Morgunblaðið - 15.08.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 15.08.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 9 FRÉTTIR SAMTÖK hernaðarandstæðinga stóðu í gær fyrir mótmælum gegn yfirstandandi hernaðaræfingum á Íslandi. Rúmlega hundrað mótmæl- endur söfnuðust saman við norska sendiráðið í Reykjavík og héldu þaðan að sendiráðum Bandaríkj- anna og Danmerkur og námu loks staðar við Stjórnarráðið. Sendiráð- unum voru afhent leikföng en að sögn Stefáns Pálssonar, formanns samtakanna, var það gert til að „undirstrika fáránleikann í því sem okkur finnst vera byssuleikir full- orðinna drengja“. Spurður hvort ekki sé nauðsyn- legt að halda æfingar skyldi eitt- hvað koma upp á síðar segir Stefán það fara eftir því hvað um sé að ræða. „Ef menn eru að vísa í hryðjuverkaógn þá tel ég okkur geta lært af undangenginni reynslu að þeir sem eru herlausir og varn- arlitlir eru ekki í mestri hættu gagnvart hryðjuverkum.“ Stefán segir skoðun samtakanna vera þá að alltaf sé farsælla að nota þær borgaralegu stofnanir sem finnist hér á landi. „Við erum með almannavarnir, landhelgisgæslu og lögreglu og við eigum að efla þess- ar stofnanir en ekki að nota pen- ingana í að þjálfa upp erlenda dáta sem er með höppum og glöppum hvort séu lausir eða eigi heim- angengt ef eitthvað kemur upp á.“ Morgunblaðið/Júlíus Hernaðaræfingum mótmælt ERLEND klámsíða sem birtir eink- um myndir af ungum drengjum hef- ur vísað notendum sínum á myndir sem vistaðar eru á vefnum barna- land.is. Varað var við þessari síðu á spjall- svæði Barnalands og foreldrar og aðrir umsjónarmenn heimasíðna barna hvattir til að læsa myndasíð- um sínum. Erlenda síðan er í gesta- bókarformi og geta lesendur hennar sett inn færslur þar sem þeir vísa í myndir af ungum drengjum, sem helst eru á aldrinum 2-9 ára, eins og fram kemur á síðunni. Vísað hafði verið í myndir á fjór- tán mismunandi barnasíðum og var vísað á sumar síður oftar en einu sinni. Í gærkvöldi var búið að læsa albúmum allra síðnanna. Fólk læsi myndasíðunum Ingi Gauti Ragnarsson, einn ábyrgðarmanna Barnalands, segir að notendur síðunnar hafi alltaf ver- ið hvattir til þess að læsa annaðhvort síðum barna sinna eða bara mynda- albúmunum, en þeir möguleikar hafi alltaf verið til staðar. „Þegar myndir eru settar inn á vef eru þær opnar öllum þannig að það er því miður alltaf hætta á að þetta gerist.“ Klámsíða vísar á Barnaland Barnaland Fyrst var bent á tengl- ana á spjallvef Barnalands. Virðing Réttlæti Þeir sem fá greidd laun skv. kjarasamningi VR og SA eiga rétt á orlofsuppbót að upphæð 17.400 kr. miðað við fullt starf, annars miðað við starfstíma og starfshlutfall á orlofsárinu. Orlofsuppbótina á að greiða við upphaf orlofstöku og í síðasta lagi 15. ágúst. Nánar á www.vr.is Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda? Gleðilegt sumar! F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Nýjar vörur frá og Stærðir 42-56 Kjólar, leggings, dragtir, skyrtur, bolir og peysur ZIZZI www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Sölusýning í dag frá kl 17:30-19:00 Hólmvað 2-4 - sérhæðir með bílskúr Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Heimili fasteignasala kynnir til sölu stórar 4ra herbergja 155-168 fm sérhæðir í þriggja hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Allar hæðirn- ar eru með sérinngangi og öllum íbúðum fylgir frístandandi 25 fm bílskúr. Sérgarður og svalir með neðri hæð og stórar svalir með efri hæðunum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar með flísalögðu bað- herbergi og þvottahús en annars án gólfefna. Vönduð tæki og innréttingar. Húsið afhendist fullbúið að utan, lóð tyrfð og bíla- stæði malbikuð. Vönduð tæki og innréttingar. Verð frá 37-40,0 m. Sölumenn verða á byggingarstað og taka á móti áhugasömum. Verið velkomin! Laugavegi 63 • S: 551 4422 FALLEGIR FRAKKAR ÚTSÖLUVERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.