Morgunblaðið - 29.09.2007, Page 33

Morgunblaðið - 29.09.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 33 við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Minning hennar lifir og mun vísa okkur veginn. Sigríður og Þorsteinn. Elsku vinkona. Þegar ég lít til baka finnst mér vera svo örstutt síðan við kynntumst. Báðar með frumburði okkar ný- fædda, lítið meira en börn sjálfar en tilbúnar að taka á móti lífinu. Þegar ég flutti á Sauðárkrók 1972 varðst þú mín besta vinkona og hefur sá vin- skapur fylgt okkur alla tíð síðan. Ég man hvað bjarta brosið þitt og smit- andi hlátur þinn hafði mikil áhrif á mig. Það var oft gaman hjá okkur á þessum árum, sjónvarpslaus fimmtu- dagskvöld og því gjarnan gripið í spil eða bara spjallað um daginn og veg- inn. Við vorum báðar svo lánsamar að geta verið heima hjá börnum okk- ar í nokkra mánuði og gafst þá oft góður tími til samveru. Ég man ferðalögin okkar til Reykjavíkur og sérstaklega í eitt skiptið þegar við stoppuðum í Staðarskála og þú komst varla út úr bílnum fyrir hlátri því þá sástu að þú hafðir lagt í ferða- lagið á inniskónum. Þetta voru að mestu áhyggjulítil ár og við nutum þeirra. Þú varst aldrei margmál um eigin líðan og oftar en ekki sá ég um að tala en þú hlustaðir. Þannig vinur varst þú hafðir alltaf tíma. Þegar árin liðu fluttum við báðar í Raftahlíðina og þó að ekki væri langt á milli okkar fækk- aði stundum okkar saman. Meira varð að gera hjá okkur báðum, þú eignaðist athvarf þitt í sveitinni þar sem þú dvaldir mikinn hluta sumars við gróðursetningu og þau störf sem sveitin býður upp á. Enda er kominn þar góður skógarlundur. Garðurinn ykkar í Raftahlíðinni ber líka þess merki að húsráðendur hafa haft yndi af garðrækt. Þegar við hittumst nú seinni árin barst tal okkar gjarnan að barna- börnum og hvað þú varst stolt af þeim og áhugasöm um þeirra velferð. Þegar ég kom til þín í sumar varst þú orðin mikið veik en samt bjartsýn á að þú fengir lengri frið. Þú gerðir grín að hárleysinu, hlóst og gantað- ist. Í fyrsta skipti síðan ég kynntist þér talaðir þú um eigin líðan og fannst mér það gott. Ég þakka þér, elsku Lísa mín, fyr- ir mikla og trausta vináttu. Ég veit að guð hefur tekið frá þér þjáninguna sem þú barst síðustu árin og nú liður þér vel. Ég sendi mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til þín, Kári minn. Atli, Sif og fjölskyldur, að horfa á eftir móður ykkar svona ungri er erfið lífs- reynsla en ég veit að þið varðveitið minningu hennar og haldið í þau gildi sem hún kenndi ykkur. Ég veit að þegar tíminn líður komið þið til með að minnast hennar hlæjandi þessum yndislega smitandi hlátri sem hreif aðra svo auðveldlega með sér. Sendi foreldrum, systkinum og öðrum ætt- ingjum samúðarkveðjur. Ég kveð þig að sinni, kæra vinkona. Margrét Sigurðardóttir. Það er ekki magnið heldur gæðin sem skipta máli. Þannig var vinátta okkar Lísu en mig langar til að minn- ast góðrar vinkonu í fáum orðum. Ég var svo lánsöm að kynnast henni Lísu minni fyrir tæpu ári, þeg- ar leiðir okkar lágu saman á Sjúkra- hóteli Landspítalans við Rauðarár- stíg. Þegar ég kom fram í matsalinn fyrsta daginn birtist mér hópur fólks sem var mjög misjafn á að líta, sumir horfðu bara niður í diskinn sinn en þarna var ein