Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.08.2007, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG sé mig knúinn til að senda þetta opna bréf og fá það birt í fjölmiðli svo ég fái svör við einföld- um spurningum sem enn hefur ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekuð erindi til fé- lagsins. Afrit af þessu fór til IE. Málsatvik: Í júní s.l. fékk ég börnin mín fjögur til Dan- merkur til að verja með þeim sumarfrís- tíma. Ég bý í Austur- Evrópu og var það nokkurt púsl að láta þetta ferðalag ganga upp. Eitt barnanna er skilgreint sem fullorðinn og greiddi ég fullorðinsfargjald fyrir það barn. Þar sem flogið var beint frá Íslandi til Kaupmannahafnar og ég náði að finna mér flug frá mínum stað til Kaupmannahafnar á svip- uðum tíma þá var það ljóst að ég gæti tekið á móti börnunum við landganginn þegar þau lentu. Það gekk eftir. Þegar svo kom að því að börnin færu heim þá var það ljóst að þetta yrði ekki jafn auð- velt. Þ.e. þeirra flug heim var að kvöldi og ég gat ekki fundið mér flug fyrr en morguninn eftir. Til að minnka óþægindin fyrir börnin þá greiddi ég aukagjald fyrir ákveðin sæti, út og heim aftur. Flug barnanna heim átti að vera kl. 21.30 en mitt flug kl. 11.00 morg- uninn eftir. Börnin fóru út í flugvél en vél- in fór ekki í loftið. Kl. 03.00 um nóttina fékk ég svo börnin í mínar hendur og var sagt að það væri flug um há- degi daginn eftir. Þeg- ar ég spurði um gist- ingu fyrir börnin var mér sagt að það hefði verið talið betra að láta mig fá börnin og ætti ég að halda upp á kvittanir fyrir leigubíl. Morguninn eftir fór ég síðan út á flugvöll og varð að breyta mínum miða, þ.e. ég varð að kaupa nýjan miða á minn áfanga- stað og ég gat ekki breytt hinum miðanum sem ég átti fyrir. Kostn- aðurinn vegna þess hljóp á tugum þúsunda. Börnin fóru svo í loftið kl. 13.00 og lentu heima á réttum tíma, þreytt og slæpt en farang- urinn þeirra skilaði sér einhverra hluta vegna ekki og þau fengu ekki áðurbókuð sæti, sem hafði verið greitt sérstaklega fyrir. Þau komu heim um miðjan dag á fimmtudegi en farangurinn skilaði sér að morgni mánudags. Þann 25. júní sendi ég síðan fyr- irspurn gegnum vef IE en fékk ekki svör, fékk þó sjálfvirka stað- festingu á að félagið hefði móttekið erindið. Ég sendi þá ítrekun þann 6. júlí og fékk aftur staðfestingu á sjálfvirkri móttöku erindisins. Þann 9. júlí fékk ég síðan tölvupóst frá starfsmanni félagsins þar sem það var sagt að fyrra erindið fynd- ist ekki og var ég beðinn um að senda það aftur. Það gat ég ekki því ég notaði form félagsins en sendi í þess stað póst þar sem ég lýsti atvikum, gróflega. Þann póst sendi ég á viðkomandi starfsmann sem hafði svarað mér. Þar sem ég tók ekki fram nöfn barnanna í þeim pósti sendi ég annan póst daginn eftir en notaði þá reply á fyrri póst. Þá svaraði annar starfs- maður mér og bað um allt erindið en því svaraði ég til að ég hefði sent það á nafngreindan starfs- mann. Síðan hef ég ekki heyrt frá félaginu, hef þó sent einn tölvupóst til að kalla eftir viðbrögðum. Það sem ég hef verið að reyna að fá svör við er eftirfarandi. Á Kastrup flugvelli er hægt að fá út- gefinn passa til að fylgja börnum út í flugvél. Það er reyndar háð reglum hvers flugfélags fyrir sig og leyfir IE það ekki. Annað stórt flugfélag sem flýgur til Íslands leyfir þetta, hvers vegna leyfir IE þetta ekki? Hvað er fullorðinn far- þegi í skilningi IE? Það