Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 11 FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra. „Þegar Geir Hallgrímsson þá- verandi utanríkisráðherra lýsti fyrstur áhuga á því að Íslendingar sæktust eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, árið 1985, var hugmyndin ef til vill óraunhæf enda niðurstaða reyndustu manna utanríkisþjónustunnar að betra væri að undirbúa málið betur og reyna síðar. Það sem hefur breyst síðan er að nú eigum við öflugri ut- anríkisþjónustu sem skipuð er hæfileikafólki sem sótt hefur menntun víða um heim. Okkar fólk getur staðist hverjum sem er snún- ing í því að halda fram hvarvetna sjónarmiðum smárrar eyþjóðar sem stendur vörð um jafnrétti, mannréttindi og mannhelgi. Þetta skrifa ég hér því ritstjóri Morgunblaðsins spyr hverjum hafi dottið í hug sú „vitleysa að Íslend- ingar ættu erindi við háborð al- þjóðastjórnmálanna. Hann leggur út af ræðu sem ég flutti á Hólahátíð um helgina og ferð sem ég fór fyrir skömmu til að kynna mér stöðu mála í einu flóknasta viðfangsefni samtímans, ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Af þessu skrifum og öðrum sem frá ritstjóranum koma er ljóst að hann kýs heldur blindan stuðning við ólögleg árás- arstríð en mótaða afstöðu til flók- inna mála byggða á reynslu og þekkingu á staðháttum. Einungis þannig talar sá sem óvíða ratar. Með skrifum sínum gerir rit- stjórinn lítið úr því hlutverki sem Íslendingar hafa haft á alþjóða- vettvangi. Hann leggur ekki á sig að muna að það var fulltrúi Íslands, Thor Thors sendiherra, sem starf- aði svo ötullega að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að gyðingar eignuðust heimili í Ísraelsríki að nafn hans er þar enn þekkt. Thor flutti tillöguna um stofnun ríkisins en tók ávallt fram að þar með væri málinu ekki lokið. Áfram þyrfti að styðja við sambýli ólíkra þjóða í Palestínu. Ritstjórinn veit einnig að fram- ganga Íslendinga í baráttunni fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu skipti miklu og staðfesta samningamann- anna íslensku við samningu Haf- réttarsáttmálans hafði mikil áhrif. Þannig höfðu Íslendingar áhrif á mótun alþjóðalaga. Hann veit líka hversu mikils framganga Jóns Baldvins Hannibalssonar við hrun Sovétríkjanna er metin hjá grönn- um okkar við Eystrasalt. Ég ítreka það sem ég sagði í ræðunni á Hólum og ekki var end- ursagt í ritstjórnargreininni í gær: Við getum lagt fyrrum nýlendum í Afríku lið minnug þess að við vor- um sjálf nýlenda og þróunarland fram undir miðja síðustu öld. Við getum staðið vörð um alþjóðalög í samskiptum þjóða minnug þess að við erum smáþjóð sem á allt sitt undir því að valdi séu takmörk sett. Og við getum gerst málsvarar þess að mannréttindi, mannhelgi og mannöryggi njóti viðurkenn- ingar ekki síður en réttindi og ör- yggi þjóða. Norðurlöndin skiptast á að bjóða sig fram til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í áratugi treysti Ísland sér ekki þegar röðin kom að því í áratugi. Til saman- burðar skal þess getið að meira en fjörutíu af fimmtíu þróunarríkjum Afríku hafa setið í öryggisráðinu. Það er einsdæmi á Vesturlöndum að jafn auðugt ríki og Ísland skor- ist undan ábyrgð á alþjóðavett- vangi og var gjarnan borið við van- mætti. Vantraust á sjálfum sér getur hins vegar ekki verið regla í alþjóðasamskiptum. Ríkisstjórn Íslands ákvað árið 1998 að Ísland yrði í framboði til öryggisráðsins. Ísland er fulltrúi Norðurlanda og í meira en þrjú ár hafa utanríkisþjónustur allra ríkjanna á Norðurlöndum rekið virka kosningabaráttu fyrir fram- boð Íslands. Þegar ég nú kem að málinu er það afstaða mín að hvernig sem kosningin fer eigi öll framganga Íslands á alþjóðvett- vangi að vera hinni norrænu fjöl- skyldu og Íslendingum til sóma. Nafn Íslands og orðstír skiptir máli. Það skilja kannski ekki þeir sem aldrei skrifa undir nafni.