Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 36
menning
36 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kennaraháskólinn Eitt af málverkum Gunnnlaugs Schevings í skólanum
er yfir stigapali mili hæða og nýtur sín vel.
Kennaraháskólinn Móðirin, blessuð kýrin og kona sem situr „álfkonumegin“ við mjaltir. Gríðarstór mynd sem
prýðir setustofu í Kennaraháskólanum og er sannkölluð staðarprýði.
Borgarspítali Ein hinna stóru og undrafögru sjómannamynda Gunnlaugs
Schevings prýðir forsal Landsspítalahússins í Fossvogi.
M
yndlistarmenn hafa
oft rætt um þá vönt-
un sem felst í að hér
hefur ekki orðið til
álitlegur hópur efn-
aðra áhugamanna um myndlist, sem
safnar íslenzkri list af ástríðu. Mý-
mörg dæmi eru um þess konar menn
í útlöndum, sem safna myndlist hvað-
an sem hún kemur, og mörg frábær
söfn hafa til orðið með stofngjöf frá
slíkum mönnum. Eins og minnst var
á í fyrri hluta þessarar samantektar
áttum við reyndar tvo slíka menn á
öldinni sem leið; Ragnar Jónsson,
sem kenndur var við Smára, og Þor-
vald Guðmundsson í Síld og fiski.
Báðir létu eftir sig geysiverðmæt
listasöfn. Listasafn ASÍ hýsir nú safn
Ragnars, en safn Þorvaldar er til
húsa hjá Listasafni Kópavogs.
Þegar litið er á gjöf Ragnars í
Listasafni Alþýðusambands Íslands
er engu líkara en að hann hafi einn
haft aðgang og aðstöðu til að kaupa
hvaða snilldarverk sem hann kaus af
beztu málurum okkar. Þar eru raðir
meistaraverka. En ef ég mætti velja
mér mynd úr safninu stæði valið lík-
lega um Fjallamjólk Kjarvals ann-
arsvegar og hinsvegar mynd Gunn-
laugs Schevings, Á stöðli, frá árinu
1904, þar sem mjaltakonan situr „álf-
konumegin“ undir kúnni við mjalt-
irnar. Í ágætri bók um Ragnar, sem
nokkrir góðir vinir hans skrifuðu,
kemst Halldór Laxness svo að orði að
maður eins og Ragnar sé eins og
hvert annað happ í mannlegu sam-
félagi.
Hápunktar á Holtinu
Þorvaldur í Síld og fiski stofnaði
Hótel Holt og lét hótelið njóta margs
af því bezta úr safni sínu með þeim
árangri, að enn getur ekkert fyr-
irtæki keppt við Holtið að þessu leyti.
Það er eins og hvert annað lítið en fá-
gætlega gott listasafn, þar sem hvert
verk hefur verið valið af einstakri
smekkvísi. Athyglisvert væri þetta
þó ekkert væri þar annað en safn
teikninga eftir Jóhannes Kjarval og
eru þar bæði „hausar“ og fantasíur. Í
sölum Holtsins hefur verið komið fyr-
ir nokkrum eðalverkum; til að mynda
eftir Jón Engilberts, Gunnlaug
Scheving, Gunnlaug Blöndal og síð-
ast en ekki sízt er þar mynd Eiríks
Smith af móður sinni, sem er í senn
eftirminnileg og mögnuð mannlýsing.
Svo skuggsýnt er í króknum þar sem
hún er að ekki tókst að gera henni
verðug skil með myndatöku. Sem
betur fer hafa þessi verk fengið að
vera áfram á sínum stað þó að Þor-
valdur sé genginn.
Þorvaldur Guðmundsson var einn-
ig um árabil stjórnarformaður í
Verzlunarbankanum og var safn
bankans að verulegu leyti til komið af
ástríðu Þorvalds og menningarlegum
áhuga. Þó í mun minni mæli sé höfum
við þó átt fleiri happadrjúga menn á
þessu sviði. Kristján Jónsson, þekkt-
ur sem Kiddi í Kiddabúð, var einn
þeirra og var mikil hjálparhella Kjar-
vals.
Framarlega í flokki safnara nú upp
á síðkastið er Pétur Arason, fyrrver-
andi kaupmaður við Laugaveginn.
Hann gerði samkomulag við Reykja-
víkurborg sem hefur stuðlað að því að
safn Péturs er nú þar til sýnis og heit-
ir raunar Safn. Þá er að geta stór-
virkis Sverris Sigurðssonar, sem
löngum var kenndur við Sjó-
klæðagerðina, en hann gaf Háskóla
Íslands stofninn að því safni sem
kennt er við Háskólann. Meðal
myndlistarmanna er vel þekkt nafn
Braga Guðlaugssonar dúklagninga-
manns, sem safnaði að minnsta kosti
á tímabili myndum eftir afstraktmál-
arana á öldinni sem leið.
Þeir sem þekktu Sigfús Bjarnason,
athafnaskáld og forstjóra í Heklu,
sögðu hann ástríðufullan unnanda
góðrar myndlistar og bæði á hans ár-
um í Heklu og í tíð sona hans var
fjöldi málverka á skrifstofum Heklu.
Ugglaust eru til fleiri safnarar þó að
ég hafi ekki haft spurnir af þeim.
Hvað hefur gerzt í kirkjum?
Kirkjur teljast ótvírætt til op-
inbers rýmis og sú var tíð að kirkjur
þóttu ekki vera vel búnar nema þær
ættu góð kirkjulistaverk. Frá síðustu
öld ber langmest á glerlist í gluggum
og um tíma vann Gerður Helgadóttir
glugga í margar kirkjur; Skálholts-
kirkju þar á meðal. Samt þykir mér
glerlist Leifs Breiðfjörð bera þar af.
Verk hans í Grafarvogskirkju, sem
jafnframt getur talizt í hlutverki alt-
aristöflu, er eitthvert áhrifamesta
myndlistarverk sem séð verður í op-
inberu rými.
Miðað við hversu stór og magn-
aður sá vettvangur er fyrir myndlist
sem til gæti orðið í kirkjum er minni
metnað þar að sjá en við hefði mátt
búast. Á síðustu öld risu margar og
glæsilegar kirkjur á Íslandi, en
margar þeirra hafa af litlu að státa í
þessu efni.
Svo eitthvað sé nefnt af kirkjum
þar sem listamenn hafa tekið til
hendi, eða eru að því, minnist ég þess
að Baltasar vann stóra og íburð-
armikla fresku í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði og altaristöflu hafði hann
áður málað í Ólafsvallakirkju á Skeið-
um og myndir í Flateyjarkirkju.
Helgi Gíslason myndhöggvari á stórt
og voldugt verk í Fossvogskapellu,
Ólöf Nordal er að vinna stórt verk í
Ísafjarðarkirkju og verið er að vinna
að mynd í Þorlákshafnarkirkju.
Kristín Gunnlaugsdóttir hefur
Íslenzk myndlist hefur
notið þess að við stjórn-
völinn hjá allmörgum efn-
uðum fyrirtækjum hafa
setið menn sem beinlínis
voru og eru unnendur
myndlistar og sóttust eft-
ir því að hafa góð verk í
kringum sig. Gísli Sig-
urðsson hefur lengi fylgst
með þróun þessara mála.
Myndlist í afgreiðslusölum
stofnana og fyrirtækja
Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson
Þjóðarbókhlaðan Glermyndir Leifs Breiðfjörðs, Mannsandinn - Fortíð- nútíð og framtíð.
Annar hluti | Fyrirtæki og stofnanir