Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 31 Krossgáta Lárétt | 1 þægur þjónn, 8 ávöxt, 9 nýstrokkuð smjörskaka, 10 spils, 11 vélar, 13 rekkjan, 15 hali, 18 fiskar, 21 dimmviðris, 22 gleðskap, 23 stynur, 24 sérlærðum mönnum. Lóðrétt | 2 dáð, 3 lyktar, 4 fuglar, 5 konum, 6 guð, 7 stafn á skipi, 12 glöð, 14 rándýr, 15 dæla, 16 klampana, 17 kennslu- stundum, 18 vesælan, 19 lokuðu, 20 horað. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hafna, 4 hafur, 7 geril, 8 náinn, 9 ann, 11 rola, 13 enni, 14 gýtur, 15 töng, 17 nett, 20 eir, 22 patti, 23 endur, 24 renna, 25 norpa. Lóðrétt: 1 hagur, 2 feril, 3 afla, 4 hann, 5 feikn, 6 rengi, 10 nýtni, 12 agg, 13 ern, 15 tæpur, 16 nótan, 18 eldur, 19 terta, 20 eisa, 21 regn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert kurteis, hnitmiðaður og beinskeyttur. Sumir krefjast meira af þér og þú hleður varnarvegg. Allir hafa tak- mörk og þú leggur áherslu á þín. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eitthvað sem þér líður undarlega útaf fær litla athygli. Í raun sér enginn neitt. Geggjað! Stundum hugsa stjörn- urnar um sína. Ó, já. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Svefnleysi er gott fyrir fram- leiðni. Persónuleg þjáning er góð fyrir sköpunarkraftinn. Finndu silfurþráðinn í einu skýi og láttu hann baða þig í góðri birtu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert í forgangi. Athygli maka þíns staðfestir það. Þetta er upphaf dásamlegs kafla þar sem þú treystir ann- arri manneskju svo mikið, að þú verður yfir þig ástfanginn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Nú ert best að betrumbæta um- hverfið. Gakktu um og ritaðu niður allt sem betur má fara í íbúðinni. Listinn verður áreiðanlega langur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ástin hefur á sér mörg snið. Við- kvæmar meyjur hafa án efa tekið eftir samböndum sínum taka á sig nýtt form, fara í gengnum ný skeið og reyna nýja háttu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert þreyttur á að þurfa sífellt að vera til staðar. Það er góð afslöppun að draga sig til hlés og horfa á mannlífið líða hjá. Það er fallegt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú munt líklega lesa um allar gáfulegu lausnirnar á vandamáli þínu, og ekki fara eftir neinum þeirra. En það er samt gott að hafa vit á hlutunum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért orðinn ruglaður eða miklu klárari en í gær, sannfærðu þig þá um hið síð- arnefnda. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fólk bregst furðulega við vel- gengni þinni. Einhver reiðist þér fyrir að vinna þér inn meiri peninga en hann. Haltu því fast í viðkvæmar upplýsingar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert svo vinsæll núna að þér verður kannski hrósað fyrir eitthvað sem þú átt ekki heiðurinn að. Já, þú ert í klípu: áttu að taka heiðrinum eða ekki? (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þótt þú byggir þér varnarmúra í ástarmálum, þá hættir fólk ekki að elska þig. Vertu góður við sjálfan þig og elskaðu þig þrátt fyrir þennan galla. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 c5 2. d5 e5 3. c4 d6 4. e4 g6 5. Rc3 a6 6. Bd3 Bg7 7. Be3 Re7 8. Dd2 0-0 9. Rge2 f5 10. f3 f4 11. Bf2 g5 12. a4 Rd7 13. h4 h6 14. g3 Rg6 15. hxg5 hxg5 16. 0-0-0 Rf6 17. Hdg1 Kf7 18. gxf4 gxf4 19. Hh2 Hh8 20. Hhg2 Hh6 Staðan kom upp á Politiken Cup sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn. Hjörvar Steinn Grétarsson (2.168) hafði hvítt gegn Dirk Goes (1.987) frá Hollandi. 