Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MAREGT bendir til þess að loka- umferðirnar í landsliðsflokki á Skák- þingi muni snúast upp í baráttu þeirra Hannesar Hlífar Stefánsson- ar og Stefáns Kristjánssonar. Hann virtist ætla að vinna mótið fremur auðveldlega með því að ná 1½ vinn- ings forystu eftir fimm umferðir mátti bíta í það súra epli að tapa fyrir Snorra G. Bergssyni í sjöttu umferð og í sjöundu umferð tapaði hann fyr- ir Sefáni Kristjánssyni. Skyndilega voru fjórir skákmenn efstir: Hannes, Stefán, Þröstur Þórhallsson og títt- nefndur Snorri, allir með 4½ vinn- ing. Í áttundu umferð unnu Hannes og Stefán örugga sigra en Þröstur og Snorri gerðu jafntefli. Þröstur gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn en Snorri getur ekki samið stutt jafntefli eins og hann gerði á móti Lenku Ptacnikovu í 8. umferð. Í næstsíðustu umferð sem tefld var í gær mættust Hannes og Þröstur og Stefán og Snorri. Staða efstu manna að loknum átta umferðum: 1.-2. Stefán Kristjánsson og Hannes Hlífar Stefánsson 5½ v. 3.-4. Þröstur Þórhallsson og Snorri Bergsson 5 v. 5. Bragi Þorfinnsson 4½ v. Taflmennskan í þessu móti hefur verið skemmtileg og lífleg. Það á einnig við um landsliðsflokk kvenna þar sem margfaldur Íslandsmeistari Guðlaug Þorsteinsdóttir á í harðri baráttu við hina 14 ára gömlu Hall- gerði Helgu Þorsteinsdóttir. Eftir sex umferðir voru þær báðar með 5½ vinning og flest sem bendir til þess að þær deili efsta sætinu. Árangur Guðlaugar kemur ekki á óvart en frammistaða Hallgerðar er vitaskuld frábær. Hún hefur þegar unnið bæði Hörpu Ingólfsdóttur og Sigurlaugu Friðþjófsdóttur og hefur teflt af miklu öryggi. Stöllur hennar af yngri kynslóðinni hafa einnig staðið sig vel, t.d. Tinna Kristín Finnbogadótt- ir úr Borgarfirði sem er í 3.-4. sæti ásamt Hörpu. Staða þeirra efstur eftir sjö um- ferðir: 1.-2. Guðlaug Þorsteinsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5½ v. 3.-4. Harpa Ingólfsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir 4 v. Hér á eftir fylgir hinn mikilvægi sigur Stefáns yfir Hannesi. Ítalski leikurinn er enn býsna vinsæll þó að Hannes þurfi ekki að kvarta yfir ár- angri sínum í þeirri byrjun. Hann tekur snemma þá ákvörðun að skipta upp á e3 sem gefur hvítur ýmsa möguleika á miðborðinu og eftir f- línunni. Eftir þóf í miðtaflinu þar sem Stefán hafnar jafntefli nær hann miklum þrýstingi eftir hornalínunni h1-a8 og skálínunni a2g8. Eitthvað verður undan að láta og Stefán knýr fram sigur með nokkrum hnitmiðuð- um leikjum: Skákþing Íslands 2007; 7. umferð: Stefán Kristjánsson – Hannes Hlífar Stefánsson Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 4. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 a6 6. 