Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 80

Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 80
SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 12 °C | Kaldast 6 °C  NV og V 5-10 m/s en allt að 15 við A- ströndina. Léttir til sunnan til, ann- ars skúrir. Hægara og úrkomulítið síðdegis. » 8 ÞETTA HELST» Vandræðaseggir í með- ferð eða miðborgarbann  Lögreglan hefur í hyggju að heim- sækja þá menn sem valda mestum vandræðum í miðborginni og bjóða þeim meðferðarúrræði og aðstoð. Verði þeir áfram til vandræða hyggst lögreglan bregðast við með skýrum hætti, til dæmis setja þá í miðborgarbann á tilteknum tíma. »Forsíða Um 25% launamunur  Ný launakönnun Stéttarfélags í almannaþjónustu, SFR, sýnir að meðal félagsmanna í fullu starfi eru konur að jafnaði með tæplega 25% lægri heildarlaun en karlar. Árni Stefán Jónsson, formaður stétt- arfélagsins, segir að það verði eitt af stóru áhersluatriðunum í komandi kjarasamningum að útrýma kyn- bundnum launamun. »2 Flúðu úr brennandi húsi  Hjónum og fjögurra ára syni þeirra tókst að forða sér úr brenn- andi raðhúsi í Njarðvík í fyrrinótt. Húsið er með öllu óíbúðarhæft. Ekki er vitað um upptök eldsins en rann- sókn hófst í gærmorgun. »2 Búast við ákæru  Vinir og ættingjar foreldra Made- leine McCann, fjögurra ára breskrar stúlku, sögðust í gær óttast að móðir hennar yrði ákærð í Portúgal um helgina fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana fyrir slysni. Faðir stúlkunnar hefur einnig fengið rétt- arstöðu grunaðs manns við rann- sóknina. »4 SKOÐANIR» Staksteinar: Menningarlegur sept. Forystugreinar: Reykjavíkurbréf Linkind í garð Kína Ljósvakinn: Boltinn í beinni UMRÆÐAN» Atvinnu- og raðauglýsingar SA býr sig undir kjarasamninga Á hvaða vegferð er lýðræðið? Mátturinn fullkomnast í veikleika Vændi og jafnrétti kynjanna Til hvers er Framsóknarflokkurinn? ATVINNA» KVIKMYNDIR» Gott veður á frumsýn- ingu Veðramóta. » 79 Íslenski dansflokk- urinn frumsýnir dansleikritin Open Source og Til nýrra vídda í Borgarleik- húsinu. » 74 DANS» Tvö ný dansverk TÓNLIST» Garðar Thor arftaki Luciano Pavarotti? » 73 TÓNLIST» Sérstök fjölmiðlasýning á Heima. » 77 Saga Bandaríkjanna rakin á mínútum og frati lýst á vælandi indíkrakka. Á meðan finna hórurnar Guð og týna aftur. » 76 Umdeild hljómsveit TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Móður Madeleine boðið að játa 2. Svindl með strætókort stóreykst 3. Radcliffe óttaðist holdris 4. Réðst á 15 ára dreng Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is HÆGT verður að dæla etanóli í fyrsta sinn á bifreiðar á Íslandi hjá eldsneytisstöð Olís við Álfheima mánudaginn 17. september nk. Ein dæla með eldsneytinu E85 verður tekin í notkun, en Brimborg stendur að innflutningnum. Egill Jóhannsson, forstjóri fyr- irtækisins, er bjartsýnn á framtíð þessara bíla á Íslandi. „Kosturinn við etanólið er að það er vökvi og því er nánast sömu aðferðafræði beitt við að dreifa því og bensíni,“ segir Egill. „Það er til dæmis mun flókn- ara að dreifa vetni og metangasi.