Morgunblaðið - 13.08.2007, Side 19
arlandaferð til Tyrklands. Það var
svolítið misheppnað því flestar vin-
konur mínar voru barnlausar og því á
fullu í skemmtanalífinu á kvöldin.
Það var erfitt að sameina fjölskyldu-
hlutverkið og skemmtun með vinkon-
unum. Árið eftir fór ég í langa tjald-
útilegu á Jótlandi. Þar passaði ég
engan veginn inn í hópinn á tjald-
stæðinu en það voru mest hinar hefð-
bundnu kjarnafjölskyldur og ég var
oft litin hornauga af hinum gest-
unum.“
Hraunið í Hafnarfirði æv-
intýralegt fyrir krakka
Í ár valdi hún svo Ísland þrátt fyrir
að vita að hér væri verðlag hátt. „Ég
taldi að hér gæti ég fallið vel inn í
hópinn sem borgarbúi sjálf og átt ró-
legt frí með syni mínum á okkar eigin
forsendum,“ segir Vicky og telur það
hafa tekist vel að þessu sinni.
En hvað hafa þau tekið sér fyrir
hendur?
„Bara hlutir eins og að hoppa á
álfasteinum á kirkjuholtinu í Kópa-
vogi eða labba um í hrauninu við
Hafnarfjörð, sem er mjög spennandi
fyrir 5 ára strák.“
Hún lítur í kringum sig dreyminn
á svip. „Svo er það Perlan og hér við
Tjörnina er frábært að koma með
barn og reyndar finnst mér Reykja-
vík vera mjög barnvæn borg svo ekki
sé talað um sundstaðina sem eru
hreint út sagt frábærir og alls ekki
dýrir miðað við sundstaði í Kaup-
mannahöfn.“
Það hljómar eins og Vicky ætli að
gefa höfuðstað Íslands hæstu ein-
kunn? „Að minnsta kosti slagið þið
upp í 9,“ segir hún og brosir aftur.
Hún gefur heldur ekki mikið út á
ókosti þess að ferðast í Reykjavík
með barn og litla peninga. „Ég held
svei mér þá að þið gætuð auglýst
landið betur sem fjölskylduvænan
ferðamannastað. Hvar annars staðar
geta börnin verið jafnfrjáls og hér,“
spyr hún og horfir á son sinn hlaupa
um tjarnarbakkann.
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 19
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
Ekki einu sinni gæludýr eruónæm fyrir tískusveiflumog eru sumar tískusveifl-urnar lífseigari en aðrar,
enda er raunveruleikinn oft jafnvel
meira heillandi en skáldskapurinn.
Þetta virðist eiga við um teikni-
myndina „Leitin að Nemo“ um Mar-
el, Nemó og Dóru sem þrátt fyrir að
vera fjögurra ára gömul hefur leitt til
mikillar eftirspurnar eftir saltvatns-
fiskum sem eiga heimili sín í kórölum
heitari sjávar. Saltvatnsfiskar eru
viðkvæmari en ferskvatnsfélagar
þeirra sem margir þekkja úr gæla-
dýrabúðunum, en afskaplega
heillandi.
Hægt og rólega er lykillinn
Hefðbundið saltvatnsfiskabúr býr
yfir fjórum flokkum lífs; lífsteinum
(live rock), krabbadýrum, lindýrum
og fiskum en allir þessir þættir þurfa
að spila saman svo að saltvatns-
fiskabúr lifi og dafni.
Sigursteinn Ívar Þorsteinsson,
verslunarstjóri gæludýraverslunar-
innar Fiskó, fræddi blaðamann um
þær hættur sem þarf að varast þegar
saltvatnsfiskabúri með dýrmætu líf-
ríki er komið upp.
Sigursteinn segir það borga sig
þegar búið er að blanda hæfilegu salt-
magni í fiskabúrið að leyfa búrinu að
standa í 3-4 vikur. Með því móti er
hægt að koma bakteríuflóru búrsins í
gang svo hægt sé að brjóta niður nítr-
ítúrgang sem verður til þegar fiskar
og önnur dýr koma til sögunnar.
Fyrir þá sem eru hvað allra óþol-
inmóðastir er hægt að flýta fyrir ferl-
inu með því að setja t.d. svarta Mollý-
fiska í búrið, því þeir lifa bæði í fersk-
vatni og saltvatni og eru nægjanlega
harðgerðir til að geta lifað í nýju búri.
Þannig er hægt að flýta uppsetning-
arferlinu en Mollý-fiskana má setja í
eftir 2-3 daga.
Þegar búrið hefur jafnað sig má
setja lífsteinana í búrið, en á þeim lifa
alls konar kvikindi og mætti segja að
lífsteinarnir væru mjög mikilvægur
þáttur í saltvatnsfiskabúri þar sem
þeir spila stórt hlutverk í lífrænni
hreinsun búrsins.
Eftir um það bil mánuð má svo fara
að setja fiskana, krabbana og lindýrin
í búrið en þá verður að hafa í huga að
kapp er best með forsjá og þess
vegna má ekki hafa of marga fiska í
búrinu – færri fiskar gefa nefnilega
betri stöðugleika í lífríki búrsins.
Stórt búr æskilegt
Það er mikilvægt að velja búr sem
hentar því sem á að vera í búrinu.
Þannig er stærra búr hentugra til að
viðhalda stöðugleika ef fiskar eru
hafðir með, en vel má komast af með
minna búr ef engir eru fiskarnir.
