Morgunblaðið - 15.08.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gróa HelgaKristjánsdóttir,
fyrrverandi bóndi í
Hólmi í Austur-
Landeyjum, fæddist
á Borgargarði í
Stöðvarfirði 13.
febrúar 1915. Hún
lést að morgni
þriðjudagsins 7.
ágúst síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru Þóra Þorvarð-
ardóttir húsfreyja á
Borgargarði í Stöðv-
arfirði, f. 31.1. 1889,
d. 14.11. 1955, og Kristján Carl
Magnússon útvegsbóndi á Borg-
argarði í Stöðvarfirði, f. 16.6. 1876,
d. 17.6. 1945. Systkini Gróu eru
María, f. 8.9. 1909, búsett í Reykja-
vík, Sigrún, f. 17.6. 1912, d. 9.3.
1993, bjó í Keflavík, Magnús, f.
28.6. 1913, d. 18.5. 1982, bjó í
Reykjavík, Tryggvi, f. 4.5. 1917, d.
13.4. 1976, bjó í Keflavík, og Svava,
f. 19.6. 1922, búsett í Reykjavík.
Fóstursystir Gróu Helgu var Hulda
Helgadóttir, f. 7.9. 1915, d. 28.9.
2000, bjó í Reykjavík.
Hinn 7. desember 1946 giftist
Gróa Guðmundi Jónssyni, bónda í
Hólmi í Austur-Landeyjum, f. 26.2.
1916, en hann lést af slysförum
19.7. 1964. Foreldrar hans voru
Ragnhildur Runólfsdóttir frá Fossi
Helga, f. 28.3. 1980, maki Björgvin
Freyr Vilhjálmsson, dóttir þeirra
Arna Liv, c) Ragnhildur Guðrún, f.
17.9. 1981, maki Hermann Örn
Kristjánsson, d) Ólöf Guðbjörg, f.
5.8. 1983, maki Heiðar Þormars-
son, e) Guðmundur Helgi, f. 8.10.
1995 og f) Berglind Inga, f. 18.9.
1998. 4) Garðar bóndi í Hólmi, f.
12.11. 1955, maki Guðrún Jóns-
dóttir. Börn þeirra eru Guð-
mundur, f. 4.7. 1983, María, f. 24.9.
1984, Dagbjört, f. 10.2. 1989 og
Helga Rún, f. 28.4. 1991. Fyrir átti
Garðar Unni Björk, f. 1.5. 1976,
maki Páll Kristbjörn Sæmundsson
og f) Marinó Fannar, f. 16.6. 1979,
maki Berglind Magnúsdóttir. 5)
Ásta bóndi á Arnarhóli, f. 12.11.
1955, maki Erlendur Guðmunds-
son. Sonur þeirra er Jón Heiðar, f.
13.7. 1979. Fyrir átti Ásta Guð-
mund Garðar, f. 20.12. 1973 en
hann lést af slysförum 20.12 1977.
Gróa ólst upp á Borgargarði
Stöðvarfirði og fluttist ung til
Reykjavíkur. Þar lærði hún karl-
mannafatasaum hjá frú Helgu Sím-
onardóttur Melsteð en hjá henni
starfaði Gróa Helga í mörg ár. Árið
1946 hófu þau Gróa Helga og Guð-
mundur búskap í Hólmi og bjuggu
þar saman þar til Guðmundur lést
af slysförum. Eftir það bjó Gróa í
Hólmi með börnum sínum til ársins
1983 en þá tók Garðar, sonur henn-
ar, við búinu. Gróa Helga bjó síð-
ustu tólf árin hjá Jónu Kristínu,
dóttur sinni, og Eggert manni
hennar að Kirkjulæk í Fljótshlíð.
Gróa Helga verður jarðsungin
frá Krosskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
í Mýrdal, húsfreyja í
Hólmi í Austur-
Landeyjum, f. 26.10.
1889, d. 5.12. 1986, og
Jón Árnason, bóndi í
Hólmi í Austur-
Landeyjum, f. 7.3.
