Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
AÐEINS EIN MANNESKJA
HÉRNA INNI FRAMDI
ÞETTA MORÐ! SÚ
MANNESKJA ER...
JÁ... ERT ÞÚ MEÐ SPURNINGU,
ÞÚ ÞARNA MEÐ ÖXINA?
ÉG ÞARF AÐ
FARA Á
KLÓSETTIÐ
OG ÉG SEM GÆTI
VERIÐ AÐ HORFA
Á SOKKANA HANS
JÓNS SNÚAST Í
ÞURRKARANUM
HVAÐ Á
MAÐUR AÐ
GERA VIÐ
EFTIRSJÁ?
HMM... ÉG HELD AÐ FLEST
FÓLK HALDI Í HANA... SVO
GETUR ÞAÐ TEKIÐ HANA
FRAM OG SKOÐAÐ.
HELDUR ÞÚ Í ALLT SEM
ÞÚ SÉRÐ EFTIR?
JÁ, ÉG Á HEILT
SAFN AF SLÍKU
ÉG ER KOMINN HEIM!
SNJÓRINN NÁÐI AF MÉR
FALLINU ÞANNIG AÐ
NÚNA GET ÉG
DÁIÐ ÚR
KULDA ÉG HELDAÐ ÞÚ
DEYIR
ÚR VÆLI
ÞEIR KALLA MIG
GLEYMNA RIDDARANN
AF HVERJU KALLA
ÞEIR ÞIG GLEYMNA
RIDDARANN?
ÉG MAN
ÞAÐ EKKI
Æ, NEI...
ÉG HELD AÐ ÉG
SÉ TÝNDUR
EN ÉG ER
VISS UM AÐ
MAMMA MÍN
Á EFTIR AÐ
FINNA MIG
ÞAÐ ER AÐ SEGJA EF HÚN
VILL ÁVÍSANAHEFTIÐ SITT,
FJARSTÝRINGUNA, EÐA
TENNURNAR SÍNAR
TAPAÐI PABBI
300.000 kr. Í PÓKER Á
NETINU? ÉG VISSI AÐ
ÞETTA MYNDI GERAST!
ÞAÐ ER
RÉTT HJÁ
ÞÉR,
ADDA...
ÉG GET UNNIÐ ÞETTA
ALLT TIL BAKA
ÞÚ FÆRÐ EKKI
AÐ KOMA NÁLÆGT
ÞESSARI TÖLVU
FRAMAR!
ÉG VINN
ÞETTA TIL BAKA
MAÐURINN SEM FANN BÚNINGINN ER MÆTTUR
Á STAÐINN ÞAR SEM MESTAR SKEMMDIR URÐU...
ÉG GET EKKI FARIÐ ÞARNA INN... EKKI EFTIR AÐ
KONAN MÍN LÉST Í ELDSVOÐA... ÉG GET EKKI...
HJÁLP!
HJÁLP!
ÞAÐ ER FÓLK FAST
ÞARNA INNI
ÞÚ VERÐUR AÐ
BJARGA ÞEIM!
HVAÐ GET
ÉG GERT?
dagbók|velvakandi
Tölvuvæðing
tónlistarheimsins
HÉR áður fyrr fór fólk í tónlist-
arbúðir og keypti sér plötur sem
það hafði heyrt að væri e.t.v. eitt
gott lag á og tók með því þá
áhættu að öll hin lögin væru góð. Í
dag fer fólk hins vegar inn á uppá-
halds niðurhalssíðuna sína og sæk-
ir sér með ólöglegum hætti lagið
eða lögin sem það langar að eiga.
Undanfarin ár hefur mikil tölvu-
væðing átt sér stað í tónlist-
arheiminum eins og margir hafa
orðið varir við. Ekki einungis hef-
ur tónlist komist í ólöglega dreif-
ingu á Netinu heldur eru flestar
nútíma tónlistarstefnur gerðar
mestmegnis á stafrænu formi. Auk
þess hafa hip hop-, rapp-, R&B- og
teknó-hljómsveitir aukist á mark-
aðnum og eru meira við völd en
áður. Þó þarf ekki að fara langt
aftur í tímann til að sjá og heyra
að öll tónlist var tekin upp á band
í stórum og dýrum hljóðverum.
Mörgum kann að mislíka þessi
tölvuvæðing og ólöglega dreifing
en þó má ekki dæma hana of hart
því það opnast svo margir
skemmtilegir og framandi mögu-
leikar í kjölfarið. Nýjar íslenskar
hljómsveitir eru sífellt að skjóta
upp kollinum enda þurfa hljóðver
ekki að vera stórum og þungum
tækjum gædd eins og áður fyrr.
Það sem þarf ef þig langar til að
taka upp eða semja tónlist er ein-
ungis hæfilega hraðvirk heim-
ilistölva, lítið hljómborð og e.t.v.
einn ágætur míkrafónn ef þú vilt
taka eitthvað upp, t.d. söng, og þá
er hægt að fá á góðu verði í næstu
tónlistarbúð.
Vitanlega er ekki allt gott við
þessa þróun mála. Margir tapa
stórfé, enda fer nánast allt sem
gefið er út beint á Netið (þetta á
einnig við um kvikmyndir). Aftur á
móti fá tónlistarmenn mun meiri
spilun, hvort sem það er löglegt
eður ei.
Ekki má gleyma öllum tónlistar-
myndböndunum sem gefin eru út
ár hvert, hvort sem þau eru
heimagerð eða tekin upp af fag-
fólki. Vefsíður eins og www.you-
tube.com og www.myspace.com
eru stórir þátttakendur og jafnvel
vettvangur nútíma tónlistarlífs.
Ragnar Þór Valgeirsson,
Vesturfold 48.
Hroki
HJÖRLEIFUR Hallgríms skrifar
ótrúlega hrokafulla grein í Morg-
unblaðið 8. ágúst sl. þar sem hann
ræðst með offorsi að nafn-
greindum manni. Og ekki nóg með
það, heldur nefnir hann starfsheiti
og menntun viðkomandi fimm
sinnum í greininni, sem fjallar um
gerð íþróttavalla á Akureyri. Hvað
kemur það þessari umræðu við að
Ólafur Jónsson sé dýralæknir?
Hjörleifur talar einnig um að að-
komumenn séu að eyðileggja fyrir
„okkur Akureyringum“ eins og
hann kemst svo smekklega að orði.
Getur þessi góði maður upplýst
aðra landsmenn um það hverjir
eru „við Akureyringar“? Mega
kannski eingöngu innfæddir taka
þátt í stjórnmálum á Akureyri?
Eða eiga aðkomumennirnir e.t.v.
að borga með sér?
Ég þekki ekkert til þessa deilu-
máls en ég gagnrýni efnistök
Hjörleifs, sem leyfir sér m.a.s. að
halda því fram að annarlegar hvat-
ir ráði afstöðu kjörinna fulltrúa í
sautján þúsund manna byggð-
arlagi. Svona fullyrðingar dæma
sig sjálfar.
Hákon Hansson, Ásvegi 31.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið
fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera
er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag.
Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót!
Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is!
Sæktu um blaðberastarf
– alvörupeningar í boði!
ÞEIR voru vel búnir, ferðamennirnir sem örkuðu niður Bankastrætið fyrir
helgi í rigningu og roki.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Allra veðra von