Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 21 Fréttir af tillögu stjórnarSpron um að breytasparisjóðnum í hluta-félag vekja athygli. Nái tillagan fram verður til sjálf- stæður sjóður undir merkjum sjálfseignarstofnunar með stofnfé sem nú er metið á um 9 milljarða króna. Samkvæmt lög- um um fjármálafyrirtæki skal megintilgangur sjálfseign- arstofnunarinnar vera sá að „stuðla að viðgangi og vexti í starfsemi spari- sjóðsins“ en einnig er heimilt að „út- hluta af fjármunum sjálfseignastofn- unarinnar til menn- ingar og líknamála á starfssvæði spari- sjóðsins“. Nýi Spron- sjóðurinn verður langstærsti einstaki sjóður sinnar teg- undar í landinu. Ætla má að árleg úthlutun sjóðsins verði hálfur til einn milljarður króna. Enginn sjóður af þessari stærð- argráðu er til í land- inu. Það er því ástæða til að staldra við og velta fyrir sér þeim möguleikum og tækifærum sem stofnun sjóðsins gef- ur og hvaða stefnu og skipulag eigi að setja honum. Nokk- ur lykilatriði skipta höfuðmáli í fyrstu stefnumótun sjóðsins. Málstaðurinn Stærsta verkefnið framundan er að þróa og móta hlutverk og sýn sjóðsins. Hver er tilgang- urinn? Hefur hann eitthvert samfélagslegt hlutverk? Vill hann breyta einhverju? Vill hann berjast fyrir einhverju? Málstað? Til að svara þessum spurn- ingum verður að líta til laganna en ekki síður hins samfélagslega framfarahlutverks sem spari- sjóðir hafa haft í byggðum lands- ins. Rétt er að horfa til upprunans um leið og horft er til framtíðar. Hafi sjóðurinn málstað getur hann ekki orðið hlutlaus veitandi fjármagns heldur þvert á móti sí- kvikt afl sem lætur sig varða það sem mest brennur í samfélaginu hverju sinni og virkar sem hvati fyrir breytingar. Slíkur sjóður, sem er engum háður, getur orðið sjálfstæð rödd í samfélaginu sem með gjörðum sínum getur gert hið óhugsandi hugsanlegt, staðið fyrir framförum og nýsköpun sem ella hefði ekki orðið. Fjárfesting Svari menn þeirri spurningu jákvætt að sjóður sem þessi eigi að hafa málstað er mikilvægt að frá upphafi verði fjárveitingar sjóðsins hugsaðar sem fjárfest- ingar en ekki styrkur, stuðn- ingur eða úthlutun. Sjóðurinn á ekki að úthluta fé heldur fjár- festa í verkefnum, hvort sem hann gerir það einn og sér eða í samstarfi við aðra. Sjóðurinn á að standa fyrir félagslegum og menningarlegum fjárfestingum þar sem gerð er krafa um arð- semi en að sú arðsemi verði ekki af fjárhagslegum toga heldur fel- ist í þeim umbótum, breytingum eða framþróun sem verður. Svona nálgun krefst þess að sjóðurinn og starfsfólk hans sé frumkvöðlar, að það skapi, stuðli að og leiti uppi þau verkefni sem fjárfest er í um leið og þau er op- in fyrir tilboðum og beiðnum annarra um samstarf sjóðsins. Margar fyrirmyndir má finna erlendis um rekstur og stefnu- mótun sambærilegra sjóða, bæði hvað varðar hlutverk og stefnu en einnig hvernig ávöxtun sjóðs- ins verði best tryggð. Í því tilliti skiptir ekki síst máli að skatta- löggjöf verði rýmkuð hér á landi hvað varðar fjárfestingar í menningar- og mannúðarmálum. Sjálfstæði og fagmennska Samkvæmt lögum um breytingu spari- sjóða í hlutafélög eiga sæti í stjórn sjóðs eins og hér um ræðir tveir fulltrúar viðkomandi sveitar- félags, einn fulltrúi tilnefndur af fjár- málaráðherra og tveir fulltrúar til- nefndir af við- skiptaráðherra. Stjórnin er með öðr- um orðum pólitískt skipuð sem er frá- brugðið því sem al- mennt er venja um sjálfseignarstofn- anir. Hvers vegna löggjafinn valdi þessa skipan er ekki til umræðu hér, en sjálfsagt er að huga að því hvort önnur leið geti ekki verið heppilegri. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir þær sakir að Spron-sjóðurinn verður fyrirmynd annarra sjóða sem lík- lega verða stofnaðir á næstu ár- um við breytingar á öðrum spari- sjóðum landsins. Rannsóknir erlendis sýna að því sjálfstæðari sem slíkir sjóðir eru því líklegri eru þeir til að geta haft veruleg áhrif til framfara í samfélaginu. Við rekstur sjóðsins er mik- ilvægt að hvergi verði hvikað frá faglegum sjónarmiðum. Við ráðningu stjórnenda og ráðgjafa verður að taka mið af þekkingu þeirra á viðfangsefnum sjóðsins og hvort þeir hafa þann skapandi huga sem þarf til að finna þessu nýja afli raunverulegt hlutverk í samfélaginu. Síðast en ekki síst hlýtur það að vera verkefni stjórnenda að móta stefnu um verkefni sjóðsins og bera uppi málstaðinn til framtíðar og hvaða hlutverk sjóðnum er ætlað í hinu stærra, samfélagslega samhengi. Framtíð Spron Líklegt má teljast að hluta- félagið Spron taki breytingum og jafnvel sameinist öðrum fjár- málafyrirtækjum þegar fram líða stundir. Saga Spron er um margt merkileg, ekki síst fyrir þær sak- ir að sparisjóðurinn hefur frá upphafi látið sig samfélag sitt varða og er menningarsjóður Spron einn sá elsti í landinu. Spron nýtur virðingar í sam- félaginu og hefur árum saman átt hvað ánægðustu viðskiptavin- ina samkvæmt ánægjuvog Gall- ups. Hvað sem verður um Spron hf. er ljóst að takist að standa fag- lega að stofnun hins nýja sjóðs mun orðspor og arfleifð Spron lifa áfram og verða mikilvægur aflvaki nýsköpunar í menningu og mannúð á Íslandi. Fjárfesting í menningu og mannúð Eftir Ásu Richardsdóttur »Nýi Spron-sjóðurinn verður lang- stærsti einstaki sjóður sinnar tegundar í landinu. Ætla má að árleg út- hlutun verði hálfur til einn milljarður króna. Ása Richardsdóttir Höfundur starfar í listum og er viðskiptavinur Spron. taðir af orginni. ðaeigenda skemmti- einnig ríka þar skap- hafa mikla a sitt af arbraginn. vilja til að rinum sem dæmi avarða á í miðborg- eit- n betur en aði og al- þarf að ringum pnir og að ostur er að og glös út bera veit- þegar kem- g afstöðu íkniefna. Í egt, að allir skýra neysla eða sala fíkniefna verði tilkynnt lög- reglu. Auk þess verði fíkniefnaneyt- endum og sölumönnum vísað burt af skemmtistöðum. Þá er verðugt að velta því fyrir sér, hver beri ábyrgð á því að koma þeim í öruggt skjól, sem eru í raun bjargarlausir eftir óhóflega áfengisneyslu á skemmti- stöðum. Geta eigendur veitingastað- anna varpað þeirri ábyrgð alfarið frá sér um leið og þeir vísa þessu fólki á dyr? Aðgerðir lögreglu og áform Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því að hún tók til starfa um síðustu áramót lagt megináherslu á aukna sýnilega löggæslu, enda sýna rannsóknir, að aukin sýnileg lög- gæsla eykur bæði öryggi og öryggis- tilfinningu borgaranna. Þetta hefur verið gert með skýrum hætti í tengslum við umferðareftirlit. Góður árangur af því blasir við öllum. Hið sama á við um aðra almenna lög- gæslu. Fjöldi lögreglumanna á vakt um hverja helgi er að minnsta kosti tvöfaldur miðað við það sem venju- legt er. Við allt skipulag er mikil áhersla lögð á miðborgina. Ég full- yrði að sýnileiki lögreglunnar í mið- borginni um helgar er mikill, þó við séum ekki á hverju einasta götu- horni