1885, d. 14.10. 1964.
Þeim Gróu og Guð-
mundi varð fimm
barna auðið, en þau
eru: 1) Eygló Þóra
hjúkrunarfræðingur,
f. 3.6. 1947, maki Guð-
mann Ingjaldsson, bú-
sett í Reykjavík. Dótt-
ir þeirra er Þóra Sigurborg, f.
28.11. 1975, maki Pétur Örn Þór-
arinsson, börn þeirra eru Embla
Nótt og Eygló Þóra. Fyrir átti
Eygló Guðmund Tryggvason, f.
30.1. 1971, sonur hans er Kristófer
Orri. 2) Erla Ragnhildur skrif-
stofustjóri, f. 3.6. 1947, búsett í
Reykjavík. Börn hennar og Guð-
mundar Ásgeirssonar eru; a) Guð-
mundur Ingi, f. 31.7. 1968, maki
Sigríður Hyldal, sonur þeirra er Jó-
hann Birnir, og b) Helga Björt, f.
3.3. 1979, maki Emil Örn Valgarðs-
son sonur þeirra er Valgarð Ernir.
3) Jóna Kristín bóndi á Kirkjulæk,
f. 30.3. 1954, maki Eggert Pálsson.
Börn þeirra eru: a) Páll, f. 3.10.
1973, maki Kristín Jóhannsdóttir,
dóttir þeirra Álfrún Inga. b) Gróa
Í dag kveðjum við ástkæra tengda-
móður mína, Gróu Helgu Kristjáns-
dóttur. Við slíka atburði leita á hug-
ann margar samverustundir sem við
áttum með henni á liðnum árum. Hún
átti mjög gott að gleðjast með glöð-
um í vinahópi og var þar hrókur alls
fagnaðar. En í alvöru dagsins var hún
mjög vinnusöm og féll henni sjaldan
verk úr hendi, hvort sem að gera við
föt eða prjóna. Sagði hún þá gjarnan
við barnabörn sín þegar hún rétti
þeim sokka eða vettlinga ,,notaðu
þessa svo þér verði ekki kalt.“
Hún reyndi margt á langri ævi.
Veikindi sem að hún komst yfir á
fyrstu búskaparárum sínum í Hólmi.
Þá missti hún Guðmund mann sinn á
besta aldri af slysförum frá fimm
börnum þeirra. Hún hélt þó búskapn-
um áfram ótrauð og sýndi þá best
hvað í henni bjó, dugnaður og áræði
sem best kom fram í því að hún
stækkaði búið og bætti húsakost er
árin liðu. Ég man að hún sagði stund-
um þegar við ræddum þessi ár ,,þá
kom Óli minn í Hemlu og bar á
áburðinn fyrir mig og vinir og sveit-
ungar hjálpuðu þegar þess þurfti.“
Færðist þá angurvært bros yfir and-
lit hennar og skein úr því þakklæti til
alls þessa fólks fyrir hjálpsemi og
vinarhug sem hún aldrei gleymdi
enda var hún sjálf hjálpsöm þar sem
hún sá að þess þurfti með.
Fyrir 12 árum kom hún til okkar
Jónu að Kirkjulæk og eru þau ár okk-
ur öllum á heimilinu ógleymanleg og
mikilsvirði því hún bar hag barnanna
okkar og heimilisins alls svo mjög
fyrir brjósti.
Hún kallaði stundum á mig þegar
hún stóð við gluggann í björtu veðri
og sagði ,,nú sé ég svo vel Hólm,“
enda unni hún Landeyjunum og ekki
síst Hólmi. Þar hafði hún eignast un-
aðsreit sem hún bast tryggðarbönd-
um enda hafði hún eytt þar sínum
bestu árum.
Gróa hafði góða heilsu þar til síð-
ustu mánuðina og sjónin var svo góð
að hún las blöðin gleraugnalaus, þá
90 ára að aldri og þræddi nálar hjálp-
arlaust þegar hún var við hannyrðir.