0–0 d6 7. Bb3 Ba7 8. Be3 Bxe3 9. fxe3 0–0 10. Rbd2 d5 11. exd5 Rxd5 12. De2 Be6 13. Re4 h6 14. Rc5 Bc8 15. d4 b6 16. Re4 exd4 17. exd4 Rf4 18. De3 Rg6 19. Hae1 Ra5 20. Bc2 Rc4 21. De2 Be6 22. Rg3 Rf4 23. De4 Rg6 24. De2 Rf4 25. Df2 Rd6 26. Re5 Rd5 27. Df3 Dc8 28. Dd3 f5 29. Bb3 Db7 30. Rg6 Hfe8 31. Hxe6 Hxe6 32. Rf4 Rxf4 33. Hxf4 Hae8 34. Rxf5 b5 35. Rxh6+ – og Hannes gafst upp. Eftir 35. … gxh6 kemur 36. Dg6+ og 35. … Kh8 er einfaldast að svara með 36. Bxe6 o.s.frv. Heimsmeistaramótið í Mexíkó hefst á miðvikudag Heimsmeistaramót FIDE verður sett í Mexíkóborg miðvikudaginn 12. september en fyrsta umferðin fer fram hinn 13. september. Mótinu lýkur 30. september. Keppendur eru átta talsins og tefla þeir tvöfalda um- ferð. Sigurvegari sambærilegs móts í Morelia fyrir tveim árum, Veselin Topalov fær ekki þátttökurétt á þessu mótin en keppendur eru: Vladimir Kramnik, Wisvanathan Anand, Peter Leko, Alexander Morosevich, Boris Gelfand, Levon Aronian, Alexander Grischuk og Peter Svidler. Mikið umstang er í kringum þessa keppni en alþjóðaskáksambandið FIDE hefur sett saman reglur sem eru frábrugðnar þeim sem giltu fyrir tveim árum. Í stuttu máli er fyrir- komulagið á þann veg að sigurveg- arinn í Mexíkóborg verður ótvíræð- ur heimsmeistari. Ef Kramnik vinnur ekki mótið fer fram 12 skáka heimsmeistaraeinvígi að ári milli hans og hins nýja heimsmeistara. Jafnhliða mun FIDE standa fyrir umfangsmikilli heimsbikarkeppni. Sigurvegarinn í þeirri keppni mun tefla 12 skáka einvígi við Topalov. Sigurvegarinn úr því einvígi mun ár- ið 2009 heyja heimsmeistaraeinvígi við Kramnik eða þann sem hefur unnið Kramnik í heimsmeistaraein- vígi FIDE sem fram fer 2008. Þetta er óneitanlega nokkuð flókið mál en FIDE hefur með þessu fyrirkomu- lag komið að einhverju leyti til móts við þau sjónarmið að Topalov verði bætt upp að fá ekki að tefla í Mexíkó. helol@simnet.is Helgi Ólafsson Hannes, Stefán og Hallgerður í eldlínunni Efsta sæti Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir varð efst. Hér teflir hún við Sigríði Björgu Helgadóttur. SKÁK Skákþing Íslands 28. ágúst-8. september 2007 ✝ Friðbjörn Ingv-ar Björnsson fæddist í Ytri- Fagradal á Skarðs- strönd 14. maí 1921. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund mið- vikudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Magnússon, bóndi og sjómaður frá Skáldsstöðum í Reykhólahreppi, A- Barðastrandarsýslu og Ingibjörg Björnsdóttir frá Klúku í Miðdal, Strandasýslu (við Steingríms- fjörð). Árið 1943 kvæntist Ingvar Þóru Helgu Magnúsdóttur, d. 15.11. 1992. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, d. 1955, og kona hans Þórunn Einarsdóttir, d. 1967. Ingvar og Þóra eignuðust tvö börn, Agnesi, f. 1944, og Björn, f. 1946. Þau hófu búskap sinn við Skúlagötu í Reykjavík en fluttu síðar að Nóatúni 30, þar sem þau bjuggu alla sína búskap- artíð. Ingvar starf- aði lengst af sem ökukennari og sjó- maður. Einnig starfaði hann sem erindreki svo- nefndrar H- nefndar, sem annaðist undirbún- ing umferðarbreytingarinnar hér á landi, úr vinstri umferð í hægri. Starfaði hann einnig í eitt ár eftir breytinguna á vegum Slysavarna- félags Íslands, sem falið var að halda áfram því starfi sem þá tók við. Útför Ingvars fór fram í kyrr- þey 3. september. Genginn