ung kona sem leit upp með ljómandi brosi og bauð góðan daginn. Ég settist auðvitað hjá henni og það voru fyrstu kynni mín af henni Lísu. Hún hafði þvílíka útgeislun og hreif alla í kringum sig með gleði sinni og jákvæði. Nei, það var sko ekkert væl í gangi, bara hvellur og smitandi hláturinn. Við bara ein- hvern veginn smullum saman eins og við hefðum alltaf þekkst. Ekki leið sá matar- eða kaffitími sem við ekki sát- um saman og ræddum um alla heima og geima. Hún dreif mig af stað út að ganga í göngugrindinni. Komdu, sagði hún; við skulum bara kíkja að- eins út á stétt og svo næsta dag geng- um við aðeins lengra og svo lengra. Það var ekki hægt að segja nei við þessari glaðværð og jákvæði, hún var virkilega smitandi. Ég á henni gíf- urlega mikið að þakka. Hún Lísa mín var líka mjög góður hlustandi og hafði ákveðna skoðun á hlutunum en hún gaf líka góð ráð. Við ætluðum að bralla ýmislegt þegar ég kæmi loks norður og eins þegar hún kæmi í bæ- inn næst og hefði tíma og orku til. Við náðum að kynnast mjög vel á þessum stutta tíma sem við fengum saman. Það eru gæði vináttunnar sem gilda en ekki endilega magnið. Í dag þegar ég er loksins komin norður á Sauð- árkrók, eru það þung og sársaukafull skref að stíga því ég er hér til að kveðja hana Lísu mína hinsta sinni. Í hjarta mínu mun ég alltaf minn- ast hennar sem sólargeisla, þar sem hún situr með bros á vör og hrífur alla kringum sig með dillandi hlátri. Elsku Kári og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin um ástkæra Lísu okkar mun lifa. Ágústa Rósmundsdóttir. Elsku Lísa okkar Við viljum kveðja þig með þessu ljóði. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér- Gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnur.) Elsku Kári, Atli, Sif, Rúnar og börn. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfða tíma. Sigurður, Baldvina, Dagmar, Olga, Björgvin, Kristján og fjölskyldur. Elsku Lísa, okkur finnst hann kaldur þessi veruleiki, að sitja hér og skrifa minningarorð um þig – já svo ótrúlegur og sár. Það er svo stutt síðan við vorum í kaffi hjá þér í Raftahlíðinni. Þið Kári voruð bæði heima þegar við komum og við sátum og spjölluðum í langan tíma. Þú barst þig svo ótrúlega vel eins og alltaf, sagðist ætla upp á sjúkrahús á morgun til að athuga hvort þeir gætu ekki hresst þig eitt- hvað við. Þú varst svo sannarlega ekkert að gefast upp, þetta var verk- efni sem þú ætlaðir að sigrast á. Þú varst ekkert gefin fyrir að flíka tilfinningum þínum en það fundu allir sem þig þekktu að hjartað var heitt sem undir sló. Enda varstu mikil fjöl- skyldukona og hugsaðir vel um fólkið þitt. Það var næstum daglega að bíll- inn þinn stóð fyrir utan hjá mömmu þinni og pabba. Þá var Lísa í kaffi, að hjálpa þeim í garðinum, hengja upp jólaskraut eða eitthvað þess háttar. Þú varst alltaf til staðar. Þú varst líka barngóð með afbrigðum og barna- börnin voru þér mikill gleðigjafi. Það fór ekkert á milli mála þegar þau voru með þér hversu stolt þú varst af þeim og hvað þér þótti vænt um þau. Elsku Lísa, þú varst okkur traust- ur vinur og systir, bæði í gleði og sorg. Við þökkum þér fyrir trygga samfylgd sem skilur eftir sig margar góðar minningar. Elsku Kári, Atli, Sif, Baldvina, Steini og barnabörn, megi Guð styrkja og hjálpa í sorg ykkar. Sævar og Ingileif. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Lísu og mun minningin um góða vinkonu lifa, einnig fyrir allar samverustundirnar sem við héldum að yrðu svo miklu, miklu fleiri. Guð styrki fjölskyldu hennar í sorginni. Hvíli hún í friði. Fjölskyldan Raftahlíð 32. vel af. Iðulega læddist ég upp í stofu og hallaði mér í sófann og sofnaði smástund. Héðinn var mikill áhuga- maður um bækur og fræðirit. Hann vann við bókasafnið á Þingeyrir í 55 ár og allt í sjálfboðavinnu. Ég man að oft gaukaði hann að mér eintökum af Úrvali og sagði að hér væri sitthvað af greinum um náttúru og dýralíf, sem hann vissi að ég hafði mikinn áhuga á. Þau Dunna og Héðinn ræktuðu stóran og fallegan garð bak við húsið og átti ég þar oft góðar stundir með þeim. Fljótlega var mér kennt að rækta kartöflur og settur í að setja niður með þeim í sandgarð- inn á Oddanum og ég man að í fyrsta sinn sem ég gerði það setti ég víst eitthvað djúpt niður og Héðni varð á orði að lítið væri komið upp úr einu beðinu í garðinum en það var einmitt beðið sem ég setti niður í. Héðinn var mjög geðgóður maður og aldrei sá ég hann skipta skapi eða tala illa um nokkurn mann. Eitt sinn er við Gugga komum heim í jólafrí var Héðinn hættur að reykja en hann reykti alltaf Camel og geymdi pakk- ann í brjóstvasanum. Við Gugga reyktum þá og svo Skarphéðinn svili og Sigga mákona, og vorum við öll þar heima. Og var þá ákveðið að við bara hættum öll að reykja til að styrkja hann í þessu en oft sá maður hann klappa á brjóstvasann eftir matinn í langan tíma eftir þetta. Oft fórum við yfir í Arnarfjörð og þá sér- staklega á 17. júní hátíðarhöldin á Hrafnseyri en þar var hann fæddur og upp alinn. Það var gaman að sitja í bílnum með honum yfir heiðina og hlusta á allan þann fróðleik sem hann hafði um hvert gil, fjall eða stað sem eitthvað hafði gerst á. Til dæmis talaði hann oft um steininn ofarlega á Hrafnseyrardalnum „Staupastein- inn“ sem læknirinn stoppaði alltaf við og fékk sér snafs, eða fjallið handan dalsins þar sem hann var eitt sinn hætt kominn í smalamennsku er hann féll í klettum. Það er margs að minnast á stundum sem þessum og kem ég til með að sakna tengda- pabba og heimsóknanna á sjúkrahús- ið á Ísafirði, en þar var hann á öldr- unardeildinni síðastliðin tvö ár. Ég vil þakka fyrir öll þessi góðu kynni og megi Guð geyma hann og blessa. Dunnu tengdamömmu votta ég mína dýpstu samúð og svo öðrum að- standendum. Hilmar Pálsson. Í dag verður jarðsett kær systir, mágkona og frænka, María Unnur Sveinsdóttir frá Ólafsvík. Við leiðarlok minnumst við góðrar konu er lét sér annt um velferð allra þeirra er á vegi hennar urðu sem og annarra í fjarlægð, sérstaklega fólks er átti um sárt að binda. Hún sýndi jafnan fólki stuðning, hlýhug og hluttekningu, hvort heldur voru vandalausir, vinir eða fjölskylda. Sérstaklega minnumst við um- hyggjusemi hennar gagnvart náunganum. Slíkt var henni eðlis- lægt og einkennandi þáttur í skap- gerð Mæju eins og hún var oftast kölluð. Hug sinn til samfélagsins sýndi hún og í verki með mikilsverðu framlagi í þágu fólks og byggðar hér í Ólafsvík. Lengst af hefur hún gegnt margvíslegum trúnaðarstörf- um í Slysavarnadeildinni Sumar- gjöf, sömuleiðis