Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tölt 1. Stian Pedersen [WC] [NO] – Jarl frá Miðkrika ........................................ 8,56 2. Þórarinn Eymundsson [IS] – Kraftur frá Bringu .................................... 8,39 3. Birga Wild [DE] – Hákon vom Wiesenhof ................................................ 7,95 3. Alexandra Montan Gray [SE] – Bragi von Allenbach .............................. 7,95 5. Jóhann R. Skúlason [WC] [IS] – Hvinur frá Holtsmúla 1 ....................... 7,78 6. Helena Aðalsteinsdóttir [YR] [NO] – Seth fra Nøddegården 2 .............. 7,33 Fimmgangur 1. Þórarinn Eymundsson [IS] – Kraftur frá Bringu .................................... 7,79 2. Frauke Schenzel [DE] – Næpa vom Kronshof ......................................... 7,52 3. Piet Hoyos [AT] – Kvistur frá Ólafsvöllum ............................................... 7,38 4. Anna Valdimarsdóttir [IS] – Fönix vom Klosterbach .............................. 7,31 5. Rúna Einarsdóttir Zingsheim [IS] – Freyr vom Nordsternhof ............... 7,5 6. Christina Lund [NO] – Hrollur frá Árdal ................................................. 6,95 Fjórgangur 1. Stian Pedersen [WC] [NO] – Jarl frá Miðkrika ........................................ 8,60 2. Lena Trappe [DE] – Vaskur vom Lindenhof ............................................ 8,13 3. Birga Wild [DE] – Hákon vom Wiesenhof ................................................ 7,70 4. Olil Amble [IS] – Svaki frá Holtsmúla 1 .................................................... 7,63 4. Helena Aðalsteinsdóttir [YR] [NO] – Seth fra Nøddegården 2 .............. 7,63 6. Unn Kroghen Aðalsteinsson [NO] – Þeyr frá Akranesi .......................... 7,30 Slaktaumatölt 1. Jolly Schrenk [DE] – Laxness vom Störtal .............................................. 8,50 2. Eyjólfur Þorsteinsson [IS] – Hárekur frá Vindási ................................... 8,29 3. Rúna Einarsdóttir Zingsheim [IS] – Freyr vom Nordsternhof ............. 7,75 3. Julie Christiansen [DK] – Sikill fra Åstedet 2 .......................................... 7,75 3. Eva-Karin Bengtsson [SE] – Kyndill frá Hellulandi ............................... 7,75 6. Silke Feuchthofen [WC] [DE] – Garri vom Lipperthof ........................... 7,59 7. Joana Sommer [YR] [DE] – Hraki vom Wartberg .................................. 7,50 100 metra fljúgandi skeið 1. Bergþór Eggertsson [IS] – Lótus van Aldenghoor .......................... 7,63 sek. 2. Emelie Romland [YR] [SE] – Mjölnir frá Dalbæ ............................. 7,71 sek. 3. Nicole Mertz [DE] – Óðinn von Moorflur .......................................... 7,73 sek. 4. Nicole Kempf [DE] – Bylta vom Auehof ........................................... 7,75 sek. 5. Sigurður Sigurðarson [WC] [IS] – Flugar frá Holtsmúla 1 ............ 7,85 sek. 6. Sigurður Marinusson [NL] – Eilimi vom Lindenhof ........................ 7,86 sek. 7. Jens Füchtenschnieder [DE] – Keimur frá Votmúla 1 .................... 7,91 sek. 8. Tania H. Olsen [DK] – Sólon fra Strø ................................................ 7,92 sek. 9. Nadine Hahn [YR] [DE] – Óphelia von Stirpe 8] ............................. 7,94 sek. 10. Guðmundur Einarsson [SE] – Sproti frá Sjávarborg 45] .............. 7,95 sek. 250 metra skeið 1. Bergþór Eggertsson [IS] – Lótus van Aldenghoor ........................ 21,55 sek. 2. Sigursteinn Sumarliðason [IS] – Kolbeinn frá Þóroddsstöðum .... 21,66 sek. 3. Emelie Romland [YR] [SE] – Mjölnir frá Dalbæ ........................... 21,77 sek. 4. Guðmundur Einarsson [SE] – Sproti frá Sjávarborg .................... 22,04 sek. 5. Magnus Lindqvist [SE] – Thor från Kalvsvik ................................. 22,16 sek. 6. Nicole Mertz [DE] – Óðinn von Moorflur ........................................ 