Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 30
heimsstyrjöldin síðari 30 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is A rngrímur Jóhannsson flugstjóri, gjarnan kenndur við Atlanta, hefur lagt ómælda vinnu í að halda sögu flugs á Íslandi á lofti. Hann hefur unnið óeigingjarnt starf í þeim efn- um og eftir því hefur verið tekið er- lendis, ekki síst í Bretlandi, en Arn- grímur var sæmdur æðstu heiðursgráðu Konunglega breska flugmálafélagsins. Málið átti sér nokkurn aðdrag- anda því það er ekki á hverjum degi sem Bretar veita slíkar viðurkenn- ingar. Meðmæli með Arngrími komu úr tveimur áttum, fyrir framlag hans til flugreksturs almennt og ekki síð- ur söguáhuga hans og þeirri minn- ingu sem hann hefur haldið á lofti um flugmenn bandamanna í heims- styrjöldinni síðari. Í gegnum árin hefur Arngrímur lagt sig í líma við að rækta þessi tengsl við breska félaga. „Af tilviljun komst ég í samband við einn af þeim sem hafði verið hér á Kaldaðarnesi á árunum 1940 til 1942, í 269. herdeild Konunglega breska flughersins (RAF). Hann var frá Kent og eftir smáspjall þegar við hittumst árið 1999 sagði hann mér frá því að ennþá væru 16 á lífi úr hans herdeild sem hérna var. Ég ákvað að bjóða þeim til Íslands og það tókst. Hingað komu 11 úr deildinni og fjórir mak- ar.“ Tækifærið var notað til þess að minnast látinna félaga. „Í fyrstu ætl- uðum við að setja upp minningar- stein á Kaldaðarnesvellinum en það varð úr að við settum hann upp á Selfossflugvelli.“ Erfiðar aðstæður Þessi minnisvarði er einungis helgaður þeim sem flugu frá Kald- aðarnesvelli, í 269. herdeildinni. „Við hittum þá um vorið og drifum síðan í þessu. Þeim fannst ekki slæmt að ég væri ennþá að fljúga og við flugum síðan heim í Boeing 747 frá Atlanta og ég skilaði þeim síðan heim fjórum dögum síðar,“ segir Arngrímur þeg- ar hann hugsar til þessara vina sinna. „Þeim fannst komið fram við sig eins og kónga, en mér leiddist ekki heldur,“ segir hann og brosir. Arngrímur segir að þessir gömlu herflugmenn hafi borið hlýjar til- finningar til Íslands. „Ég man að þegar við komum á Kaldaðarnesvöll- inn labbaði einn úr þessum hóp út og staldraði við einn úti á vellinum. Ég gekk til hans og hélt að eitthvað væri að. En þarna stóð hann, grátandi, en vildi ekki láta hina sjá það. Minn- ingar hans voru sterkar, skiljanlega. Þetta voru ungir menn sem hingað komu og flestir með litla reynslu í flugi.“ Það var meira en að segja það að fljúga inn á Kaldaðarnes. „Þótt þeir væru t.d. að leita út í sjó voru engir vitar til að fara eftir. Þeir urðu því að lækka sig, vitandi að þeir væru nógu langt út frá landi. Ef það var lág- skýjað flugu þeir bara undir ölduna og lækkuðu sig, flugu upp að landinu og beygðu til vinstri eða hægri, þangað til þeir komu að árósum, Ölf- usárósum og Þjórsárósum, þangað til þeir áttuðu sig á því hvort þeir ættu að beygja til austurs eða vest- urs.“ Þeir kveiktu líka elda á Ingólfs- fjalli til þess að vísa sér veginn. „En eins og gefur að skilja fórust margir þarna og víðar.