Morgunblaðið - 12.07.2007, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
ÍÞRÓTTARÁÐ Akureyrar ákvað á
fundi sínum sl. þriðjudag að hafna
viðræðum við Kaupþing á Akureyri
varðandi mögulega samvinnu vegna
nýs kreditkorts, Kortsins, fyrir ungt
fólk.
Ráðið taldi sig ekki geta orðið við
erindinu, þar sem slíkt verkefni með
einstöku fyrirtæki myndi fela í sér
mismunun gagnvart gestum sund-
laugarinnar. Fyrir vikið eru líkur á
að handhafar kreditkortsins muni
ekki fá frítt í Sundlaug Akureyrar,
eins og áður hefur verið auglýst.
Byggt á misskilningi
Sigurður Harðarson, útibússtjóri
Kaupþings á Akureyri, hafði enn
ekki fengið neitt um málið frá
íþróttaráðinu þegar Morgunblaðið
náði af honum tali. Hann beið hins
vegar eftir bréfi íþróttaráðs, svo
hægt væri að rökræða um niður-
stöðu ráðsins. Hann sagðist hins
vegar ekki skilja afgreiðsluna og
taldi hana byggða á misskilningi.
Auk þess benti hann á að nýlegt for-
dæmi væri fyrir því að fyrirtæki
hefði boðið öllum frítt í sund í einn
dag. Hann sagði jafnframt að hand-
hafar Kortsins fengju líklega ekki
frítt í sund vegna niðurstöðu ráðsins.
Ólafur Jónsson, formaður íþrótta-
ráðs, sagði það einfaldlega ekki vera
stefnu ráðsins að gera samninga við
einstök fyrirtæki. Hann tók einnig
fram að ráðið hefði ákveðið það sam-
hljóða að hafna viðræðum við Kaup-
þing um málið. Aftur á móti væri það
á dagskrá hjá íþróttaráði að í fram-
tíðinni yrði gjaldfrjálst fyrir börn og
unglinga í sundlaugina.
Ekki frítt í sund fyrir
handhafa Kortsins?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Handhafar Kortsins á Akureyri
munu líklega ekki fá frítt í sund.
AKUREYRI
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson
hsb@mbl.is
MÓR, rúmlega þriggja ára gömul
hljómsveit með rætur á Akureyri,
heldur útgáfutónleika í kvöld. Á boð-
stólum verða þjóðlög í þeim búningi
sem Mór hefur getið sér gott orð fyr-
ir; búningi sem liggur einhvers stað-
ar á mörkum rokktónlistar og djass-
tónlistar. Hljómsveitin virðist
gjaldgeng á hvoru sviðinu sem er,
því á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði
var Mór kynnt sem rokksveit en á
AIM sem djassband. Hvort skyldi
sannara reynast?
„Við erum ekki njörvuð við eina
tónlistarstefnu,“ segir Kristján
Edelstein gítarleikari. „Rokk, djass
og jafnvel smá ambient ægir öllu
saman og við förum vítt og breitt.
Við leikum okkur með formið, en það
er ekki réttnefni að kalla okkur
djasssveit. Þá er verið að fella okkur
um of að ákveðinni stefnu. Fyrsta
lagið á diskinum er til dæmis frekar
rokkað.“
Gefa út til að geta haldið áfram
Tónlist Mós verður þannig líklega
ekki felld að einni tiltekinni stefnu,
en lögin eiga það engu að síður sam-
eiginlegt að vandað hefur verið til við
að breyta forminu. Flest laganna, sí-
gildar perlur á borð við Stóðum tvö í
túni og Móðir mín í kví, kví, eru end-
urhljómsett og endurútsett. „Við
vildum útsetja efnið upp á nýtt, setja
lögin í öðruvísi búning, án þess að
segja að hefðbundnar útsetningar
séu eitthvað slæmar. Við vildum
bara fá ferska nálgun á efnið,“ segir
Kristján og bætir við:
„Við byrjuðum þannig að Þórhild-
ur Örvarsdóttir söngkona kom að
máli við mig og langaði að setja sam-
an tónlistarhóp og vinna við þjóð-
lagatónlist. Við fengum Stefán Ing-
ólfsson bassaleikara og Halldór
Gunnlaug Hauksson á trommum til
liðs við okkur. Og þetta small frá
fyrstu viku. Svo höfum við smám
saman bætt við lögum.
Eftir þrjú ár var svo loks kominn
tími á nýja plötu. Okkur fannst kom-
inn tími til að senda frá okkur efni til
að geta haldið áfram. Við höfum spil-
að víða með efnið en diskurinn hafði
legið í dvala þar til núna.“
Það er Polarfonia ehf. sem gefur
diskinn út, en hún hefur einnig gefið
út Guitar Islancio og Þorstein Gauta
Sigurðsson. Tónlistarmaðurinn Orri
Harðarson vann með Mó við gerð
plötunnar, tók upp og hljóðblandaði.
Kristján reiknar þó ekki með að
hljómsveitin geri víðreist til að fylgja
plötunni eftir, allavega ekki til að
byrja með: „Við munum hins vegar
fylgja henni eftir í haust. Þá tökum
við meiri törn og höldum áfram
kynningunni sem við vonum að komi
til með að skila sér.“
Tónleikarnir verða á Græna hatt-
inum í kvöld og húsið verður opnað
kl. 21. Nýi diskurinn fylgir aðgangs-
eyrinum sem er 2.000 kr.