“ Staksteinum svarað SVEITARSTJÓRN Grímseyjar- hrepps hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna skýrslu ríkisendur- skoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju: Í 3 kafla 2. mgr. segir: „Engar athugasemdir munu hafa borist frá Grímseyingum á þessu stigi máls.“ Þessu vísar sveitarstjórn alfarið á bug, þrátt fyrir að ekki hafi borist formleg umsögn Grímseyinga, enda ekki eftir henni leitað, þá kom það skýrt fram í samtölum við þá sem í ferðinni voru og jafnframt við fulltrúa Vegagerðarinnar og samgönguráðu- neytisins, bæði í ferðinni sjálfri og líka í símtölum og tölvupóstsamskiptum eftir ferðina, að það var klár skoðun Grímseyinga að ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að þetta skip yrði keypt. Í 5 mgr. sama kafla segir: „Sveitarstjórn Grímseyjar lýsti sig samþykka kaupunum með formleg- um hætti.“ Í tölvupósti hinn 26. september 2005 frá sveitarstjórn Grímseyjar til samgönguráðuneytisins segir orð- rétt: „Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps hefur tekið til athugunar, og fjallað um gögn er varðar skoðun á M/V Oi- lean Arann. Miðað við þau gögn sem sveitarstjórn hefur nú undir höndum og hefur kynnt sér, ásamt því að hafa skoðað ástand skipsins, getur hún ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á umræddu skipi að svo stöddu. Í skýrslu Ólafs J. Briem, (dags. 25/ 09/05) er gerður fyrirvari um ástand þess hluta og búnaðar skipsins sem ekki hefur verið skoðaður og bent á að miðað við ástand skipsins megi búast við að ástandið sé lélegt. Telur sveit- arstjórn Grímseyjarhrepps því var- hugavert að áætla að kostnaður við að koma Oliean Arann í viðunandi horf, verði minna en nýsmíði ef miðað er við að afskrifa notað skip á 8 árum en nýtt á 16 árum.“ Hinn 28. september 2005 barst svo tölvupóstur frá samgönguráðuneyt- inu varðandi fund sem haldinn var hjá Vegagerðinni daginn áður og þar seg- ir: „Í upphafi fundar var farið yfir at- hugasemdir ykkar eins og þær birtast feitletraðar í skýrslu ÓB. Fram kom í máli allra fundarmanna að athuga- semdir ykkar væru sanngjarnar og myndi allt verða gert sem mögulegt væri til þess að verða við þeim. M.a. get ég staðfest að Vegagerðin hefur fullan hug á að halda samráði við ykk- ur og þá hugsanlega með formlegum hætti verði af þessum kaupum. Önnur atriði svo sem stækkun lestar, breyt- ingar á farþegarými, athugun á peru- stefni koma allar til greina.“ Síðar í sama tölvupósti segir: „Sem sagt í venjulegum orðum þá viljum við ekki kaupa köttinn í sekkn- um og viljum einnig vita svona með einhverri nálgun hver viðbótarkostn- aðurinn umfram kaupverð kynni að verða. Vil í því sambandi ítreka við ykkur að við höfum nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Þá kemur að þriðju aðgerðinni og hún snýr beint að ykkur. Þið verðið að svara mér hvort framangreint sé ykk- ur að skapi og þið séuð viljugir til þess að samþykkja að skipið verði keypt á framangreindum forsendum. Auðvit- að er málið þannig statt að þið verðið í sumu að treysta á orð okkar því sumt er hreinlega ekki þekkt.