Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 20
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
Eftirspurn eftir umhverfis-vænni bílum eykst sífelltþar sem margir telja bílavera einn helsta söku-
dólginn í auknum útblæstri koldíox-
íðs CO2.
Daglegt líf skoðaði hvað væri í
boði fyrir þá sem láta sig þessi mál
varða svo hægt sé að auðvelda valið
þegar næsti bíll er valinn.
Margar mismunandi leiðir eru
færar, allt frá kolefnisjöfnun á
venjulegum fólksbílum til tvinnbíla
og því getur verið torsótt að finna út
hvað hentar hverjum og einum.
Meginreglurnar
Það sem oftast er skoðað í út-
blæstri bíla er CO2 gildið. Því spar-
neytnari sem bílarnir eru, því færri
grömm af CO2 fara út í andrúms-
loftið fyrir hvern ekinn kílómetra.
Einnig mætti skoða níturoxíð,
NOX í útblæstri bílsins en tölur yfir
það eru yfirleitt ekki aðgengilegar
hjá bílaframleiðendum.
Önnur meginregla með útblástur
er sú að því yngri sem bíllinn er því
minna mengar hann. Bíll sem t.d. er
ekki útbúin hvarfakút mengar um 20
sinnum meira en nýr bíll með sama
búnaði.
Annað sem þarf að hafa í huga er
hverjar framleiðsluaðferðirnar eru.
Bílaframleiðendur eru misumhverf-
isvænir og þótt meginorkunotkun í
heildar lífsferli bíls stafi af elds-
neytisþörf hans þá stafar mesta
mengunin af framleiðslu bílsins.
Það má því segja að helsta orku-
notkun heildarlíftíma bíls falli á
notkunartíma bílsins en helsta
mengunin falli á framleiðslutíma
bílsins.
Kolefnisjöfnun
Bílaumboðið Hekla hefur auglýst
að umboðið muni kolefnisjafna alla
selda Volkswagen bíla en kolefn-
isjöfnun virðist vera mikið í tísku
núna, ekki er langt síðan SAS flug-
félagið bauð viðskiptavinum sínum
kolefnisjöfnun.
Hekla hóf þann 16.
maí að kolefnisjafna
alla selda
Volkswagenbíla
í eitt ár og er
þetta gert með
því að gróð-
ursetja tré í
Hekluskógum
fyrir um 10
milljónir á ári.
Hekla hefur
reyndar tekið þetta
skrefi lengra og kolefn-
isjafnað alla starfsemi sína í leiðinni.
Bílarnir menga þó áfram þó þeir
séu kolefnisjafnaðir og því er ekki
hægt að segja að bílarnir sem slíkir
séu „grænir“.
Það verður þó að líta til þess að
ein besta leiðin til að draga úr kol-
efnisútblæstri farartækja er hrein-
lega að eiga sparneytin bíl eða bíl
sem er útbúin háþróaðri vél.
Sparneytnustu bílarnir
oft góðir
Þumalputtareglan er eins og áður
sagði sú að því sparneytnari sem
bíllinn er því umhverfismildari er
hann. Við yfirfærslu á þungaskatt-
inum yfir í eldsneytið hófu umboð
landsins stóraukinn innflutning á
dísilbílum og hefur því úrvalið af
sparneytnum bílum aukist verulega.
Dísilbílar eru þó þeim galla haldnir
að útblástur nítursdíoxíðs er meiri
frá dísilvélum en bensínvélum. Það
er því ekki endilega sjálfsagt að dís-
ilbíll með lægra CO2 gildi en bens-
ínbíll mengi minna.
Auk þess þarf að hafa í huga þær
framleiðsluaðferðir sem eru notaðar
af bílaframleiðendum því þeir hafa
mismunandi gott orðspor þegar
kemur að umhverfismálum. Eins má
ekki gleyma því að á einhverjum
tímapunkti þarf að farga bílnum og
þá skiptir líka máli að hve mikl-
um hluta bíllinn er end-
urvinnanlegur.
