Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 29 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Félagsvist kl. 13.30. Kl. 10-16 púttvöllurinn. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554 3438. Félagsvist er spil- uð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur vegna ferðar í Lakagíga/ Langasjó kl. 10. Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Vest- fjarðaferðin. Lagt af stað á morgun, þriðjudaginn 14. ágúst, kl. 8 frá Um- ferðarmiðstöðinni. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi verður til hádegis. Hádegisverður kl. 11.40. Lomber kl. 13. Kanasta kl. 13.15. Heitt á könnunni til kl. 16. Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldrinum 16-30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 694-6281. Heimasíða: www.blog.central.is/hittingur16-30. Netfang: hittingur@gmail.com. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-15.30 handa- vinna. Kl. 11-12 leikfimi, Janick. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30- 15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er op- in frá kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í s. 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Tónlistarandakt kl. 12. Tónlist og íhugun. Félagar úr Al- þjóðlegu barokksveitinni í Den Haag leika. Sr. Birgir Ásgeirsson. 60 ára afmæli. Í dag, 13. ágúst, er Magnús S. Jóns- son, Túngötu 17, Suðureyri, sex- tugur. Eiginkona hans er Ágústa Gísladóttir en hún varð sextug hinn 4. mars sl. Þau áttu einnig 30 ára brúð- kaupsafmæli hinn 9. júlí sl. Þau eru nú á ferðalagi. Brúðkaup | Gefin voru saman í hjónaband 7. júlí síðastliðinn af Eiríki Jóhannssyni í Hruna, Dögg Ásgeirsdóttir og Erling Jón Sigurðsson. Þau eru búsett í Garðabæ. dagbók Í dag er mánudagur 13. ágúst, 225. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I.Kor. 12, 7) Félag um átjándu aldar fræðiefnir í dag til ráðstefnu umnýjar rannsóknir á upplýs-ingunni á Norðurlöndum (sv. Nya perspektiv på upplysningen i Nor- den). Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar en hún segir mikinn áhuga meðal fræði- manna á ýmsum sviðum á upplýsing- arstefnunni og áhrifum hennar á Norð- urlöndum: „Ráðstefnan er þverfagleg og fáum við til okkar fyrirlesara af ýms- um fræðasviðum, sagnfræði, bók- menntafræði og guðfræði,“ segir Ólöf. Bókmenntir og betrunarhús Guðrún Ingólfsdóttir bókmennta- fræðingur flytur fyrsta erindi ráðstefn- unnar: „Hún mun fjalla um prentmál og handrit á 18. öld og ólík viðhorf til mismunandi prentforma,“ segir Ólöf. „Þá mun bókmenntafræðingurinn og málvísindamaðurinn Peter Weiss, sem er forstöðumaður Háskólaseturs Vest- fjarða, flytja erindi um sænska málvís- indamanninn Carl Brunkmann, og hug- myndir hans um réttritun og sænska tungu. Síðan flytur Torfi K. Stefánsson Hjaltalín guðfræðingur erindið „Upp- lysning och modernitet“ þar sem hann m.a. setur hugmyndir upplýsing- arinnar í samhengi við nútímann.“ Að loknu kaffihléi flytur Elin Sús- anna Jacobsen, lektor í sagnfræði við Fróðskaparsetur Færeyja erindi: „Hún ætlar að fjalla um áhrif upplýsing- arinnar í Færeyjum og meðal annars segja sérstaklega frá hugmyndum manna þar um fangelsismál í eyj- unum,“ segir Ólöf. „Að endingu ætlar Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, að fjalla um áhrif upplýsing- arinnar á Íslandi á tímabilinu 1830- 1918, þ.e. eftir lok þess tímabils sem hefðbundið er að kenna við stefnuna hér á landi.