Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 76
76 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6:30 - 8:30 - 10:30 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 4 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ensku tali kl. 3:30 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ / KRINGLUNNI KNOCKED UP kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.14.ára KNOCKED UP kl. 5 - 8 - 10:50 LÚXUS VIP DISTURBIA kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.14.ára LICENSE TO WED kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.7.ára ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 2 - 3 - 5:30 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 3 - 10:10 B.i.10.ára HARRY POTTER 5 kl. 12:30 B.i.10.ára WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? / ÁLFABAKKA eeee JIS, FILM.IS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL GETUR ROTTA ORÐIÐ MEISTARAKOKKUR Í FÍNUM VEITINGASTAÐ? VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á Tónlistin hljómar kunn-uglega frá fyrstu hljóm-um, kraftmikið hrynparknýr rokkið áfram og of- an á þéttan taktinn leggjast væl- andi gítarar með hæfilegri bjögun – Bon Jovi, hugsar eflaust ein- hver, enda rokkið óneitanlega iðn- aðarkennt við fyrstu hlustun. Allt fær þó annan svip þegar söngv- arinn hefur upp raust sína, því hann syngur eiginlega ekki, talar bara hátt en fylgir þó laglínunni og textarnir stinga líka í stúf, ekki innihaldlaust væl að hætti legíó iðnaðarrokksveita heldur þjóð- félagsgreining, lífsreynslusögur úr ræsinu og húmorísk innslög um lífið og tilveruna. Hljómsveitin heitir Hold Steady, ættuð frá Minneapolis, en höfuðpaur hennar, söngvarinn sem getur ekki sungið, Craig Finn, var áður fremstur meðal jafningja í sveitinni Lifter Puller skömmu fyrir aldamót. Tónlistin sem sú sveit lék var einskonar pönk en þegar hún lagði upp laupana flutt- ist Finn til New York og tók upp nýja háttu, klassískt gítarrokk með sólóum og tilheyrandi og mergjuðum textum – eins og Springsteen hefði hljómað ef hann hefði alist upp í krakkbæli og aldrei hitt Clem Clemmons. Vælandi indíkrakkar Fyrsta skífan, The Hold Steady Almost Killed Me, kom út 2004 og var herhvöt – á henni gaf Finn eiginlega frat í vælandi indíkrakka í fyrsta laginu, segir fyrst sögu Bandaríkjanna á hálfri annarri mínútu, rekur hvernig draumur hvers áratugar varð að martröð, og síðan er slegið í: „All you sniff- ling indie kids / HOLD STEADY!“ Annars er platan um unglinga sem eru að sökkva til botns í neyslusamfélaginu, finna engan tilgang í lífinu nema þann að skemmta sér og þegar nennan er ekki til staðar þá grípa menn til vímuefna ýmiskonar til að bægja frá sér leiðindunum. Eins og hann orðar það í laginu um rokksveitina á barnum: „Half the cats are calling out for Born to run / the other half are calling out for Born to Lose / Baby we were born to choose / We got the last call, bar band really really really big decision blues / We were born to bruise / We were born to bruise.“ Dýpra, dýpra Platan seldist ekki nema miðl- ungi vel, menn vissu eiginlega ekki hvernig átti að flokka aðra eins músík, en þeir sem lögðu við hlutir tóku skífunni vel og ýmsir völdu hana bestu plötu ársins, aðrir bestu plötu ársins sem eng- inn hefði heyrt og einn gekk svo langt að segja að þar væri komin besta plata nýrrar aldar. Á næstu skífu, Separation Sunday sem kom út 2005, ganga aftur persónur af þeirri fyrstu, þau Halleluiah, kölluð Holly, Gi- deon og Charlemagne, taka á sig skýrari mynd og sökkva dýpra. Holly verður fíkill og vændiskona þar til hún finnur guð í bili, en svo byrjar allt aftur, Charle- magne melludólgur, og Gideon snoðkollur og siðblindur dóphaus. þegar sagan hefst halda þau öll að þau séu svo æðisleg, hlusta á The Replacements og finna mikið til þess hvað þau séu gáfuð og klár, en þegar henni lýkur eru þau komin til botns og nenna eig- inlega ekki að reyna að komast upp aftur. Boys and Girls in America kom svo út rétt fyrir síðustu áramót og lenti víða ofarlega á árslistum. Þau Holly, Gideon og Charle- magne ganga aftur á skífunni, en þau eru ekki nema svipur hjá sjón, útbrunnin í sífelldri leit að fyrsta fylliríinu eins og allir alkar. Plötunni var gríðarvel tekið af gagnrýnendum, en það verður að segjast eins og er að annað hvort skilja menn The Hold Steady eða alls ekki – dómarnir sem birtast um skífur sveitarinnar á Amazon eru til að mynda ýmist ein stjarna eða fullt hús. Lifað og leikið í ræsinu Sumar rokksveitir eru svo sérstakar að menn ýmist dá þær eða hata – það er eiginlega ekkert þar á milli. The Hold Steady er einmitt slík sveit, ýmist talin með bestu hljómsveitum eða þeim verstu. Umdeild Bandaríska rokksveitin The Hold Steady. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.