Nú kveðjum við hana með söknuði
og óskum þess að góður guð leiði sál
hennar fram til lífsins og ljóssins á ei-
lífðarbraut. Hafi hún þökk fyrir allt.
Eggert Pálsson.
Mig langar til að minnast elsku-
legrar tengdamóður minnar Gróu
Helgu Kristjánsdóttur með örfáum
orðum. Ég kynntist Gróu fyrir 27 ár-
um síðan þegar leiðir okkar Garðars
lágu saman.
Dugnaður og vinnusemi var það
sem einkenndi Gróu. Hún sat aldrei
auðum höndum, var alltaf eitthvað að
gera hvort sem það var inni eða úti.
Þegar Gróa var kominn með Budwei-
ser-klútinn á höfuðið þá vissi maður
að hún var kominn í bakstursgírinn,
þá var skellt í kleinur með tilheyrandi
kleinuköllum fyrir krakkana og flat-
kökur bakaðar. Nýbökuðu kleinurn-
ar hennar Gróu og appelsín er eitt af
því besta sem ég hef fengið.
Eitt af því skemmtilegast sem
Gróa komst í var að fara í berjamó og
var þá fátt sem að stoppaði hana. Í
eitt skiptið tók hún sér far með flutn-
ingabíl austur á heimaslóðir sínar til
að komast í ber, þá hátt á níræðis-
aldri. Síðastliðið sumar fórum við
hjónin með Gróu í Veiðivötn og þar
gerði hún sér lítið fyrir og sýndi
dætrum okkar hvernig þær ættu að
renna fyrir fisk. Á heimleiðinni talaði
hún um að ef hún kæmist í veiði eða
ber yrði erfitt að ná henni heim. Hún
var mikið fyrir mannfagnað og fannst
gaman að hafa fjör í kringum sig,
stutt var í sönginn og dansinn þegar
að við átti. Hún mætti ávallt á þorra-
blótin og nú síðast í Fljótshlíðinni þar
sem að hún skellti sér á dansgólfið.
Hún var hress og kát, kom alltaf til
dyranna eins og hún var klædd og
sagði sína meiningu á hlutunum um-
búðalaust.
Alltaf var Gróa til staðar fyrir
börnin mín og er ég henni innilega
þakklát fyrir það.
Ég kveð þig elsku Gróa með þess-
um línum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guð geymi þig, þín tengdadóttir,
Guðrún Jónsdóttir.
Elsku hjartans amma mín, upp er
runnin kveðjustund. Það er svo
margt sem fer um huga minn þessa
dagana, allar yndislegu stundirnar
sem við áttum saman. Ég er svo ótrú-
lega þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta þín öll þessi ár og upplifa lífið
með þér. Þú varst svo einstök í alla
staði, ljómaðir eins og sólin þegar þú
brostir og faðmaðir mann svo inni-
lega og kysstir. Mikið á ég eftir að
sakna þín, elsku amma, en ég er viss
um að afi hefur tekið vel á móti þér.
Þegar ég var lítil var amma alltaf
tilbúin að leika við mig, sagði mér
sögur og söng með okkur alls konar
vísur. Hún var mikið fyrir að spila og
kenndi mér allt sem ég kann í spila-
vist, rommí o.fl. Hún kom líka oft til
manns í kaffi í leikherbergið og þakk-
aði að lokum vel fyrir kaffisopann og
kökurnar. Hún var svo skemmtileg
því hún gerði þetta allt svo raunveru-
legt, þó ekkert væri í bollanum nema
loftið eitt. Það var líka svo notalegt að
fá að lúlla fyrir innan ömmu þegar
hún var hjá okkur í heimsókn. Það
var svo gott að kúra í hana og hlusta á
sögurnar hennar.
Þegar við vorum komnar á ung-
lingsárin systurnar þá var hún amma
ávallt tilbúin að gera allt fyrir mann.
