Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kalvin & Hobbes
SJÁÐU
HOBBES. ÞÚ
MÁTT EKKI
SNERTA
BOLTANN MEÐ
HÖNDUNUM
EN ÞÚ MÁTT SNERTA
HANN MEÐ ÖLLUM ÖÐRUM
LÍKAMSHLUTUM
ER EKKI
SÁRT AÐ
NOTA
ANDLITIÐ?
ÁI, ÞETTA
VAR EKKI
ÞAÐ SEM ÉG
ÆTLAÐI
AÐ GERA!
JAFNVEL
HÖFÐINU
Kalvin & Hobbes
SEGJUM SEM
SVO AÐ
STRÁKUR Í
SKÓLANUM
MÍNUM MYNDI
UPPNEFNA MIG
ÆTTI ÉG AÐ
SPARKA Í
PUNGINN Á
HONUM?
NEI, OFBELDI
LEYSIR ENGAN
VANDA
EN EF VIÐ GEFUM
OKKUR ÞAÐ AÐ ÉG HAFI
SPARKAÐ Í
HANN?
Kalvin & Hobbes
ÉG ÆTLA AÐ
LÁTA MÉR
VAXA SKEGG
SÍTT OG MIKIÐ
SKEGG EINS OG
GAURARNIR Í ZZ TOP
JÁ, KALVIN
MINN, GERÐU
ÞAÐ
ÉG HÉLT AÐ HÚN MYNDI
VERÐA PIRRUÐ
Risaeðlugrín
© DUPUIS
BLA
BLA...
BLABLABLA
BLA
BLABLA...
ANSANS! VIÐ
KOMUMST EKKI
LENGRA
VIÐ VERÐUM AÐ SNÚA VIÐ, OG
ÞAÐ EFTIR 3JA TÍMA GÖNGU
HLJÓÐ! VIÐ SEM
VORUM
ALVEG AÐ
KOMA
SÉRÐU ANNAN
MÖGULEIKA? HLJÓÐ SEGI ÉG! ÉG ER AÐREYNA AÐ HUGSA HÉRNA!
ÉG ER VISS UM
AÐ HANN
FINNUR LAUSN
Á VANDANUM
VEGNA ÞESS
AÐ HANN ER
SVO GÁFAÐUR
ÉG FANN LAUSNINA!!
HVAÐ
SAGÐI ÉG?
MEIRI HÖRKU Í ÞETTA STRÁKAR! ÞIÐ VERÐIÐ AÐ FARA AÐ
HREYFA YKKUR OFTAR, ÞETTA ER AUMKUNARVERT!
dagbók|velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
… mætti kalla þessa mynd sem tekin var við Tjörnina á dögunum. Er það
kólnandi veðurfar sem gerir líf andanna eilítið erfiðara og lætur þær halda
á sér hita með því að setja höfuð undir væng? Stokköndin er að mestu leyti
staðfugl á Íslandi, sennilega útbreiddasta öndin á láglendi.
Morgunblaðið/Frikki
Endur eftir endilöngu …
Námsmenn á
hungurmörkunum
ÞEIR sem vilja taka lán hjá LÍN fá
ekki lánið fyrr en þeir hafa sýnt
námsárangur. Til að fá fullt lán hjá
LÍN þarf að skila fullu námi, þ.e.
heilli önn. Flestir sækja því um
bankalán til að brúa bilið fram að út-
greiðslu námsláns. Bankar lána
námsmönnum hins vegar gegn láns-
loforði frá LÍN, sem fæst að upp-
fylltum ýmsum skilyrðum. Margir
freistast því til að taka bankalán til
að brúa bilið og greiða það síðan
þegar lánið frá LÍN kemur til út-
borgunar. Bankar lána náms-
mönnum 95% af framfærslunni sem
LÍN er búinn að reikna út.
LÍN lánar hins vegar ekki nema
umsækjandi nái lágmarksárangri.
Þeir, sem verða fyrir því óláni að ná
ekki fullum árangri fá því ekkert lán
hjá LÍN. Þeir sitja þá uppi með
bankalán sem þarf að greiða. Það
getur orðið til þess að námsmenn
hrökklast úr skóla til að vinna fyrir
neysluláninu.
LÍN lánar einnig til bókakaupa.
Lánið fæst hins vegar ekki afgreitt
fyrr en búið er að taka próf úr bók-
unum sem lánið er ætlað í. Þess
vegna taka margir einnig lán hjá
bönkum fyrir bókunum, en bankinn
lánar gegn lánsloforði frá LÍN.
Bankalánið er hins vegar dýrara en
námsmannalánið. Þegar bókalánið
kemur til útborgunar dekkar það
ekki bankalánið.
Þeir, sem eru í fullu námi, hafa
iðulega ekki tök á að vinna nema
þrjá mánuði á ári. Skerðing vegna
launa er 14%. Því gætu margir
freistast til þess að verða sér úti um
„svarta“ vinnu með skólanum.
Námsmönnum er reiknuð lág-
marksframfærsla en hluti af þeirri
framfærslu getur farið í að borga
bankanum mismuninn á milli þess-
ara tveggja lánategunda, auk þess
sem tekjutengingin skerðir fram-
færsluupphæðina.
Nú má kannski hugsa sér að þessi
tilhögun LÍN sé til að þess að
óprúttnir aðilar geti ekki svindlað á
kerfinu, þ.e. tekið námslán með hag-
stæðum vöxtum og greiðslum, en
stundi svo ekkert nám. En þetta
bitnar óneitanlega á hinum sem
þurfa raunverulega á þessari fyr-
irgreiðslu að halda.
Kerfið þyrfti hins vegar að vera
þannig að „meðalnámsmaður“ fái til
útborgunar þá upphæð sem kemst
næst útreiknaðri lágmarks-
framfærslu. Öðruvísi gengur þetta
reikningsdæmi ekki upp.
Námsmaður.
Lokamót sumarbrids
15. september
Lokamót Sumarbrids verður hald-
ið laugardaginn 15. sept. nk.
Spilaður verður Monrad-tvímenn-
ingur, 11x 4 spil. Silfurstig í boði og
verðlaun fyrir þrjú efstu pörin.
Veitt verða verðlaun fyrir brons-
stigahæstu spilara sumarsins, hæsta
yngri spilarann og stigahæstu kon-
una.
Spilað er í Síðumúla 37 og hefst
spilamennska kl. 11.
Skráning er hafin í síma 587-9360
og á bridge@bridge.is
Sumarbrids verður alla næstu
viku og lýkur föstudaginn 14. sept-
ember.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 6. sept.
Spilað var á 10 borðum.
Árangur N-S:
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 285
Albert Þorsteinss. – Hilmar Valdimarss. 255
Jón Lárusson – Örn Sigfússon 238
Árangur A-V:
Þröstur Sveinsson – Bjarni Ásmunds 319
Björn E. Péturss. – Ragnar Björnsson 286
Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 240
Meðalskor 216 stig.
Gullsmárabrids
Spilað var 6. sept sl. og urðu úrslit
þessi í N/S:
Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 223
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 213
Karl Gunnarss. – Guðm. Pálsson 180
Sigurður Björnss. – Viðar Jónsson 179
A/V
Leifur K. Jóhannes. – Guðm. Magnúss. 204
Einar Markúss. – Steindór Árnason 181
Elís Kristjánss. – Páll Ólason 178
Halldór Jónss. – Einar Kristjánss. 177
Meðalskor var 168.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is