Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar Heilsa Viltu verða ístrulaus og stinnur? Einföld og spennandi leið. Sími 894 6009. www.SmartHerbalife.is. Húsnæði í boði 2 herbergja - Vesturbergi 195 60 fm, sérinngangur kr. 90.000 á mánuði. 3 mánuðir fyrirfram. Hús- næðið er ekki samþykkt sem íbúðar- húsnæði og þar af leiðandi fást ekki húsaleigubætur. Langtímaleiga, hundar og kettir velkomnir. Sími 896 0242, kl. 08.00 til 16.00 ekki á öðrum tímum. Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði í 104 Rvk. 120 fm með innkeyrsludyrum, einnig 120 fm efri hæð, nýtist sem skrifstofa eða íbúð. Uppl. í síma 695 0495. Atvinnuhúsnæði. 250 fm salur um 40 mín. frá Rvk. Bjart húsnæði með mikilli lofthæð. Hagstæð leiga. Einnig hægt að fá leigt samliggjandi 100 fm húsnæði, sem nýtist sem íbúð eða skrifstofa. Uppl. í síma 695 0495. Sumarhús Til sölu fallegt heilsárshús við Herjólfsstíg í Ásgarðslandi. Uppl. gefur Anton í síma 699 4431. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Húsbyggingar, nýsmíði og breyt- ingar. Húsasmíðameistari getur bætt við sig verkum bæði úti og inn. Tild, mótauppsláttur, uppsetning á hurðum, innréttingum, milliveggjum o.fl. Vönduð vinna. Sími 899 4958. Námskeið Microsoft kerfisstjóranám. MCSA/MCTS kerfisstjóranámið hefst 3. sept. Undirbýr fyrir MCSA 2003 og MCTS VISTA gráður. Rafiðnaðar- skólinn. Upplýsingar á www.raf.is og í síma 863 2186. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt 580 7820 Nafnspjöld 580 7820 BannerUp standar Taska fylgir myndrenninga- Mjög fínlegur með fallega blúndu í BC skálum á kr. 2.350, buxur í stíl á kr. 1.250. Virkilega glæsilegur í BCD skálum á kr. 2.350, buxur í stíl á kr. 1.250. Flottur toppur í stærðum S,M,L,XL á kr. 2.350. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg áðgjöf. www.misty.is. Lokað á laugardögum í sumar. Flottir, ótrúlega rauðir, dömu- inniskór úr mjúku leðri. Teg. 980. Stærðir: 26-41. Verð: 6.550. Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri. Nuddpunktar fyrir ilina. Teg: 2071. Stærðir. 37-41. Verð: 7.985. Mjúkir og þægilegir dömu inni- skór með stillanlegum böndum. Teg: 986. Stærðir: 36-42. Verð: 6.550. Mjög huggulegir inniskór úr leðri. Teg: 400. Stærðir: 36-41. Litir: blátt og rautt. Verð: 6.885. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Ath. verslunin er lokuð á laugardögum í sumar. Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Bílar Peugeot 307 SW með „glerþaki.“ Árg. 2007. Ek. 13 þ. km. Silfurgrár. 5 d. Sj.sk. 2000cc. Verð 2.550 þ. m. bakkskynjara, cruise control og af- tengj. dráttarbeisli. Sími 840 7080. GMC Suburban Gott eintak. Óbreyttur, skoðaður án athugasemda. Ný dekk, nýjar felgur. Sími: 897 1476. Ökukennsla Ökukennsla www.okuvis.is - Síminn 663 3456. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Kristófer Kristófersson BMW. 861 3790. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Mótorhjól Eigum nokkrar vespur, 50cc, nú á tilboðsverði, 129.900 með götu- skráningu. Mótor & Sport, Stórhöfða 17, í sama húsi og Glitnir og Nings að neðanverðu. Sölusímar 567 1040 og 845 5999. Hjólhýsi Leiguhjólhýsi til sölu. Nú annað árið í röð seljum við leiguhjólhýsin okkar. Hjólhýsin eru 5 og seljast með 300.000 kr. lækkun. Frekari upplýsinga má finna á heimasíðu okkar. www.vagnasmidjan.is og í síma 587 2200. Þjónustuauglýsingar 5691100 Nissan 350 Z, árg. 2003. Mjög skemmtilegur sportbíll. Ásett verð 3,8 millj. Fæst á 2,9 staðgreitt. 100% lán mögulegt. S. 896 3677. Smáauglýsingar sími 569 1100 DAGANA 20.-23. júlí var haldin í Chicago 50. heimsráðstefna La Leche League- samtakanna. Þetta eru samtök fagfólks og áhugafólks um mik- ilvægi brjóstagjafar. Þarna komu saman brjóstagjafaráðgjafar, hjálparmæður, læknar, hjúkrunarfræðingar og áhugafólk um brjósta- gjöf. Við vorum um tíu manna hópur frá Ís- landi, fagfólk, for- eldrar og börn. Meðal annars hlýdd- um við á hjónin dr. Bill Sears barna- lækni og konu hans Mörthu Sears hjúkrunarfræðing. Þau hafa meðal annars gefið út „The Discipline Bo- ok“, Bókin um aga og „Nighttime Parenting“, Næturumhyggja. Dr. Sears lýsir tengslamiðuðu uppeldi „Attachment Parenting“ sem leið til að draga fram það besta í fari barns og foreldris. Hann bendir á að upp- eldisaðferðin sé ekki ný af nálinni, heldur sé þetta leið sem hefur verið iðkuð lengi en hafi fengið nýtt mik- ilvægi í áreiti og aðgreiningarþörf nútímafólks. Tengslamyndun bygg- ist meðal