Ég veit ekki hversu marga kjóla hún
saumaði á okkur fyrir árshátíðir og
allir voru þeir svo fallegir og vel
saumaðir. Enda var hún amma mín
svo fær og vandvirk. Hún var ein
duglegasta kona sem ég þekki, vildi
öllu halda svo hreinu og fínu og gera
alla hluti svo vel. Hún var alltaf að og
sat ekki öðruvísi við sjónvarpið eða
útvarpið en með prjónana við hönd.
Síðustu 12 ár ævi sinnar bjó amma
heima hjá foreldrum mínum í sveit-
inni. Það var alveg yndislegt því þá
hafði ég tækifæri á að hitta hana sem
oftast og kynnast henni enn þá betur.
Hún hafði svo gaman af því að tína
ber og veiða fisk og var ég svo heppin
að komast með henni eitt haustið
austur á firði. Þar sýndi hún mér sín-
ar heimaslóðir og við fengum að gista
hjá henni Laugu. Á daginn týndum
við bláber og fórum svo eitt kvöldið á
sjóstöng. Mikið var gaman hjá okkur
í þessari ferð og að hugsa sér að þá
hafi hún amma verið 88 ára. Algjör
blómarós með fjör í æðum.
Hún amma elskaði að vera innan
um fólk og skemmti sér alltaf manna
best á mannfögnuðum. Alltaf þegar
fjölskyldan hittist vildi amma að það
væri sungið og trallað, því þannig var
hún, vildi alltaf hafa líf og fjör í kring-
um sig. Síðustu árin fór hún með okk-
ur fjölskyldunni á Þorrablót og fór
helst ekki heim fyrr en búið var að
kveikja ljósin og ballið búið. Henni
fannst svo skemmtilegt að taka þátt í
fjöldasöng og að dansa. Hún var
hreinlega dásamleg og æðislegt að fá
að vera með henni á þessum stund-
um. Hún kunni svo sannarlega að
skemmta sér fallega og var alltaf svo
lífsglöð og hláturmild.
Elsku amma mín, takk fyrir allar
stundirnar og yndislegu minningarn-
ar. Takk fyrir alla kossana þína og
faðmlögin. Það er svo margt sem ég
hef lært af þér og ég er stolt af því að
bera nafnið þitt. Hvíl í friði elsku
amma mín.
Þín,
Gróa Helga.
Nú hefur hún elsku amma mín
fengið hvíldina eftir nokkurra mán-
aða erfið veikindi. Mig langar til að
minnast hennar hér með nokkrum
orðum. Amma kom mér fyrir sjónir
sem sterk manneskja sem var full af
lífsgleði og alltaf til í að gantast eitt-
hvað.
Ég get ekki annað en dáðst að
dugnaðinum í henni þegar ég rifja
upp lífshlaup hennar. Berklana sem
hún barðist við í 9 mánuði á Vífils-
stöðum, áfallið þegar afi lést af slys-
förum frá henni, búi og fimm börnum
og síðast þegar dóttursonurinn, fjög-
urra ára, drukknaði í bæjarlæknum.
Alltaf stóð hún sterk og hélt ótrauð
áfram búskap í Hólmi þar sem hún
bjó stóru búi. Það er ekki öllum gefið
og ég get ekki annað en verið stoltur
af henni.
En lífið var ekki bara erfiðleikar.
Hún naut þess mjög að koma á
mannamót og sérstaklega ef það var
sungið því þá var hún í essinu sínu.
Einnig hafði hún sérstakt yndi af því
að grípa í spil. Amma hafði mikinn
áhuga á berjatínslu og fór yfirleitt
einu sinni á ári eitthvert í berjamó.
Kom hún þá ævinlega heim með
nokkrar tíu lítra fötur fullar af blá-
berjum sem hún leyfði okkur svo að
smakka á. Þá var nú gaman að lifa.
Það segir mér hugur að berjalynginu
eigi eftir að bregða við þetta haustið
þegar hún birtist ekki.
