Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 52

Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 52
52 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í KJÖLFAR Alþingiskosninga 12. maí sl. var mynduð ný rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. Sú ríkisstjórn nýtur stuðnings mikils meirihluta kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar. Svo mikils að raunar getur annar stjórnarflokkanna setið hjá í öllum málum og samt næðu þau fram að ganga enda þótt stjórnarand- staðan greiddi atkvæði á móti. Svo miklum meirihluta fylgir mikil ábyrgð sem er ekki hvað síst fólg- in í því að kjörnir þingmenn þjóð- arinnar gæti þess að lýðræðið sé ekki fótum troðið eða að stjórn- málaforingjar við háborð fram- kvæmdavaldsins líti á Alþingi sem aukaatriði og það sé forystumann- anna í ríkisstjórn að stjórna þinginu og ákveða lögin fyr- irfram og ætlast síðan til að geðlitlir þing- menn uni slíku verk- lagi. Ég vil trúa því að í þingliði allra flokka sé fólk sem kallar eftir öflugra Al- þingi, í rauninni nýju Alþingi, hugprúðu og málefnalegu sem tek- ur hlutverk sitt alvar- lega. Þá mun virðing Alþingis vaxa og öll vinnubrögð rík- isvaldsins batna í framhaldinu. Teikn eru hins veg- ar á lofti um að þing- menn hins drjúga stjórnarmeirihluta muni ekki axla þessa ábyrgð. Nú nýlega komst í hámæli mál þar sem fulltrúar framkvæmdarvalds- ins virðast hafa brot- ið lög. Þegar þing- menn sinna eftirlitsskyldu sinni með umfjöllun um málið og gæta þess að lögum sé framfylgt bregð- ur svo við að þeim berast hótanir frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta má ekki láta óátalið. Undarlegar breytingar á Stjórnarráði Íslands Annað nærtækt dæmi eru ný- gerðar breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Boðað hefur verið að í kjölfar þeirra breytinga fari einnig fram breytingar á reglugerð þeirri sem kveður á um verkaskiptingu Stjórnarráðsins. Í bréfi sem undirritaður sendi for- sætisráðherra fyrir skemmstu var lýst því áliti að það sé ekki einka- mál Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar að ganga til breytinga á verkefnum Stjórnarráðsins. Í svarbréfi frá forsætisráðherra kemur fram að ekki sé ætlunin að greina frá þeim breytingum fyrr en þing kemur saman og jafn- framt að öllu samstarfi við stjórn- arandstöðu er hafnað. Það hlýtur að teljast alvarlegt áfall fyrir þingræðishefðina að slíkar breyt- ingar séu ekki unnar í samráði meiri- og minnihluta á Alþingi. Að áliti undirritaðs er það lýðræð- islegur réttur Alþingis, allra al- þingismanna, stofnana og hags- munaaðila í þjóðfélaginu að fá a.m.k. upplýsingar um fyrirhug- Á hvaða vegferð er lýðræðið Guðni Ágústsson skrifar um breytingar á Stjórnarráðinu » Það er ekki laust viðað þessi svör for- manna stjórnarflokk- anna veki ugg í brjósti mér. Alþingi er veikt og forystumenn stjórn- arflokkanna telja þingið í sinni hendi. Guðni Ágústsson OPIÐ HÚS Í DAG HÁBERG 10 - RVK – PARHÚS Mikið endurnýjað, glæsilegt og vel skipulagt 5 herbergja, 140,5 fm, parhús á afar rólegum og grónum stað. Húsið hefur verið endurnýjað verulega með vönduðum hætti, s.s. gólfefni, innihurðir, innréttingar, ofl. Mjög stutt í skóla og aðra þjónustu. Eignin er laus og til afhendingar nú þegar. Verð 39,9 m. Eignin verður til sýnis milli kl. 15:00 og 16:00 í dag. Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir fjölbýlishús við 17. júní torg í Sjálandi Garðabæ, ætlaðar 50 ára og eldri. Húsið skiptist í tvo hluta, 6 hæða bygg- ingu með einu stigahúsi og 4 hæða byggingu með 3 stigahúsum. Öll stigahúsin eru sambyggð. Undir íbúðarhæðum eru sérgeymslur ásamt bílageymslu. Um er að ræða vandaðar 65-150 fm íbúðir, sem flestum fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Í mörgum af stærri íbúðunum verður gestasnyrting og baðher- bergi. Vandaðar íslenskar innréttingar frá Brúnás eru í öllum íbúðum svo og tæki að viðurkenndri gerð frá Ormsson auk mynddyrasíma. Lyftur eru í öllum stigahúsum er ganga niður í bílageymslu. Á aðalhurðum verða sjálfvirkir hurðaopnarar. Húsið er staðsteypt og einangrað að utan og klætt að mestu með sléttri og báraðri litaðri álklæðningu. 17. júní torg E N N E M M / S IA / N M 21 41 1 í Sjálandshverfinu í Gar›abæ KÍKTU Í HEIMSÓKN. SÖLUFULLTRÚAR OKKAR TAKA VEL Á MÓTI ÞÉR! Íbúðir fyrir 50 ára og eldri OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-15 www.bygg.is OPIÐ HÚS Fullbúin sýningaríbúð Glæsileg húsgögn og innbú frá EGG - Smáratorgi og sérlega vandað parket frá Agli Árnasyni. Verð frá 23,5 millj. Sími 594 5000 STÓRHÖFÐI 27Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF Falleg 4ra herbergja miðhæð við Ránargötu í 101 Reykjavík í þríbýli. Eignin skiptist í tvö herbergi, tvær stofur, snyrtingu og eldhús. Íbúðin er sérlega falleg og tekur vel á móti manni. Frábær staðsetning rétt við miðbæinn. V. 31,5 m. 6733 Eignin er til sýnis og sölu í dag, sunnudag á milli kl. 15-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.