eins og sumir virðast kalla eft- ir. Til þess að auka enn frekar sýni- leika lögreglunnar í miðborginni höfum við kynnt dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra hugmyndir um færanlega lögreglustöð. Slíkar stöðvar hafa gefið góða raun í öðrum löndum til að auka sýnilega lög- gæslu. Þá hefur þeim sem gerast sekir um óspektir og brot á lögreglu- samþykkt verið boðið að greiða strax sekt til lögreglu en sæta ella ákæru. Með því að taka hart á smærri brotum næst árangur í fækkun alvarlegra afbrota. Ætlunin er að fjölga öryggismyndavélum í miðborginni sem er mikilvægt skref í þessum efnum. Myndavélarnar gera lögreglu ekki einungis kleift að rannsaka mál sem upp hafa komið heldur einnig að koma í veg fyrir af- brot. Eru dæmi um að mannslífum hafi verið bjargað fyrir tilstuðlan ör- yggismyndavélanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur vaxandi áherslu á hraða og örugga máls- meðferð alvarlegra ofbeldisbrota og kynferðisbrota. Hröð og skilvirk meðferð alvarlegustu málanna skiptir miklu þegar unnið er að því að auka öryggi og öryggistilfinn- ingu. Í umfjöllun um bætta ásýnd mið- borgarinnar má ekki láta hjá líða að nefna nýja löggjöf um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og auknar heimildir sem lögreglan hef- ur nú fengið til að grípa til aðgerða þegar rekstraraðilar veitinga- og skemmtistaða sinna ekki þeim skil- yrðum sem þeim eru sett eða lög- boðnum fyrirmælum. Þessi löggjöf mun hafa margvísleg jákvæð áhrif á skemmtanahald í miðborg Reykja- víkur og annars staðar á landinu enda færir hún lögreglunni ný tæki í hendur sem virka í þessari baráttu. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur spurt hvort ekki sé ástæða til að horfa til samvinnu lög- reglu og hagsmunaaðila í tengslum við útihátíðir undanfarinna ára, þeg- ar leitað sé leiða til að takast á við vandann í miðborg Reykjavíkur. Þessi samvinna hafi skilað góðum árangri eins og enn hafi sannast um síðustu verslunarmannahelgi. „Besta leiðin til að auka nætur- öryggi í miðborg Reykjavíkur er að kalla alla til ábyrgðar,“ segir ráð- herrann. Og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, tekur undir þessi orð og telur, að skírskota beri til ábyrgðar allra, sem komið hafa ómenningaryf- irbragði á miðborg Reykjavíkur. Það er ástæða til þess að taka undir þessi orð og mun ég hafa frumkvæði að því að boða borgaryfirvöld og fulltrúa þeirra sem reka skemmti- staði í miðborginni til fundar til að ræða, hvernig unnt er að bæta ástandið um helgar í miðborg Reykjavíkur og efla enn frekar og styrkja samstarf þessara aðila. Hér er þörf á samhentu átaki ábyrgra aðila og ekki mun standa á lögregl- unni í því samstarfi sem framundan er. Höfundur er lögreglustjóri. Mynd 2. Fjöldi ofbeldisbrota á höfuðborgarsvæðinu (217 og 218 gr) sem áttu sér stað í janúar til júní 1998 til 2007 og tilkynnt voru til lögreglu, greint eftir svæðum. rsvæðinu (217 og 218 gr) sem greglu, greint eftir svæðum. Mynd 4. Hlutfall ofbeldisbrota (217 og 218 gr) sem áttu sér stað frá miðnætti og fram til sex á morgnanna í janúar til júní 1998 til 2007 og tilkynnt voru til lögreglu, greint eftir svæðum. á föstudögum, laugardögum l lögreglu, greint eftir svæðum rgarinnar r lausnir rota (217 og 218 gr) sem áttu sér stað í janúar til júní 1998 til 2007, tilkynnt voru til lög- verfi 101.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.