Morgunblaðið - 15.08.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 15.08.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 15 MENNING FÍLHARMÓNÍUSVEIT Liverpool ætlar að halda tónleika í beinni út- sendingu í netheiminum Second Life. Í Second Life getur fólk skapað sér per- sónu eftir eigin smekk og lifað lífi hennar að eigin geðþótta, keypt sér íbúð og bíl, farið á bíó og tón- leika og þannig mætti áfram telja. Þann 14. september verður hægt að fara á sinfóníutónleika í netheim- inum, sem finna má á www.second- life.com. Tónleikagestir munu þá sitja í tónleikahöll og horfa á beina útsendingu frá tónleikunum. Í hléi geta menn skroppið á barinn og fengið sér rauðvínsglas, en líklega munu þeir ekki njóta bragðsins. Eft- ir tónleika er svo hægt að spyrja hljómsveitarstjórann Vasily Pet- renko spjörunum úr, þ.e.a.s. net- útgáfu af Petrenko. Sveitin mun leika verk eftir Ravel og Rachmaninoff en einnig verk eft- ir Kenneth Hesketh and John McCabe. Hundrað miðar á tón- leikana standa til boða þeim átta milljónum manna sem taka þátt í Se- cond Life. Netheimurinn var stofn- settur árið 2003. Tónleikar í netheimum Second Life-búi SÝNING á völdum verkum úr safni hjónanna Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur verður opnuð í Gerðarsafni á föstudaginn, 17. ágúst. Þar verða verk helstu meistara íslenskrar myndlistar á 20. öld, m.a. Jóhannesar S. Kjarval, Þórarins B. Þorláks- sonar, Jóns Stefánssonar, Lo- uisu Matthíasdóttur, Gerðar Helgadóttur. Þá er á sýning- unni leyndardómsfullt skúlptúrverk eftir Kjarval, máluð brennivínsflaska. Sýningin stendur til 16. september og opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17. Myndlist Gamlir meistarar í Gerðarsafni Jóhannes Sveins- son Kjarval Í SUMAR hafa menningar- stofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir tíu göngum um miðborgina undir yfirskriftinni „Kvöldgöngur úr Kvosinni“, og það þriðja árið í röð. Nú er komið að síðustu göngunni í ár, en hún verður rölt fimmtudag- inn 16. ágúst klukkan 20. Á þessari Kvosargöngu verður sjónum beint að ýmsum dyrum miðborgarinnar og skyggnst inn fyrir sumar þeirra. Síðusta ganga sumarsins er jafnan óvissuganga svo á huldu er hvert farið verður. Gangan leggur af stað úr Grófinni klukk- an 20, og tekur um það bil klukkustund. Saga Óvæntum dyrum lokið upp Hvaða hurð er þetta? Í OKTÓBER kemur frumraun Hishams Matars, Í landi karl- manna, út hjá JPV í þýðingu Ísaks Harðarsonar. Bókin var á langa listanum fyrir Booker- verðlaunin í fyrra en hún fjallar um Suleiman, níu ára dreng, sem býr í Líbíu undir lok áttunda áratugarins þegar valdatíð Muammars al- Gaddafis hafði staðið í um ára- tug. Faðir Suleimans andæfir kúgun Gaddafis og í kjölfarið er fjölskyldan ofsótt. Sagan er að stórum hluta ævisöguleg, útsend- arar Gaddafis rændu föður Matars og ekki hefur spurst til hans síðan. Bókmenntir Uppvaxtarár í landi Gaddafis Rithöfundurinn Hisham Matar. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ALÞJÓÐLEGIR organistar flykkj- ast til Hallgrímskirkju þessa dagana til að leika á Klais-orgelið mikla. Fyrir tæpum mánuði lék Hannfried Lucke, prófessor í orgelleik við Moz- arteum listaháskólann í Salzburg, og nú er komið að fimum fingrum Bret- ans Christophers Herricks. Herrick á meðal annars það afrek að baki að hafa leikið öll orgelverk Bachs á 14 tónleikum á 14 dögum, á Lincoln Center-hátíðinni í New York fyrir níu árum. Það þykir gífurlegt þrekvirki. Nú er Herrick hingað kominn í fimmta sinn, að þessu sinni til þátttöku í Kirkjulistahátíð. Herrick tók upp sjöunda geisla- disk sinn í útgáfuröðinni Organ Fireworks í Hallgrímskirkju árið 1996, en þeir eru nú orðnir tólf. Í út- gáfuröðinni leikur hann á þekkt org- el víðs vegar um heiminn, orgel sem hann hefur kosið að leika á. Þér hlýtur að líka vel við orgelið og Hallgrímskirkju fyrst þú ert hingað kominn í fimmta sinn? „Jú, að hluta til er það ástæðan og líka sú að fólk býður mér hingað aft- ur og aftur,“ segir Herrick og hlær. Klais-orgelið sé vissulega gott hljóð- færi og hljómburðurinn góður í kirkjunni. Hljóðið í orgelinu sé frek- ar franskt en þýskt, franski hljóm- urinn sé mýkri en sá þýski. Hefur einhver annar unnið það þrekvirki að leika 14 orgelverk Bachs á jafnmörgum dögum? „Ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert það á 14 dögum, dag eftir dag, en ég veit af einum organista sem gerði þetta á 15 dögum, fimm daga í viku,“ svarar Herrick. „Þetta var brjálæði, vissulega mjög þreyt- andi og við bættist mikill hiti enda lék ég að sumri til í New York.