er á vit annars heims góðvinur minn og samstarfsmaður um margra ára skeið, Ingvar Björns- son. Ingvari kynntist ég fyrst á árum starfa minna hjá Sálarrannsókna- félagi Íslands, en hann og þálifandi kona hans, Þóra Magnúsdóttir, voru með dyggustu félögum okkar þá, og sýndu félaginu mikla tryggð og um- hyggju. Síðar fór ég þess á leit við Ingvar að hann gengi til liðs við okkur í stjórn félagsins, sem hann sam- þykkti, og reyndist það happafengur fyrir okkur, því ósérhlífnari og ein- lægari starfsmann en Ingvar var mun vart að finna fyrir nokkurt fé- lag. Hann var afskaplega stundvís og iðinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða fundarstjórn, aðstoð við starfsfólk félagsins, viðhald á húsnæði þess, og margt fleira. Og þá var ekki verið að hugsa um laun fyrir framlagið, hug- sjónin réð ferð. Á þessum tíma fór Ingvar að sinna ritstörfum fyrst fyrir alvöru, og má segja að hann hafi nánast verið al- skapaður í því að koma hugsunum sínum á blað þó hann tæki ekki að sinna þeim störfum fyrr en á gamals aldri. Á þessum tíma hafði ég með hönd- um ritstjórn tímaritsins Morguns, sem var félagsrit Sálarrannsókna- félags Íslands, og leitaði ég fljótlega til Ingvars með skrif í þetta rit fé- lagsins. Það var auðsótt mál og ritaði hann fjölda greina í það um hug- sjónamál okkar. Mörg námskeið á vegum breskra miðla voru haldin hjá félaginu á þessum árum, og hafði Ingvar þann sið að taka upp á seg- ulband alla fræðslu sem fram kom á námskeiðunum. Skráði hann svo efn- ið allt eftir bandinu, og fyllti sú skráning hans orðið nokkrar möpp- ur. Gríðarleg vinna lá að baki þessu starfi hans, og var hugsunin sú að fleiri mættu njóta þessarar fræðslu, ekki síst þeir sem á eftir kæmu. Þegar honum varð ljóst, fyrir tæp- um 3 árum, að að honum sækti erf- iður sjúkdómur, sem ekki yrði undan vikist, fór hann strax í að ganga frá sínum málefnum, og þ. á m. þessum gögnum sínum, þannig að úr þeim mætti vinna síðar. Þegar starfi okkar Ingvars hjá Sálarrannsóknafélaginu lauk, fyrir um 15 árum síðan, tók við annað tímabil í samstarfi okkar, þegar ég tókst á hendur ritstjórn tímaritsins Heima er bezt. Þá lá aftur beint við að leita til hins lipra „penna“ Ingvars og fá hann til að rita fróðleiksgreinar um ýmislegt sem á daga hans hafði drifið. Urðu þær býsna margar greinarnar sem hann ritaði fyrir Heima er bezt, um hin margvísleg- ustu efni, sem munu geymast kom- andi kynslóðum til upplýsingar og fræðslu. Aldrei var nokkur efi í huga Ingv- ars um framhald jarðneskrar tilveru og var hann jafnan reiðubúinn að leggja lið sitt þeirri starfsemi, sem uppfræddi og liðsinnti fólki í leit sinni á því sviði. Og nú er hann sjálf- ur kominn í hóp þeirra sem á undan voru farnir, og hann var sannfærður um að látið höfðu vita af sér við ýmis tækifæri í starfinu að spíritískum málum og er ekki vafamál að þar hef- ur orðið bæði vina- og fagnaðarfund- ur. Megi honum vel farnast á nýjum leiðum og hafi hann kæra þökk fyrir trúmennsku og samfylgd á liðnum árum í jarðneskum heimi. Guðjón Baldvinsson. Ingvar Björnsson ✝ VilhelmínaHansína Oddný Hjaltalín, eða Mína eins og hún var allt- af kölluð, fæddist á Akureyri 20. janúar 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 31. