Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 23
ÉG varð hálfvegis hvumsa við
svör hins nýja viðskiptaráðherra í
fréttum og blöðum í vikunni þar sem
talið barst að svokölluðum fit-
kostnaði banka og
sparisjóða. Þau voru á
þá leið að ef til vill þurfi
að lagfæra lagastoðir
bankanna til að stunda
sektir sem þessar og
ýta svo undir sam-
keppni þeirra í milli um
misháar sektir.
Bankar
sem refsa þjófum
Í stuttu máli snýst
málið um gagnrýni tals-
manns neytenda á við-
skiptabankana fyrir
alltof háan fitkostnað.
Þessari gagnrýni hefur
sameiginlegur tals-
maður banka svarað á
þá leið að bönkum sé
hér falið það verkefni að
refsa þjófum sjálftöku á
fé og því þurfi fitkostn-
aðarsektin engan veg-
inn að endurspegla
kostnað heldur miklu
fremur að hafa fælandi
mátt refsingar og rétt-
lætis. Reyndar stingi
bankarnir sektarfé
þessu í eigin vasa án þess að það sé
skilgreint sem sjálftaka bíræfinna
fyrirtækja en það sé af því að alltaf
séu einhverjir sem ávísa fé án þess
að greiða það nokkru sinni og ein-
hver verði nú að borga þann brúsa!
Nokkrum dögum seinna kvað nýr
viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sig-
urðsson, upp úr með að hann teldi
nauðsynlegt að skoða þetta mál og
„ef bankar beita fólk refsingum fyrir
að fara yfir á tékkareikningum verð-
ur lagastoðin fyrir slíku að vera al-
veg skýr og óumdeild“ og síðar í
sömu blaðafrétt gerir ráðherrann at-
hugasemd við að
bankarnir innheimti
allir sömu upphæð í
tilvikum sem þessum.
Ráðherra bank-
anna eða ráðherra
bankamála
Sjálfur var ég al-
veg viss um að Björg-
vin G. hlyti að taka
undir með okkur sem
gagnrýnt höfum
bankana fyrir að taka
sér refsivald. Það
gengur þvert á allar
heilbrigðar kenningar
um glæpi og refsingu
að viðskiptafyrirtæki
taki sér sjálfræði í
refsingu eigin við-
skiptafélaga og ef ég
hef skilið við-
skiptaráðherra rétt
vill hann nú gera laga-
rammann bakvið slíka
vitleysu betri. Fyrir
hvern? Ekki okkur
viðskiptavini bank-
anna sem eigum það til
að skriplast yfir reikn-
ingum og þarf ekki alltaf mikið til.
Ég vona að ráðherrann hafi ekki
misskilið titil sinn sem ráðherra
bankamála á þá leið að hann eigi að
vera ráðherra í þjónustu bankanna!
Ráðamenn eiga að þjóna þjóðinni en
ekki sérhagsmunum stórfyrirtækja.
Það er ef til vill góðs viti að ráð-
herrann undrist að bankarnir rukki
allir sama sektarféð enda samráð
bankanna langtum of mikið og fá-
keppni þeirra í milli. En það er auð-
vitað mikill misskilningur að heil-
brigt sé að koma á samkeppni um
upphæð sektarfjár!!!
Þjófkenndur almenningur
Til þess að öllu sé nú til skila hald-
ið þá hefur Guðjón Rúnarsson tals-
maður Samtaka banka og sparisjóða
ekki notað orðið þjófur um þá sem
fara yfir á reikningi heldur notað orð
eins og sjálftöku á fé en það er stofn-
analegra orð yfir það sama. Guðjón
segir í Fréttablaðinu 8. ágúst að það
sé mjög sérstakt ef ekki kostaði neitt
að fara yfir á reikningi enda „gætu
menn náð sér í eins mikinn pening
og þeir vildu.“
Þetta er rétt hjá Guðjóni að því
gefnu að óvandaðir menn gangi um
með kreditkort og ávísanahefti. Lyk-
ilatriði í rekstri banka er þó að gæta
þess að slíkt gerist ekki og venjuleg-
um borgara líðst auðvitað ekki að ná
sér í eins mikinn pening og hann vill
með útgáfu innistæðulausra úttekta.
