Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 1
STEFÁN Eiríksson, lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins, hyggst boða borgaryfirvöld og fulltrúa þeirra sem reka skemmti- staði í miðborg Reykjavíkur til fundar til að ræða hvernig upp- ræta megi „þá ómenningu sem þar því miður þrífst“ um helgar. „Ásýnd miðborgarinnar og gesta hennar síðla nætur um helg- ar er vægast sagt ömurleg,“ segir Stefán í grein í Morgunblaðinu í dag og bendir á að hlutfall ofbeld- isbrota sem framin eru í miðborg- inni frá miðnætti til kl. sex að morgni hafi fjölgað. Stefán segir að meta beri „reynsluna af löngum afgreiðslu- tíma skemmtistaða í miðborginni og breyta honum, ef matið leiðir í ljós að þar hafi verið gengið of langt. Borgaryfirvöld þurfa að ákveða hvort beina eigi starfsemi dansstaða og næturklúbba á önn- ur svæði í höfuðborginni. Meiri dreifing skemmtistaða um borg- ina myndi án vafa bæði bæta ásýnd miðborgarinnar og auð- velda lögreglu hennar störf.“ Skemmtistaðir marki stefnu um að neysla eða sala fíkniefna verði tilkynnt lögreglu.| Miðopna og 4 Vill að ómenningin í mið- borginni verði upprætt Í HNOTSKURN » Mikið annríki var hjá lögregl-unni á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt og var þétt setið í fanga- geymslum. Margir voru í mið- borginni og talsvert um slagsmál. Ölvun var almenn og níu voru handteknir fyrir ölvunarakstur. » Stefán lögreglustjóri segir aðverið sé að athuga hugmyndir um færanlega lögreglustöð til að auka sýnileika lögreglunnar. Ætl- unin sé einnig að fjölga öryggis- myndavélum í miðborginni. Ljósmynd/Áskell Þórisson Rusl í miðbænum í gærmorgun. STOFNAÐ 1913 218. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is GULLIN MÍN DÝRU ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA ANDVIRÐI LEIKFANG- ANNA INN Á BANKAREIKNING? >> 18 ALDARAFMÆLI LIT- LJÓSMYNDARINNAR TVEIR HEIMAR UMDEILD BYLTING >> 33 OPIÐ TIL 20 Í KVÖLD AFMÆLISVEISLA! FRÉTTASKÝRING Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is ÞRÁTT fyrir að um það bil þrjár vikur séu enn eftir af hinu íslenska sumri eru margir byrjaðir að huga að haustinu og þá sér- staklega grunnskólabörn og foreldrar. Starf- semi grunnskólanna hefst í flestum skólum á milli 21. og 24. ágúst. Grunnskólaskyld börn á landinu, frá sex til fimmtán ára, eru 44.091 talsins sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu. 4.147 börn eru fædd árið 2001 og bætast þau í flóru skólabarna í vetur og verða „nýnemar“ í fyrsta bekk. Eru þau væntanlega flest að undirbúa sig fyrir skólabyrjun, skoða mis- munandi skólatöskur og marglita yddara. Í grunnskóla Flateyrar byrjar hins vegar að- eins einn nýr nemandi í skólanum í haust og verður því fámennur fyrsti bekkurinn. 69 kennara vantar í Reykjavík Í fréttatilkynningu frá menntasviði Reykjavíkurborgar kemur fram að búið sé að manna um 96% stöðugildi kennara en hins vegar vanti enn 140 starfsmenn í skólana, þar af 69 kennara. „Óvenjumargir kennarar í Reykjavík eru í námsleyfi eða í launalausu leyfi á næsta skólaári eða um 87 og hefur það einnig áhrif á stöðu starfs- mannamála,“ segir í tilkynningunni. Í Akureyrarbæ og Ísafjarðarbæ virðast ekki mikil vandkvæði vera við ráðningu kennara en aðeins vantar um tvö stöðugildi í hvort bæjarfélag. Á Akureyri eru ekki nema tvö og hálft stöðugildi af 200 mönnuð af leið- beinendum. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir kennara flýja í önnur störf unnvörpum og tengist það þensl- unni og lélegum launum en ekki áhugaleysi á kennslu. Samningar kennara eru lausir á næsta ári en Eiríkur segist hræddur um að ekki verði stigin nógu stór skref til að bæta ástandið. „Grunnskólar verða að vera sam- keppnishæfir þegar svo mikil þensla er í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Eina hverfið án skóla á höfuðborgarsvæð- inu er Úlfarsfellshverfið nýja en þaðan verð- um börnum ekið í Víkurskóla í Grafarvogi. Búist er þó við að grunnskóli þar verði tek- inn til starfa er hverfið tekur að byggjast. Sumir taka forskot á sæluna og byrja í skóla fimm ára í stað sex ára. Ekki eru komnar tölur um hversu margir byrja snemma í vetur en síðastliðinn vetur voru 20 fimm ára börn í opinberum skólum en 83 fimm ára börn í einkareknum skólum. Einn- ig voru 10 börn alls í Kárahnjúkaskóla. Morgunblaðið/Ómar Erfitt val Sandra, sem er 9 ára, valdi sér skólatösku hjá Eymundsson í gær. Senn byrj- ar skólinn Miserfiðlega hefur gengið að manna stöður HELGA Sif Friðjónsdóttir, doktor í hjúkrunar- fræði, telur að það vanti heilsugæslu og geð- rækt fyrir fólk á framhaldsskólaaldri. Hún telur að heilbrigðisstéttir þurfi að koma meira inn í framhaldsskólana til þess að sinna forvörnum, meðal annars gegn ofneyslu áfengis. Í rannsóknum hennar kemur fram að 43 pró- sent framhaldsskólanema stunda talsverða of- neyslu á áfengi og sjö prósent stunda mjög al- varlega áfengisneysluhegðun. Hún segir að forvarnarstarf verði að miða við ólíkar þarfir ungs fólks, eftir því hversu mikla áfengisneyslu sé um að ræða. Markmiðið með forvarn- arstarfi eigi að vera að draga úr skaðlegum áhrifum neyslunnar. | 4 7% nema í mikilli áfengisneyslu Helga Sif Friðjónsdóttir Eftir Eyþór Árnason í Hollandi ÍSLENSKA landsliðið vann til sex gullverðlauna, þrennra silf- urverðlauna og einna brons- verðlauna á heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins sem er gríðarlega góður árangur. Sigur var þó á stundum sýnd veiði en ekki gefin og fór um blaðamann á drama- tískum augnablikum. Þórarinn Ey- mundsson sem hér fer mikinn á Krafti sínum frá Bringu varð tvö- faldur heimsmeistari, í fimmgangi og fimmgangsgreinum, auk þess sem þeir félagar lönduðu silf- urverðlaunum í tölti. Töltúrslitin voru allsérstæð en Jóhann Skúlason eygði frækinn sigur er skeifa fór undan hesti hans, Hvin frá Holtsmúla, og end- aði í fimmta sæti. Tölthornið fær því ný heimkynni; í Noregi. | 8-9Morgunblaðið/Eyþór Sex gull- verðlaun í Hollandi Spennandi heimsmeistaramóti íslenska hestsins lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.