voru mis- jöfn svör sem ég fékk en börnin mín eru á aldrinum 4-15 ára. Sá 15 ára telst fullorðinn þegar þarf að borga fargjaldið en eitthvað var á reiki með það þegar kom að því hvort hann teldist fullgildur fylgd- armaður með systrum sínum. Mun IE endurgreiða fyrir bókuð sæti sem börnin fengu ekki á leið heim? Þau flugu með öðru flugfélagi en IE getur ekki haldið eftir þessari greiðslu, það teljast líklega fjársvik að láta greiða fyrir þjónustu sem svo ekki er veitt. Mun IE greiða bætur skv. reglugerð um réttindi farþega? Skv. henni ber að greiða 400 evrur á farþega vegna flugs sem fellt er niður. Það er ljóst að flugið sem börnin áttu heim var ekki farið, þeim var boðið far með öðru flugfélagi, öðru flugnúmeri. Mun IE endurgreiða þann kostnað sem ég varð fyrir vegna þessa? Það er ljóst að ferðatryggingar bæta þetta ekki, þetta fellur allt utan bótaskyldu tryggingarfélags og farangurstöf á aðeins við á leið- inni út en ekki heim. Annars ánægjuleg ferð og sam- verustund var skemmd og t.d. var sú yngsta ekki sátt við að kveðja föður sinn þegar kom að seinna fluginu, hún mundi eftir þeim tíma þegar hún beið úti í flugvél og síð- an inni í flugstöð. Það voru því ör- þreytt og illa sofin börn sem komu heim til móður sinnar degi síðar en til stóð, fatalaus að mestu því megnið af þeirra fötum var í ferða- töskunum sem ekki skiluðu sér fyrr en nokkrum dögum síðar. Opið bréf til Iceland Express vegna tafa á flugi Guðmundur Fylkisson segir hér frá samskiptum við Iceland Express Guðmundur Fylkisson » Börn flugu til Dan-merkur til að hitta á föður sinn sem kom frá öðru landi. Þegar kom að heimferð urðu miklar tafir á flugi sem urðu kostnaðarsamar. Höfundur er búsettur í Austur-Evrópu og faðir fjögurra barna á Íslandi. ÍSLAND hefur þróast óvenjulega hratt frá bændasamfélagi til eins menntaðasta neyslusamfélags heims. Þessum hröðu breytingum fylgja í dag bæði tækifæri sem enn eru að miklu leyti ónýtt og áskor- anir sem við erum rétt að byrja að sjá. Stærstu tækifærin byggjast á því að virkja enn frekar þekkingu landsmanna, endurnýtanlega auð- lind sem eykst við virkjun. Stærstu áskoranirnar felast í að draga úr sam- félagsmengandi áhrif- um neysluefnahags- ins, sem birtist m.a. í auknu stressi, óvild, offitu og fíkn. Hvoru tveggja má ná fram með því að leggja rækt við menn- ingu lærdóms, sem hefur til virðingar þau viðhorf að fólk læri að finna hvað það raun- verulega vill, hlusti á hvað aðrir vilja og finni svo sameiginlega fleti á þess- um framtíðarsýnum til að geta sam- nýtt krafta sína til að skapa þær. Velmegun og samfélags- mengun neyslusamfélagsins Neysludrifnar efnahagsvélar ganga á óuppfylltum löngunum, sem markaðsstarf kveikir til að leysa úr læðingi krafta sem knýja neyslu. Þessir kraftar skapa mikla efnahagslega velmegun en því leng- ur sem langanir haldast óuppfylltar því meiri gremja safnast fyrir í fólki sem á endanum finnur útrás í óvild, vanvirðingu, fíkn og annarri hegðun sem mengar samskipti manna. Þessi samfélagsmengun veikir þann sköpunarkraft sem stafar af samskiptum samlynds fólks á öllum sviðum samfélagsins, jafnt í skólum og stofnunum sem fyrirtækjum. Að draga úr samfélagsmengun neysluvélarinnar Þegar neysluvélin kveikir of miklar langanir, meira en fólk getur uppfyllt, fer sú umframorka bæði til spillis og til að spilla samskiptum þess. Lærdómssamfélagið, eins og neyslusamfélagið, er knúið af óupp- fylltum