í starfi Kvenfélags Ólafsvíkur en hún var fyrsti formað- ur þess félags og var gerð að fyrsta heiðursfélaga þess á sjötugsafmæli sínu. Þá skal hér nefnd þátttaka hennar í starfi Kirkjukórs Ólafsvík- ur um áratugaskeið. Mæja var ætíð hófsöm kona til orðs og æðis og hafði sig lítt í frammi og gerði ekki mikið úr eigin ágæti. Hún var hins vegar ætíð fórnfús í annarra þágu og lá þar ekki á liði sínu til samhjálpar og eða í þágu góðs og réttláts málstaðar. Hún hafði ríkulega réttlætis- kennd og mátti fátt aumt sjá; stað- ✝ María UnnurSveinsdóttir fæddist í Ólafsvík 10. ágúst 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 18. september síðastliðinn. Útför Maríu Unnar fór fram frá Digra- neskirkju í 28. sept. Jarðsett verður í Ólafsvíkurkirkju- garði í dag, laug- ardaginn 29. sept- ember, klukkan 12 föst var hún og í af- stöðu sinni og skoðunum alla sína lífsleið. Við kveðjum Mæju með miklum söknuði og virðingu; mæta konu, kæra systur, mágkonu og frænku. Megi algóður Guð veita eftirlifandi eig- inmanni og fjöl- skyldu styrk í sorg þeirra. Minningin um mæta og merka konu lifir og verður okkur hinum leiðar- ljós um alla daga! Fjölskyldan Skálholti 11, Ólafsvík. Mæja, móðursystir mín, hefur lík- lega haft meiri áhrif á tilvist mína en nokkur annar. Þegar faðir minn flutti til Ólafsvíkur var hann kost- gangari á heimili hennar og Steina manns hennar. Það mun hafa gerst óvanalega oft þennan vetur, að þau þurftu nauðsynlega að bregða sér af bæ, er kostgangarann bar að garði. Var þá móðir mín fengin til að gæta barnanna. Þessi hernaðaráætlun þeirra Mæju og Steina, sem starfaði með foreldrum mínum í Kaupfélag- inu Dagsbrún, gekk upp því foreldr- ar mínir trúlofuðu sig innan árs frá því pabbi kom í plássið. Fyrstu minningar mínar um Mæju eru frá þeim tíma er ég bjó í sömu götu í Ólafsvík og var þá dag- legur samgangur á milli heimilanna. Hún var þessi hlýja og sterka kona sem sýndi börnum virðingu og alúð. Eftir að fjölskylda mín flutti suður var farið á hverju ári til Ólafsvíkur og bjuggum við ævinlega á heimili Mæju og Steina. Ég dvaldi oft hjá henni í lengri tíma á sumrin. Á heimilinu var ég eins og ein af heim- ilismönnum og naut ríkulegrar gjaf- mildi hennar. Mæja var einstaklega góður hlustandi og ráðagóð. Minningarnar streyma fram um Mæju í sloppnum í eldhúsinu, þar sem hún stendur við eldhúsglugg- ann og lítur út á höfnina. Alltaf var fylgst með komum bátanna. Maja önnum kafin við heimilisstörfin en líka að annast um allan þvott fyrir kaupfélagið, sem gaf henni svolitlar eigin tekjur. Ég minnist allra góðu stundanna þar sem setið var og spjallað var um landsins gagn og nauðsynjar. Maja var ævinlega áhugasöm um það sem við í fjöl- skyldunni vorum að gera og fylgdist grannt með hverjum og einum. Hún tók margvíslegan þátt í félagsstörf- um og ég minnist þess þegar hún var að búa sig upp á til að syngja í kirkjukórnum eða fara á fundi í kvenfélaginu eða slysavarnarfélag- inu. Mæja var sterkt mótuð af æsku- heimilinu. Hún var elsta systir í 11 systkina hópi og vandist mikilli vinnu frá barnsaldri. Formleg skólaganga var einungis skyldu- námið, og enga frekari menntun að fá í Ólafsvík á þeim tíma. Mæja var mjög greind og víðlesin og hefði svo sannarlega átt að fá