„Heppileg stærð búrs er á milli 200
og 400 lítrar. Það ætti ekki að fara
mikið undir 200 lítrana, þó það sé
hægt, því lífríki búrsins verður óstöð-
ugt ef búrið er lítið,“ segir Sig-
ursteinn. „Margt af hreinsibúnaði
virkar bæði lífrænt og með efnum.
Þetta lífræna hefur keramik stein-
hringi sem veita bakteríuflórunni
æskileg gróðrarskilyrði en svo mætti
einnig hafa froðuskilju sem síar
óæskileg prótín úr vatninu.“
Flestir lesa sér vel til áður en farið
er af stað, en viðmiðunin er sú að í
búri af stærðinni 200-400 lítra sé ekki
æskilegt að hafa fleiri en 8-10 fiska.
Þannig má viðhalda stöðugleika í líf-
ríkinu og með réttum búnaði verður
búrið mun auðveldari í umsjón.
Á Íslandi er algengast að fólk
blandi saman fiskum, kröbbum, lin-
dýrum og lífsteinum og því er full
þörf á því að lesa sér til um hvað pass-
ar saman. Annars getur það gerst að
fiskarnir borði kóralana eða jafnvel
hver annan.
Erfiðleikar ganga fljótar yfir
Ýmis þörungagróður getur náð sér
á strik yfir sumartímann á Íslandi
þar sem sól er á lofti nánast allan sól-
arhringinn og því er mikilvægt að
velja búrinu skuggsælan stað.
Það þarf einnig að hafa það í huga
að þegar erfiðleika steðja að lífríki
búrsins, t.d. veikindi dýra, þör-
ungavandamál eða fleira í þeim dúr,
þá líða erfiðleikar mun fyrr hjá ef lítið
er af fiskum í búrinu.
Þannig má segja að til þess að
Nemó og félagar þrífist í búri þurfa
þeir umhverfi sem er hvað líkast
heimkynnum þeirra. Lífsteinarnir
geta þannig skapað grunninn að heil-
brigðu og fallegu búri um langan
tíma.
Nemó, Marel,
Dóra og félagar
þurfa umhyggju
Fegurð Litadýrðin í saltvatnsfiskabúri er engu lík og ekki eingöngu bund-
in við fiskana, því lífsteinar og krabbadýr setja ekki síður sinn svip á búrið.
Fjölbreytni Hreinsirækja vinnur sína vinnu af stökustu alúð, en sambúð
krabbadýra, lindýra, lífsteina og fiska getur verið stormasöm.
Morgunblaðið/ÞÖK
Á Íslandi er algengast að fólk blandi saman fiskum,
kröbbum, lindýrum og lífsteinum og því er full þörf á því
að lesa sér til um hvað passar saman. Annars getur það
gerst að fiskarnir borði kóralana eða jafnvel hver annan.
Frægur Trúðafiskurinn Nemó er fyrir löngu orðin frægur og eru þessi fiskar sívinsælir og oft uppseldir.
háfjara er og fuglarnir
hópast saman til að
háma í sig góðgætið
sem hafið skilur eftir.
Hann hefur sérstakar
mætur á strönd Sel-
tjarnarness og gengur
oft um Bakkavík, Sel-
tjörn og Gróttu.
Kópavogurinn, Álfta-
nesið, leirurnar í Graf-
arvogi og Leirvog-
urinn eru líka í
uppáhaldi.
Víkverji hefur líka
gaman af göngum og
hjólreiðatúrum um
Heiðmörkina og hjól-
aði nýlega frá Elliða-
vatni, eftir Heiðmerkurveginum,
Vífilsstaðahlíð og að Vífilsstaða-
vatni. Til að komast þaðan til
Reykjavíkur þurfa hjólreiðamenn
að fara um Kópavog og bæjaryf-
irvöld þar virðast ekki hafa nokk-
urn hug á að leggja sérstakan stíg
fyrir hjólreiða- og göngufólk á þess-
um slóðum.
Vonandi stendur það til bóta.
x x x
Víkverji átti nýlega yndislegakvöldstund með vinkonu sinni
á veitingahúsi sem heitir La Prima-
vera og sameinar matreiðsluhefðir
Norður-Ítalíu og íslenskt hráefni.
Fiskréttirnir á þessum stað eru
sannkallað lostæti og Víkverji mæl-
ir sérstaklega með humri, hörpu-
skel og risarækju á teini með hrís-
grjónasalati í forrétt og síðan
rauðsprettu með sítrónu, kapers,
eldpipar og kjarrmyntu eða par-
maskinkuvöfnum skötusel með fen-
nel- og rattesalati.
x x x
Víkverji ráðleggur því öllu lífs-nautnafólki að bjóða elskunni
sinni í berjamó um næstu helgi og
síðan á La Primavera. Það er lífs-
nautn sem er hverrar krónu virði.
Víkverji fylgistgrannt með frétt-
um í fjölmiðlunum af
berjasprettunni sem
er með eindæmum góð
í ár. Hann hugsar sér
því gott til glóðarinnar
og hlakkar til að tína
ber í guðs grænni
náttúrunni um næstu
helgi, enda verður þá
fyrirtaks veður og
kjörtími til berja-
tínslu.
x x x
Víkverji hefur veriðduglegur að nýta
sér veðurblíðuna í
sumar til útivistar og farið út að
ganga eða hjóla hvenær sem færi
hefur gefist sér til heilsubótar, sál-
argagns og hugsvölunar.
Þar sem Víkverji hefur mikið
yndi af fuglaskoðun veit hann fátt
betra en rölt um fjörurnar þegar
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is