löngunum en með því að gera fólk færara að skapa það sem það vill hlýst af því bæði minni samfélags- mengun og meiri efna- hagsvelmegun. Lær- dómsmenning gerir því efnahagsvélina sam- félagsvænni með því að gera hana skilvirk- ari. Að virkja þekk- ingarauðinn með lærdómsmenningu Að innleiða lær- dómsmenningu á Ís- landi krefst einungis frumkvæðis til að læra að virkja þær óuppfylltu langanir sem eru til staðar í samfélaginu, því það þjónar bæði hagsmunum samfélagsins í heild með því að draga úr sam- félagsmengun og hagsmunum efna- hagsins, og þar með stjórnmála- manna, með því að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna sem, að sögn „stjórnunargúrúsins“ Peter Drucker, er eina leiðin fyrir fyr- irtæki og ríki að öðlast „raunveru- lega og viðvarandi samkeppnisyf- irburði“ og „viðhalda leiðandi stöðu sinni og lífs-standard.“ Þekkingarauðlindin er til staðar. Samfélagslegan, efnahagslegan og pólitískan vilja er ekki erfitt að virkja með því að dreifa þessari grein. Það sem vantar er frum- kvæði og þekkingu til að virkja þekkingarafl landsmanna betur, hvort tveggja má m.a. byrja að sækja í bók „lærdómsstjórnunarg- úrúsins“ Peter Senge, The Fifth Discipline. Sýn á framtíð Íslands sem lærdómssamfélag Jón Þór Ólafsson skrifar um mannlífið, neysluna og lærdóm Jón Þór Ólafsson » Lærdómsmenninggerir því efnahags- vélina samfélagsvænni með því að gera hana skilvirkari. Höfundur er nemi við HÍ & SL. FYRIR skömmu tilkynnti sjáv- arútvegsráðherra niðurskurð á kvóta til þorskveiða um 30%. Í framhaldi er vænst tekju- samdráttar í ýmsum sjávarþorpum sem byggja afkomu sína á þorskveiðum. Sam- dráttur verður sums staðar mjög mikill, t.d. á Snæfellsnesi en þar er talið að byggð- irnar verði beint og óbeint af um það bil 3,5 milljarða kr. tekjum á næsta ári. Í framhaldi kynnti ríkisstjórnin áætlun um mótvæg- isaðgerðir, sem fyrsta kastið munu felast í vegagerð víða um land. Vegagerðin hef- ur í för með sér bætt- ar samgöngur en hún felur ekki endilega í sér að íbúar á þessum stöðum verði ráðnir til vinnu og bætir að því leyti ekki úr at- vinnuleysi sem nið- urskurðinum fylgir. Mótvægisaðgerðirnar felast m.ö.o. að því er virðist einkum í al- mennum umbótum á innviðum samfélags- ins. Ef grípa á til mótvægisaðgerða af þessu tilefni, má telja æskilegt að þær auki atvinnu í þessum byggðum. En hinu opinbera eru mislagðar hendur við „sköpun at- vinnutækifæra,“ eins og það heit- ir, og almenn atvinnustarfsemi er ekki hefðbundið hlutverk hins op- inbera. Þó má hugsa sér ýmis verkefni, sem telja má eðlilegt að ríki eða sveitarfélög sinni, og gætu jafnframt verið tilvalin sem mótvægisaðgerðir vegna ástands- ins sem nú ríkir. Þetta eru verk- efni á sviði náttúruverndar. Eitt verkefni af þessu tagi gæti verið að hreinsa upp sorp og úr- gang, til dæmis ónýtar girðingar, gömul bílflök og þess háttar þar sem slíkt finnst á víðavangi. Eða skipsflök sem grotna niður í fjörum. Annað verkefni gæti falist í landgræðslustörfum þar sem slíks er þörf og endurheimt vot- lendis. Þessar hugmyndir þarfnast ekki nánari útskýringar. Þá má hugsa sér verkefni sem hugsanlega getur gert tvennt í senn: Verið mótvægi gegn áhrifum niðurskurðarins og jafnvel aukið líkur á betri afla í framtíð- inni. Þetta er hægt ef unnt er að nýta vinnuafl í sjáv- arbyggðunum til að bæta aðstæður fyrir fiska í hafinu. Ég hef séð fyrir mér eina leið til þess að gera þetta en ugglaust