Bílstjórinn hefur
mikið að segja
Allir sem láta sig um-
hverfið varða ættu eftir
fremsta megni að gæta
þess að haga akstri sín-
um þannig að orkan nýt-
ist sem best.
Þannig mætti forðast
það að taka harkalega af stað
og fara of hratt þannig að í sífellu
þurfi að hemla. Eins ætti að forðast
að láta vélina snúast óþarflega mikið
og gæta að hraða því meiri hraði
þýðir meiri eyðsla.
Fleiri atriði þarf að hafa í huga
eins og t.d. að hafa réttan loftþrýst-
ing í dekkjum.
Það er því margs að gæta ef ætl-
unin er að draga úr útblæstri frá
heimilisbílnum en þó er engin
ástæða til annars en að hafa öll þessi
atriði í huga þegar velja skal næsta
bíl. Þegar allt kemur til alls snýst
umhverfisvernd um sparnað og því
mun munurinn finnast í pyngjunni ef
réttur bíll er valinn – og auðvitað í
hreinni samvisku.
Vistvænni bílar en ekki „grænir“
TENGLAR
.....................................................
www.euroncap.com
www.orkusetur.is
Morgunblaðið/Ómar
Minni CO2 útblástur Nýi forsetabíllinn er Lex-
us tvinnbíll. Hér til hliðar sést svo einn hinna
svo nefndu Smart Car bíla sem lítill CO2 út-
blástur er frá. Þeir hafa verið vinsælir í Evrópu
en minna ber á þeim þeim hér á landi.
Mengun Aukin umferð hefur veruleg áhrif á loftgæði og ein besta leiðin til að sporna við þeirri þróun er að velja
sér bíl sem mengar minna. Magn CO2 útblásturs bílanna er sá mengunarþáttur sem flestir spá í.
Bílaframleiðendur eru mis-
umhverfisvænir og þótt megin-
orkunotkun í heildar lífsferli bíls
stafi af eldsneytisþörf hans þá
stafar mesta mengunin af fram-
leiðslu bílsins.
neytendur
20 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hekla
VW Touran TDI 1,9 hefur CO2 gildið 162 g/km
sem er nokkuð gott fyrir 7 manna bíl. Touran
kostar 3.110.000. krónur. Hjá Heklu þarf einnig
að hafa í huga að margar undirgerðir VW eru
knúnar af sömu vélum og VW bílar og því eru
CO2 gildin mjög svipuð hvort sem um er að
ræða Skoda, VW eða Audi.
Hjá Heklu ætti helst að skoða TDI-dísilvél-
arnar, TSI og FSI-bensínvélarnar, nýju met-
anbílana og sparneytnu BlueMotion bílana sem
eru væntanlegir til Heklu fljótlega.
Bernhard ehf.
Hjá Peugeot umboðinu er boðið upp á Peugeot
407 1.6 HDI S 110 og er sá bíll með 145 g/km og
er bíllinn seldur á 2.470.000 krónur.
Peugeot umboðið er á höndum Bernhard ehf. en
þar mun innan tíðar fást, einn vistvænsti bíll
sem væntanlegur er á markað á næstunni,
Honda Civic 1.3 IMA Executive, sem hefur
mjög lága CO2 tölu, 116 g/km. Verðið er ekki vit-
að sem stendur, en um er að ræða sk. tvinnbíl og
því er útblásturinn engin er rafmótorinn er í
notkun, t.d. í mestum hluta aksturs innanbæjar.
Brimborg
Hjá Brimborg eru nokkrir Ford bílar sem eru
mildir hvað CO2 útblástur varðar og má þar
helst nefna Fiesta og Fusion með dísilvélum en
þar er útblásturinn aðeins 116 g/km en í stærri
bílum má nefna Ford C-Max sem mun verða fá-
anlegur í haust með 1,8 lítra dísilvél en sá mun
hafa CO2 gildið 143 g/km.