Hún var alla tíð mjög iðin og aldrei
mátti neinn tími fara til spillis. Aldrei
sá ég hana öðruvísi en hún væri með
prjónana í höndunum eða einhverja
annarskonar handavinnu. Hún var
ólöt við að bæta buxurnar mínar og
ekki leið sá vetur að fengi ég ekki
nýja ullarsokka. Síðustu vikurnar
sem hún lifði talaði hún oft um að nú
þyrfti hún að fara að fá prjónana sína
þó svo að þrekið væri svo lítið að hún
gæti engan veginn valdið þeim. Vilj-
inn var alltaf til staðar. Við göntuð-
umst stundum með það hér áður að
ekki færi hún að pissa öðruvísi en að
kúka um leið til þess að nýta tímann
sem best.
Síðustu 12 ár ævinnar eyddi hún
heima á Kirkjulæk og naut ég því
margra samverustunda með henni.
Hún ræddi oft um gömlu dagana og
fékk ég að heyra sögur af lifnaðar-
háttum kynslóðar sem nú er óðum að
hverfa og með henni mikil vitneskja.
Kynslóðarinnar sem við getum þakk-
að það velmegunarþjóðfélag sem við
búum við í dag.
Ég vil þakka þér elsku amma mín
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman og allt sem þú gafst mér. Ég
trúi því að við eigum eftir að hittast
aftur á nýjum stað þegar minn tími
kemur. Þá verður eflaust eitthvað
gantast og sprellað.
Páll Eggertsson.
Elsku amma mín, ég trúi því varla
að þú sért dáin, finnst svo skrítið að
koma heim á Kirkjulæk og þú ert
ekki þar. Ég sakna þín mikið en jafn-
framt gleðst ég yfir því að þú náðir
þessum háa aldri og yfir því að þú
sért laus úr þeim fjötrum sem veik-
indin voru þér. Maður er samt aldrei
tilbúinn til að kveðja.
Mig langar til þakka þér fyrir allt
sem þú hefur kennt mér, gert með
mér og fyrir mig. Þú varst einstök
dugnaðarkona með mikla lífsgleði og
það var alltaf gott að vera nálægt þér.
Ég sakna þess að geta ekki komið til
þín og knúsað þig og þú sást alltaf ef
manni leið eitthvað illa og sagðir þá
„Ólöf mín, ertu eitthvað domm?“. Ég
man það svo vel þegar ég var lítil og
þú sast inni í eldhúsi og prjónaðir, ég
settist á gólfið hjá þér og þú sagði
mér sögur, sagan um Búkollu var oft-
ar en ekki sögð og sagan um Ein-
björn og Tvíbjörn. Ég man líka þegar
ég var í pössun í Hólmi, tilhlökkunin
hjá mér var mikil. Ég var lögst upp í
rúm hjá Mæju en þá skyndilega hellt-
ist yfir mig þessi mikli „magaverkur“
og hann batnaði ekki fyrr en ég var
komin uppí rúm hjá þér. Það var svo
gott að kúra hjá þér. Skil bara ekki
hvernig þú gast umborið mig, eins
fyrirferðarmikla og mér er sagt að ég
hafi verið í svefni.
Þú hafðir svo einstaklega gaman af
því að vera innan um fólk, lékst á als
oddi, söngst og fórst með vísur sem
oftar en ekki voru aðeins klúrar, já,
þú hafðir sko húmorinn í lagi…
Ég veit þú átt eftir að vaka yfir
okkur og minna á berjamóinn á
haustin en það var nú mikið atriði hjá
þér. Varla var hægt að koma þér
heim úr berjamónum nema kannski
um fimmleytið því þá byrjaði Leið-
arljósið.
Þú kenndir mér að maður á að
gera hlutina vel sem maður tekur sér
fyrir hendur. Þegar ég var að brjóta
þvottinn saman með þér þá var mað-
ur oft látinn brjóta sama handklæðið
tvisvar og svo jafnvel þegar maður
leit undan þá lagaðir þú það sem bet-
ur mátti fara, þú hafðir alveg ótrú-
lega biðlund. Þú hafðir alltaf nóg fyr-
ir stafni. Ég sé þig fyrir mér með
Budweiser-klútinn um höfuðið og
svuntuna um mittið að elda og baka,
afraksturinn af þeirri vinnu bragðað-
ist alltaf vel. Það var líka svo gaman
að fá að taka þátt í bakstrinum með
þér, búa til kleinukarla, fara með flat-
kökurnar og kleinurnar til mömmu,
setja glassúrinn á vínarbrauðin,
skera munstrið í marmarakökuna og
smakka deigið.
