Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 227. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Óheppileg tengsl
Örfá dæmi eru um að hafnarvigt-
armenn séu einnig í starfi hjá útgerð
eða fiskvinnslu á sama stað, að sögn
Þórðar Ásgeirssonar fiskistofu-
stjóra, sem telur þetta óheppileg
tengsl. Hann segir að mun algeng-
ara sé að löggiltir endurvigt-
unarmenn séu starfsmenn þeirra
fyrirtækja, sem hafa leyfi til end-
urvigtunar, og telur það í raun óhjá-
kvæmilegt. » Forsíða
Starfsfólkinu sagt upp
Öllum 46 starfsmönnum Ratsjár-
stofnunar verður sagt upp og ráðist
verður í endurskipulagningu loft-
varnakerfisins eftir að Íslendingar
taka við rekstri stofnunarinnar af
Bandaríkjamönnum. » 4
Ferjukaup illa undirbúin
Ríkisendurskoðun telur margt
hafa farið úrskeiðis við undirbúning,
kaup og endurbætur á Grímseyj-
arferjunni. Kostnaðurinn við skipið
verður líklega a.m.k. 500 milljónir en
ekki 150 milljónir eins og gert var
ráð fyrir. » Miðopna og 11
Uggur í Tyrkjum
Framboð Abdullah Gul, utanrík-
isráðherra Tyrklands, til embættis
forseta landsins hefur vakið mörg-
um ugg þar í landi þar sem óttast er
að hann og flokksbræður hans hygg-
ist grafa undan veraldlega stjórn-
kerfinu. » 14
SKOÐANIR»
Staksteinar: Öll sagan sögð?
Forystugreinar: Kraftur í
efnahagslífinu | Tvísýn staða á
sjálfstæðisafmæli
Viðhorf: Óþægilegar niðurstöður
Ljósvaki: Vandræðagangur og …
UMRÆÐAN»
Hvar liggja tækifærin?
É́g ákæri
Er sjónvarp munaðarvara á Íslandi?
Fjölskylduhátíðin ein með öllu
3# 4$
-*
5 ! 2 2"
2 2 2 2
2"
""2 2 2"
2 2 2
"2
2" ,
6(0 $
2 2
2 2 "
" 7899:;<
$=>;9<?5$@A?7
6:?:7:7899:;<
7B?$66;C?:
?8;$66;C?:
$D?$66;C?:
$1<$$?!E;:?6<
F:@:?$6=F>?
$7;
>1;:
5>?5<$1*$<=:9:
Heitast 15°C | Kaldast 6°C
NV og N 8-15 m/s.
Hvassast og rigning
um austanvert landið.
Léttskýjað að mestu
fyrir vestan. » 10
Helgi Snær Sigurðs-
son ræddi við John
Cameron Mitchell,
leikstjóra kvik-
myndarinnar
Shortbus. » 36
KVIKMYNDIR»
Umdeild
kvikmynd
BÓKMENNTIR»
Stephen King hrósar
J.K. Rowling. » 38
Ásgeir H. Ingólfsson
veltir fyrir sér
Miðnæturbörn-
unum, hinu áhrifa-
mikla verki Salmans
Rushdie. » 40-41
AF LISTUM»
Tekin voru
andköf
TÓNLIST»
Nýtt lag frá Mick Jagger
og John Lennon. » 43
TÓNLIST»
Alan Jones heldur
tónleika í kvöld. » 39
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Hleypur um berrössuð
2. 100 flottar fyrirsætur
3. Tveggja ára gamalt barn fannst …
4. Kúluvömbin óholl hjartanu
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
FYRIRHUGAÐ er að reisa níu
hæða byggingu við Strandgötu í
Hafnarfirði sem hýsa á verslanir,
skrifstofur og íbúðir. Innangengt
verður milli nýja hússins og versl-
unarmiðstöðvarinnar Fjarðar.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
framkvæmdina og óttast sumir bæj-
arbúa að hún varpi skugga á byggð-
ina í kring og að vindstrengir mynd-
ist út frá henni. Kynningarfundur
verður haldinn í Hafnarborg á
morgun, á milli kl. 17 og 19, en bæj-
arbúar hafa frest til 22. ágúst til
þess að gera athugasemdir við
bygginguna.
Valur Ásmundsson stendur ásamt
fleiri Hafnfirðingum fyrir undir-
skriftasöfnun gegn byggingu nýja
hússins. „Þetta verður hryllilegt
slys ef af þessu verður,“ segir hann.
Valur segir ennfremur að nýja
byggingin muni byrgja fyrir sólar-
ljós inn í miðbæinn, sérstaklega á
vorin þegar sól er lágt á lofti. Hann
hefur jafnframt áhyggjur af því að
bilið milli turnanna tveggja beini
sterkum vindum inn í miðbæinn.
