Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 40
Ekki fer mikið fyrir
raunsæi en til þess var
leikurinn ekki gerður… 45
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞEIR sem voru tíðir gestir á Mús-
íktilraunum árin ’89 – ’91 muna efa-
lítið eftir Trössunum frá Eiðaskóla.
Trassar kepptu þrisvar sinnum og
þrátt fyrir að hafa ekki náð fyrsta
sætinu fór sveitin ávallt í úrslit og á
síðustu tilraununum hafnaði hún í
öðru sæti (á eftir Infusoria/
Sororicide). Tónlist sveitarinnar,
einskonar „thrash“-rokk, átti þá eft-
ir að reynast mjög áhrifaríkt á
heimaslóðum sveitarinnar og í mörg
ár á eftir sóttu lærisveinar hennar
að austan í Tilraunirnar og léku
„trassarokk“ eins og það var nefnt.
Sló í gegnum bassatrommu
Á Tilraununum 1990 náði trym-
bill Trassana þeim stórgóða árangri
að slá í gegnum bassatrommuna.
Þetta átti sér stað við enda lagsins
„Fields of Darkness“ og í hönd fóru
gríðarlegar tafir. Ein af sérgreinum
Trassanna um þetta leyti voru lang-
ar epískar þungarokksballöður (a la
„Orion“ eða „The Call of Ktulu“
með Metallica) og sú staðreynd,
ásamt því að á þessum tíma spilaði
hver sveit fjögur lög, varð til þess
að margir voru farnir að iða í sæt-
um.
„Þess var farið á leit við okkur
hvort við gætum ekki stytt lögin,“
rifjar Rúnar Þór Þórarinsson gít-
arleikari upp og glottir. „Það kom
fát á mannskapinn en ég sagði að
við myndum spila öll lögin, og það
óstytt. Menn þyrftu að taka raf-
magnið af ef við ættum að hætta.“
Lagafjöldi flytjenda á Músíktil-
raunum hefur verið minnkaður hin
síðustu ár og er kominn niður í tvö
lög. Hvort að Trassar hafi valdið
þeim breytingum verður hins vegar
ósagt látið.
„Snatans Færilús“
„Þetta voru pílagrímsferðirnar
suður,“ heldur Rúnar Þór Þór-
arinsson áfram. „Einu sinni á ári
var haldið á Músíktilraunir og nýtt
efni og áherslur sett undir mæli-
ker.“ Eftir Tilraunirnar ’91 stóð svo
til að setja saman breiðskífu og á
tímabili áttu lög með Trössunum að
fara inn á safnplötuna Apocalypse
sem Skífan gaf út 1992. Upptökur
gengu þó ekki sem skyldi og sveitin
lagði upp laupana rétt fyrir áramót
1991. Kjarni Trassanna, Rúnar og
Björn Þór Jóhannsson gítarleikari,
héldu þó ætíð sambandi og gengu
með þann draum í maganum að
Trassarnir myndu upp rísa fyrr en
seinna. Það gerðist svo loks í janúar
2005 og mjög svo langþráð breið-
skífa, Amen, kom út í síðasta mán-
uði undir merkjum Geimsteins.
„Trassar er ekkert voðalegt rang-
nefni, þannig séð, segir Rúnar og
hlær. „En þegar við förum í gang
þá er það gert með trukki.“ Hann
lýsir því að Björn eða Bjössi, sem
var valinn gítarleikari Músíktil-
rauna árið 1990, hafi leikið með tug-
um sveita síðan að Trassarnir
hættu og hann hefur sinnt ýmsu, er
bókmenntafræðingur að mennt en
vinnur nú við leikjahönnun hjá
CCP.
„Þegar ég og Bjössi hittumst svo
loks aftur í þeim tilgangi að ræsa
Trassana á ný var eins og tíminn
hefði staðið í stað. Gamli aulahúm-
orinn á fullu svingi og það gekk vel
að rifja upp þessi gömlu lög. Svo vel
reyndar að við fórum ósjálfrátt að
semja ný. Upprunalega hugmyndin
var sú að taka þetta upp, aðallega
fyrir okkur sjálfa, börn og barna-
börn en neistinn var tendraður það
hressilega að það var ákveðið að
setja saman band og halda eitthvað
áfram fram yfir þessa plötu.“ Amen
samanstendur þannig af gömlu efni
og nýju og á plötunni má t.d. finna
lagið „Snatans Færilús“ sem var
frumflutt á Músíktilraunum sem
„Natans Færilús“. Textinn dregur
þá sem telja þungarokk andsetið
verkfæri djöfulsins sundur og sam-
an í háði, en textarnir eru eftir
Rúnar. Þess má geta að hann gaf út
ljóðabókina Enn einn dagurinn árið
2005 og nýtist hún með ágætum vel
í textagerðinni.
Fleiri plötur
Rúnar segir að nú hafi slatti af
lögum safnast upp og látið verði af
öllum „trassaskap“ næstu misseri.
Hugmyndin er að rusla næstu plötu
út í haust og Trassar munu leika á
tónleikum í sumar til að fylgja
Amen eftir. Ítarlegri upplýsingar
um sögu sveitarinnar, plötugerðina
og fleira má þá nálgast á neð-
angreindum vefsvæðum.
TRASSAROKKIÐ
LOKS Á PLÖTU
AUSTFIRSKU ÞUNGAROKKARARNIR Í TRÖSS-
UNUM GEFA ÚT SÍNA FYRSTU PLÖTU - TUTT-
UGU ÁRUM EFTIR STOFNUN - OG STEFNA AÐ
ÞVÍ AÐ RUSLA NÆSTU PLÖTU ÚT Í HAUST
Morgunblaðið/Sverrir
-WWW.TRASSAR.COM -MYS-
PACE.COM/TRASSAR
Trassar Hljómsveitin keppti þrisvar sinnum í Músíktilraunum á sínum tíma og þrátt fyrir að hafa ekki náð fyrsta sætinu fór sveitin ávallt í úrslit og á síðustu tilraununum hafnaði hún í öðru sæti.