“ Her- rick segist þó hafa haft gott af þessu og stefnir að því að endurtaka leik- inn og leika verkin af meiri þroska. Herrick flytur í kvöld orgelverk eftir Johannes Brahms, Iain Farr- ington, Louis Vierne, Dietrich Buxtehude, Petr Eben, Marcel Dupré, Wolfgang Amadeus Mozart og Joseph Jongen. Það verður því nægt eyrnakonfekt í boði fyrir unn- endur orgelverka. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20. Herrick segir þetta mikla og veglega efnisskrá og nefnir sér- staklega verk Tékkans Petrs Ebens, sem tileinkað er Buxtehude. „Það er hreint stórkostlegt,“ segir Herrick. „Þetta var brjálæði“ Christopher Herrick lék öll orgelverk Bachs á 14 dögum Morgunblaðið/Sverrir Orgelvirtúós Herrick hélt meist- aranámskeið í orgelleik í gær. www.kirkjulistahatid.is Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LAUTIR Ólafsfjarðar eru fullar af berjum þessa dagana og tónlistarhá- tíðin Berjadagar því á næsta leiti, hefst 17. ágúst og lýkur hinn 19. sama mánaðar. Berjadagar eru nú haldnir hátíðlegir í níunda sinn og vex hátíðin með ári hverju. Diljá Sig- ursveinsdóttir, fiðluleikari og skipu- leggjandi Berjadaga, segir tilgang- inn með hátíðinni að fólk njóti fagurrar náttúru fjarðarins og fag- urra lista, auk þess að fara í berja- mó. Ekki eru þó eingöngu tónlist- armenn á ferð, einn heiðursgestur úr annarri listgrein tekur þátt á ári hverju og að þessu sinni er það Kristinn G. Jóhannsson listmálari sem opnar málverkasýningu í nýju galleríi í bænum, Listhúsi. Diljá segir Ólafsfjörð mikið berja- land og bæjarbúa duglega við tínslu. Úr berjunum búi menn svo til saft og jafnvel berjavín. Hátíðargestir ættu því að geta hámað í sig ber og haldið saddir og berjabláir í framan á tónleika. Þar mætast ungir og aldnir Dagskráin er samsett með alla fjölskylduna í huga, að ungir sem aldnir fái notið listarinnar. Börnin ættu að gleðjast yfir uppákomu á dvalarheimilinu Hornbrekku, en þar mun dúóið Stemma, þau Herdís víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, flytja sögu í tali, tónum og hljóðum. „Þarna mætast ungir og aldnir og gamla fólkið þarf ekki að fara af bæ til að fá notið tón- listarinnar og menningarinnar. Þar hljómar meðal annars steinaspil Páls á Húsafelli,“ segir Diljá. Þá verður voldugt hljóðfæri, marimba, flutt sérstaklega frá Reykjavík til Ólafsfjarðar vegna hátíðarinnar. Mikilvæg hátíð Diljá sá um skipulagningu hátíð- arinnar í fyrsta sinn í ár og segist hafa lagt áherslu að fá unga og efni- lega tónlistarmenn til leiks, í bland við eldri og reyndari. Diljá segir há- tíðina skipta miklu fyrir bæj- arfélagið, aðsókn hafi verið góð til þessa og góður rómur gerður að henni. Allir í berjamó, sumsé. Berjablá tónlistarhátíð Morgunblaðið/ G. Rúnar Berjadagar Tónlistarmennirnir sem fram koma á hátíðinni í ár. 12 listamenn koma fram á Berjadögum í Ólafsfirði um helgina www.olafsfjordur.is/berjadagar/ Föstudagur 17. ágúst Töfraveröld tóna og hljóða Dvalarheimilinu Hornbrekku kl. 10.30. Saga í tónum og hljóðum. Fífilbrekka og þýsk rómantík Tjarnarborg kl. 20.30. Hátíðin sett með tónleikum í tilefni 200 ára af- mælis Jónasar Hallgrímssonar. Laugardagur 18. ágúst Nostalgíuverk fyrir vanstillta tilfinn- ingastrengi Myndlistarsýning Kristins G. Jó- hannssonar í Listhúsi í Fjallabyggð, Ægisgötu 10, opnuð kl. 14. Frönsk og þýsk náttúrustemning Tónleikar Í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20.30. Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari flytja fiðlusón- ötu Cesars Francs og strengjakvar- tett flytur verk eftir Beethoven. Sunnudagur 19. ágúst Kveðskapur Fljótamanna Tónleikar í Kvíabekkjarkirkju kl. 11. Þjóðleg stund í Kvíabekk. Margrét Hrafnsdóttir sópran og Ólöf Sigur- sveinsdóttir sellóleikari flytja þjóð- lög sem flest eru rituð eftir söng fólks úr Fljótunum. Duo Stemma Marimbu- og víólutónar í Ólafsfjarð- arkirkju kl. 15. Herdís Anna Jóns- dóttir víóluleikari og Steef van Oos- terhout slagverksleikari flytja. Dimmblátt Berjakvöld Lokatónleikar í Tjarnarborg klukk- an 20.30. Salonsveit Berjadaga og þátttakendur hátíðarinnar á léttu nótunum. Dagskrá berjadaga 12.00 – Tónlistarandakt /Klaisorgelið Þátttakendur í meistaranám- skeiði Christopher Herrick leika á Klais-orgelið í Hall- grímskirkju. 20.00 – Tjarnarbíó Vier Minuten! - Kvikmynd eftir Chris Krauss sem hlaut kvik- myndaverðlaun kirkjunnar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í október 2006. 20.00 – Orgelflugeldar Christopher Herrick við Klais- orgelið í Hallgrímskirkju flytur glæsileg orgelverk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Dupré, Buxtehude o.fl. Miðvikudagur 15. ágúst Allir viðburðir fara fram í Hallgrímskirkju nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar á www.kirkju- listahatid.is KIRKJULISTAHÁTÍÐ 11. – 19. ÁGÚST 2007

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.