Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 12.07.2007, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sólarmegin í lífinu á Laugavegi ÞAR sem ég var á gangi um hábjart- an dag í Austurstræti í þeirri ein- muna veðurblíðu sem ríkt hefur í höfuðborginni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort skipuleggjendur deiliskipulags og aðalskipulags, og hvað þetta skipulagsfargan heitir nú allt saman, færu aldrei gangandi um lífæð borgarinnar í góðu veðri. Allar hugmyndir um há hús og háhýsi sunnanmegin við Laugaveg hafa þann stóra annmarka að þau skyggja götur og gangstéttir. Dæmi nú hver fyrir sig. Auðvelt er að sannreyna muninn á því að ganga um götur þar sem sólin kemst niður á jörð (t.d. á Laugavegi norðanmegin á velflest- um stöðum) og þar sem slíkt er því miður ekki fyrir hendi (í Austur- stræti frá og með nýlega brunnum húsum). Ég hvet ykkur, skipuleggj- endur og fulltrúa þeirra, til að ganga niður Laugaveg sólarmegin, þar sem í dag verða á vegi manns stólar og borð á breiðum gangstéttum þar sem fólk situr og nýtur drykkjar og mat- ar í veðurblíðu. Afslappað andrúms- loft er ríkjandi víðast hvar þar sem sólar nýtur en um leið og komið er í skugga hárra húsa, til dæmis í Austurstræti, er slík gangstéttar- menning fyrir bí. Í eftirmiðdaginn, þegar sólin er hæst á lofti, eru breið- ar gangstéttir og gatan sjálf í skugga. Enda er þar ekkert mannlíf og engin sól sem vermir. Það er nefnilega þannig hér á landi, að ef sólinni sleppir er vindurinn ekki heit- ur. Megum við Reykvíkingar og íbú- ar þessa lands, þar sem mætti flokka hlýja sólardaga sem augnabliksverð- mæti, fá ögn meiri skilning á afstæði verðmætamats og hreinni peninga- hugsun? Að hugsun um meiri nýtni á hvern fermetra fari á aðra staði. Leyfið hófsemi í slíkum hugsunum ykkar að ríkja þegar þið ákvarðið hæð nýbygginga og nýtni á hvern fermetra. Sýnið þroska og fyrir- hyggju til að mannlegi þátturinn í lífi götunnar fái notið sín á svæðum sem teljast til miðkjarna hverrar byggð- ar. Ein vel vakandi. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA, skreytt með byssu- kúlu, með einum grænum lykli á fannst fyrir utan Útgáfufélagið Heim, Borgartúni 23, 9. júlí sl. Upp- lýsingar í síma 661 8057. Dúnvesti týndist SVART dúnvesti með loðhettu tap- aðist í heilsugæslustöð Seltjarnar- ness í maí eða júní. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 869 2580 eða með tölvupósti: bjarna@gmail.- com. Fundarlaunum heitið. Páfagauksungi í Frostafold HVÍTUR og blár páfagauksungi fannst í Frostafold í gær 11. júlí. Upplýsingar í síma 698-4742. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VARIÐ YKKUR! HÉRNA KEMUR GRETTIR! ÉG VARAÐI YKKUR VIÐ ROP! SNIFF HÓST! HVAÐ? HVAÐ ER SVONA GOTT VIÐ AÐ FARA Á BÓKASAFN? VEISTU HVAÐ ÞETTA BÓKA- SAFNSKORT ÞÝÐIR? ÞAÐ HEIÐRAR LÖNGUN MÍNA Í VISKU MEÐ TRAUSTI SÍNU! Á MÓTI SÝNI ÉG SAFNINU STUÐNING MINN MEÐ ÞVÍ AÐ LESA BÆKUR ERTU BÚINN AÐ GERA SÁTTMÁLA VIÐ BÓKASAFN? ÉG ÆTLA AÐ BERJA ÞIG Í LEIKFIMI Á EFTIR, RÆKJA! NJÓTTU ÞESS Á MEÐAN ÞÚ GETUR, ÞVÍ ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN STÓR ÞÁ GETUR ÞÚ EKKI BARA BARIÐ FÓLK AÐ ÁSTÆÐULAUSU! ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR! ÞETTA VAR EKKI ALVEG ÞAÐ SEM ÉG ÁTTI VIÐ ÞETTA GENGUR EKKI HRÓLFUR! ÞEIR HAFA VERIÐ AÐ SAFNA SKOTFÆRUM FRÁ ÞVÍ AÐ ÞAÐ BYRJAÐI AÐ SNJÓA! VIÐ ÆTTUM KANNSKI AÐ BÍÐA ÞANGAÐ TIL ÞAÐ HLÝNAR ÉG ÓLST UPP VIÐ KJARNORKUVER ADDA, VIÐ FÁUM EKKI OFT SVONA STÓLA Í ÞÁTTINN. LEYFÐU MÉR AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ HONUM HANN ER BÚINN TIL ÚR EIK, AUK ÞESS SEM HANN ER PRESSAÐUR SAMAN EN EKKI NEGLDUR ÉG GÆTI BEST TRÚAÐ ÞVÍ AÐ HANN HAFI VERIÐ BÚINN TIL Á ÁTJÁNDU ÖLD SEGÐU MÉR BARA HVERS VIRÐI HANN ER! HVA... HA? ! KÓNGULÓARMAÐURINN OG ÞESSI BARDAGAMAÐUR NÁÐU OKKUR ÞETTA ER EKKI SANNGJARNT! EKKI LANGT UNDAN... LÍF MITT HEFUR BREYST... BARA VEGNA ÞESS AÐ ÉG FANN ÞENNAN BÚNING OG ÞETTA ER BARA UPPHAFIÐ dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is UNNIÐ var að viðgerðum skips á Reykjavíkurhöfn. Vinnumaðurinn er eins og peð við hlið því heljarfleyi sem togarinn er. Morgunblaðið/Frikki Slippurinn FRÉTTIR TÍVOLÍIÐ við Smáralind var opnað um síðastliðna helgi. Er þetta í sex- tánda skiptið sem tívolíið heimsæk- ir Ísland og hefur aðsókn ævinlega verið mjög mikil, segir í frétt frá Smáralind. Þar segir að í ár hafi fjögur ný tívolítæki bæst við flóruna. Miða- verð í tívolíið hefur haldist það sama frá upphafi – miðinn kostar 100 krónur – en misjafnt er hversu marga miða þarf í hvert tæki. Tívolíið verður við Smáralind til 12. ágúst og er opið sunnudaga til fimmtudaga kl. 13-22.30, og föstu- daga og laugardaga kl. 13-23. Tívolíið við Smáralind opnað í sextánda skipti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.