Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 27
Var skemmtilegt að koma að gerð þessarar myndar? „Já, það var afskaplega skemmti- legt. Í fyrsta lagi að vinna með þeim Dunu og Halldóri Þorgeirssyni sem framleiðir myndina og öllum öðrum aðstandendum þessa verks. Einnig vorum við nokkuð lengi úti á landi við gerð myndarinnar og það skapast sérstök stemning að vinna við slíkar aðstæður sem vonandi hefur skilað sér í góðri útkomu. Flestallar útisen- ur myndarinnar gerast á Malarrifi á Snæfellsnesi. Ég vona sannarlega að þessi mynd eigi eftir að eiga gott gengi, tilgangur hennar á það skilið og svo er mér mjög annt um íslenska kvikmyndagerð – að hún nái að blómstra.“ Selma vill gera vel Blómastelpan Selma er sú persóna sem hvað mestrar samúðar nýtur þegar horft er á myndina, fyrir utan þau fórnarlömb ofbeldis sem komið hefur verið fyrir á Veðramótum. En er ástæða til að hafa samúð með Selmu? „Selma kemur frá efnuðum for- eldrum og hefur framan af ekki þurft að hafa mikið fyrir lífinu en þegar hún verður tvítug ákveður hún að standa á eigin fótum og gegn vilja foreldra sinna fer hún vestur að Veðramótum til að stýra upptöku- heimili fyrir vandræðaunglinga ásamt kærasta sínum Blöffa og Hálf- dáni vini hans,“ segir Tinna Hrafns- dóttir, sem leikur Selmu. „Það sem líklega fær fólk til að fá samúð með persónunni Selmu er að hún ætlar sér að gera vel, hún vill búa til fal- legan heim fyrir þessi illa förnu börn en gerir sér ekki grein fyrir hvað þau hafa gengið í gegn um og er því að vissu leyti óvarin, – reynsluna skort- ir. Einmitt vegna þess hve óvarin hún er lendir hún í að berast með kring- umstæðum í stað þess að taka málin í eigin hendur og stýra atburðarásinni – fyrir vikið verður hún einhvers kon- ar fórnarlamb aðstæðna sem hún þekkir ekki.“ Er þetta Harmleikurinn – með stórum staf – í lífi Selmu? „Tvímælalaust. Þetta er vendi- punktur í hennar lífi sem mun móta hennar persónu, enda kemur það fram í myndinni þegar hún er eldri. Hún treystir sér þá ekki til að sak- fella eitt fórnarlambanna því hún finnur sjálf til ábyrgðar á því að hafa ekki kunnað að vinna rétt úr að- stæðum á Veðramótum.“ Hvað hafðir þú að fyrirmynd í sköpun persónu Selmu? „Duna byggir þessa sögu á eigin reynslu úr Breiðavík en samt sem áð- ur er myndin skáldskapur, Selma er því ekki Duna í þeim skilningi að þarna sé um hennar persónu að ræða. Ég kynnti mér auðvitað hippa- tímabilið. M.a. hittumst við öll sem lékum í myndinni og Guðný leikstjóri og hlustuðum saman á mjög skemmtilegan fyrirlestur og sáum myndir hjá Guðmundi Oddi Magn- ússyni, prófessor í Listaháskóla Ís- lands, um þetta tímabil þar sem var farið vel í það hugarfar og strauma sem einkenndu það.“ Hvaða tilfinningar ber Selma til Blöffa þegar fram í sækir? „Örlög Blöffa eru henni þungbær og staða hans er að vissu leyti slík vegna þess að Selma brást ekki rétt við. Hún var blind af afbrýðisemi og vonbrigðum yfir hvernig hlutirnir fóru á Veðramótum. Heimur Selmu hrynur í einu vetfangi og hún þarf að kyngja því að það sem hún taldi vera rétt var það ekki. Hugsjónin gekk ekki upp. Mér finnst að vissu leyti að saga Selmu sé saga hippatímans og hug- sjóna hans. Hipparnir vildu vel en gerðu lítið annað en breiða yfir ljót- leika heimsins.“ gudrung@mbl.is Hópmynd Leikarar, leikstjóri og tökulið skemmti sér konunglega á Arnarstapa og Malarrifi við gerð mynd- arinnar Veðramót. Koman Hálfdán heldur innreið sína að Veðramótum. Með Atla Rafni er Arn- mundur Ernst Bachmann sem leikur Otta, einn vistmanna á Veðramótum. Góðgjörn Tinna Hrafnsdóttir sem Selma, hin góðgjarna hippastúlka sem fer með kærastanum sínum að Veðramótum til þess að láta hug- sjónir þeirra rætast. Vinir F.v. Atli Rafn og Hilmir snær sem vinirnir Hálfdán og Blöffi á Veðra- mótum. Samstarfsfólkið Vinirnir Hálfdán og Blöffi ásamt Selmu, þ.e. f.v. Atli Rafn, Hilmir Snær og Tinna í hlutverkum sínum í Veðramótum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 27 Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu Grensásvegur – Reykjavík Heilt hús á horni Grensásvegar og Fellsmúla Vandað og vel staðsett 1.440 fm skrifstofuhúsnæði. Um er að ræða heila húseign á 4 hæðum með lyftu. Eignin skiptist í fjölmörg skrifstofuherbergi, opin vinnu- rými, kaffistofur, snyrtingar og skjalageymslur. Tilbúið til afhendingar strax. Næg bílastæði; 8 í bílageymslu og 26 á steyptum palli við húsið. Samtals 33 bílastæði fylgja þessari eign. Húsið hefur mikið auglýsingagildi. Leigist eingöngu í einu lagi Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 eða á karl@kirkjuhvoll.com • Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.