“ Í tölvupósti hinn 29. september 2005 lýsti sveitarstjórn sig tilbúna að samþykkja kaupin á OA að uppfyllt- um öllum þeim skilyrðum sem fram hefðu komið í málinu. Í skýrslunni er iðulega vitnað í síð- búnar kröfur Grímseyinga og vill sveitarstjórn í þessu sambandi benda á að þær kröfur sem sveitarstjórn hefur sett fram eftir að ákveðið var að kaupa skipið snúast aðalega um ör- yggisbúnað skipsins, aðbúnað far- þega og innra skipulag. Sveitarstjórn hefur undir höndum skoðunarskýrslu Siglingastofnunar sem var gerð eftir skoðun um borð í OA dagana 10. og 11. nóvember 2005. Þessa skýrslu sá sveitarstjórnin fyrst fyrir tveimur dögum, en í henni eru einmitt allar þær „kröfur“ sem Grímseyingar hafa verið að reyna að fá í gegn, eftir að samningur var gerð- ur, taldar upp og þar er talað um ein- mitt þessi atriði, sem þurfi að fram- kvæma til að skipið standist kröfur og fái samþykki Siglingastofnunar. Í viðauka 1 við skýrsluna segir meðal annars um björgunarbáta skipsins: „Bátarnir eru ekki viðurkenndir og skipta þarf þeim út fyrir viðurkennda gúmmíbjörgunarbáta.“ Í skýrslunni er talað um að nauð- synleg burðargeta Grímseyjarferju hafi verið stórlega ofmetin og er vitn- að í athugun Vegagerðarinnar þar að lútandi og talað um að flutningur hafi aldrei farið yfir 60 tonn í ferð. Þessu vísar sveitarstjórn á bug og nefnir í því sambandi að hún hefur undir höndum skjöl er sýna að árin 2005, 2006 og það sem af er árinu 2007 eru um 67 ferðir þar sem Sæfari flytur meira en 60 tonn og ef skoðuð eru við- miðunarár Vegagerðarinnar þá má sjá að árið 2003 er mesti farmþungi Sæfara í einni ferð 147.192 kg. Að lokum vill sveitarstjórn benda á það að í rannsókn málsins var aldrei haft samband við neinn í sveitarstjórn Grímseyjar né aðra Grímseyinga, hvorki til að fá álit, athugasemdir né leita eftir gögnum er málið varðaði. Yfirlýsing frá sveitarstjórn Grímseyjarhrepps Morgunblaðið/RAX Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is REYKJAVÍKURMARAÞON Glitnis verður hlaupið á laugardaginn í tilefni menning- arnætur og lítur út fyrir að það verði með fjöl- mennasta móti. Skráning stendur enn yfir svo heildarfjöldi þátttakenda er enn ekki ljós, en í gær höfðu alls 3.901 skráð sig, þar af 798 út- lendingar. Talið er að hverjum erlendum hlaupara fylgi 1-2 manna fylgdarlið, svo áætlað er að a.m.k. 1.200-1.300 erlendir gestir komi til landsins gagngert vegna hlaupsins. Maraþon á heimsmælikvarða Í ár er sú nýbreytni að bjóða alþjóðlegum af- rekshlaupurum þátttöku og verða þeir 12, frá Kenía, Bretlandi og Norðurlöndunum auk ítalska ólympíumeistarans Stefano Baldini sem sigraði í maraþonhlaupi karla á Ólympíu- leikunum í Aþenu 2004. Að sögn Frímanns Ara Ferdinandssonar, framkvæmdastjóra Reykja- víkurmaraþons Glitnis, er tilgangurinn sá að auka veg maraþonsins sem keppnishlaups. „Undanfarin ár höfum við verið að horfa meira til þess að hvetja almenning til þess að taka þátt þannig að þessi afreksþáttur, sem hefur samt alltaf verið til staðar, hefur ekki verið eins mikið í sviðsljósinu,“ segir Frímann. „Þetta er tilraun til þess að vekja meiri áhuga og athygli á þessari hlið mótsins.