22,19 sek. 7. Sigurður Marinusson [NL] – Eilimi vom Lindenhof ...................... 22,23 sek. 8. Jens Füchtenschnieder [DE] – Keimur frá Votmúla 1 .................. 22,33 sek. 9. Nicole Kempf [DE] – Bylta vom Auehof V .......................................22,48 sek. 10. Höskuldur Aðalsteinsson [AT] – Ketill frá Glæsibæ II ............... 23,11 sek. Úrslit Eftir Eyþór Árnason í Hollandi HEIMSMEISTARAMÓT íslenska hestsins lauk í gærdag. Íslenska lið- ið stóð heldur betur undir vænt- ingum og náði í sex gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og ein brons- verðlaun, auk þess sem kynbóta- hrossin okkar voru efst í öllum flokkum nema einum. Gríðarlega góður árangur hjá okkar mönnum. Dramatík á ögurstundu Það sem allir biðu hvað mest eftir í gær voru úrslitin í tölti. Þar var Jóhann R. Skúlason sitjandi heims- meistari í greininni með öll tromp á hendi með yfirburðahest sem átti ekki að eiga í miklum erfiðleikum með að sigra andstæðingana. Allt hafði gengið upp hjá Jóhanni í úr- slitunum þegar komið var að yfir- ferðinni og var hann þá langefstur. Á fyrsta hluta yfirferðarinnar leit allt út fyrir að Jóhann færi heim með tölthornið í fjórða skiptið en rétt áður en knaparnir áttu að hægja niður og ríða upp á hina höndina rífur Hvinur undan sér skeifu á vinstri framfæti. Rosalega svekkjandi fyrir Jóhann þar sem hann var augljóslega bestur. Allt í einu var þá keppnin orðin mun meira spennandi þar sem næstu tveir knapar voru nokkuð jafnir. Þeir Stian Pedersen og Þórarinn Eymundsson tóku því eins mikið á því og þeir gátu á lokasprettinum til að gera tilraun til að landa heims- meistaratitlinum. Stian var mun betri en Þórarinn á yfirferðinni en Þórarinn hafði fyrr fengið nokkuð hærri einkunn fyrir hæga töltið en Stian. Þannig að spennan var gríð- arleg þegar úrslitin voru tilkynnt. Svo fór að hinn norski Stian hafði betur og varð heimsmeistari í tölti með einkunnina 8,56. Þórarinn var ekki mjög langt undan með ein- kunnina 8,39. Silfurmaðurinn breyttist í gullmann Fjórgangurinn fór nokkuð eins og við var búist. Stian Pedersen náði sér þar í annan heimsmeist- aratitil eftir að hafa sýnt frábæra takta á vellinum. Loks var á enda löng bið hjá Stian eftir heimsmeistaratitli en hefur hann stundum verið kallaður silfurmaðurinn þar sem hann hefur á síðustu tveimur heimsmeistara- mótum endað í öðru sæti í fjórgangi og tölti. Héðan í frá verður hann trúlega kallaður gullmaðurinn. Hesturinn hans Stian er gríðarlega sterkur fjórgangshestur enda mjög sterkur á öllum gangtegundum og yfirferðartöltið er yfirburðagott enda fékk hann 9,5 fyrir það í úrslit- um fjórgangsins. Á verðlaunaafhendingunni varð uppi fótur og fit þegar hestur eins knapans fældist við fögnuð áhorf- enda. Sem betur fer var knapinn kominn af baki þegar hann flækti löppina í girðingu sem umlykur völlinn og fældist hann enn meira við það. Reif hann girðinguna upp með sér og rauk af stað með þeim afleiðingum að allir hinir hestarnir fældust einnig. Sem betur fer slas- aðist enginn og hestarnir náðust fljótt. Fyrsta grein úrslitanna í gær var fimmgangur þar sem efstur var Þórarinn Eymundsson á Krafti frá Bringu. Fyrirfram var gert ráð fyr- ir því að Þórarinn myndi vinna þá Sex gullverðlaun á HM í Hollandi Morgunblaðið/Eyþór Gullmaður Stian Pedersen frá Noregi státar nú af tveimur heimsmeistaratitlum, í sjálfu töltinu og fjórgangi, á Jarli frá Miðkrika. Styrkur Íslendingar komu sterkir inn í skeiðgreinunum að nýju og var þar fremstur í flokki Bergþór Eggertsson. Fjör Íslenskar konur láta ekki sitt eftir liggja í áhorfendaskaranum. Einstök stemning myndast alltaf á heimsmeistaramótum. TENGLAR ................................................................................ Ýtarlegri úrslit er hægt að finna á www.feif.org.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.