki til að bæta
stöðuna. Þannig að það þarf að horfa
á málið frá öllum hliðum.“
Verðbreytingar á tímabilinu des-
ember 2006 til maí 2007 sýna að
verð hefur lækkað í Nóatúnsversl-
unum um 4,6% en Hagstofa Íslands
hafði reiknað út að breytingar á op-
inberum álögum, þ.e. lækkun virð-
isaukaskatts og vörugjalda, ætti að
skila neytendum 8,7% lækkun vöru-
verðs.
Gríðarlegar hækkanir birgja
Spurður um þennan mun segir
Bjarni að horfa þurfi til gengisþró-
unarinnar sem varð frá desember til
febrúar, sem hafi verið afar óhag-
stæð, og bendir á að gengið hafi
fyrst verið að leiðrétta sig á sl.
tveimur mánuðum. „Þrátt fyrir að
við reyndum að streitast á móti
þeim gríðarlegu hækkunum sem
urðu hjá birgjum um og upp úr síð-
ustu áramótum voru þær þess eðlis
að við náðum ekki að sporna gegn
þeim og þær fóru út í verðlagið,“
segir Bjarni. Rekstrarstjóri Nóa-
túns er þeirrar skoðunar að ótti
smásala um að verða gerðir að
blórabögglum vegna verðhækkana
frá birgjum hafi orðið að veruleika.
Fleiri þætti verður að
skoða samhliða verðlagi
Í HNOTSKURN
»ASÍ mældi verðþróun hjáfimm verslunarkeðjum,
annars vegar á tímabilinu
mars til maí og hins vegar á
tímabilinu desember sl. til
maí.
»Verð hjá öllum keðjumhefur hækkað milli mars
og maí, um 0,1-0,8%.
»Ekki fengust viðbrögð viðverðmælingunum frá öll-
um aðilum að svo stöddu.