Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Erlent | Ferill Thompsons er um margt merkilegur og í samræmi við „ameríska drauminn“. Jafnrétti | Launamunur
kynjanna er skaðlegur í efnahagslegum skilningi , en reiknað hefur verið út að „kynjabilið“ rýri hagvöxt um marga millj-
arða á ári. Knattspyrna | Kasper Peter Schmeichel á ekki langt að sækja fótafimina. Föst í fréttaneti |Má setja spámenn í skoplegan búning?
VIKUSPEGILL»
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Konurnar segja hann riddaralegan íframgöngu allri og innan banda-ríska Repúblikanaflokksins bindamargir vonir við að Fred Thompson
geti reynst bjargvætturin á heldur erfiðum tím-
um nú þegar hann hefur ákveðið að skrýðast
brynjunni og halda á ný út á vígvöll stjórnmál-
anna. Sú ákvörðun Thompsons að sækjast eftir
útnefningu sem forsetaframbjóðandi repúblik-
ana í kosningunum á næsta ári kom nákvæm-
lega engum á óvart en skapar að sönnu spennu
og jafnvel eftirvæntingu á hægri vængnum í
bandarískum stjórnmálum. Er hugsanlegt að
fyrir Thompson liggi að feta í fótspor annars
vinsæls leikara, Ronalds Reagans, og gerast
húsbóndi í Hvíta húsinu? Eða er Repúblikana-
flokkurinn höfuðlaus her og svo öldungis rúinn
trausti að sigurlíkur frambjóðanda hans hljóta
að teljast hverfandi?
Thompson hafði mánuðum saman gefið í
skyn að hann hygðist gefa kost á sér og raunar
hefur framganga hans öll verið við hæfi fram-
bjóðanda þó svo hann hafi ekki formlega til-
kynnt um framboð sitt fyrr en á miðvikudags-
kvöld. Það gerði hann samtímis á Netinu og í
sjónvarpsþætti Jay Lenos, sem fylla mun flokk
skemmtikrafta vestra. Óvissunni hefur því ver-
ið eytt en um leið hefur hún aukist til muna á
hægri vængnum.
Ómögulegir keppinautar fremur en
mannkostir og pólitískir hæfileikar?
Thompson nýtur vinsælda, á því er enginn
efi, en margir efast um að hann búi yfir þeim
eiginleikum sem þörf sé á til að leiða Repúblik-
anaflokkinn út úr eyðimörkinni líkt og Reagan
gerði forðum. Því er einnig haldið fram að
manninn skorti alla dýpt, hann sé klisjukennd-
ur og heldur ómerkilegur þótt vissulega geti
hann talist þokkalegur leikari. Eigi Thompson
möguleika á sigri í forkosningum repúblikana
komi sú staða til af því að keppinautar hans séu
ómögulegir fremur en mannkostum hans og
botnlausum pólitískum hæfileikum.
Þessi mynd af Thompson er úr hófi fram ein-
földuð og neikvæð. Ferill hans er um margt
merkilegur og í prýðilegu samræmi við „amer-
íska drauminn“; Thompson fæddist ekki með
silfurskeið í munni og getur auðveldlega horfið
aftur til uppruna síns og brugðið sér í hlutverk
„alþýðumannsins“. Þegar við bætast umtals-
verðir leikhæfileikar kann verulega öflugur
frambjóðandi að vera kominn fram á sjónar-
sviðið.
Trúverðugur fulltrúi valdsins
Thomspon var öldungadeildarþingmaður
fyrir Tennessee-ríki um átta ára skeið (1995-
2003) en í Bandaríkjunum er hann vísast þekkt-
astur fyrir leik sinn í vinsælum framhaldsþátt-
um er nefnast Lög og regla (e. „Law and Or-
der“). Ferill hans í heimi hins tilbúna hófst árið
1985 er hann var fenginn til að leika sjálfan sig í
kvikmyndinni Marie. Thompson naut þá mik-
illar velgengni sem lögmaður og var myndin
byggð á máli einu sem hann flutti og vakið hafði
mikla athygli. Hann lék síðan í nokkrum kvik-
myndum en 18 árum eftir að hann þreytti frum-
raun sína var honum boðið hlutverk saksókn-
arans Arthur Branch í framhaldsþættinum
vinsæla. Thompson hefur oftar en ekki verið
fenginn til að túlka fulltrúa ríkisvaldsins í þeim
myndum og þáttum sem hann hefur leikið í;
maðurinn þykir fjallmyndarlegur, hann er tveir
metrar á hæð og röddin er dimm þótt fjarri fari
að hún nái malar-stiginu eftirsótta. Fred
Thompson býr yfir sjarma suðurríkjamanns-
ins.
