Morgunblaðið - 13.08.2007, Blaðsíða 32
Áfimmtudagskvöldið kíkti fluga við á,,grand opening“ hjá hárgreiðslu-manninum og tískutildur-rófunni
Skildi Eyfjörð en hann var að opna Hár og
tískuhúsið sitt í Pósthússtræti 13. Sannkallað
himnaríki fyrir okkur borgardömurnar þar
sem við fáum strípur og klippingu, nagla-
ásetningu og brúnkumeðferð; allt í einni ferð!
Höfum reyndar lengi beðið eftir slíku fegr-
unarmusteri með óþreyju. Troðið var út úr
dyrum hjá Skildi en lítið hvítt tjald hafði ver-
ið sett upp fyrir utan fyrir reykingafólkið.
Gestir, sem virtust flestir á aldrinum 20-30
ára, voru gullinbrúnir með svakalegar glam-
úrgreiðslur og í hátískuklæðnaði. Að loknu
góðu partíi skellti fluga bleikum rúskinns-
íþróttaskóm á alla sína fögru fætur og tók
einn hlaupahring kringum Tjörnina sem er
liður í undirbúningi fyrir Glitnis maraþonið á
Menningarnótt. Þegar okkar kona kom móð
og másandi við enda Tjarnarinnar sá hún fjöl-
menni sem friðsælt á svip var að fleyta kerti
á pollinum. Slík var andagtin að í eitt ljúft
andartak gladdist fluguhjartað; hélt nefnilega
að búið væri að hengja Högna hreysikött í
næsta húsi – en svo kom í ljós að þetta var
ekki minningarathöfn honum til heiðurs held-
ur sú árlega sem haldin er í minningu fórn-
arlambanna í Nagasaki.
Hýrasti dagur okkar Íslendinga var hald-
inn hátíðlegur á laugardaginn með gasalegri
gleðigöngu niður Laugaveginn og að sjálf-
sögðu mætti fluga með vinkonum sínum
Djammheiði og Grimmhildi. Þessi stærsta
útihátíð landsins er pottþétt orðin hápunktur
sumarsins. Það sást á hinum mikla mann-
fjölda sem sameinaðist í hamingjusöngvum og
taumlausu stuði, og það edrú, takk fyrir. Eitt-
hvað annað en volaður vígvöllurinn sem blasir
við okkur miðbæjarskemmtirottunum á næt-
urnar. Fluga beindi hýrum sjónum sínum yfir
mannþröngina og sá m.a. fegurðardrottn-
inguna Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur,
tengilið hjá Concert, sem var hörkuskvísa
með speglasólgleraugu og á svörtum
,,stílettó“-hælum; að lágmarki 12 sentímetra
háum. Rokk og ról-amman Andrea Jónsdóttir
fylgdist vel með af hliðarlínunni og gráa hárið
flaksaði yfir axlir og niður á mitt bak. Stefán
Jónsson leikstjóri stimplaði sig líka inn í fé-
lagi við fjölskyldu sína og spákonan Sigríður
Klingenberg stóð stolt á vagni í miðri göng-
unni og dillaði sér í silfurlitaðri múnderingu
og veifaði töfrasprota í allar áttir. Enda var
borgin töfrum líkust. Áning okkar stelpnanna
var svo á Kaffi París og þar rákumst við á
Jónu Hrönn Bolladóttur prest. Mikil biðröð
hafði myndast við kvennaklósettið í kjall-
aranum en þar sem flugu var brátt í brók,
flaug hún inn á tómt karlaklósettið. Á leiðinni
út þaðan mætti skvísan svo karlmanni sem
varð eitt spurningarmerki í framan. Svarið
var: „Hvað? Þetta er nú bara í tilefni dags-
ins!“
Bríet Ósk Guðrúnardóttir og
Klara Karlsdóttir
Sævar Markús Óskarsson og
Ingibjörg Finnbogadóttir
Morgunblaðið/Eggert
Stuðboltinn Páll Óskar Hjálmtýsson fór létt með að halda uppi stemningunni á ballinu.
Ballgestir á Nasa áttu sko ekki í nokkrum vandræðum með að finna dansgírinn.
Sunneva Guðnadóttir, Katrín Sigmundsdóttir, Arnar
Þór Ægisson og Linda Hrönn Þórarinsdóttir
Larsen frá Svíþjóð og
Hanna HalldórsdóttirAnna Kjartansdóttir, Blær og Sandra Júlía Bernburg
… Kertafleyting til
heiðurs hreysikattar? …
… Hýrir, rjóðir og hinsegin í
taumlausri gleðigöngu …
»Gay Pride-ball varhaldið á Nasa. Í
margra augum er það há-
punktur Hinsegin daga.
Morgunblaðið/Eggert
Gunnlaugur Ingi-
valdur Grétarsson,
Björn Stefánsson,
Þormóður Dagsson
og Gylfi Blöndal
Flugan
» Bandarískahljómsveitin
Vetiver hélt
tónleika á Org-
an við Hafn-
arstræti.
Ásthildur Sigurgeirsdóttir og
Guðrún Jónsdóttir
Hins vegar má
segja að myndin
einblíni um of á rómantíkina
í lífi hinnar upprennandi
skáldkonu … 39
»
reykjavíkreykjavík