Nálgast þjóðlögin
á ferskan hátt
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sígildar perlur Þórhildur Örvarsdóttir syngur ýmis þekkt þjóðlög á ný-
stárlegan hátt með hljómsveitinni Mó í kvöld á Græna hattinum.
Hljómsveitin Mór
gefur í kvöld út
frumraunina
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri, sími 462 3505.
Opið mánud. - föstud. kl 10-18 laugard. 10-16
ÚTSALAN
HEFST Í DAG
Christa
TALSMENN íbúa Njálsgötu fund-
uðu um fyrirhugað heimili fyrir
heimilislausa karlmenn á Njálsgötu
76, með borgarráði í gær. Íbúar
höfðu sent öllum borgarfulltrúum og
borgarráðsmönnum erindi með ósk
um að fá svör við 12 spurningum sem
íbúum lá á hjarta varðandi af-
greiðslu málsins. Umkvörtunarefni
íbúa eru helst þau að illa hafi verið
staðið að undirbúningi málsins, þá
sérstaklega vegna skorts á samráði
við íbúa sem telja staðsetningu
heimilisins vanhugsaða.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri tekur undir það sjónarmið
íbúa að ekki hafi verið komið nægi-
lega til móts við þá framan af skipu-
lagsferlinu. „Ég skal fúslega viður-
kenna að það hefði mátt standa að
upphafskynningu með betri hætti en
gert var, en síðan fór málið í mikið
kynningarferli og ég er þeirrar skoð-
unar að það hafi verið með ágætum
hætti. Þannig að það er búið að
skýra þetta eins ítarlega og kostur
er.“ Vilhjálmur segir að þetta hafi
ekki verið neinn æsingafundur, held-
ur hafi málin verið rædd á rólegum
nótum.
Fundurinn ákveðin vonbrigði
Annar talsmanna íbúa, Kristinn
Örn Jóhannesson, segir að fundur-
inn hafi gefið bæði íbúum og borg-
inni færi á að greina betur frá sínum
sjónarmiðum, en eiginleg niðurstaða
hafi ekki fengist. „Það tilboð var lagt
fram að fulltrúi íbúa sæti í stjórn
heimilisins, en við náðum ekki að
sannfæra borgarstjórn um að þetta
væri röng ákvörðun, sem eru í sjálfu
sér vonbrigði.“ Kristinn er ekki alls
sáttur við loforð borgarstjóra um að
fylgst verði með starfseminni og
brugðist við ef íbúar verði fyrir
óþægindum. „Það vantar nánari skil-
greiningar á hvað telst góður rekst-
ur og hvað slæmur,“ segir Kristinn.
„Það hefur engan veginn verið skýrt
fyrir okkur hvað nákvæmlega þurfi
til að gripið verði í taumana.“ Íbúar
hafi áhyggjur af ástandinu í mið-
bænum og sumir séu þegar hræddir
við að fara út að kvöldi til. Íbúar
muni nú ræða næsta skref. „Okkur
þykir eðlilegt að leyfa borgarráði að
taka sína ákvörðun, en það liggja
fyrir tvö andstæð lögfræðiálit um
hvort það sé rétt að þessu staðið
skipulagslega og við munum skoða
það með okkar lögfræðingum og
íhuga möguleika á málaferlum.“ Vil-
hjálmur segir að vel verði fylgst með
starfsemi heimilisins, en hann sé
sannfærður um það að reksturinn
verði til fyrirmyndar. „Hafi ég rangt
fyrir mér og verði sýnt fram á að
heimilið skapi áhættu fyrir íbúa þá
munum við ekki halda þessu áfram,“
segir Vilhjálmur. Það sé ekki stefna
borgarinnar að halda úti starfsemi
sem valdi usla í hverfum borgarinn-
ar, enda hafi hann ekki trú á að til
þess komi. „Ég skora á íbúa að gefa
þessu tækifæri og sýna þolinmæði.“
Engin sátt á fundi borgarráðs
og íbúa um Njálsgötuheimilið
Morgunblaðið/ÞÖK
Skoðanaskipti Stella Kristín Víðisdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson funduðu í einn og hálfan tíma við Kristin Örn Jóhannesson og Eddu Ólafsdóttur.
Borgarráð tekur endan-
lega ákvörðun í dag um
stofnun athvarfs fyrir
heimilislausa á Njálsgötu
74. Íbúar gerðu í gær
lokatilraun til að snúa
áætlunum velferðarráðs
en uppskáru ekki árang-
ur erfiðis síns.
Í HNOTSKURN
»Að meðaltali eru 40-60karlmenn heimilislausir í
Reykjavík og brýn þörf er á
úrræðum fyrir þá, að mati vel-
ferðarráðs.
»Áætlað er að átta karl-menn búi á heimilinu við
Njálsgötu hverju sinni, en
upphaflega var ráðgert að
þeir yrðu tíu.
» Íbúar hafa áhyggjur af aðhverfinu verði breytt í „fé-
lagslegt gettó“.