Lærisveinn Barrys Goldwaters
og Howards Bakers
Thompson, sem er 65 ára, fæddist í Alabama
en ólst upp í nágrannaríkinu Tennessee. Faðir
hans vara bílasali og Thompson varð sá fyrsti í
fjölskyldunni til að ljúka framhaldsnámi. Með
mikilli vinnu og stuðningi tengdaforeldra náði
hann að mennta sig á sviði heimspeki og stjórn-
málavísinda. Síðar hlaut hann styrk og lauk
lagaprófi frá Vanderbilt-háskóla í Tennessee.
mjög reynt að höfða til þessara hópa í þeirri
óformlegu kosningabaráttu, sem hann hefur
háð til þessa, þrátt fyrir að framganga hans í
öldungadeildinni gefi til kynna að eindregin
íhaldssemi hans sé seinni tíma fyrirbrigði. Líkt
og nær allir aðrir frambjóðendur Repúblikana-
flokksins styður Thompson stefnu George W.
Bush forseta í málefnum Íraks og telur að halda
beri úti herliði í landinu þar til sigur hafi unnist.
Thompson þarf einnig að freista þess að ná til
Reagan-demókratanna svonefndu, fylgis-
manna Demókrataflokksins, sem sviku lit þeg-
ar Ronald Reagan bauð sig fram og tryggðu
sigur hans árið 1980. Kjósendur þessir studdu
Reagan er hann var endurkjörinn með fáheyrð-
um yfirburðum árið 1984 en draga tók úr stuðn-
ingnum er George Bush, faðir núverandi for-
seta, fór með sigur af hólmi í kosningunum
1988. Kjósendur þessir sneru baki við Repú-
blikanaflokknum í forsetatíð Bills Clintons og
stuðningur þeirra við núverandi forseta er eng-
inn. Þarna ræðir um mikilvægan hóp fyrir
Thompson og bjartsýnustu stuðningsmenn
hans telja að hann geti orðið næsti forseti
Bandaríkjanna nái hann að laða hópa þessa til
fylgis við sig.
Kannanir hafa einnig leitt í ljós að allt að
tveir af hverjum þremur líklegum kjósendum
Repúblikanaflokksins eru óánægðir með þá
frambjóðendur sem komnir voru fram áður en
Thompson greindi frá ákvörðun sinni. Þetta er
gríðarlega hátt hlutfall. (Tveir af hverjum
þremur líklegum kjósendum demókrata eru á
hinn bóginn ánægðir með frambjóðendur
flokksins). Rudolph Giuliani, fyrrum borgar-
stjóri New York, sem hefur forustu ef marka
má skoðanakannanir, er um margt öflugur
frambjóðandi en fullyrða má að hann höfðar lítt
til raunverulegra íhaldsmanna og hreyfinga
kristinna, sem oftar en ekki ráða úrslitum í for-
kosningum Repúblikanaflokksins. Geti Thomp-
son sameinað hópa þessa að baki sér hefur hann
náð verulegum árangri, sem kann að skila hon-
um langt.
Um leið leitast hann við að skilja sig frá
bandarísku valdastéttinni, sem hann forðum til-
heyrði, og skapa þá ímynd að hann teljist til „ut-
angarðsmanna“ í þeim efnum. Thomspon verð-
ur tíðrætt um bruðlið í Washington og telur að
lækka beri skatta um leið og hefta þurfi út-
þenslu alríkisstjórnarinnar. Allt eru þetta
kunnugleg baráttumál bandarískra hægri
manna þótt heldur illa hafi gengið að hrinda
sumum þeirra í framkvæmd. Útþensla alrík-
isstjórnarinnar hefur t.a.m. verið hamslaus í tíð
núverandi forseta; „báknið“ er ekki á burtleið í
Bandaríkjunum.