Bankinn hefur þar allar leiðir til að
ná því til baka og allan rétt sín meg-
in. Sé maðurinn eignalaus og sam-
viskulítill brotamaður gegnir öðru
máli. Það er auðvitað fráleitt að bera
það á borð fyrir vammlausa við-
skiptavini bankans að yfirdráttur á
tékka sé jafngildi þjófnaðar.
Bönkunum ber að innheimta allan
sinn sannanlega kostnað og fulla
dráttarvexti en það er fráleitt að
bönkum haldist áfram uppi að inn-
heimta þar til viðbótar refsifé að
þarflausu og stinga því refsifé í of-
análag í eigin vasa.
Hvurs ráðherra
er Björgvin í Skarði?
Bjarni Harðarson skrifar um
svokallaðan fitkostnað banka
Bjarni Harðarson
Höfundur er alþingismaður.
» Það er auð-vitað fráleitt
að bera það á
borð fyrir
vammlausa
viðskiptavini
bankans að yfir-
dráttur á tékka
sé jafngildi
þjófnaðar.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin náttúruna.
MÉR duttu þessar hendingar
Tómasar Guðmundssonar í hug þeg-
ar ég las í sunnlensku fréttablöð-
unum frétt um mót-
mæli við Þjórsá vegna
áformaðra virkjana.
Á Þveráreyrum í
landi Fossness voru
haldnar samkomur og
fundir og svæðið sagt
vera í mynni Þjórs-
árdals.
Það er göfug og góð
hugsjón að vernda nátt-
úruna svo sem kostur
er og flest okkar hafa
drukkið í sig með móð-
urmjólkinni virðingu
fyrir landinu og ekki
síst ást á okkar heima-
sveit.
Það voru forfeður
okkar sem kenndu okk-
ur að lifa af þessu landi
og til að auðvelda það
þurftu þeir að þekkja
vel staðhætti og ör-
nefni. Við eigum því
einnig að sýna örnefn-
um þessa lands virð-
ingu en vera ekki að
toga þau og teygja út
og suður þótt við teljum
að það þjóni stund-
arhagsmunum.
Hvar er Þjórsárdalur?
Í Landnámabók segir: Þorbjörn
Laxakarl nam Þjórsárdal allan og of-
anverðan Gnúpverjahrepp hann bjó
fyrst að Miðhúsum en flutti síðan að
Haga, hann gaf sonum sínum Otkatli
í Þjórsárdal og Þorkeli Trandli Þjórs-
árdalinn.
Í árbók Hins íslenska fornleifa-
félags 1884-1885 ritar Brynjólfur
Jónsson frá Minna-Núpi um Þjórs-
árdal:
Dalurinn liggur frá norðri til suð-
urs eða lítið vesturhallt víkkar hann
fram, og er breidd hans yfir þvert
mynnið litlu minni en lengd hans frá
botni Fossárdals að Kolviðarhóli, sem
er fremst í dalsmynninu við Þjórsá,
en það kemur til af því að Þjórsá
beygist nokkuð inn í dalinn. Á vest-
urbrún hans er Hagafjall fremst. Á
norðausturbrún dalsins er Búrfell
syðst.
Hagi er enn í dag talinn með „dal-
bæjunum“ en hann stendur þó ekki í
Þjórsárdal sjálfum, því varla getur
kallast, að hann nái lengra en fram að
Gaukshöfða. Samt munu menn hafa
tileinkað dalnum alla hlíð Hagafjalls
suðaustanmegin, en það kemur fyrir
sama, því Hagi stendur sunnan undir
fjallinu. En það mun raunar vera svo
til komið, að bærinn hefur áður staðið
dálítið austar og inn með fjallinu, og
þannig getað talist með „dalbæjum“.
Í annarri árbók fornleifafélagsins
sem gefin var út vegna norræna forn-
leifaleiðangursins í Þjórsárdal 1939
er lýsing Daniels Bruun fornfræðings
frá danska Þjóðminjasafninu er hann
kom árið 1896 að rann-
saka Þjórsárdalinn.
Á bls. 70 segir: Dani-
el Bruun gisti hjá Stef-
áni Eiríkssyni (1855-
1932) bónda á Ásólfs-
stöðum, öðrum af
tveimur bæjum í daln-
um sem voru í byggð.
Og litlu síðar sömu
málsgrein: Þeir fóru
framhjá Skriðufelli,
sem var hinn bærinn
sem var í byggð í daln-
um.
