Morgunblaðið - 12.07.2007, Side 27

Morgunblaðið - 12.07.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 27 UMRÆÐAN SÚ ákvörðun Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% kemur nær eingöngu niður á húsnæðiskaupendum á landsbyggðinni. Jó- hanna gagnrýndi síð- ustu ríkisstjórn harð- lega þegar gripið var til samskonar að- gerða sumarið 2006. Í ljós kom að þær breytingar sem þá voru gerðar á lána- reglum Íbúðalána- sjóðs bitnuðu fyrst og fremst á kaupendum fasteigna á landsbyggðinni. Magnús Stef- ánsson, þáverandi félagsmálaráð- herra, hækkaði því lánshlutfallið upp í 90% fyrr á þessu ári við dræmar undirtektir sumra þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Við framsóknarmenn töluðum fyrir sterkum Íbúðalánasjóði í kosninga- baráttunni og vildum tryggja stöðu sjóðsins á markaðnum sem og að- gengi fólks að lánsfjármagni á sem ódýrustum kjörum, óháð búsetu. Ég stóð í þeirri trú að frambjóð- endur Samfylkingar og einhverjir frambjóðendur Sjálf- stæðisflokks aðhylltust þessa skoðun. En reyndin er önnur. Það á að kæla hagkerfið, ekki á vaxtar- og þenslusvæðunum held- ur í þeim byggð- arlögum sem búa við fólksfækkun og tekju- samdrátt. Skilaboðin skýr Verstu fréttir seinni tíma fyrir sjáv- arbyggðir landsins voru tilkynntar af sjávarútvegs- ráðherra nú á dögunum, um þriðj- ungs minnkun á þorskveiðiheim- ildum. Framundan blasa við erfiðir tímar fyrir margar sjávarbyggðir. Boðaðar mótvægisaðgerðir rík- isstjórnarinnar eru vonbrigði, það þarf meira til að efla margar byggðir en þar er kveðið á um og í raun er fátt sem hönd er á fest- andi. Einu marktæku skilaboðin sem stjórnvöld hafa sent íbúum þessara byggðarlaga eru takmark- að aðgengi að lánsfjármagni Íbúð- arlánasjóðs. Til íbúa á svæðum sem bankastofnanir eru ekki gírugar að lána til, og ef þeim sýnist svo þá á mun hærri vöxtum en Íbúðalána- sjóður býður. Þetta eru skilaboð fé- lagsmálaráðherrans og hinnar nýju ríkisstjórnar til þeirra byggðarlaga sem eiga eftir að heyja erfiða varn- arbaráttu á næstunni. Hvers konar ríkisstjórn er þetta eiginlega? Á að kæla köldu svæðin? Birkir Jón Jónsson skrifar um lækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs » Þetta eru skilaboðfélagsmálaráðherr- ans og hinnar nýju rík- isstjórnar til þeirra byggðarlaga sem eiga eftir að heyja erfiða varnarbaráttu á næst- unni. Birkir Jón Jónsson Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. ÉG var að lesa grein Guðmundar Gunnarssonar um skilningsleysi og þekkingarskort á lífeyrissjóðum. Eins og oft áður skrifar Guðmundur að innborgun sé eign sjóðfélagans og að í landslögum sé lagt blátt bann við því að sjóðirnir eigi fasteignir utan hæfilegs skrif- stofuhúsnæðis. Starfs- fólk þeirra sé til að taka á móti innlögnum og ávaxta með besta hætti o.s.frv. Guðmundur skrifar „ … öll upphæðin er eign starfsmannsins, sjóðfélagans. Hún er hluti lögbundinna launa hans.“ Þetta skil ég þannig, að það sem tek- ið hefur verið af launum mínum til innborgunar í lífeyrissjóð sé mín eign. En er það svona. Hvað fengi kona mín eftir mig frá lífeyr- issjóðnum, ef ég félli frá núna? Hvað myndu mánaðarlegar greiðslur skerðast mikið félli ég frá eftir að ég fengi greitt úr sjóðnum? Svaraðu því Guðmundur. Það er hróplegt óréttlæti, að lífeyr- issjóðsréttindi skuli ekki vera sam- eign hjóna. Annar aðilinn vinnur mest heima á meðan börnin eru ung. Á sama tíma eru tekjur heimilisins, sem hinn aðilinn vinnur fyrir utan heimilis skattlagðar með greiðslum í lífeyrissjóðinn hans. Það