Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Svona, hættið þið þessu tuði, hundrað armbeygjur fyrir foringjann og ekkert múður.
VEÐUR
Síðustu daga hefur tvennt gerzt,sem ýtir undir þá skoðun, að
Akranes sé að renna saman við höf-
uðborgarsvæðið. Annars vegar sú
ákvörðun HB Granda að hætta fisk-
vinnslu í Reykjavík og flytja hana
upp á Akranes. Hins vegar óskir
byggingarfélagsins Eyktar um að fá
stórt byggingarsvæði á Akranesi til
þróunar og uppbyggingar.
Ákvörðun HBGranda er
vísbending um,
að fyrirtækið telji
staðsetningu fisk-
vinnslu fyrirtæk-
isins nú einfald-
lega of dýra. Það
sé hægt að vinna
fiskinn annars
staðar og hagnýta þau verðmæti,
sem liggja í húseignum fyrirtækisins
í Örfirisey á hagkvæmari hátt fyrir
hluthafana.
Umsókn Eyktar er vísbending umað fyrirtækið telji að Akranes
og höfuðborgarsvæðið séu að verða,
ef ekki orðin, eitt atvinnusvæði.
Hvort tveggja er rétt mat hjá
þessum fyrirtækjum. Hvalfjarð-
argöngin hafa gjörbreytt öllum að-
stæðum og nú er hafinn undirbún-
ingur að tvöföldun þeirra.
Yfirgnæfandi líkur eru á að þaðsama gerist á milli Hafnar-
fjarðar og Voga á Vatnsleysuströnd
og Reykjanesbæjar.
Byggðin þar mun einnig ná samanog Reykjavíkursvæðið og Suð-
urnesin eru fyrir löngu orðin eitt at-
vinnusvæði.
Hvernig ætla stjórnendur þessarasveitarfélaga að tryggja eðlileg-
ar samgöngur milli Akraness og
Suðurnesja með viðkomu í Reykja-
vík?
Er ekki kominn tími til að skoðalestarnar upp á nýtt?
STAKSTEINAR
Akranes og höfuðborgarsvæðið
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
*$;<
! "
#
$ %
%
&!
'
*!
$$; *!
!
!
" #!$% #
=2
=! =2
=! =2
"! &' ( &)*+, '#&-
>;
?
/
(
)
! *
"
=7
+
$
#
$,
62
8
- '"
(
.
!
#
,
./'' #00 &'#!$ 1
# ,$#( &)
3'45 @4
@*=5A BC
*D./C=5A BC
,5E0D ).C
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2 2
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Kristbjörg Clausen | 12. ágúst 2007
Hommarnir koma!
Þegar drengsinn var
6-7 ára vorum við ein-
mitt á sama stað á
Laugaveginum að bíða
eftir að gleðigangan
færi hjá … Pétur stökk
með reglulegu millibili
fram á gangstéttina til að kanna
hvort hyllti undir gönguna. Það kom
að því að hann kom hlaupandi og var
mikið niðri fyrir. Hann hrópaði hátt
og snjallt, líkt og sendiboði, yfir all-
an skarann sem þarna stóð: „Homm-
arnir eru að koma!!!!!!!!!“
Meira: kibbac.blog.is
Gestur Guðjónsson | 12. ágúst 2007
Þrjár virkjanir?
Eitthvað virðist um-
hverfisráðherra mis-
skilja hlutina þegar
hún segir að Þjórs-
árdalur verði aldrei
samur, verði af áform-
um Landsvirkjunar um
þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Ég vissi ekki betur en að það sé bara
ein þeirra, Hvammsvirkjun, sem
snerti Þjórsárdal. Reyndar er það sú
sem helst mætti breyta til að minnka
umhverfisáhrif, enda fer fallegt og
gott land undir …
Meira: gesturgudjonsson.blog.is
Hrannar Baldursson | 12. ágúst 2007
Lögbanns krafist
Segjum að ég keypti
mér gervihnattadisk
og móttakara hjá
EICO, og fengi mér
áskrift að enska bolt-
anum; gæti ég þá átt
von á því að lögreglan
væði inn á heimili mitt og gerði bún-
aðinn upptækan, vegna þess að ég
væri að horfa á höfundarvarið efni?
Ég skil ekki hvernig sjónvarps-
gláp getur verið lögbrot. Höfund-
arréttur er ætlaður til að verja höf-
und efnis; ekki endursöluaðila.
Meira: don.blog.is
Bryndís Helgadóttir | 9. ágúst 2007
Engin stórflóð
hér í Mumbai
Vegna frétta um alvar-
leg mannskæð flóð
hérna á Indlandi, þá vil
ég að það komi fram að
ekkert hættuástand
hefur skapast hér í
Mumbai. Hérna á vest-
urströndinni hefur monsún-tímabilið
verið svona nokkurn veginn sam-
kvæmt venju, en eins og ég sagði frá
í þessari færslu hér urðu mannskæð
flóð hérna fyrir tveimur árum síðan.