Í bókinni Sunn-
lenskar byggðir sem
gefin var út af tilefni 70
ára afmælis Bún-
aðarsambands Suður-
lands rita þeir Steinþór
Gestsson á Hæli og
Sveinn Eiríksson í
Steinsholti ágrip af
sögu Gnúpverjahrepps.
Þar segja þeir eftir
að hafa getið um fyrr-
um blómlega byggð í
dalnum (bls. 327):
Tveir bæir, Ásólfs-
staðir og Skriðufell,
hafa staðið af sér eyð-
ingaröflin í Þjórsárdal.
Á þeim bæjum er mikið skóglendi,
svo er einnig sunnan Búrfells.
Lokaorð
Í hugum þeirra fróðu manna sem
hér er vitnað til eins og langflestra
annarra voru landfræðileg mörk
Þjórsárdals Búrfellsháls og Gauks-
höfði í Hagafjalli þar sem áin leggst
að báðum fjöllum og allt land þar á
milli norðan Þjórsár allt að hálend-
isbrúninni sem er í um 200-600 m
hæð yfir sjó.
Ég held að þeir sem komið hafa
upp Gnúpverjahrepp og ekið þröngt
skarðið upp af Seggjasæti milli
Hagafjalls og Gaukshöfða og sjá út-
sýnið til austurs skynji að þeir eru
staddir í eina mögulega hliðinu að
Þjórsárdal.
Af þessu sést að fyrirhugað
Hvammslón mun aldrei ná upp í
Þjórsárdal, þær náttúruperlur Haga-
ey, Þverárósar og Gálgaklettar
standa fullkomlega fyrir sínu og
þurfa engar aðrar fjaðrir að skreyta
sig með.
Hvar er sól
á Suðurlandi?
Hvammslón mun aldrei
ná upp í Þjórsárdal segir
Sigurður P. Ásólfsson
» Við eigumþví einnig að
sýna örnefnum
þessa lands
virðingu en vera
ekki að toga þau
og teygja út og
suður þótt við
teljum að það
þjóni stund-
arhagsmunum.
Sigurður Páll Ásólfsson
Höfundur er vatnamælingamaður.
HJARTA mitt er barmafullt af
gleði. Ég fór upp á hálendi Íslands
og þvílík fegurð, þvílík þögn, hvílík
kyrrð. Þarna hreinsast maður af öllu
sem gæti angrað mann.
Ég hef ferðast víða en aldrei kom-
ið upp á hálendið. Þetta var mögnuð
upplifun. Ég verð aldrei söm varð-
andi umhverfisvernd,
þessi upplifun snart
mig svo djúpt.
Aftur til náttúrunn-
ar
Ég ferðaðist í góðum
hóp hjá ferðafélaginu
Augnabliki í frábærri
leiðsögn Ástu Arn-
ardóttur og dvaldi í
tjaldi við Langasjó rétt
undir Vatnajökli í fjóra
daga. Það voru göngu-
ferðir alla daga, langt
upp í fjöll. Sigling yfir
Langasjó og gönguferð upp á topp
Sveinstinds í tæpa ellefu hundruð
metra. Unaðslegt og svo guðdómlega
fallegt. Þó að ég noti eins sterk lýs-
ingarorð og mér dettur í hug þá get
ég varla náð að lýsa þeim hughrifum
sem ég varð fyrir uppi á toppi
Sveinstinds, með Vatnajökul fyrir
framan mig, Skaftána hægra megin
við mig og Langasjó vinstra megin.
Stórkostlegt útsýni, svo fallegt, svo
fallegt.
Í ferðinni voru auðvitað engin nú-
tímaþægindi, svo einfalt allt saman,
ekkert pjatt, engir speglar, bara að
njóta þess að verða eitt með nátt-
úrunni. Hlusta á þögnina. Liggja á
jörðinni, sitja í kyrrðinni. Fylgjast
með himbrimaparinu á vatninu,
hlusta á söng þess.
Það hvarflaði að mér hvað við
mennirnir værum eiginlega að
hugsa. Hvað erum við að gera við
jörðina? Hvers eiga dýrin að gjalda
vegna verka okkar? Þau eiga líka
þessa jörð. Þau hafa sama rétt til
þess að lifa af landinu. Hvaða hroki
er í mannheimum? Hvar er auð-
mýktin gagnvart sköpunarverkinu?
