Morgunblaðið - 12.07.2007, Side 4

Morgunblaðið - 12.07.2007, Side 4
KARTÖFLUBÆNDUR í Þykkva- bænum standa nú í ströngu á nóttunni við að taka upp kart- öflur svo að hægt sé að senda þær glænýjar til Reykjavíkur á morgnana. Fyrsta sending kom í verslanir í gærmorgun. Birkir Ármannsson á Brekku hefst handa um miðnætti til þess að geta sent nýuppteknar kart- öflur til borgarinnar klukkan sex á morgnana, og verður sá háttur hafður á næstu vikurnar. „Það verða nýjar kartöflur á hverjum degi þangað til í september þeg- ar þær fara í hús,“ segir Birkir. Friðrik Ármann Guðmundsson, verslunarstjóri í Melabúðinni, segir að mikil tilhlökkun hafi verið þar að fá nýjar kartöflur í hús. „Þetta var að detta inn um dyrnar og það er allt brjálað hérna frammi núna,“ segir Frið- rik. Hann segir að vinsælasti rétturinn næstu daga í Vestur- bænum verði nýr villtur lax og nýuppteknar kartöflur. Úlfar Eysteinsson á Þremur Frökkum bar fram fyrstu nýju kartöflurnar í hádeginu í gær. Meðal gesta var Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra. Hún gaf uppskerunni fyrstu ein- kunn. „Þetta eru mjög góðar kartöflur, bragðgóðar og fersk- ar. Það er aðalmálið að fá þær Morgunblaðið/ÞÖK Með salti og ísköldu smjöri Ferskar Þórunn Sveinbjarnardóttir bragðaði á glænýjum kartöflum. Rjúkandi Þorsteinn Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda, og Úlfar Eysteinsson veitingamaður nældu sér í kartöflur beint úr pottinum. Fyrstu nýju kartöflurnar komu í verslanir og veitingahús í gær. Fyrstu kartöflur sumarsins komnar í hús beint upp úr moldinni og á disk- inn, það getur ekki verið betra.“ Úlfar sagðist sjálfur hafa beðið spenntur. „Nýsoðnar kartöflur með ísköldu smjöri, það finnst mér sælgæti.“ Hann segir að salt- ið geri gæfumuninn þegar nýjar kartöflur eru soðnar. „Það er komin svo mikil saltfóbía í þjóð- ina. En það er lykillinn að þessu öllu saman.“ 4 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÆSTU vikur verða þær anna- sömustu í ís- lenskri ferðaþjón- ustu frá upphafi. Búist er við um 40 þúsund erlendum gestum á næstu tveimur vikum sem skila fjórum milljörðum króna í þjóðarbúið í gjaldeyristekjum. Á sama tíma fer í hönd mesti sumarleyfistími Íslend- inga. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra er erfitt að henda reiður á hversu margir Íslendingar verða í fríi á þessum tíma en hann segir þá vera á mikilli hreyfingu; t.d. sækir verulegur fjöldi bæjarhátíðir auk þess sem allir sumarbústaðir í landinu eru meira og minna nýttir, en þeir eru um 15 þúsund. Magnús segir erlendu ferðamenn- ina fyrst og fremst koma frá fjórum svæðum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Mið-Evrópu og Norðurlöndunum, en Bretland hefur verið í hvað mestum vexti það sem af er árinu. Aðspurður segir Magnús mikla breytingu hafa orðið á ferðalögum útlendinga innan- lands. „Erlendu gestirnir eru farnir í vaxandi mæli að ferðast eins og við Íslendingar. Það er gífurlega mikil aukning í notkun bílaleigubíla. Ferðalag erlendu gestanna á eigin vegum eykst mjög mikið og með stórbættu vegakerfi og samgöngum dreifast þessir gestir miklu meira um landið en fyrir 15-20 árum.