tækifæri til að mennta sig betur en aðstæður voru engar til þess. Hún fór snemma að heiman til að vinna. Hún gat kostað sig í húsmæðraskólann á Ísafirði og þegar hún talaði um þetta skólaár var greinilegt hvað það hafði gefið henni mikið. Mæja notaði þær tekjur sem hún vann sér inn til að létta undir framfærslu heimilisins. Systur hennar sögðu mér til dæmis að hún hefði sent þeim bæði kápur og skó, en á barnmörgu heimilinu voru engir peningar til slíkra kaupa. Mæja var alin upp í því eins og móð- ir mín að gera engar kröfur fyrir sjálfa sig og láta alla aðra ganga fyr- ir. Henni var í blóð borið að liðsinna þeim sem voru minni máttar og taldi sig ævinlega aflögufæra og var reiðubúin að aðstoða aðra. Ræktar- semi hennar við elsta bróðurinn Einar sem glímdi ævilangt við erfið veikindi var einstök. Eftir að afi minn og amma féllu frá má segja að heimili Mæju og Steina hafi orðið miðstöð Hafnar- hvolsfjölskyldunnar, þangað komu allir úr fjölskyldu afa og ömmu er leið áttu um Ólafsvík. Mæja var afar stolt af Ólafsvík og áhugamanneskja um sögu staðarins. Þegar maðurinn minn heitinn, Gísli Ágúst Gunnlaugsson, vann að því að skrifa sögu Ólafsvíkur bjó hann á heimili hennar og hún aðstoðaði á margvíslegan hátt og var mjög áhugasöm um framgang þess verks. Eiginleikar Mæju birtast með skýrum hætti hjá dætrum hennar fjórum. Ræktarsemi, tryggð þeirra og samheldni er einstök og halda þær svo sannarlega uppi merki síns góða bernskuheimilis. Ég vil votta eftirlifandi eigin- manni hennar og dætrum innilega samúð mína. Missir Steina er mikill enda umhyggja hans gagnvart konu og börnum einstök og hann tók ein- lægan þátt í taka vel á móti hennar stóru fjölskyldu. Berglind Ásgeirsdóttir. Mæja, ömmusystir mín, var ein hlýjasta kona sem ég hef nokkurn tíma haft heiður af að kynnast. Langamma mín dó áður en ég fædd- ist, en þegar ég ímynda mér hvernig hún var, verður mér strax hugsað til Mæju. Mæja lagði hug sinn og hjarta í að láta öllum líða sem best á heimili hennar, auk þess sem hún virtist hafa einstakan hæfileika til að halda fjölskyldunni saman. Þegar ég fylgdist með henni í gestgjafahlutverkinu varð mér alltaf hugsað til 60 ára sögu hennar sem húsmóður. Þekkingin á framkomu við fólk skein í gegnum hverja ein- ustu hreyfingu. Allir voru velkomn- ir, öllum var sýndur áhugi, öllum var boðið kaffi og nýbakaðar kökur. Ég vann nokkur sumur í dagdvöl- inni í Sunnuhlíð þar sem Mæja kom nokkra daga í viku. Þar sat hún ávallt, prjónaði og spjallaði við fólk- ið í kringum sig. Maður gat ekki annað en dáðst að henni, hún laðaði að sér fólk sem fannst það geta talað við hana um allt milli himins og jarð- ar. Mæju fannst það sjálfsagður hlutur að hlusta á fólk tala um vandamál sín jafnt sem gleði sína. Hún íþyngdi aldrei neinum með sín- um vandamálum, enda setti hún aldrei sjálfa sig fyrst. Hún var ein 11 systkina og bar það greinilega með sér. Mæja dáðist af framtaks- semi og velgengni annarra en datt aldrei í hug að segja fólki frá sinni velgengni, enda einstaklega hóg- vær. Ég votta dætrum hennar, eigin- manni og systkinum innilega samúð mína á þessum erfiðu tímum. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir. María Unnur Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.