„Sérstaklega í vestan- eða
suðvestanátt, þá verður alltaf rok á
Strandgötunni þar sem áður var
alltaf logn,“ sagði Valur.
Skuggamyndun minni en áður
Sigrún Þorgrímsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Hanzahópsins, sem
stendur fyrir nýbyggingunni. Hún
segir að byggingin kasti ekki meiri
skugga en þær sem voru þar fyrir.
„Það var upprunalega gert ráð
fyrir tólf hæða húsi en í kjölfarið á
skuggakönnun var það lækkað niður
í níu. Þá er skuggamyndunin innan
þess sem var áður.“
Hún segir einnig ástæðulaust að
hafa áhyggjur af vindstrengjum á
Strandgötunni og að straumar vinda
við húsið verði teknir með í reikn-
inginn við hönnun þess. Hægt sé að
stýra þeim að einhverju leyti með
vindskeiðum. „Það er líka búið að
gera vindlíkan og það er ljóst að eft-
ir því sem húsin eru hærri koma
meiri sveipir. Bilið nær hins vegar
ekki niður á jörð heldur aðeins niður
á þriðju hæð, og þá myndast sveip-
irnir ofar. Þessir turnar gefa gott
skjól við Hafnarborg þar sem á að
vera útivistarsvæði.“
Hún segir andstöðuna byggjast á
þekkingarskorti og að þeir sem mót-
mæli skipulaginu hafi ekki kynnt
sér málið nógu vel. Sigrún segir að í
aðalskipulagi Hafnarfjarðar sé sér-
staklega tekið fram að Strandgatan
sé vindasöm og illa fallin til útivist-
ar. „Þetta er svosem ekkert nýtt að
það sé rok þarna,“ sagði Sigrún.
Stórhýsi mótmælt
Undirskriftasöfnun er hafin gegn níu hæða fjölbýlis- og verslunarhúsi við
Strandgötu í Hafnarfirði Áhyggjur af skuggavarpi og vindstrengjum
Nýbygging Fyrirhugað stórhýsi við Strandgötu í miðbæ Hafnarfjarðar veldur sumum íbúum áhyggjum.
Í HNOTSKURN
»Ætlunin er að verslanirverði á neðstu tveimur
hæðunum og skrifstofur á
þeirri þriðju, sem er talsvert
minni. Íbúðir verða á efstu sex
hæðunum, í tveimur turnum.
»Nánari upplýsingar oguppdrætti af nýja skipu-
laginu er að finna á
www.hafnarfjordur.is
NORSKA fjármálaeftirlitið rannsakar nú hvort
Exista og Kaupþing hafi í sameiningu reynt að
komast hjá lögum um takmarkaðan eignarhlut í
fjármálafyrirtækjum.
Félögin eiga nú samanlagt um 26% hlut í norska
tryggingafélaginu Storebrand.
Exista á 5,6% og Kaupþing hafði fengið und-
anþágu til eiga 20%. Óbeinn eignarhlutur Exista,
sem er stærsti hluthafi Kaupþings, er því 26%.
Eftirlitið hefur sent bréf til félaganna og krafið
þau svara til að kanna tengsl þeirra og hvort þau
hafi haft samráð um kaupin sín á milli. Komist
norska fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að
hlutur Kaupþings og Exista skuli teljast sem einn
eignarhlutur, er þeim skylt að sækja annaðhvort
um leyfi eða selja þannig að samanlagður eign-
arhlutur í Storebrand fari ekki yfir 20%. | 13
Exista og Kaup-
þing í rannsókn
LEIKFANGAFRAMLEIÐANDINN Mattel hefur
innkallað yfir 18 milljónir leikfanga sökum þess
að litlir seglar í þeim losna auðveldlega. Komi það
fyrir að börn gleypi seglana geta þeir fest saman
og valdið skemmdum í meltingarvegi.
Hjá Sigurði Hansen, rekstrarstjóra Hagkaupa,
fengust þær upplýsingar í gær að verið væri að
fara yfir vörulista en fljótt á litið virtist sem um-
ræddar vörur hafi ekki verið seldar í verslunum
Hagkaupa.
Þá segir verslunarstjóri í Leikbæ að sum leik-
fanganna séu seld hjá þeim en ekki úr gölluðu
framleiðslunni, frá maí 2003 til loka árs 2006.
Erlendis hefur verið tilkynnt um þrjú slys á
börnum tengd seglunum og þurftu börnin að
gangast undir aðgerð. Hægt er að nálgast upplýs-
ingar um innkölluðu leikföngin á www.cpsc.gov.
18 milljón leikföng innkölluð
Leikföng úr gallaðri framleiðslu líklega ekki seld hér
Reuters
Gölluð Polly Pocket, Doggie Day Care og
Barbie-leikfangasett voru m.a. afturkölluð.