eru til fleiri aðferðir sem sjómenn, fiskifræð- ingar eða líffræðingar kunna skil á. Margir hafa séð myndir af iðandi lífi í kringum skipsflök og bílakirkjugarða á sjávarbotni í fræðslu- myndum í sjónvarp- inu. Þá hefur því ver- ið haldið fram að grunnvirki olíu- borpalla séu fiskum gott skjól. Allir sjó- menn þekkja hvernig botnvörpur slétta hafsbotninn. Frá öf- um mínum, sem báðir stunduðu sjóinn á fyrri hluta síðustu aldar, þekki ég sögur af því hvern- ig stórgrýtinu sem kom í vörpuna, var haldið til haga og fleygt fyrir borð öllu í senn á tilteknum stöð- um, til að koma í veg fyrir að sama grjótið skemmdi veiðarfærin margsinnis. Sjálfur sá ég kórala og grjót oft koma í troll þegar ég vann hásetastörf á námsárunum. Margir telja að sléttun hafs- botnsins sé ekki heppileg fyrir líf- ríkið og benda m.a. á hið iðandi líf í kringum skipsflökin því til stuðn- ings. Þá hafa menn sums staðar tekið að framleiða sérstök skjól- virki handa fiskum, svonefnd „artificial reefs,“ til að koma þeim fyrir á hafsbotni og efla með því lífríkið á viðkomandi svæði. Það er því íhugunarefni, hvort slík skjólvirki gætu örvað og eflt fiskigengd í hafinu hér í kring. Ef svo er mætti hanna hentug skjól- virki, t.d. úr járnbentri stein- steypu, fyrir aðstæður í sjónum hér í kring. Með því að steypa þau mætti væntanlega koma í veg fyr- ir efnamengun á hafsbotni. Skjól- virkin mætti e.t.v. húða með skeljasandi eða þvílíku, til að auð- velda gróðri að festast við. Fram- leiðsla þeirra gæti verið mótvæg- isaðgerð, vegna þess að hún gæti farið fram í sjávarþorpunum, sem misstu kvóta. Fiskiskip, sem minna nýtast við fiskveiðar vegna minni kvóta, væri unnt að nota til að koma þessum skjólvirkjum fyr- ir á heppilegum og sérvöldum stöðum á hafsbotni, t.d. þar sem menn hafa spillt vistkerfi botnsins með veiðiaðferðum sínum. Þessari hugmynd er varpað fram til þess að skapa umræðu en undirritaður er aðeins leikmaður á sviði fiskifræða og hefur ekki þekkingu til að meta hugmyndina frá fiskifræðilegu sjónarmiði. Ég á þó bágt með að trúa, að ekki sé unnt að hlúa að lífríkinu með úr- ræðum af þessu tagi. Hafa ber í huga að ekki er raunsætt að búast við mælanlegum eða merkj- anlegum áhrifum á fiskistofnana af svona aðgerðum, enda munu stofnstærðarmælingar ekki vera mjög nákvæmar. Þrátt fyrir það má hugsa sér að staðbundin áhrif af aðgerðum af þessu tagi gætu orðið varanleg og mikil þar sem út í þær væri farið, inni í fjörðum og e.t.v. á einstökum gömlum tog- slóðum. Við mat á því hvort svona hug- myndir eru fýsilegar kemur sú spurning eðlilega upp, hvort að- gerðirnar muni borga sig. Það er réttilega talinn vera mjög stór galli á framkvæmdum, að þær borgi sig ekki. En í þessu sam- bandi er þó að mínu mati rétt að hafa í huga að ýmsar þær sam- göngubætur, sem ríkið stendur straum af úti á landsbyggðinni, borga sig seint eða aldrei. Það er ef til vill fyrir löngu kominn tími til að Íslendingar fari að stunda náttúruvernd og „landgræðslu“ í ríkari mæli á hafsbotni en ekki aðeins uppi á þurra landinu. Mótvægisaðgerðir vegna skerðingar kvóta Mótvægisaðgerðir vegna kvótaskerðingar gætu falist í náttúruverndarverkefnum segir Þorbergur Þórsson »Eitt verkefniaf þessu tagi gæti verið að hreinsa upp sorp og úrgang, til dæmis ónýtar girðingar, bíl- flök og þess háttar þar sem slíkt finnst á víðavangi. Þorbergur Þórsson Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.