Við vorum kannski ekki alltaf sam-
mála þegar kom að því að minnka
draslið í kringum okkur, þér fannst
ég vera alltof mikill bruðlari og mér
fannst þú vera full nýtin, en sennilega
máttum við báðar fara milliveginn.
Ég veit að vel var tekið á móti þér
þegar þú kvaddir þennan heim, þú og
afi saman á ný. Takk fyrir síðustu
orðin sem þú sagðir við mig, þau mun
ég alltaf muna. Minningin um þig
mun lifa, við sjáumst aftur þegar að
því kemur, elska þig.
Þín ömmustelpa
Ólöf Guðbjörg.
Að hugsa sér að fyrir síðastliðin jól
bjóstu til sæng handa mér, skrifaðir
jólakort og keyptir jólagjafir, ekki
kom mér í hugarlund þá að þetta
yrðu síðustu jólin okkar saman. Þú
hafðir gengið í gegnum svo margt á
þinni löngu ævi og ávallt stóðstu heil
upp aftur, það hvarflaði því ekki ann-
að að mér en að þú næðir þér upp úr
þessum veikindum. Elsku amma mín,
ég á svo fallegar minningar um þig,
þú varst mikill atorkukona og sjaldan
sastu auðum höndum. Þú hafðir yndi
af því að veiða og vildir nýta landsins
auðlindir. Á sumrin klæjaði þig í fing-
urna eftir kartöfluuppskeru og berja-
leit. Á haustin fórum við oftar en ekki
með þér í berjamó og þá vildirðu
helst ekki yfirgefa brekkurnar fyrr
en þær væru auðar og föturnar fullar.
Stundum vildum við segja þetta gott
en þú vildir aldrei hætta fyrr en öll
ílát voru orðin full og helst allir pokar
líka. Þú lést ekki vandamálin vaxa
þér í augum, ég man einstaka sinnum
eftir að hafa heyrt dæs og vonleys-
isandvarp en stuttu síðar varstu
komin á fullt aftur. Þú varst mjög
gjafmild kona og máttir ekkert aumt
sjá, ef þú vissir af einhverjum sem
átti um sárt að binda varstu óðara
farin að hugsa hvort þú ættir ekki
eitthvað sem gæti létt þeirra geð.
Elsku amma mín, ég sé þig í huga
mér oft á dag, heyri hlátur þinn og
prjónaglamur, man hvernig þú hlóst
með augunum án þess að brosa þegar
þú vildir ekki láta sjá að þér væri
hlátur í hug. Hvernig þú slóst til
hendinni þegar þér líkaði ekki að
heyra eitthvað. Þú sagðir svo
skemmtilega frá, það urðu einhvern
veginn allar sögur áhugaverðar hjá
þér. Ég man hvað það var gott að
skríða uppí til þín sem barn meðan
foreldrar mínir voru að mjólka, kúra
sig í hálsakotið og heyra söguna um
Búkollu. Elsku amma mín, það er erf-
itt að sjá á eftir þér, ég hugsa ávallt
til þín þegar ég kúri mig undir sæng-
inni sem þú gafst okkur. Þegar kóln-
ar í veðri þá set ég svo á mig vett-
lingana sem þú prjónaðir. Í haust
ætla ég svo að kaupa gjöfina eins og
við vorum búnar að ákveða.
Ég lít í anda liðna tíð,
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning – létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aldrei gleymi …
(Halla Eyjólfsdóttir.)
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Ragnhildur Guðrún.
Elsku Gróa amma, nú hefur þú
kvatt okkur og ert farin til Guðmund-
Gróa Helga
Kristjánsdóttir