Morgunblaðið - 12.07.2007, Page 32

Morgunblaðið - 12.07.2007, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Garðar PálssonÞormar fæddist í Neskaupstað 27. nóvember 1920. Hann andaðist á heimili sínu fimmtu- daginn 5. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru frú Sig- fríður Konráðs- dóttir Þormar, f. 4.9. 1889, d. 25.1. 1985 og Páll Gutt- ormsson Þormar kaupmaður, f. 27.5. 1884, d. 1.5. 1948. Systkini Garðars eru Konráð Þor- mar, f. 1913, Geir, f. 1917, Þór, f. 1922, og Sigríður f. 1924, sem öll eru látin og Kári f. 1929, búsettur í Hafnarfirði, Einnig átti Garðar þrjú fóstursystkini, Sigfríði Jónu Þorláksdóttur, Guðlaugu Jó- hannsdóttur, og Ásgeir Ásgeirs- son, sem öll eru látin. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1937. Garðar kvæntist, 20. maí 1944, Ingunni Kristinsdóttur Þormar, f. 21.11. 1921. Foreldrar hennar voru Kristinn Ingvarsson organ- isti, f. 27.6. 1898, d. 1965 og Guð- rún Helga Sigurð- ardóttir, f. 30.9. 1901, d. 2.11. 1994. Börn Garðars og Ingunnar eru: Sig- fús Þormar, f. 1944, kvæntur Sigríði Svövu Kristins- dóttur, f. 1948, d. 2005, Sigríður Þor- mar, f. 1945, f.m. Einar Tryggvason, f. 1942, Páll Þor- mar, f. 1947, kvænt- ur Angelu Ragn- arsdóttur, f. 1950, Sigfríð Þormar, f. 1950, gift Jóni Péturssyni, f. 1950, Kristinn Þor- mar, f. 1954, kvæntur Jónu Sam- úelsdóttur, f. 1955, og Guðrún Helga Þormar, f. 1958, d. 2004. Barnabörn eru 22 og barna- barnabörn eru 33. Garðar var bifreiðastjóri og sjómaður og síðustu 20 ár starfs- ævi sinnar starfaði hann hjá Landsvirkjun í hinum ýmsu virkj- unum. Garðar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveð ég þig elskulegi afi minn. Þær eru margar minning- arnar sem hafa hrannast upp eftir að þú kvaddir þennan heim. Þau voru nú ófá skiptin sem við sátum inni í stofu uppi á Háaleitis- braut og spiluðum ólsen ólsen, manstu, einn daginn voru 54 ólsen- ar spilaðir í röð. Alltaf þótti mér gaman að hitta þig uppi í Blönduvirkjun og þótti mér mikið sport þegar þú bauðst mér að koma með ömmu norður en saman tókum við rútuna og þú beiðst eftir okkur þar sem við héld- um svo áfram til Raufarhafnar. Svo fékk ég líka alltaf að keyra bílinn þinn þegar ég kom upp í Blöndu. Við Kiddi höfum oft talað um hversu ómetanlegt var að heyra þig segja allar sögurnar þínar gegnum tíðina og sagði Kiddi stundum við mig: „Ingibjörg, mér finnst afi þinn æði,“ en hann hafði svo gaman af sögunum þínum og líka hvernig þú sagðir frá. Já, þið tveir gátuð spjallað um heima og geima. Kristófer Inga fannst alltaf gam- an að fara í heimsókn til löngu og langa því oft fékk hann nýbakaðar kleinur hjá löngu og svo gat hann spjallað mikið við langa sinn um fótbolta en hann var nú áhugamál ykkar beggja og leiddist því hvor- ugum. Ekki spillti það fyrir þegar Arnór Ingi bættist við í fótbol- taumræðurnar, en honum þótti ekki síðra að hlusta á þig og stóra bróður sinn spjalla um fótbolta eða eitthvað heimspekilegt. Svo kom að því að þið fóruð að spila og tefla. Og mikið hlógum við þegar þið tveir teflduð því Krist- ófer Ingi reyndi að gera leikinn að sínum og hafði sína hentisemi því hann er mikill keppnismaður og gerði allt til að vinna, en langi lét ekki plata sig. Fyrir 18 mánuðum rúmum fædd- ist svo lítill englakroppur í fjöl- skylduna og hafðir þú nú gaman að þeirri snót. Manstu þegar við vor- um að spjalla um daginn og þú sagðir við mig: „Ingibjörg, ég gleymi ekki svipnum á mömmu þinni, þegar hún fékk litlu nöfnu sína í fangið og var nefnd í fanginu hennar, hún var svo ánægð.“ Já, það voru sko orð að sönnu, hún var heldur betur ánægð með dömuna sína. Þið mamma voruð svo góðir vinir og nú getið þið heldur betur rifjað upp gamlar og góðar stundir en ég veit að hún tekur vel á móti þér. Elsku afi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar og alla þá hlýju sem þú gafst mér og mínum. Góðar stundir með afa, ömmu, löngu og langa eru ómetanlegar stundir. Þín verður sárt saknað. Þín Ingibjörg. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulega afa míns, Garð- ars Þormar. Gæi afi var góður afi. Hann kenndi mér margt og sagði mér sögur. Afi kunni margar sögur og sagði þær af slíkri innlifun að hann var farinn að segja frá 10 hlutum í einu. Og sömu sögurnar heyrði ég mörgum sinnum sagðar. En alltaf var jafn gaman að heyra Gæa afa segja frá öllum ferðunum sínum norður og þegar hann var með ungu strákana í Landsvirkjun í vinnu og rak þá áfram. Það þýddi ekkert múður og mas við Garðar Þormar. Afi Gæi og amma fóru oft til út- landa og nutu þess mikið. Afi og amma komu alltaf kaffibrún og sæt heim. Og alltaf hljómaði sami brandarinn hjá afa, ég er svona skítugur því ég hef ekkert farið í bað í útlöndum. Elsku afi minn, sem nenntir endalaust að spila við mig veiði- mann og olsen olsen þegar þið amma áttuð heima á Háó. Þessar stundir geymi ég með mér. Elsku afi minn, það verður tóm- legt að hafa þig ekki. Ég lít að það sem sönn forréttindi að hafa fengið að vera með þér, þegar þú kvaddir. Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði í hjarta. Mín elskulega amma, pabbi minn, Sigfús, Páll, Sigfríð, Sigga og aðrir aðstandendur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingunn Þormar Krist- insdóttir og fjölskylda. Eins og sennilega margir ólst ég að hluta til upp hjá ömmu og afa. Þau bjuggu á Háaleitisbraut, stutt í Framheimilið þar sem ég var ósjaldan á sumrin. Afi vann hjá Landsvirkjun og kom heim aðra hverja helgi, ég reyndi að vera sem oftast hjá þeim þá helgi. Afi kenndi mér að tefla og spila. Hellingur af helgum þar sem við spiluðum eða tefldum, að mér fannst, alla helgina. Reyndar þó ekki fyrr en við vorum búnir að fara í bíltúr á laugardagsmorgninum, oftast þá með viðkomu á Umferðarmiðstöð- inni þar sem hann ræddi við menn um allt og ekkert. Afi keyrði rútu lengi og ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt sögur af því hversu langan tíma það tók að keyra norður á veturna í gamla daga. Reyndar er ég nokkuð viss um að þegar ég var ca 10 ára hafði það tekið um 15 tíma en einhverra hluta vegna lengdist tíminn smám saman og þegar ég var tuttugu og eitthvað þá heyrði ég sömu sögur en tíminn var þá kominn yfir sólar- hring. Afi sagði nefnilega sögur og hliðarsögur af þeim. Án nokkurs vafa er þaðan kominn hinn einstaki hæfileiki minn að segja fólki sögur sem enda á einhverju allt öðru efni en þær byrjuðu. Ég byrja sem sagt á sögu sem á að vera tiltölulega stutt en fæ einhverja hugmynd um einhverja hluta sögunnar sem ég þarf þá að útskýra, að mér finnst. Eftir að þetta hefur gerst nokkrum sinnum þá er ég löngu búinn að gleyma um hvað upphaflega sagan var. Ég hef ekki tölu á þeim prests- sonum úr einhverjum sveitum sem eru skyldir sýslumannsfrændum sem unnu með afa eða hann hafði hitt. Hann hafði merkilegt lag á því að segja manni sögur. Ég veit satt að segja ekki hvort þessar sögur voru alltaf skemmtilegar en þær voru eftirminnilegar og klárlega líflegar. Ég get hins vegar sagt að við vorum alltaf félagar, við höfðum alltaf eitthvað að tala um og það var gaman að hitta hann. Hann var búinn að vera veikur í nokkur ár og ekki alveg alltaf með „fulle fem“ en það var stutt í góða skapið. Hann var húmoristi og góður kall. Hann dó fimmta júlí og ég á eftir að sakna hans. Bless afi. Pétur Björn. Elsku afi. Þær eru óteljandi sögurnar sem þú hefur sagt okkur í gegnum árin, oftast um leiðina norður sem þú keyrðir nú ósjaldan á þeim árum sem þú vannst hjá Norðurleið og Landsvirkjun. Nöfn á bæjum, bændum, sonum þeirra og fjöl- skyldum, ám, lækjum, hólum og hæðum. Eins hvernig var að keyra þessa leið þegar veður var sem verst og hvað það tók langan tíma. Að spila ólsen ólsen var þín sér- grein og þú kenndir okkur snemma að spila. Reglurnar breyttust oft með árunum, ef spila átti upp á 5 sigra til að verða heimsmeistari þá breyttist það í eitthvað annað ef það hentaði þér. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Við kveðjum þig með sorg en minnumst þín með mikilli gleði. Þakklátar fyrir að hafa átt besta afa í heimi og allar góðu minningar sem þú skilur eftir. Takk fyrir allt, afi. Elsku amma, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Kolbrún og Eva Sigríður. Í veröld æsku minnar var fátt um bíla. Föðurbróðir minn átti Moskvits ’55 og faðir vinar míns annaðist bílarekstur fyrir Raf- magnsveitur Reykjavíkur en þann bílaflota kölluðum við vinirnir trukka. Svo voru að sjálfsögðu samgöngutæki okkar, strætisvagn- arnir. Þegar vinnan við Miklubraut hófst sá ég mikilfenglegar búkollur sem fluttu mýrina burt. Ég fór í mína sveit með strandferðaskipi en ekki rútu. Svo bar til sumarið 1962 að sveitungi Sigfinns föðurbróður míns frá Norðfirði, en hjá honum dvaldi ég á Djúpavogi, barði að dyrum í Sjólyst og færði í tal við hann að annast afgreiðslu á vöru- flutningum sínum. Þar var kominn Garðar Þormar. Varð það úr og kom Garðar á bíl sínum reglulega síðdegis á fimmtudögum. Ég hlakkaði alltaf til komu hans, hon- um fylgdi glaðværð og kraftur og ég fékk að aðstoða við að hlaða og afhlaða bílinn. Varð það úr að hausti, að ég fór með Garðari norður fyrir land til Reykjavíkur eftir sumardvölina og næstu vor fékk ég að fara sömu leið til baka til sumardvalar. Garðar annaðist einnig flutninga til ratsjárstöðvar- innar á Stokksnesi og á nýveiddum ál frá Svínhólum í Lóni á þessum árum. Þangað fékk ég að fara með einu sinni og var það mikið æv- intýr fyrir ungan mann. Garðar tók mér sem fullorðnum manni enda þótt hann væri af kynslóð föðursystkina minna og þóttist ég mikill maður. Síðar frétti ég af Garðari við virkjunarframkvæmdir á hálendinu. Síðast bar fundum okkar saman á Umferðarmiðstöð- inni þegar Garðar var að fylgjast með að morgni og ég á leið í Kerl- ingarfjöll. Garðar Þormar var einstakt ljúf- menni og þjónustulipur maður. Hann var bifreiðastjóri af Guðs náð og tók þátt í að breyta sam- göngum á landi á öldinni sem leið. Fyrir honum voru vegir ekki að- eins vegir, því umhverfis þá var byggð og var unun að hlusta á hann segja frá ábúendum víðs veg- ar um land. Best fannst mér hann þekkja deili á öllu við þjóðveginn á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hann vakti athygli mína á snyrti- býlinu á Geitaskarði í Langadal svo enn býr í minni mínu. Hann vakti mig einnig til umhugsunar um samhengi atvinnulífs og sam- gangna. Nú hefur Garðar lokið akstri sínum hér á jörð. Nú ekur hann á Guðs vegum í himnaríki á bifreið sinni R 5562. Ég votta Ingunni konu hans og fjölskyldu samúð mína. Far þú í friði, góði vinur, Garðar Þormar. Vilhjálmur Bjarnason. Garðar Þormar er okkur, sem störfuðum með honum hjá Lands- virkjun um 14 ára skeið, ákaflega minnisstæður maður. Hann var víðförull, hafði siglt heimshorna á milli fyrr á árum og síðar sem rútubílstjóri ekið um Ísland þvert og endilangt. Hann hafði því óneit- anlega frá mörgu að segja og lá ekki á því. Hann kom til Landsvirkjunar 1977 eftir að júgóslavneska fyr- irtækið Energoprojekt lagði upp laupana við Sigöldu og starfaði að- allega við virkjanaframkvæmdir á hálendinu, síðast við Blönduvirkj- un. Hann leit inn af og til hjá okk- ur á kontórnum, og það var alveg sama hvert umræðuefnið var, alltaf gat Gæi bætt einhverju við efnið. Hann var auk þess óþrjótandi sagnabrunnur. Þegar hann tók til máls og hóf að segja frá einhverj- um dauðans ómerkilegheitum að manni