“ Þessir óhörðnuðu ungu flug- hermenn sem hérna þjónuðu áttu sumir hverjir eftir að gera flug- mennsku að ævistarfi. Þorsteinn heitinn Jónsson, sem er goðsögn meðal flugáhugamanna, er frægt dæmi um það, en hann var í orr- ustusveit breska hersins, 111. deild, og átti síðan eftir að eiga langan feril sem atvinnuflugmaður. Óskráð ævintýri í Norðurhöfum Flug þessara ungu manna eiga sér líka sínar kómísku hliðar. Í annálum kemur fram að þeir fóru í „special mission“, eins og það var orðað, sér- stakan leiðangur til Skotlands á Hudson-vél. „Á leiðinni til baka fóru þeir niður, langt suður í sjó, og varð að ósk sinni eins og fleiri kafbátaleit- armanna, að sjá þýskan kafbát kom- ast upp á yfirborðið. Ég á úrdrætti, bæði úr kafbátnum og flugvélinni, og fram kemur að það varð geðshrær- ing á báðum stöðum. Ástæðan fyrir því að kafbáturinn leitaði upp var að áhöfnin var að skipta um batterí, ekki að hlaða. Skipstjórinn ákvað í hasti að kafa aftur og þá duttu ein- hver batterí úr hillum þannig að ólíft varð í bátnum út af sýrugufum. Hann varð því að koma upp aftur. Hudsoninn flaug í kring allan tímann en opinbera skýringin á því að ekki var hægt að setja út sprengjur var sú að hurðin hefði staðið á sér, hún hefði verið blokkeruð. Það var orðin heilmikil umsetning í kringum þennan kafbát þegar hann kom aftur upp, sjóflugbátur frá Am- eríkönum, tundurspillir og „togari“ voru komnir á svæðið. „Það eru til myndir af því þegar báturinn kom upp og áhöfnin veifaði einhverju hvítu á þilfarinu. Gárungarnir sögðu að það hefðu verið nærbuxur skip- herrans.“ Settur var út bátur til að taka áhöfnina yfir. En skipstjórinn hljóp niður og menn voru hræddir um að Í minningu útvarða Atlantshafsins Flugmálafélag Íslands, með Arngrím Jóhanns- son í forystu, minnist allra þeirra herflug- manna, sem dvöldust hér á styrjaldarárunum með því að reisa þeim minn- isvarða í Fossvogs- kirkjugarði. Minnisvarð- inn verður afhjúpaður næstkomandi miðviku- dag að viðstöddum for- seta Íslands og hertog- anum af Kent, sem jafnframt er verndari Konunglega breska flug- hersins. Kristján Þor- valdsson ræddi við Arn- grím. Morgunblaðið/Kristinn Hluti sögunnar „Auðvitað var stríðið skelfilegt en við getum ekki neitað því að það er hluti af sögu okkar,“ segir Arngrímur. Morgunblaðið/Kristinn Brotlending Sprengjuflugvél af gerðinni Lockheed Vega Ventura, frá Kon- unglega breska flughernum, brotlendir á Reykjavíkurflugvelli árið 1942. Í samantekt sem Flugmála- félag Íslands lét semja um hlutverk flugherjanna á styrjaldarárunum kemur þetta m.a. fram: Á árum heimsstyrjald- arinnar gegndu flugherir Bandamanna miklu hlutverki í vörnum Íslands og sigl- ingaleiða yfir Atlantshaf og norður til Rússlands. Hundr- uð breskra, bandarískra, kanadískra og norskra flug- manna tóku þátt í sjóhern- aðinum einkum frá flug- völlum í Reykjavík og Kaldaðarnesi. Aðrir vörðu landið fyrir ásókn þýskra könnunar- og sprengju- flugvéla, önnuðust herflutn- inga og stunduðu veður- og ískönnunarflug. Rannsóknir sagnfræðinga á gangi styrjaldarinnar hafa sýnt fram á að flugsveitir, sem staðsettar voru á Ís- landi, áttu drjúgan þátt í því að yfirbuga þýska kafbáta- flotann og tryggja Banda- mönnum þannig sigur í orr- ustunni um Atlantshaf. Sá sigur var mikilvægur áfangi í lokasigri yfir Þýskalandi Hitlers. Á stríðsárunum tókst Bandamönnum einnig að leggja nýja flugleið yfir norðanvert Atlantshaf. Flug- vellirnir í Reykjavík og Keflavík höfðu geysimikla þýðingu fyrir þessa nýju samgönguæð, sem gerði Bandamönnum kleift að ferja þúsundir flugvéla yfir hafið frá Bandaríkjunum og halda uppi mikilvægum liðs- og birgðaflutningum loftveginn. Allt þetta herflug frá land- inu og um það krafðist mik- illa fórna, enda var flug- tæknin þá tiltölulega stutt á veg komin. Fjöldi herflug- véla fórst á íslenskri grundu og á hafinu umhverfis landið og hundruð flugmanna týndu lífi. Varnir, fórnir og sigur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.