“ Reykjavík- urmaraþonið er fjölskylduskemmtun, en jafn- framt Íslandsmeistaramótið í maraþonhlaupi þar sem hlaupið er til verðlauna í tveimur keppnisflokkum, 42 km hlaupi og 21 km hlaupi. Íslenskir hlauparar ættu ekki að láta það á sig fá þótt stór nöfn úr hlaupaheiminum séu boðuð til leiks, því verðlaunaféð verður tví- skipt. „Sú ákvörðun var tekin að hafa annars vegar verðlaunafé fyrir fimm efstu kven- og karlhlauparana, en líka fyrir þrjá bestu Íslend- ingana. Þannig viljum við hvetja íslenska hlaupara til að vera líka með,“ segir Frímann. Ótrúlegur áhugi á hlaupinu Auk maraþons og hálfmaraþons er einnig hlaupið 10 km hlaup, 3 km skemmtiskokk og Latabæjarhlaupið fyrir börn 8 ára og yngri, sem hlaupa 1 km. Vinsælust eru 10 km hlaupin og í fyrra varð algjör sprenging í þeim flokki, svo loka þurfti fyrir skráningu og færri komust að en vildu. „Aðsóknin í fyrra fór langt fram úr væntingum og við áttum ekki gögn til að anna eftirspurninni,“ segir Frímann. „Núna erum við náttúrlega búin að panta miklu meira af gögnum svo við erum tilbúin ef það verða fleiri bombur, en við sjáum hvað gerist.“ Svipaða sögu var að segja um Latabæjar- hlaupið sem haldið var í fyrsta skipti í fyrra. Áður hafði skemmtiskokkið verið vinsælt með- al fólks á öllum aldri, en ákveðið var að hafa sérstaka leið fyrir yngstu hlauparana. Barna- fjöldinn varð mun meiri en búist hafði verið við og nú var ákveðið að færa hlaupið úr miðbæn- um og hagræða fyrirkomulaginu til að tryggja öryggi hlauparanna. Nú á laugardag verður því ræst til Latabæjarhlaupsins eftir aldurs- flokkum svo ekki rjúki allir af stað í einu. Hlaupið verður frá flötinni framan við Háskóla Íslands, þar sem einnig verða skemmtiatriði. Þátttökugjald í Latabæjarhlaupinu er 800 kr. og rennur það óskipt til UNICEF, Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna. Öðrum keppendum býðst að safna áheitum með hlaupunum og virðist það fyrirkomulag vera afar hvetjandi fyrir fólk að taka þátt. Í fyrra söfnuðu starfsmenn Glitnis 23 milljónum króna fyrir ýmis líknar- og góðgerðarsamtök og má ætla að sú upphæð hækki umtalsvert í ár þar sem Glitnir heitir nú líka á viðskiptavini sína. Auk þess getur hver sem er skráð áheit sín á hlaupara í gegnum vefsíðuna www.mara- thon.is. Metnaður fyrir góðgerðastarfi Svo virðist sem mikil stemning ríki meðal hlaupara fyrir því að láta gott af sér leiða og eru margir áhugahlauparar sem láta verða af því að taka þátt sérstaklega vegna safnananna. Að sögn Frímanns hafa 9 af hverjum 10 íslenskum hlaupurum valið sér góðgerðarfélög til að hlaupa fyrir og eru mörg þeirra nú á áheitalist- anum í fyrsta sinn. Önnur voru þar líka í fyrra og nutu góðs af. Þannig hlaut MS-félagið t.d. um 950 þúsund krónur vegna áheita og voru fjármunirnir notaðir til að kaupa tækjabúnað til að gera félagsmönnum um land allt kleift að fylgjast með félagsfundum á netinu. Íslendingar hlaupa til góðs í Reykja- víkurmaraþoni Fólk á öllum aldri í íþróttaföt- um sést nú á hlaupum daginn út og inn. Reykjavíkurmara- þonið nálgast og því ekki seinna vænna að byrja upphitun. Morgunblaðið/Jim Smart Hlaup Metþátttaka var í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og líklegt að hún verði svipuð í ár. Í HNOTSKURN »Forskráning í hlaupið fer fram á vef-síðunni www.marathon.is og lýkur henni kl.19:00 á fimmtudagskvöld. Þá lokast sömuleiðis fyrir áheitasöfnun, sem fer einnig fram á heimasíðu maraþons- ins. »Föstudaginn 17. ágúst fer skráningfram í Laugardalshöll frá 12-21 en þá hækkar þátttökugjald í öllum vegalengd- um nema hjá börnum yngri en 12 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.