Peningarnir mælikvarði á gengi
Þess ber þó að geta að ýmsir innvígðir telja
Thompson hafa frestað því úr hófi fram að til-
kynna um framboð sitt og greina megi merki
þess dregið hafi úr áhuganum og eftirvænting-
unni á hægri vængnum. Þessu til sanninda-
merkis má nefna að Thompson tókst aðeins að
safna 3,4, milljónum dala (um 220 milljónum
króna) í kosningasjóðinn í júnímánuði. Þetta
eru stöðumælapeningar í bandarískum stjórn-
málum en stuðningsmenn frambjóðandans
kveðast sannfærðir um peningarnir taki nú að
streyma í kassann. Þar ræðir um mælikvarða,
sem vert er að fylgjast með. Keppinautar
Thompson hafa síðustu dagana vakið athygli á
þessu og hversu seint framboðið komi fram.
Sjálfur blés Thompson á þessa gagnrýni í þætti
Jays Lenos og kvaðst engan botn fá í þá rök-
semd að fólk, sem á annað borð teldi hann hæf-
an til að gegna forsetaembættinu, hlyti að
hverfa frá stuðningi við hann sökum þess að
hann hefði ekki formlega boðið sig fram fyrr en
nú. Þetta snjalla svar sýnir að Thompson hefur
lært eitthvað í heimspekitímunum fyrir meira
en 40 árum.
Alþýðlegur draumaprins
Þeim sem þekkja Thompson ber saman um
að hann búi yfir verulegum persónutöfrum.
Þrátt fyrir auðinn þykir hann alþýðlegur í hátt-
um og frægt varð í baráttunni 1994 fyrir öld-
ungadeildarkosningarnar er hann lagði jakka-
fötunum og Lincoln
Continental-glæsibifreiðinni og tók að þeytast
um Tennessee á rauðum pallbíl. Það reyndist
snjall leikur og tveimur árum síðar var hann
endurkjörinn með fáheyrðum yfirburðum (sjá
„Í hnotskurn“ hér á síðunni).
Thompson, sem hefur tvívegis gengið í
hjónaband, hefur löngum notið kvenhylli og
segir að hann geti státað sig af mjög viðunandi
framgöngu á því sviði er hann var á milli hjóna-
banda. „Ég eltist við margar konur og margar
þeirra eltust við mig,“ sagði hann einhverju
sinni. Kántrí-söngkonan Lorrie Morgan var um
skeið í sambandi við Thompson og ber honum
vel söguna: „Fred er hinn fullkomni riddari.
Hann er maðurinn, sem allar litlar stúlkur
dreymir um að giftast, hann opnar fyrir þig
dyrnar, kveikir í sígarettunni þinni, hjálpar þér
í kápuna og kaupir undursamlegar gjafir. Hann
er draumur hverrar konu.“
Á riddarinn og alþýðuhetjan raunhæfa
möguleika á að ná settu marki? Ef til vill er
ástæða til að spyrja fyrst hvort maðurinn nenni
raunverulega að taka þennan slag. Báðum
spurningunum er erfitt að svara en horfa ber til
þess hvort Thompson nær fljótt verulegu flugi.
Takist honum að kynda pólitíska gufuketilinn
af krafti á næstu 4-6 vikum kann baráttan á
hægri vængnum að taka óvænta stefnu.
Draumahlutverk á aðalsviðinu
Leikarinn Fred Thompson þarf að bregða sér í hlutverk hins sameinandi leiðtoga íhaldsaflanna í
Bandaríkjunum til að eiga möguleika á að verða útnefndur forsetaframbjóðandi repúblikana
AP
Framboð Fred Thompson skýrir frá ákvörðun sinni í sjónvarsþætti Jays Leno. Keppinautar
hans í röðum repúblíkana hófu árásir á Thompson sama kvöld er fram fóru kappræður þeirra.