er spurning hvort þetta og margt annað hjá líf- eyrissjóðunum stæðist fyrir mann- réttindadómstólnum væri látið reyna á það. Jóhanna þinn tími er kominn. Þjóðin treystir þér best til að stöðva þennan þjófnað. Enginn efast um þekkingu Guð- mundar á starfsemi lífeyrissjóða en hann virðist ekki skilja að lög um líf- eyrissjóði eru mannanna verk og þeim má breyta sjóðsfélögunum til hagsbóta. Í greininni „Lífeyrisþjófn- aður“, sem birtist í Blaðinu í desem- ber 2005 benti ég á, hvernig lífeyr- issjóðirnir gætu byggt og leigt sjóðsfélögunum íbúðir, þannig að allir högnuðust. Á undirbúningsfundi fyrir stofnun AFA í Hafnarfirði sagði Guð- mundur að ekkert mál væri að byggja. Vandamálið væri að reka húsnæðið. Ég fæ ekki skilið að það sé svo mikið mál og hefði haldið að það væri kostur að fá lífeyrisgreiðslurnar aftur í kassann í formi húsaleigu. Guðmundur veitist að Helga í Góu, sem hann kallar athafnaskáld. Skrif- ar að spurningar í Gallup könnun, sem Helgi stóð fyrir, hafi verið leið- andi og fáir svarað. Nákvæmlega sama skrifaði Guðmundur í Morg- unblaðinu í fyrra. Þá benti ég honum á að lífeyrissjóðirnir gætu sjálfir gert svona könnun. Það stæði þeim nær að kanna hug sjóðsfélag- anna. Þeir gætu gætt þess að allir sjóðfélagar fengju spurningalista og að spurningarnar væru ekki leiðandi. Það er ekki of seint að byggja leiguíbúðir og mikið myndi það tryggja starfslok yngri sjóðsfélaga, sem nú hafa eða eru að heitbin- dast lánastofnunum til 40 ára. Margir hafa gef- ist upp eftir afborganir í nokkur ár og leigja nú af bankanum húsnæði, sem átti að verða þeirra eigið. Ekki alls fyrir löngu fékk ég staðl- að bréf frá LVFI, sem segir hvað ég fái mikið á mánuði taki ég greiðslur úr sjóðnum við 67 ára aldur og hversu miklu meira ég fái bíði ég til 70 ára aldurs. Eftir lestur bréfsins hef ég velt fyrir mér hvort stjórn sjóðsins telji sjóðsfélaga hálfvita, sem ekki kunni að reikna. Það er mjög einfalt reiknisdæmi að reikna út að við 82 ára aldur væri við- bótin búin að vinna upp það sem ég hefði fengið þessi 3 ár frá 67 til 70 ára. Munurinn væri enn meiri þyrfti ég ekki á þessum greiðslum að halda og legði þær jafnóðum inn á verð- tryggðan reikning. Þá myndaðist sjóður, sem við hjónin ættum saman og gætum notið án afskipta lífeyr- issjóðsins 10 árum áður en ég verð áttræður. Fjármagnstekjuskattur, 10%, kæmi á ávöxtunina og ekki 36,72% skattur á alla upphæðina, eins og ég fékk á launaseðli, þegar ég tók út „frjálsu séreignina“. Er þetta hægt Guðmundur? Er ekki jafnmikil ástæða að leiðrétta þetta eins og t.d. að laga raflagnirnar á vellinum? Lífeyrissjóðirnir og eignarétturinn Sigurður Oddsson er ósammála Guðmundi Gunn- arssyni í lífeyrismálum » Það er hróplegtóréttlæti, að lífeyr- issjóðsréttindi skuli ekki vera sameign hjóna. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. ÞAÐ snart mig eitt sinn er ég hlýddi á stjórnmálamann, alþingismann, fyrir áratugum síðan er hann ræddi um um- burðarlyndi sitt gagnvart ólíkum stjórnmálamönnunum og ólíkum stjórnmálaskoðunum. Það þótti mér til eftirbreytni. Þrátt fyrir að maður þurfi að hlusta, horfa á annan láta ófriðlega í pontu, jafnvel fá á sig greinarstúf með látlausu litarhafti þá ber að taka slíku öllu með brosi – því sinn er siður í hverri sveit. Það á við um grein 6. þingmanns Suðvest- urkjördæmis, Ögmund- ar Jónassonar, um mál- efni Hitaveitu Suðurnesja hf. og Sam- fylkinguna. Fannst mér greinin bera vott um að þingmaðurinn hefði ekki fylgst með frá upphafi. Fengið útdrátt og