“ Í lok dagskrárinnar fara fram um- ræður á dönsku, norsku sænsku og ensku. Útdrættir úr erindum munu liggja frammi handa ráðstefnugestum. Ráðstefnan er haldin í Þjóð- arbókhlöðunni, í fyrirlestrasal á 2. hæð. Dagskráin hefst kl. 9.15 og lýkur kl. 13, en kaffihlé er frá 11.00 til 11.30. Finna má nánari upplýsingar á heimasíðu Félags um 18. aldar fræði á slóðinni www.akademia.is/18.oldin. Ráðstefnan er öllum opin og aðgang- ur ókeypis. Fræði | Norræn ráðstefna í Þjóðarbókhlöðunni í dag frá kl. 9.15 til 13 Upplýsingin og Norðurlönd  Ólöf Garðars- dóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdents- prófi frá MH, lauk námi frá KHÍ, B.A. í sagnfræði frá Há- skóla Íslands og doktorsprófi frá Háskólanum í Umeå. Ólöf hefur starfað við kennslu og rannsóknir og er nú deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Ísalnds. Ólöf á tvær dætur. Tónlist Hallgrímskirkja | Christopher Herrick kennir á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju kl. 14-17. www.kirkjulistahatid.is. Skálholtskirkja | Messa í h-moll eftir J.S. Bach kl. 19. Flytjendur: Monika Frimmer, Robin Blaze, Gerd Turk, Peter Kooij, Al- þjóðlega barokksveitin í Den Haag og Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Slarkarar leika sér í eðjunni meðan á Sziget-tónlistarhátíðinni stendur. Hún er haldin á eyju við Búdapest í Ungverjalandi. Lifir húllumhæið í heila viku. Frá tónlistarhátíð í Ungverjalandi Ekki velta sér bara svín í drullu Reuters MORGUNBLAÐIÐ birt- ir til kynningar um af- mæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynn-ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morg-unblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn Senda inn efni". Einn- ig er hægt að senda vél- ritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur varið fimm milljónum króna til að styrkja þátttöku sérfræðinga á sviði landgræðslu og jarðvegsbóta í 17 þróunar- ríkjum til þess að sækja alþjóð- legt samráðsþing um land- græðslumál, sem haldið verður á Selfossi í lok þessa mánaðar í tilefni aldarafmælis lögboðins landgræðslustarfs á Íslandi á þessu ári. Greint er frá þessu í Stiklum utanríkisráðuneytisins um al- þjóðamál. Megintilgangur þingsins er að ræða mikilvægi aukins landgræðslustarfs og jarðvegsverndar í heiminum til að ná sameiginlegum markmið- um alþjóðasamfélagsins um varnir gegn loftslagsbreyting- um, uppblæstri og myndun eyðimarka, ásamt markmiðum um verndun líffræðilegrar fjöl- breytni, betri landkosti og aukið fæðuöryggi fyrir jarðarbúa. Alþjóðlegt þing um landgræðslu á Selfossi HALDIÐ verður svokallað „Blint kaffihús“ í Blindrafélagshúsinu í Hamrahlíð 17, á annarri hæð laug- ardaginn 18. ágúst næstkomandi frá kl. 14:00-18:00. Fram kemur í fréttatilkynningu að gestir muni panta sér eitthvað að borða og drekka og neyta þess síðan í svarta myrkri. Munu krakkar í UngBlind þjóna til borðs. „Þetta gefur fólki góða innsýn inn í heim blindra og sjónskertra og höfum við hjá UngBlind fengið mjög góðar undirtektir í þau skipti sem við höfum haldið þetta áður og hefur fólk ávallt verið mjög ánægt með þessa reynslu,“ segir í frétt. Blint kaffihús RÖNG mynd birtist með viðtali við Gísla Gísla- son, formann Hafnarsam- bands Íslands og hafnar- stjóra Faxa- flóahafna, á bls. 18 í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Regla Mölturiddara NAFN Gunnars Arnar Ólafs- sonar, formanns Félags kaþ- ólskra leikmanna hér á landi, misritaðist í frásögn í blaðinu í gær af því er hann var vígður í reglu Mölturiddaranna. Þá er ekki rétt sem fram kom að þeir sem vígðir eru í regluna þurfi meðmæli biskups Íslands held- ur þurfa þeir meðmæli biskups kaþólskra. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Gísli Gíslason Röng mynd                           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.