“ Að sama skapi segir hann útlend- inga ferðast frekar hingað til lands á eigin vegum í staðinn fyrir að bóka ferðir gegnum ferðaskrifstofur. „Það er sama breytingin og með okkur sjálf. Menn kaupa orðið sína farseðla, gistingu og bílaleigubíl á Netinu. Það má segja að það sé að verða ferða- skrifstofa heima í hverju eldhúsi.“ Land og náttúra í fyrsta sæti Magnús segir vitað að meðaltekjur af hverjum erlendum gesti séu um 100 þúsund kr. og því hægt að reikna út að þjóðarbúið hagnist um fjóra milljarða. „Þetta er kannski í lægri kantinum því við erum á háannatím- anum þegar verðlag er kannski hærra en venjulega. Þetta eru alla- vega fjórir milljarðar.“ Með innlenda hlutanum er um að ræða viðskipti fyrir um sex milljarða þessar tvær vikur. Ferðamálastofa gerir viðhorfs- kannanir reglulega meðal ferða- mannanna. „Það er alveg ljóst að í fyrsta sæti er landið sjálft, það er ekki flóknara en það. Það er landið og náttúran sem slá í gegn og eru efst í minningunni. Það sem er ánægjulegt líka er að menn tala um viðmót og gestrisni þjóðarinnar. Það er geysi- lega mikilvægt þegar verið er að byggja upp svona atvinnuveg að það sé fyrir hendi jákvætt viðmót þjóð- arinnar gagnvart þessum gestum. Ef það væri ekki byggðum við þetta ekki upp til lengdar.“ Aðspurður seg- ir Magnús um 20% gestanna hafa komið hingað til lands áður og það hlutfall fer hækkandi. „Hlutur þeirra fer vaxandi. Það sýnir að þeir eru ánægðir með það sem þeir eru að fá.“ Annasamasti ferðatími frá upphafi Erlendir ferðamenn næstu tvær vikur skila fjórum milljörðum í þjóðarbúið Í HNOTSKURN »Innlendir og erlendir ferða-menn munu eiga viðskipti fyrir um sex milljarða næstu tvær vikur. »Samkvæmt viðhorfskönn-unum meðal erlendra ferða- manna eru landið og náttúran efst í minningunni. »20% ferðamannanna hafakomið til Íslands áður. Magnús Oddsson Morgunblaðið/Ómar Á ferðalagi Búist er við 40 þúsund erlendum ferðamönnum. FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is TYRKNESK stjórnvöld tjalda öllu til í baráttu sinni fyrir því að ná kjöri til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna starfsárin 2009-2010. Nú síðast var að ljúka þriggja daga ráðstefnu sem fulltrúum fimmtíu vanþróaðra ríkja var boðið til í Istanbúl og var vel gert við þá. Tuttugu og átta þessara ríkja sendu skv. heimildum Morg- unblaðsins ráðherra eða aðstoð- arráðherra til fundarins sem gaf tyrkneskum ráðamönnum færi á að reyna að laða viðkomandi ríki að stuðningi við framboð Tyrklands. Frá ráðstefnu þessari var sagt í dag- blaðinu Turkish Daily News. Morg- unblaðið hefur áður greint frá því að Tyrkir spari minnst til í keppninni um annað tveggja sætanna í örygg- isráðinu sem losna í janúar 2009, en þeir etja þar kappi við Íslendinga og Austurríki hafi stuðning 27 aðild- arríkja ESB en Tyrkir hafi þar dá- góðan stuðning einnig og treysti síð- an á stuðning íslamskra ríkja. Yinanç bendir á að ríki geri gjarnan samning um gagnkvæman stuðning og nefnir sem dæmi að Tyrkir hafi heitið því að styðja við framboð Kasakstans til formennsku í ÖSE árið 2009 styðji Kasakar Tyrki í kosningunni til ör- yggisráðsins. Íslendingar hafa gert svipaða samninga en hér á landi líta menn hins vegar svo á að ótaktískt sé að ræða opinberlega stuðning ein- stakra ríkja. Lengi