Fiesta dísil kostar 1.810.000 krónur en Fusion
kostar 70 þúsund til viðbótar. Ekki er komið
endanlegt verð á C-Max.
Ingvar Helgason
Hjá Ingvari Helgasyni verður kynntur til sög-
unnar í haust mjög sparneytinn bíll Opel Corsa
1.3 CDTI 16V en sá hefur CO2 gildið 122 g/km
en ekki er komið verð á hann. Umboðið getur
einnig útvegað Saab BioPower bíla en þar er
notað lífrænt ræktað ethanol en það er hins veg-
ar ekki auðvelt að nálgast það á Íslandi og því
ekki líklegt að Saab BioPower eigi eftir að selj-
ast mikið á næstunni.
Toyota
Þekktasti umhverfisvænsti bíll landsins er svo
líklega Toyota Prius en hann hefur fengist á Ís-
landi um langt skeið og er líklega með þekkt-
ustu tvinnbílum sem eru framleiddir í heiminum
í dag.
Prius hefur CO2 gildið 104 g/km sem er sér-
staklega gott. Einnig hafa bílarnir reynst frekar
vel enda margverðlaunaðir bílar. Prius er seld-
ur á 2.699.000 krónur.
Aygo er einnig mildur hvað CO2 varðar með
gildið 109 g/km og sama má segja með Yaris
sem hefur gildi frá 125 til 141 g/km.
Askja
Hjá Öskju fást meðal annars A 160 CDI sem er
einn sá sparneytnasti frá Mercedes Benz. Bílar
frá þessum virta framleiðanda eru jafnan út-
búnir háþróuðum vélum og því nokkuð mildir
hvað útblástur varðar þegar afl og útbúnaður
bílanna er haft í huga.
A 160 CDI hefur CO2 gildið 128-139 g/km og
kostar 2.490.000 krónur.
Kia
Hjá Kia má nefna Cee’d en bíllinn með 1,6 lítra
CRDi dísilvél er útblástur bílsins 125 g/km og
kostar 2.345.000 krónur. Eins mætti skoða Kia
Picanto 1,0 dísil en sá hefur CO2 gildið 113 g/km
og kostar 1.560.000.
B&L
Hjá B&L eru það helst Clio bílarnir sem eru
hvað sparneytnastir en einnig Megane, þá í báð-
um tilfellum dísilbílar með 1,5 lítra dCi vélar.
CO2 gildið fyrir þessa bílar er annars vegar 117
g/km og hins vegar 120 g/km.
Það er einnig þess virði að minnast á BMW
520d en það er mjög rúmgóður og vel búin bíll
með 177 hestafla vél en samt er CO2 gildið ekki
nema 136 g/km.
Lexus
Forseti Íslands hefur nýlega fengið afhentan
nýjan Lexus tvinnbíl og hefur Lexus lagt nokk-
uð mikla áherslu á þessa bíla og eru þeir gott
dæmi um að stórir og dýrir bílar þurfa ekki að
vera sérlega slæmir hvað útblástur varðar. RX
400h, GS 450h og LS 600h eru allt tvinnbílar út-
búnir bensínvélum og rafmagnsmótorum. Sem
dæmi má taka RX 400h en þar er CO2 gildið 192
g/km og kostar hann frá 6.350.000 krónum.
Fiat
Hjá Fiat er það helst nýr Fiat Grande Punto
sem gæti hentað fyrir þá sem vilja bíl sem skilar
litlum útblæstri. Um er að ræða dísil bílinn, með
1,3 lítra vél, 75 hestafla JTD vél, en CO2 gildið á
þeim bíl er aðeins 119 g/km og verður það að
teljast nokkuð gott þar sem bíllinn er nokkuð
rúmgóður.
1,3 lítra JDT útgáfan af Fiat Panda er líka lágur
í CO2 gildinu með 114 g/km en þar munar samt
heldur litlu á milli Panda og stærri bílsins.
Hvað er í boði hjá bílaumboðunum