Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ DIG ITAL hlj óð o g m ynd gæð i í SA Mbí óun um Álfa bak ka o g K ring lunn i ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG / KRINGLUNNI Evan hjálpi okkur NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ BYGGT Á HINUM FRÁBÆRU NANCY DREW BÓKUM ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL / ÁLFABAKKA THE TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 - 8:10 -10:20 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 5.30 - 8 -10:30 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára EVAN ALMIGHTY kl. 2 LEYFÐ BLIND DATING kl. 4 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:10 B.i.7.ára ROBINSON FJÖLSK... m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 4 - 7 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL NANCY DREW kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára GEORGIA RULE kl. 10:10 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 4 - 7 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS NÝJA STA T ÆKN IBYLT ING K VIKM YNDA HÚSA Í DAG . SAMB ÍÓIN ALLTA F FYR STIR OG FR EMST IR eeeF.G.G. - FBL V.I.J. – Blaðið ÞAÐ er fátt nýtt hægt að segja um það flóð af seinni heimsstyrjald- arleikjum sem hefur drekkt okkur leikjaáhugamönnum síðustu misseri. Leikirnir snúast meira eða minna um það sama og það er auðvelt að verða þreyttur á þessu öllu saman. En það er samt eitthvað skelfilega fullnægj- andi við það að skjóta nasista af löngu færi og kasta handsprengjum inn í íbúðarhús sem þeir hafa tekið yfir. Call of Duty-leikirnir sýna að það er ennþá líf í þessum leikjum og sá þriðji í seríunni er engin undartekning, ólíkt Medal of Honor-leikjunum, þar sem framleiðendur virðast hafa misst áhuga á þessu öllu saman. Líkt og fyrri leikir í Call of Duty- bálkinum þá stjórnar maður mismun- andi hermönnum frá ólíkum löndum, svona til að minna á að það voru ekki bara Bandaríkjamenn að berjast í þessu stríði. Maður spilar sem Kan- adabúi, Pólverji, Breti og Bandaríkja- maður á móti nasistum sem hafa her- tekið París og það er okkar verk að bjóða þeim upp á ölið sem hann Davíð keypti. Verkefnin sem maður fær eru ekk- ert sérstaklega frumleg en á móti kemur að óvinurinn er harðskeyttur og nánast óendanlegur þannig að það er nóg fyrir mann að gera. Einnig er boðið upp á að notfæra sér faratæki ýmiss konar, jeppa og skriðdreka til þess að komast á áfangastaði og nota öflug vopn þeirra til þess að vinna á óvininum. Útlitslega lítur leikurinn frábær- lega út, mikið um smáatriði á stríðs- hrjáðum svæðum og nóg af hermönn- um til þess að fylla upp í stór svæði sem maður spilar á. Hljóðið er magn- að en þeir sem lesa inn fyrir persón- urnar detta í þá gildru að ofleika og staðalímyndirnar eru nánast allar til staðar. Þegar maður er svo búinn með leikinn getur maður haldið orr- ustunni áfram á netinu og spilað við allt að 24 aðra spilara. Ekki amalegt það. Heyrst hefur að fjórði leikurinn í seríunni sé væntanlegur í nóvember en það hefur ekki verið staðfest. Það sem hins vegar er staðfest, er að hann mun ekki gerast í seinni heimsstyrj- öldinni heldur einblína á nútímahern- að sem mun væntanlega gefa þessari seríu góða innspýtingu. Ómar Örn Hauksson TÖLVULEIKIR PS3 Activision Call of Duty 3  Call of Duty Hún er æði myrk og nöturleg myndin sem stundum ber fyrir augu hermannsins í Call of Duty-séríunni vinsælu. Stríðið endalausa Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is ÞEIR eigendur PS3-leikjatölva sem tengdir eru netinu og notast við Pla- ystation-búðina, hafa