vel hafa íslenskir embættismenn ekki einu sinni viljað upplýsa, hversu mörg loforð Ísland hefði um stuðning. Á fundi í utanrík- isráðuneytinu í vor kom þó fram að loforðin væru ríflega 100 og fleiri ríki eru talin líkleg til að leggja okkur lið. Tyrkir munu telja sig hafa 128 trygg atkvæði í húsi, en það er um það bil sá fjöldi sem þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð. um. Í utanríkisráðherratíð Davíðs Oddssonar 2004-2005 kom upp um- ræða um það hvort rétt væri að hætta við framboð til öryggisráðsins. Geir H. Haarde ákvað að við mynd- um halda okkar striki þegar hann kom í ráðuneytið á haustdögum 2005 en Tyrkir og Austurríkismenn munu þó lengi eftir það hafa haldið því að viðmælendum sínum, er þeir leituðu eftir stuðningi, að framboð Íslands væri í vafa. Ýmsum brögðum er því beitt í þessum slag. Hefur Morg- unblaðið heimildir fyrir því að það hafi m.a. verið á dagskrá Svavars Gestssonar, sendiherra í Tyrklandi, með aðsetur í Danmörku, að leiðrétta umræddan „misskilning“ er hann af- henti trúnaðarbréf sitt í Ankara í júní 2006. Barçin Yinanç rekur í grein sinni að Ísland fái stuðning Norður- landanna sem þrýsti á lítil og miðl- ungsstór ríki um stuðning og þar hafi þau ágætt fylgi. Yinanç segir að Austurríkismenn. Austurríki er hins vegar sem fyrr afar lítið áberandi og eiga menn þá skýringu eina, að þeir telji sig nokkuð örugga um kosningu þegar á hólminn er komið. Austur- rískir embættismenn hafa þó sagt, að þeim sé ljóst að varasamt geti verið að virðast of sigurviss í baráttu sem þessari, þar sem slegist er um at- kvæði 192 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, stórra sem smárra. Í grein blaðakonunnar Barçin Yin- anç í Turkish Daily News kemur fram að sendiherrar Tyrkja hafi ferðast til endimarka veraldar til að vinna fylgi við framboð Tyrklands. Lögð sé áhersla á staðsetningu lands- ins á mörkum austurs og vesturs, Tyrkland sé brúin milli austrænna og vestrænna menningarheima. Heimildarmenn Morgunblaðsins vilja ekki gera of mikið með þær stað- hæfingar sem fram koma í grein Yin- anc að Íslendingar reki lestina í bar- áttunni. Tyrkir séu sigurvissir en slíkt kunni að koma í bakið á þeim. Þá er frægt dæmið af Grikkjum sem um árið voru í baráttu um sæti í örygg- isráðinu, buðu fastafulltrúum allra aðildarríkja SÞ í siglingu um Eyjahaf (ekki allir þáðu) en töpuðu samt. Ís- lensk stjórnvöld ákváðu fyrir margt löngu síðan, að barátta vegna fram- boðs okkar yrði háð á hófstilltum nót- Ekkert til sparað í baráttu Tyrkja Reuters Við Bosporus Það er ekki amalegt að vera boðið á ráðstefnu í Istanbúl. Keppni Íslendinga, Austurríkismanna og Tyrkja um sæti í öryggisráði SÞ tekin að harðna „Kartöflurnar í aðalhlutverki“ VEFVARP mbl.is  Það er mikilvægt að velja saman kartöflur af svipaðri stærð svo að suðan verði sem jöfnust.  Þegar suðan er komin upp á að salta vatnið vel og láta svo kart- öflurnar sjóða í um tólf mínútur.  Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þarf að taka vatnið af þeim strax, annars verða þær vatnsósa. Síð- an er bara að bera þær fram með köldu smjöri og njóta vel. Nýjar soðnar kart- öflur að hætti Úlfars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.