annars á að vera sveigj- anlegur og auðmjúkur í uppeldinu. Þau leggja samt áherslu á nokkra mikilvæga þætti sem undirstöðu „Attach- ment Parenting“. Í fyrsta lagi að foreldr- arnir leggi sig fram við að tengjast barninu strax, með því að móð- irin leggi barnið á brjóst strax eftir fæð- ingu og það fái að vera hjá henni (þeim) sem mest eftir fæðingu. Ef aðstæður leyfa ekki þessa nálægð við móð- urina, er mikilvægt að láta ekki deigan síga og vinna með tengslin strax og færi gefst. Einnig er mikilvægt að hjúkr- unarfólk hamli ekki mjólkurfram- leiðslu móður með því að gefa barninu ábót af þurrmjólk því mjólk- urframleiðslan vex eftir því sem barnið fær að drekka oftar hjá móð- urinni. Í öðru lagi leggja Sears-hjónin mikla áherslu á að hlusta á barnið og að bregðast strax við þegar það grætur. Oft eru það hin náttúrulegu viðbrögð móðurinnar að fara strax og sinna barninu ef það grætur, en í nútíma þjóðfélagi hefur oft verið tal- að um að ef móðir bregst of hratt við gráti barns, sé hún að ala upp í barninu frekju og ofdekra það. Se- ars-hjónin segja að þegar þú bregst við gráti barnsins þíns læri barnið að á það sé hlustað og að þarfir þess séu mikilvægar. Í þriðja lagi leggur dr. Sears áherslu á brjóstagjöf sem bestu leið- ina til að tengjast barninu. Ef kona þarf að gefa þurrmjólk þá er best að hún geri það á sem líkastan hátt og ef hún væri að gefa brjóst. Einnig benda Sears-hjónin á að með því að bera barnið mikið í þar til gerðum burðarpoka sértu að kynn- ast og tengjast því. Rannsóknir á fyrirburum hafa sýnt að þeir þrosk- ist og dafni betur séu þeir bornir svona uppvið móður eða föður. Fimmta atriðið sem Sears-hjónin benda á sem leið til að tengjast barninu er að sofa nálægt því eða hafa barnið uppi í hjónarúminu. Þetta er leið sem foreldrar velja æ oftar því hún gerir brjóstagjöfina einfalda. Að sjálfsögðu er mikilvægt að gæta fyllsta öryggis ef foreldrar velja að láta barn sitt sofa uppí. Við iðkun þessara tengslamynd- andi þátta benda Sears-hjónin á að mikilvægt sé að hafa jafnvægi og mörk í samskiptum við barnið. Passa þarf sérstaklega að móðir gefi ekki svo mikið af sér til barnsins að hún gleymi sjálfri sér og verði of þreytt. Þessir punktar eru hugsaðir sem styrking við tengsl foreldra og barns og gera aga og uppeldi mun ánægju- legri og auðvelda breytinguna frá ungbarni í smábarn með ákveðnar skoðanir og vaxandi færni. Annar mjög áhugaverður fyr- irlestur var fluttur af Christine M. Smillie, MD.FAAP. Hún talaði m.a. um hvernig hægt er að hjálpa mæðr- um til að auka mjólkina hjá sér. Christine vinnur á mæðradeild ein- göngu við ráðgjöf handa mjólkandi mæðrum. Hún segir að þau tilfelli þar sem móðir geti ekki mjólkað nóg séu mun færri en hin þar sem konur leiti sér hjálpar við offramleiðslu brjóstamjólkur. Christine benti á að brjóstamjólk sé ekki vökvi sem er framleiddur og svo eigum við nægan lager, heldur verður brjóstamjólk til við eft- irspurn. Ef móðir vill auka framboð þarf hún að fjarlægja mjólk úr brjóstunum til að líkaminn bregðist við og framleiði meiri mjólk. Mik- ilvægt er að skilja þegar barnið tek- ur vaxtarkippi og leggja barnið þá oftar á brjóst. Langflestar mæður geti mjólkað meira en nóg handa barninu sínu, en það sem oftast vanti upp á er stuðningur. Geti móðir líf- fræðilega ekki mjólkað tengist það oftast sjúkdómum hjá móður eða barni svo sem lyfjataka móður eða ef kona hefur farið í brjóstaminnk- unaraðgerð, en oft geta þær konur einnig mjólkað handa barninu sínu. Barnið getur verið fyrirburi og latt að drekka eða þjáðst af sjúkdómum sem gerir það erfitt fyrir barnið að ná mjólkinni hjá móðurinni. Hér er stuðningur aftur mikilvægur. Brjóstamjólkurframleiðsla stýrist ekki af hægra heilahveli heldur er hún tengd því vinstra, sem er tilfinn- ingahliðin. Þess vegna er mikilvæg- ast við að hjálpa móður að ná upp mjólkurframleiðslu að gefa henni nægilegan stuðning og hvatningu. Christine bendir á að tilfinningar svo sem ástin til barnsins, gleði og ekki síst hlátur sé mjög mjólk- urörvandi. Að lokum bendi ég á: http:// www.askdrsears.com og http:// www.lalecheleague.org/ Brjóstagjöf og tengslamyndun Svanborg Þórisdóttir skrifar um heimsþing um brjóstagjöf sem haldið var í Chicago nýlega » Sears-hjónin leggjamikla áherslu á að hlusta á barnið og að bregðast strax við þegar það grætur. Svanborg Þórisdóttir Höfundur er móðir og kennaranemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.