fannst tókst honum iðulega að spinna þráðinn þannig áfram, að skyndilega var maður staddur mitt inni í flókinni atburðarás, þar sem allt gat gerst, og sögusviðið gat allt eins verið norður í Húnavatnssýslu eða í Havana á Kúbu, og þegar sögunni lauk fannst manni að það væri full ástæða til þess að hún væri til á prenti. Hann gegndi því hlutverki um árabil eftir að hann lauk störfum vegna aldurs að aka árlega með starfsmannastjóra Landsvirkjunar ásamt trúnaðarlækni fyrirtækisins norður í land. Tilefnið var lækn- isskoðanir starfsmanna fyrirtækis- ins norðan heiða, og starfsmanna- stjóri nýtti tækifærið um leið til viðræðna um ýmis starfsmanna- tengd málefni. Það kom í minn hlut að fara í tvær slíkar ferðir með Gæja og þær líða mér seint úr minni. Ég kveð Garðar Þormar með söknuði og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Stefán M. Halldórsson. Garðar Þormar fæddist á Norð- firði árið 1920, en flutti með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur 1937. Fyrstu endurminningar mínar af Garðari eru frá stríðsárunum, en þá var mér einstaka sinnum komið í fóstur hjá foreldrum hans. 12 ára aldursmunur var á okkur. Mér þótti mikið til þessa frænda míns koma. Hann var myndarlegur á velli og léttur í lund og ekki var það til að draga úr aðdáun minni, að hann keyrði stóran vörubíl. Ég sætti færis að fá að „sitja í“ hjá honum. Garðar átti það til að stíga fast á benzíngjöfina og þá fór fyrst að verða virkilega spennandi. Garðar var þriðji í röðinni af sex systkinum en Páll faðir hans var elstur átta systkina, sem ólust upp í Geitagerði í Fljótsdal. Þau tóku sér ættarnafnið Þormar 1919. For- feður okkar í föðurætt voru bænd- ur, hæglátir menn og traustir. Móðir Garðars var Sigfríður Konráðsdóttir, en hún var dóttir Konráðs Hjálmarssonar kaup- manns og útgerðarmanns frá Norðfirði. Hún var rösk kona og kvenskörungur hinn mesti. Ég hafði alltaf á tilfinningunni, að Garðar líktist meira í móðurættina. Við umgengumst lítið fram eftir ævi, aldursmunur var töluverður og við fórum hvor í sína áttina, ef svo má að orði komast. Þó er mér minnisstæður tími er ég var í sum- arvinnu á Akureyri, en Garðar ók þá hjá Norðurleiðum. Einn af helstu viðburðum dagsins var að fara niður á Ráðhústorg, sækja Moggann og spjalla við Garðar þegar hann var á ferðinni. Hann var vel þekktur meðal fólks, sem bjó í nánd við veginn milli Reykja- víkur og Akureyrar, og ótal sinnum hefi ég verið spurður, hvort ég væri ekki skyldur Garðari Þormar. Hann hætti störfum við akstur og vann í fjölda ára við virkjunarfram- kvæmdir. Um síðir fór hann á eft- irlaun og það held ég að hafi ekki átt mjög vel við frænda minn. Hann var þó mikið „á ferðinni“ og seinni árin hitti ég hann oftar en áður á förnum vegi. Ég átti yngri bróður, sem átti við alvarleg veikindi að stríða, en þau lýstu sér m.a. þannig, að hann einangraði sig gjörsamlega frá vin- um og vandamönnum, en var tæp- lega fær um að sjá um sig sjálfur. Einhvern veginn komst Garðar að þessu og leitaði hann uppi. Brá þá svo við, að hann tók Garðari fagn- andi og bar til hans fullt traust alla Garðar Pálsson Þormar ✝ Systir mín og föðursystir, LILJA JÓNSDÓTTIR frá Syðri Húsabakka, Freyjugötu 46, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju, laugar- daginn 14. júlí kl. 11.00. Sigurður Jónsson, Kristín Sigurðardóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona og móðir mín, SIGRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR frá Guðnastöðum, Austur-Landeyjum, til heimilis í Mjóuhlíð 14, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landakotsspítala, miðvikudaginn 4. júlí, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 13. júlí kl. 13.00. Ingólfur Majasson, Júlía Guðrún Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.