Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 37
STÆRSTA MYND SUMARSINS
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
48.000
GESTIR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
eeee
FGG - Fréttablaðið
eeee
ÓHT - Rás2
eeee
Morgunblaðið
47.000
GESTIR
HLJÓÐ OG MYND
THE TRANSFORMERS kl. 6:45 - 9:20 B.i. 10 ára
THE SIMPSONS kl. 7 - 9 LEYFÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HLJÓÐ OG MYND
WWW.SAMBIO.IS
THE TRANSFORMERS kl. 6 - 9 B.i. 10 ára
NANCY DREW kl. 9 B.i. 7 ára
HARRY POTTER 5 kl. 6 B.i. 10 ára
THE TRANSFORMERS kl. 6 - 9 B.i. 10 ára
NANCY DREW kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
THE SIMPSONS kl. 6 LEYFÐ
/ SELFOSSI SÍMI: 482 3007
TVÍBURARNIR Ashley og Mary-
Kate Olsen leggja stund á hugs-
anaflutning sín í millum.
Ashley ljóstraði því upp að þær
stúlkur skynji líðan hinnar og lesi
hugsanir, jafnvel þegar þær eru að-
skildar.
Í viðtali við Marie Claire-tímaritið
sagði gellan: „Hvor okkar rogast
einnig með byrði hinnar. Tengslum
okkur verður vart lýst með orðum.
Ég skynja það hvenær hún þjáist, ég
veit hvenær hún er að ganga í gegn-
um eitthvert skeið. Ég veit hvenær
hún gleðst – og gildir þá einu hvort
ég er nærstödd eður ei!“
Reuters
Lánsöm Mary-Kate Olsen á svo
sannarlega tilfinninganæma og
skilningsríka systur.
Tvíburar í
fjarskynjun-
arsambandi
FJÖLMARGAR síður á Netinu
bjóða nú upp á ókeypis afþreyingu.
Til dæmis er hægt að hlusta á tón-
list, horfa á kvikmyndir og fleira í
þeim dúr á hinum ýmsu vefsíðum.
Í sumum tilfellum er efnið birt
með leyfi höfundar en oftar en
ekki er það gert í leyfisleysi. Ein
síða sem tilheyrir síðarnefnda
hópnum er tv-links.co.uk. Það skal
þó tekið fram að ekki er ólöglegt
að skoða efnið á síðunni, aðeins að
setja það þangað inn.
Misjöfn gæði
Eins og nafnið bendir til má
finna hreyfimyndaefni af ýmsum
toga á síðunni. Flokkarnir eru sex:
Sjónvarpsþættir, teiknimyndir,
heimildarmyndir, japanskar teikni-
myndir (anime), kvikmyndir og
tónlistarmyndbönd. Magnið af efni
er gríðarlegt, til dæmis eru kvik-
myndirnar mörg hundruð og lík-
lega hátt í þúsund talsins. Þær eru
úr öllum áttum og frá ýmsum tím-
um, allt frá 1930 til 2007. Þarna má
finna eins ólíkar myndir og Clock-
work Orange, Shrek The Third og
The Stuff. Gæðin á myndunum eru
misjöfn, í sumum tilfellum eru þau
í sama gæðaflokki og DVD-myndir
en í öðrum tilfellum töluvert lakari.
Aftur til fortíðar
Það sem er líklega skemmtileg-
ast við síðuna er hið ótrúlega magn
af sjónvarpsþáttum sem þar er að
finna. Varla þarf að nefna að allir
vinsælustu þættirnir eru á síðunni,
til dæmis Friends, 24, Desperate
Housewives og Simpsons. Kost-
urinn er hins vegar sá að hægt er
að hverfa langt aftur í tímann og
rifja upp þætti sem voru í sjón-
varpinu fyrir langa löngu, til dæm-
is Who’s The Boss, Yes Minister,
Saved By The Bell og jafnvel
MASH.
Sigur Rós og Wal-Mart
Þeir sem hafa meiri áhuga á
fræðslu en skemmtiefni ættu einn-
ig að finna eitthvað við sitt hæfi
því í heimildarmyndunum er um
auðugan garð að gresja. Þar má
finna allt frá matreiðsluþáttum yfir
í heimildarmyndir um umhverf-
ismál, sagnfræði og verslunina
Wal-Mart.
Tónlistarmyndböndin eru flokk-
uð eftir flytjendum og þar má
finna allt frá Björk og Sigur Rós
yfir í R. Kelly og Pet Shop Boys.
Tv-links.co.uk er tilvalin síða fyr-
ir þá sem eru í leit að afþreyingu
eða fræðsluefni en vilja ekki borga
neitt.
Vefsíða vikunnar: tv-links.co.uk
Ókeypis afþreying
NÝ plata Madonnu verður „heit“. Svo segir að
minnsta kosti Timbaland, framleiðandi plöt-
unnar.
Að undanförnu hefur hann í félagi við hryn-
kónginn Justin Timberlake unnið að þessari
nýju plötu poppdívunnar. Kveður hann útkom-
una sláandi góða.
„Þessi plata jafnast jafnvel á við síðustu
breiðskífu Justins,“ segir Timbaland en sjálfur
samdi hann raunar tíu lög á plötuna. Mikil eft-
irvænting ríkir eftir nýja verkinu, en síðast
plata Madonnu, Játningar á dansgólfinu (Con-
fessions on the Dancefloor), var mikill smellur
um allan heim.
Væntanleg plata
Madonnu
algjör kolamoli
Reuters
Síung Madonna lék á alls oddi á Live Earth-tónleik-
unum hinn 7. júlí, og heillaði áhorfendur á Wembley-
leikvanginum í Lundúnum upp úr skóm og sokkum.
Á MORGUN, þriðju-
daginn 14. ágúst, verð-
ur haldið upp á útgáfu
Bedroom Community á
tónlist Valgeirs Sig-
urðssonar á plötunni
Ekvílibríum. Fer gleðin
fram á milli klukkan
17.00 og 19.00 í Libor-
ius við Laugaveg 7.
Á Flösubóli/
Dandruff Space verður
svo á sama tíma og
sama stað frumsýnt
myndbandið „Evolu-
tion of Waters“ sem
Una Lorenzen gerði
við eitt laga Ekvílibrí-
um.
Útgáfu fagnað
Valgeir Sigurðsson