Erum við mennirnir búnir að afteng-
jast uppruna okkar, náttúrunni,
móðurinni?
Það er svo gott að tengjast aftur
móður jörð með því að vera úti í nátt-
úrunni, hún er svo
mögnuð og lifandi. Með
því að setjast á stein,
horfa og hlusta, ganga
á fjöll. Náttúran er vin-
ur okkar, dýrin, blómin
og trén eru líka vinir
okkar, við erum öll
saman partur af sköp-
uninni. Við eigum að
vera góð við jörðina og
taka tillit til hennar í
öllu því sem við fram-
kvæmum, láta hverja
framkvæmd vera bless-
un um leið fyrir jörðina.
Náttúran læknar okkur
Náttúran hefur þann eiginleika að
stilla okkur af og koma okkur í jafn-
vægi. Þetta gerist sjálfkrafa, bara
með því að vera utandyra. Þetta vita
þeir sem sækja í útivist. Við fáum
frið í hjarta með því að baða okkur í
orku jarðar. Á Íslandi er ennþá svo
auðvelt að tengjast hreinni orku og
hreinu lofti, sprengfullu af súrefni.
Þarna eru gersemar okkar.
Það er sérstakur heimur inni á há-
lendi, maðurinn stjórnar engu þarna
inn frá því náttúran leyfir engan um-
gang á hálendinu fyrr en um mán-
aðamótin júní/júlí. Fyrst þarf hún að
fá að vera í friði, anda og blása alein.
Það eina sem maðurinn getur stjórn-
að á hálendinu er að vísu bara eitt.
Það er verndun þess.
Stjórnvöld þurfa að hugsa til
framtíðar, gera strax rammaáætlun
um að vernda alla náttúru Íslands.
Komandi kynslóðir, börnin okkar og
afkomendur þeirra eiga rétt á að
upplifa töfra hreinnar náttúru. Við
getum átt friðarreit hálendisins
áfram fyrir alla sem vilja njóta þess
að tengjast náttúrunni á kraftmikinn
hátt og finna samhljóminn innra með
sér.
Við eigum ekki Ísland ein, allir
jarðarbúar eiga þetta land. Þetta er
eitt af konungsríkjum náttúrunnar,
svona hreint og magnað ríkidæmi
sem við eigum öll saman. Njótum
þess að vera svolítið náttúruleg,
tengjast jörðinni aftur og kennum
börnum okkar það líka. Gefum þeim
tækifæri til að aftengjast tölvunni.
Við erum öll eitt, við erum náttúran.
Það er kjarni málsins.
Það var undarleg tilfinning að
koma á svona ósnortið svæði á Ís-
landi, finna kyrrðina og hlusta á
þögnina, ótrúleg þögn. Finna hvað
landið okkar er lifandi, eins og eð-
alpersóna með mikinn karakter.
Þarna voru fjöll allt um kring, sand-
ur og vötn, að ógleymdri Skaftá,
einni af vatnadrottningum óbyggð-
anna.
Ég hef alltaf elskað landið mitt Ís-
land en nú elska ég það ennþá heitar.
Nú skil ég betur innihald orðanna,
hvað skáldin ortu, um tignarleg
öræfin og fjallasali, um konungsríkið
okkar hér á Íslandi. Guð blessi.
Konungsríkið Ísland
Við eigum ekki Ísland ein, allir
jarðarbúar eiga þetta land seg-
ir Marta Eiríksdóttir
»Náttúran hefur þanneiginleika að stilla
okkur af og koma okkur
í jafnvægi. Þetta gerist
sjálfkrafa, bara með því
að vera utandyra.
Marta Eiríksdóttir
Höfundur er kennari og sendiherra
hálendisins.
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir aðsend-
ar greinar. Formið er að finna of-
arlega á forsíðu fréttavefjarins
mbl.is undir liðnum „Senda inn
efni“. Ekki er lengur tekið við
greinum sem sendar eru í tölvu-
pósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá sig
inn í kerfið með kennitölu, nafni
og netfangi, sem fyllt er út í þar til
gerða reiti. Næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn netfang og
lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamleg-
ast beðnir að nota þetta kerfi.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttökukerfi aðsendra greina
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100