væntanlega tekið eftir nýju sýnishorni af leikn- um Heavenly Sword sem framleið- endur PS3 binda miklar vonir við því Playstation 3, eins öflug og glæsileg og hún er, hefur hingað til ekki beint státað af neitt sérstaklega merki- legu leikjaúrvali. Þeim fáu leikjum, sem eingöngu hafa verið gefnir út fyrir PS3, hefur ekki tekist að fanga athygli kaupenda að neinu ráði fyrir utan Motorstorm og Fall of Man, og er þetta vandamál sem framleið- endur hafa haft miklar áhyggjur af. Heavenly Sword er einn af nokkrum leikjum sem koma út með haustinu sem eingöngu verður hægt að spila á PS3, og hefur miklu verið til kostað við framleiðslu á leiknum. Heavenly Sword sver sig í ætt við God of War- leikina en hér stjórnar maður þokkadísinni Nariko sem er hand- lagin með eggvopn og hikar ekki við að láta menn finna fyrir því ef þeir eru með eitthvert vesen. Þarf svo stúlkan að bjarga málunum þegar óvinur rænir föður hennar og hún þarf að beita goðsagnakenndu sverði sem talið er að Guð sjálfur hafi not- ast við. Sýnishornið er hægt að nálgast í Playstation-búðinni og er að sjálf- sögðu ókeypis. Leikurinn sjálfur kemur út í september. Sex ása tækni og drekar Annar leikur sem Sony-menn binda miklar vonir við er drekaleik- urinn Lair, eða Bælið. Þar stjórnar maður dreka sem svífur um loftin blá og heyjar orrustu við aðrar her- sveitir dreka og furðuskepna. Það sem gerir þennan leik sérstakan er að hann nýtir sér Sixaxis-tækni PS3- stýripinnans sem gerir manni kleift að stjórna ferðum drekans með því að halla stýripinnanum til og frá. Lair hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda verður boðið upp á glæsilega útlítandi pakka í fullri háskerpu-upplausn sem bíður upp á marga klukkutíma af drekaglensi. Leikurinn átti að koma út núna í ágúst en var nýlega frestað til sept- ember. Spilarar biðja Arnold um vægð Mikil umræða hefur verið um of- beldi í tölvuleikjum og hvort það sé þörf á lögum sem komi í veg fyrir að ofbeldisfullir leikir endi í tölvum ungra krakka. Hér á landi eru leikir merktir með ákveðinn aldurshóp í huga en reynslan sýnir að krakkar eiga yfirleitt greiða leið að ofbeldis- fullum leikjum sem ættu strangt til tekið að vera þeim bannaðir. Dómari í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum komst á dögunum að þeirri nið- urstöðu að bann við sölu á ofbeldis- leikjum til unglinga væri á skjön við stjórnarskrána og vildi lyfta bann- inu. Sjálfur Tortímandinn og rík- isstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, sem hefur leikið í ófáum ofbeldismyndunum, brást ókvæða við þessum fréttum og sór að áfrýja úrskurði dómarans. „Ég skrifaði undir þessi lög til þess að tryggja að foreldrar taki þátt í því að ákveða hvaða leikir eru við hæfi barna þeirra.“ Video Game Voters Network, bar- áttuhópur leikjaunnenda, hefur nú hafið herferð gegn þessari ákvörðun Schwarzeneggers og hvetja með- limir alla leikjaáhugamenn um að skrifa til ríkisstjórans. Með þessu vilja þeir benda á að það eru ekki foreldrar sem hafa eitthvað að gera með þessa löggjöf heldur yfirvaldið og að þeir séu á móti því að yfirvald- ið sé með fingurna í uppeldi barna þeirra. Það er foreldranna að ákveða hvað er við hæfi fyrir hvert og eitt barn en ekki ríkistjórnarinnar. VGVN hefur sett á fót heimasíðu, http://www.videogamevoters.org, þar sem hægt er að kynna sér málið nánar. Átök í leikjaveröld Reuters Arnold Schwarzenegger Leikjaunnendur eru margir hverjir ekki par sáttir við ríkisstjóra Kaliforníu, gamla vöðvabúntið með fallega hreiminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.