21. Rxf4! Rxf4 svartur hefði einnig haft tapað tafl eftir 21. … exf4 22. e5! Lokin urðu: 22. Hxg7+ Kf8 23. Be3 Rxd3+ 24. Dxd3 Hh2 25. Bd2 Bd7 26. De3 Hh5 27. Df2 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Efnilegir Pólverjar Norður ♠- ♥A82 ♦ÁG64 ♣ÁKDG96 Vestur Austur ♠KD864 ♠Á107 ♥D7653 ♥K9 ♦98 ♦K7532 ♣5 ♣742 Suður ♠G95632 ♥G104 ♦D10 ♣1083 Suður spilar 3G. Pólverjar hafa lengi kunnað sitt hvað fyrir sér við bridsborðið og nýjar kyn- slóðir eru nú að taka við merkinu þar í landi. Á nýafstöðu Evrópumóti ung- menna unnu Pólverjar sigur bæði í skólaflokki og stúlknaflokki. Hollend- ingar unnu í ungmennaflokki. Þetta spil kom fyrir í leik Pólverja og Frakka í skólaflokki Við annað borðið spiluðu Pól- verjar 3♣ í norður og fengu 11 slagi. Við hitt borðið byrjaði norður á 1♣, austur sagði 1♦ og vestur sagði 1♠. Síðan tóku NS við og enduðu í 3 gröndum í suður. Vestur spilaði út tíguláttunni og aust- ur, sem heitir Pawel Jassem, fékk fyrsta slaginn á kónginn. Margir hefðu nú tek- ið spaðaás og spilað síðan tíunni en þá getur vörnin aðeins fengið 4 slagi. Jas- sem fann rétta spilið þegar hann skipti í spaðatíu í öðrum slag. Sagnhafi lagði gosann á, vestur drap með drottningu og spilaði spaða á ás austurs, sem spilaði enn spaða. Vestur fékk á áttuna og kónginn og spilið fór einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Þjóðþekkt kona hefur verið útnefnd heiðursborgariMosfellsbæjar. Hver er hún? 2 Íslensk erfðagreining hefur fundið orsök skæðsaugnsjúkdóms. Hvað heitir hann? 3 Eitt þekktasta safn landsins á hálfrar aldar afmælium þessar mundir. Hvaða safn er það? 4 Dragdrottning ársins var krýnd með viðhöfn í Loft-kastalanum. Hver er það? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Flugvél með tvo menn innanborðs nauðlenti í nágrenni Reykjavíkur. Hvar? Svar: Í Kapellu- hrauni. 2. Utanrík- ismálanefnd kom saman til að ræða málefni Rat- sjárstofnunar. Hver er for- maður nefndarinnar? Svar: Bjarni Benedikts- son. 3. Markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við Val. Hvað heitir hann? Svar: Helgi Sigurðsson. 4. Íslenska myndin Astrópía verður frumsýnd á næstunni. Hvað heitir leikstjóri hennar? Svar: Gunnar B. Guð- mundsson. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Frikki dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Selfoss | Nokkur hópur fólks sem áhuga hefur á atvinnusögu og menn- ingu á Selfossi kom saman 9. ágúst síðastliðinn í þeim tilgangi að taka fyrstu skref að stofnun Hollvina- samtaka Pakkhússins á Selfossi sem hópurinn telur að hafi menningar- sögulegt gildi og að það eigi að varð- veita í stað þess að rífa það. Pakk- húsið stendur sunnan Ráðhúss Árborgar og hefur að geyma mikla sögu í tengslum við stórhuga upp- byggingu atvinnulífs á Selfossi á fyrstu árum Kaupfélags Árnesinga. Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að markmið samtakanna sé að forða hús- inu frá tortímingu og halda á lofti þeirri atvinnusögu sem húsið geymir. Þar segir enn fremur: „Pakkhúsið var byggt 1941 af Kaupfélagi Árnesinga sem starfrækti þar vörugeymslu til margra ára ásamt ýmissi annarri þjónustustarfsemi fyrir byggðarlagið svo sem bakarí og kjötvinnslu ásamt pökkunarþjónustu við bændur. Fyrir nokkrum árum var húsið endur- hannað og lagfært myndarlega. Nú er þar til húsa Jarðskjálftamiðstöð Há- skóla Íslands og til skamms tíma var þar veitingahús, Pakkhúsið, í austur- enda þess. Húsið er nú allt í eigu Sveitarfélagsins Árborgar sem hefur lagt hundruð milljóna í endurbætur og kaup á húsinu en fyrirhugað er að rífa það samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Sel- foss sem nú er í auglýsingaferli. Vilja umhverfisvernd á nokkr- um húsum í miðbæ Selfoss Það er mat stofnenda samtakanna að húsið hafi ótvírætt varðveislugildi og gefi tækifæri til að halda á lofti at- vinnusögu og þróun atvinnulífs frá upphafi þéttbýlismyndunar á Sel- fossi. Samtökin munu vinna að því að fá fram hverfisvernd á nokkrum hús- um í miðbæ Selfoss; Tryggvaskála, Pakkhúsinu, Ráðhúsinu (Gamla kaupfélagshúsið), húsinu Sigtúnum og Hafnartúni. Þessi hús hafa sterka tengingu við þróun byggðar við Ölf- usárbrú.“ Stofnskrá samtakanna verður opin fram til 31. ágúst fyrir þá sem vilja gerast stofnfélagar. Forsvarsmaður samtakanna er Árni Valdimarsson í Sigtúnum. Hægt er að senda honum skráningu á netfangið: avald@bakki- .com eða í síma 862 1936. Allir velunn- arar sögu Selfoss og menningar eru velkomnir í samtökin. Hollvinasamtök Pakkhússins á Selfossi stofnuð Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Húsfriðun Hópurinn sem kom saman á fyrsta stofnfundi Hollvinasamtak- anna framan við Pakkhúsið en fjær sér í Ráðhús Árborgar í fyrrum versl- unar- og skrifstofuhúsi KÁ. FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.