ákveðið að láta frá sér heyra enda málið heitt síðustu daga - tækifæri fyrir þing- manninn að láta ljós sitt skína. Samfylkingin hefur staðið vörð um þau grunnatriði sem svo sannarlega þarf í málefnum Hitaveitu Suðurnesja hf. Það hefur Samfylkingin í Hafn- arfirði gert með vitund og vilja allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórninni, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Slíkt hið sama á við um Samfylkinguna í Grindavík, þar náðist samstaða með öllum flokkum. Um var að ræða hags- muni sem skipta milljörðum. Hags- muni sem skipta íbúa sveitarfélaganna miklu. Hagsmuni sem m.a. snú- ast um grunnþarfir íbú- anna. Það eru vissulega kaldar kveðjur að væna Samfylkinguna um und- anhlaup í þessum efnum. Það þótti mér ekki til eft- irbreytni. Málefnaleg umræða á að beinast að verkefninu, ekki blanda inn að ósekju öðrum hlut- um sem tengjast eft- irmálum síðustu kosninga. Veldur hver á heldur í þeim efnum. Það er vissulega gott að vera á grænni grein, en það þarf að gilda um alla daga, ekki bara þá daga þar sem þingmenn vilja láta ljós sitt skína í Morgunblaðinu – þakka að lokum þá hvatningu sem fjöl- margir hafa veitt Hafnarfjarðarbæ á undanförnum dögum til að tryggja stöðu sína innan Hitaveitu Suðurnesja hf. Á grænni grein alla daga Gunnar Svavarsson reifar málefni Hitaveitu Suður- nesja að gefnu tilefni Gunnar Svavarsson »Um var að ræðahagsmuni sem skipta milljörðum. Hagsmuni sem skipta íbúa sveitarfélaganna miklu. Hagsmuni sem m.a. snúast um grunn- þarfir íbúanna. Höfundur er alþingismaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ er ekki langt síðan þjóðinni var tilkynnt að tekjur af útrás stórfyr- irtækja og banka væru svo miklar að útgerð væri nánast orðin aukabú- grein. Nú heyrist ekki minnst á þess- ar tekjur og útgerð aftur orðin eina lífsbjörg okkar Íslendinga. Það er sí- fellt verið að auka útflutning á óunn- um fiski, og fyrir stuttu var gerður samningur við erlent fyrirtæki um vinnslu á miklu magni af fiski frá Ís- landi. Væri ekki nær að fiskurinn væri unnin hér á landi til að halda uppi at- vinnu? Sjávarútvegsráðherra ætti að gera kröfu til þess að útgerðarmenn nýttu aflaheimildir til atvinnusköp- unar í landinu, fremur en að styrkja atvinnu erlendra fyrirtækja á kostnað íslensks atvinnulífs. Fiskurinn í sjón- um er auðlind íslensku þjóðarinnar og hún á fullan rétt á því að tekjur af auð- lindinni séu nýttar atvinnulífinu sem best. Þessu eiga ráðherrar að stjórna. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík Kvótinn og kjökrið Frá Guðvarði Jónssyni: Óskar R. Harðarson hdl. löggiltur fasteignasali - Jason Guðmundsson Lögfræðingur BA MIKLABORG F A S T E I G N A S A L A N • Rúmgott 526 fm atvinnuhúsnæði (endabil) við Suðurhraun 12 b er laust til leigu. • Húsnæðið er með 7 metra lofthæð og tveimur innkeyrsludyrum. • Við húsið er gott athafnarsvæði. Miklaborg - Síðumúla 13 - 108 Reykjavík sími 569 7000 - fax 569 7001 - miklaborg@miklaborg.is Höfum fengið í sölu 3.700 fm lóð við Furugerði í Reykjavík. Lóðin sem er leigulóð af hálfu Reykjavíkuborgar er um 3.700 fm. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn má byggja á lóðinni. Á lóðinni stendur í dag einbýlishús auk tveggja gróðurhúsa. Staðsetning lóðarinnar er afar miðsvæðis og bíður upp á ýmsa möguleika. Tilvalið tækifæri fyrir byggingaverktaka. Nánari uppl. á skrifstofu. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Byggingarlóð við Furugerði í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.