“ Etanólframleiðsla úr maís hefur verið gagnrýnd því við hana hefur heimsmarkaðsverð á maís hækkað. Íslenska etanólið er ekki framleitt úr maís heldur úr því sem til fellur við skógarhögg í Svíþjóð. | 24 Etanóli dælt á bíla Eldsneyti Etanóli dælt á bíl í Svíþjóð. FLUGMÁLAFÉLAG Íslands, með Arngrím Jóhannsson í fararbroddi, minnist þeirra herflugmanna, sem dvöldust hér á landi á styrjald- arárunum, með því að reisa þeim minnisvarða í Fossvogi. Verður minnisvarðinn af- hjúpaður á mið- vikudaginn að viðstöddum for- seta Íslands og hertoganum af Kent, sem jafn- framt er verndari Konunglega breska flughersins. „Af tilviljun komst ég í samband við einn af þeim sem höfðu verið hér á Kaldaðarnesi á árunum 1940 til 1942,“ segir Arngrímur um upp- haf verkefnisins. „Hann var frá Kent og eftir smáspjall þegar við hittumst árið 1999 sagði hann mér að ennþá væru sextán á lífi úr her- deild hans, sem hér var. Ég ákvað að bjóða þeim til Íslands og það tókst.“ | 30 Útvarða minnst Arngrímur Jóhannsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RÍKISSTJÓRN Íslands hefur sam- þykkt að tillögu forsætisráðherra að verja 500 þús. kr. í að samræma mis- munandi útgáfur þjóðsöngsins og gera nóturnar aðgengilegar almenn- ingi að kostnaðarlausu á Netinu fyrir áramót, m.a. á vef forsætisráðuneyt- isins. Málið er unnið í samvinnu við Íslenska tónverkamiðstöð. Að sögn Sigfríðar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar tón- verkamiðstöðvar, er þjóðsöngurinn nú þegar til í alla vega sex mismun- andi útsetningum. Þeirra á meðal eru fjögurra radda kórútsetning með og án undirleiks, hljómsveitar- útgáfa, lúðrasveitarútgáfa, kvenna- kórs- og karlakórsútgáfa. „Þetta er allt gert á mismunandi tímum í mis- munandi rithönd. Við munum sjá um það fyrir forsætisráðuneytið að semja við þá sem hafa útsett, ef það eru aðrir en höfundur, og tölvusetja þetta þannig að þetta sé uppsett með samræmdum hætti. Síðan verður tryggt opið og ókeypis aðgengi að þessum skjölum fyrir hvern sem er.“ Aðspurð segir Sigfríður inni í myndinni að útbúa einsöngsútgáfu af þjóðsöngnum með píanóundirleik. Segir hún að gerð verði rannsókn á því hvort Sveinbjörn Sveinbjörns- son, höfundur lagsins, hafi skilið eft- ir sig meiri píanópart heldur en nú er fyrir hendi. „Ef ekki, þá þurfum við að leita heimildar hjá afkomendum eða rétthafa, sem er forsætisráðu- neytið, fyrir því að hægt sé að syngja þjóðsönginn fallega í einsöng.“ Samræma sönginn  Útbúa á einsöngsútgáfu af þjóðsöngnum með píanóundir- leik  Söngurinn til í alla vega sex ólíkum útsetningum Í HNOTSKURN »Íslenski þjóðsöngurinn varsaminn í tilefni þjóðhátíð- arinnar 1874 og fyrst fluttur op- inberlega við guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík 2. ágúst sama ár. »Matthías Jochumsson ortiljóðið, Lofsöng, í tilefni Ís- lands þúsund ára, og Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lag við það. »Árið 1983 var staðfest meðlögum að lofsöngurinn skyldi vera þjóðsöngur Íslendinga og heita Ó, guð vors lands. »Þjóðsöngurinn er eign ís-lensku þjóðarinnar og fer forsætisráðuneytið með umráð yfir útgáfurétti á honum sam- kvæmt lögum nr. 78/1983. »Samkvæmt sömu lögum skalekki flytja þjóðsönginn eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Fjallkonan Fátt er þjóðlegra en þjóðsöngur og þjóðbúningur. HÓPUR sem safnar handa fátækum börnum á Indlandi er með bás í Kolaportinu um helgina. Það var handa- gangur í öskjunni þegar kúnnarnir mættu spenntir á þennan líflega markað í gærmorgun, enda margt á boðstólum sem hvergi annars staðar er hægt að fá. Um helgina standa Vinir Kolaportsins fyrir undir- skriftasöfnun til að mótmæla breytingum sem til stend- ur að gera á Tollhúsinu. Segir hópurinn að meðan breytingarnar verði gerðar þurfi hugsanlega að loka markaðnum í 18 mánuði. Kaupgleði í Kolaportinu Safnað handa börnum Morgunblaðið/Golli ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.