ERLENT»
Í HNOTSKURN
»Fred Thompson fæddist 19. ágúst1942 í Sheffield í Alabama-ríki. Fað-
ir hans var bílasali en móðirin heima-
vinnandi.
Hann gekk í hjónaband aðeins 17 ára
gamall. Fyrsta barn hans og Sarah
Lindsay, sonurinn Tony, fæddist sjö
mánuðum síðar. Þau eignuðust tvö börn
til viðbótar en skildu árið 1985.
»Thompson er nú kvæntur hinni 41árs gömlu Jeri Kehn. Þau eiga tvö
lítil börn. Jeri Kehn tekur virkan þátt í
baráttu eiginmanns síns. Afskipti henn-
ar af framboðinu hafa valdið í ólgu í her-
búðum Thompsons, aðstoðarmenn hafa
tekið poka sína og væna sumir þeirra
eiginkonuna um frekju og yfirgang.
»Thompson var kjörinn til setu í öld-ungadeild Bandaríkjaþings árið
1994. Sigur Thompsons þótti magnaður
enda vann hann upp 20% forskot fram-
bjóðanda demókrata og sigraði viðkom-
andi með sama mun. Hann var endur-
kjörinn 1996.
Thompson naut álits sem lögmaður og starfaði
einnig um tíma sem saksóknari. Hann hóf af-
skipti af stjórnmálum í byrjun áttunda áratug-
arins en áhuginn vaknaði eftir að hann hafði les-
ið merka bók Barrys Goldwaters „The
Conscience of a Conservative“ („Samviska
íhaldsmanns“) en höfundurinn var þingmaður
frá Arizona og forsetaframbjóðandi Repúblik-
anaflokksins í kosningunum árið 1964. Thomp-
son komst til nokkurra áhrifa í skjóli lærimeist-
ara síns, Howards Bakers, sem þá var
öldungadeildarþingmaður og gerðist síðar
framkvæmdastjóri Hvíta hússins í forsetatíð
Ronalds Reagans. Thompson kom m.a. nærri
rannsókn á Watergate-hneykslinu svonefnda,
sem kostaði Richard Nixon forsetaembættið og
skrifaði síðar bók um reynslu sína á þeim vett-
vangi.
Umdeildur samanburður
við Ronald Reagan
Í öldungadeild Bandaríkjaþings reyndist
Thompson fylla flokk miðjumanna í röðum
repúblikana. Framganga hans þar sætti nokk-
urri gagnrýni, sem keppinautar hans keppast
nú við að rifja upp. Thompson þótti heldur latur
og hafa fátt fram að færa. Aðdáendur hans telja
þá gagnrýni ósanngjarna og stundum er vísað
til þess að átrúnaðargoð repúblikana, Reagan
forseti, hafi ekki beinlínis verið þjakaður af
vinnubrjálsemi er hann fór með húsabónda-
valdið í Hvíta húsinu. Fleyg urðu þau orð Reag-
ans að sagt væri að mikil vinna hefði aldrei orð-
ið neinum að fjörtjóni en hann teldi ástæðulaust
að taka áhættuna. Samanburðinn við Reagan
telja sumir dyggustu aðdáendur forsetans
framliðna ganga guðlasti næst.
Biðlað til íhaldsmanna
og Reagan-demókrata
Á síðustu mánuðum hafa skoðanakannanir
jafnan leitt í ljós mikið fylgi í röðum repúblik-
ana við Thompson þó svo hann hafi fyrst form-
lega opinberað framboð sitt í liðinni viku. Víst
er að hann höfðar sérstaklega til íhaldsmanna á
vettvang félagsmála, hann er t.a.m. andvígur
fóstureyðingum og hertri skotvopnalöggjöf
(hann telur fjöldamorðið í Tækniháskólanum í
Virginíu sanna réttmæti þess að stúdentum
verði leyft að bera skotvopn) auk þess sem hann
hefur opinberað efasemdir sínar um að losun
gróðurhúsalofttegundina sé sú vá sem af er lát-
ið. Þessi armur Repúblikanaflokksins er sér-
lega mikilvægur á stigi forkosninganna, sem
hefjast eftir fjóra mánuði. Thompson hefur