Ástandið er víst alvarlegt núna í
Suður-Indlandi og norðaustur-
héruðum Indlands, t.d. í Patna, þar
sem myndin með frétt Morgunblaðs-
ins var tekin. Annars skilst mér að
ástandið sé jafnvel enn verra í
Bangladess, Nepal og sennilega
verst í Kína.
Síðan ég kom hingað í byrjun júní,
hefur rignt flesta daga, stundum
stanslaus rigning allan daginn og þá
veður maður sumar götur hér vel
upp fyrir ökkla, en svo koma dagar,
þar sem dembur koma inn á milli og
þá er ég ekki að tala um neinar smá
dembur, því það er stundum þannig
að það er eins og maður hafi fengið
heila sundlaug yfir sig. Ég hef ekk-
ert látið þetta á mig fá, hef oft lent í
þessu án regnhlífar og verð þá að
sjálfsögðu gegnblaut á svipstundu,
en það er ekkert svo vont þegar hita-
stigið er í kringum 30 gráðurnar eins
og það er yfirleitt hér. Svo koma
stundum dagar þar sem ekkert rign-
ir og sést jafnvel aðeins til sólar, en
lengsta hléið varði alveg í 10 daga, ef
ég man rétt.
Þessar miklu rigningar hafa að
sjálfsögðu mikil áhrif á allt hér, bæði
jákvæð og neikvæð. Þær eru und-
irstaða þess mikla landbúnaðar sem
hér er stundaður, en jafnframt
helsta ógnin við hann þegar þær fara
úr hófi eins og gerst hefur nú á
ákveðnum svæðum. Þetta er hins
vegar versti tíminn fyrir þann
bransa sem ég er í, þar sem fólk
forðast að setja stór verkefni í gang.
Mikið er um að tökum sé frestað
vegna rigninga, sem oft setur allar
tímaáætlanir úr skorðum. Ég lenti
t.d. í því í morgun að þurfa að mæta
á tökustað í Film City, vegna Airtel
sjónvarpsauglýsinganna, sem ég
sagði frá hér, kl. 5 í morgun, en
þurfti að bíða til klukkan 3 í eft-
irmiðdaginn þangað til kom að mér.
Meira: bryn-dis.blog.is
BLOG.IS
AFGANGUR á rekstrarreikningi
ríkissjóðs í fyrra var alls 82 millj-
arðar króna samanborið við 113
milljarða afgang árið áður. Þegar af-
koman er skoðuð án tilfallandi liða
eins og eignasölu, lífeyrisskuldbind-
inga og afskrifta skattkrafna er af-
gangur af venjubundinni starfsemi
91 milljarður kr. á árinu 2006 en 63
milljarðar á árinu á undan.
Þessar niðurstöður koma fram í
ríkisreikningi fyrir árið 2006 sem
fjármálaráðuneytið hefur birt.
Skuldir lækkaðar
Handbært fé frá rekstri, þ.e. það
fjármagn sem rekstur ríkissjóðs
skilar til að bæta eignastöðu sína,
nam 88 milljörðum króna á árinu
samanborið við 35 milljarða árið á
undan. Var greiðsluafkoman nýtt til
að lækka skuldir og bæta sjóðstöðu
ríkissjóðs hjá Seðlabankanum í því
skyni að vega á móti þenslu og eft-
irspurn í hagkerfinu.
Tekjur ársins 2006 urðu alls 422
milljarðar króna á árinu en það er
um 37% af landsframleiðslu saman-
borið við rúm 41% árið á undan.
Tekjur af sköttum á sölu vöru og
þjónustu nema 186 milljörðum króna
og eru þær 44% af heildartekjum.
Það er hækkun um 21 milljarð frá
fyrra ári og vegur þar þyngst að
tekjur af virðisaukaskatti hækkuðu
um 18 milljarða.
Gjöld ársins 2006 voru 340 millj-
arðar króna en það er 29,8% af
landsframleiðslunni. Árið 2005 voru
gjöldin 308 milljarðar eða 30,2% af
landsframleiðslunni. Gjöldin hækk-
uðu því á árinu um 32 milljarða
króna eða 3,3% að raungildi. Heil-
brigðismál eru sem fyrr stærsti út-
gjaldaliður ríkisins og var 86 millj-
örðum króna varið til þeirra.
Innborganir og ávöxtun hjá líf-
eyrissjóðum 126 milljarðar kr.
Samkvæmt upplýsingum ráðu-
neytisins hefur á undanförnum árum
hluta af lánsfjárafgangi verið ráð-
stafað til sérstakra innborgana hjá
opinberu lífeyrissjóðunum. Hefur
það verið gert til að gera þá betur í
stakk búna til að takast á við fram-
tíðarskuldbindingar sínar. Á árinu
2006 námu þessar greiðslur tæpum 6
milljörðum króna og í lok árs var
uppsöfnuð staða innborgana að með-
talinni ávöxtun alls 126 milljarðar
króna.
82 milljarða af-
gangur í fyrra
Skatttekjur af sölu á vörum og þjón-
ustu jukust um 21 milljarð króna