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ingileifar Jóns- dóttur Hjaltalín, f. 7.3. 1904, d. 14.2. 1979 og Jakobs Gunnars Hjaltalín, f. 2.7. 1905, d. 25.4. 1976. Systir sammæðra var Jónína Aðalsteins- dóttir, f. 1925, d. 1979, og alsystk- in eru Bjarni Hjaltalín, f. 1930, d. 1996, Fjóla Egedía Hjaltalín, f. 1931, d. 1990, Alfa Hjaltalín, f. 1932, d. 1997, Sigurður Stefán Jakobson Hjaltalín, f. 1933, Jón Valdimar Hjaltalín, f. 1936, d. 1966, Alfreð Rúdolf Hjaltalín, f. 1939, og Þóroddur Hjaltalín, f. 1943. Eiginmaður Vilhelmínu var Kristinn Danivalsson, f. 30.4. 1932, d. 29.9. 1995. Dóttir hans er Áslaug Sturlaugsdóttir, f. 1957, sonur hennar er Daníel Grímsson, f. 1990. Börn Vilhelmínu eru: 1) Inga Ragnardóttir, f. 1947, d. 2003, gift Eyjólfi Kristjánssyni, dætur þeirra eru: a) Guðrún Ög- mundsdóttir, f. 1969, dóttir henn- ar er Elísa Líf, f. 2002. b) Ingibjörg Eyjólfsdóttir, f. 1979, sambýlis- maður Haraldur Guðbjörnsson, börn þeirra eru Aníta Ósk, f. 1996 og Andri Snær, f. 2000. 2) Sigursteinn Jóns- son, f. 1949, dóttir hans var Heiðbjört Harpa, f. 1978, d. 1992. 3) Rudolph Bruun Þórisson, f. 1953, kvæntur Stef- aníu Björk Bragadóttur, sonur þeirra er Kristinn Bragi Rudolphsson, f. 1976, sambýlis- kona Heba Björk Helgadóttir, sonur þeirra er Rudolf Helgi, f. 2005. Börn Vilhelmínu og Kristins eru: 1) Guðmunda, f. 1962, gift Ómari Ingvarssyni, dætur þeirra eru Íris, f. 1984, unnusti Orri Haf- steinsson, Guðrún María, f. 1986, unnusti Aron Albertsson og Ey- dís, f. 1991. 2) Ólína, f. 1968, sam- býlismaður Roger A. Gul- brandsen, börn Ólínu eru Óskar Freyr, f. 1992, Hrafnhildur Freyja, f. 1996 og Una Dögg, f. 1998, Óskarsbörn. Börn Rogers eru Henriette Hægeland, f. 1987, Thomas A. Gulbrandsen, f. 1987 og Lisa H. Gulbrandsen, f. 1994. Útför Vilhelmínu fór fram í kyrrþey 7. september. Elsku mamma mín, nú hefur þú fengið hvíldina. Síð- astliðin ár hafa ekki verið létt fyrir þig, vina. En nú ertu komin til pabba, Ingu, foreldra þinna, systkina og allra hinna sem þú hefur misst. Ég veit að þér líður vel núna, en það er bara svo sárt að kveðja þig. Í hugann koma ótal minningar, frá æskuárunum á Framnesveginum, utanlandsferðunum og árunum sem við unnum saman, fyrst í Heimi og síðan Útvegsmiðstöðinni, svo eitt- hvað sé nefnt. Það voru mörg skop- leg og skemmtileg atvik sem áttu sér stað, og það var alltaf svo gaman að hlusta á þig segja frá. Því miður missa dætur mínar af því að þekkja Mínu ömmu, en Óskar Freyr ömmustrákur man vel eftir þér og ég og hann munum halda minningunni um þig og Kidda afa á lífi. Elsku mamma, takk fyrir allt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.S.) Þín, Ólína Kristinsdóttir (Óla.) Vilhelmína Hjaltalín Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.